Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ +Jón Gunnar Ófeigsson fæddist I Hafnar- nesi í Homafirði 11. nóvember 1918. Hann lést á Skjól- garði á Höfn 5. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinunn Guð- björg Sigurðardótt- ir frá Stapa í Nesj- um, f. 31. júlí 1889, " og Ófeigur Jónsson bóndi í Hafnarnesi, f. 14. júlí 1883. Jón var eina barn þeirra hjóna. Hinn 24. júní 1947 kvæntist Jón Friðrikku Margréti Aðal- steinsdóttur, f. 28. júlí 1917, og lifir hún mann sinn. Þau hófu búskap í Hafnarnesi árið 1942 og bjuggu þar fram til ársins 1995 en þá fluttist Jón á Skjól- garð á Höfn. Jón og Friðrikka Margrét eignuðust eina dóttur, — Fregnin um andlát Jenna í Hafn- arnesi, eins og flestir kölluðu Jón -f^Lunnar Ófeigsson, kom ekki á óvart því heilsu hans hrakaði jafnt og þétt síðustu ár. Um áratuga skeið átti hann við sykursýki að stríða og þegar aldurinn færðist yfir komu fylgikvillar þessa sjúk- dóms smám saman í ljós. Sjóninni tók að hraka og á endanum hætti hann að geta lesið. Það voru held- ur dapurleg örlög fyrir mann sem ávallt hafði fylgst grannt með þjóð- málunum í dagblöðum og hafði haft mikla ánægju af því að taka "•sr góða bók í hönd. Lengst af lét Jenni þó sykursýkina lítt á sig fá og sinnti hugðarefnum sínum ótrauður. Væri hægt að koma því við með góðu móti skrapp ég í heimsókn að Hafnarnesi þegar ég átti leið á heimaslóðimar. Síðast þegar ég hitti Jenna heima í Hafnarnesi að haustlagi fyrir nokkrum árum lék hann á als oddi og rifjaði upp ýmsa löngu liðna atburði sem greinilega stóðu honum jafnskýrt fyrir hugskotssjónum og þeir hefðu gerst daginn áður. Minnið var óbrigðult og frásögnin einkar skýr. Aður en ég kvaddi Jenna þarna f síðla kvölds gaf hann mér bókina ^Lífsmörk í spori“ eftir nágranna okkar Torfa bónda Þorsteinsson í Haga. Bókin lá á eldhúsborðinu og bar þess merki að hafa verið lesin spjaldanna á milli og höfðum við eitthvað verið að ræða innihald hennar. Áður en hann afhenti mér bókina tók hann sér penna í hönd, ritaði nafn mitt í bókina og bætti við að bókin væri gjöf frá Hafnar- neshjónunum. Þótt sjónin væri far- in að daprast verulega var rithönd- in samt ennþá styrk og fögur. Bókin skipar nú verðugan sess inn- an um nokkrar aðrar bækur sem ég hef safnað og fjalla um fjöl- breytt mannlíf á Hornafirði. -iMikill vinskapur var milli heimilisfólksins í Borgum og hjón- anna í Hafnarnesi. Var sú vinátta alla tíð ræktuð af einlægni og bar þar aldrei skugga á. Faðir minn, Skírnir Hákonarson í Borgum, og Jenni voru miklir mátar. Áhuga- mál þeirra voru á margan hátt svipuð. Starfsvettvangurinn var sá sami þar sem báðir voru bænd- ur og bústörfin báðurn hugleikin. Eitt af því marga sem tengdi þá saman var söngur og starf í kór- um. Áratugum saman, svo lengi * sfem heilsa leyfði, sungu þeir í kirkjukór Bjarnaneskirkju. Um árabil stóðu þeir líka hlið við hlið og sungu annan bassa í ágætum karlakórunum sem störfuðu á Hornafirði, fyrst undir stjórn Bjarna Bjarnasonar á Brekkubæ og síðar í Karlakórnum Jökli und- ir stjórn Sigjóns Bjarnasonar á Brekkubæ. Kórstarfið var báðum Eddu, f. 6. október 1940. Edda giftist Jóhannesi Arnljóts Sigurðssyni, f. 10. desember 1931, d. 17. desember 1971. Bjuggu þau í Hafn- arnesi uns Jóhann- es lést, langt um aldur fram. Barna- börn Jóns og Frið- rikku Margrétar eru fimm en barna- barnabörnin 14. Jón stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri í tvo vet- ur, 1937-38 og 1938-39. Búskap- ur varð aðalævistarf Jóns. Um tíma var hann umboðsmaður Álafoss og sá um ullarkaup fyr- ir fyrirtækið í Austur-Skafta- fellssýslu. Útför Jóns fer fram frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hafnarkirkjugarði. kærkomin tilbreyting frá daglegu striti og kjörinn vettvangur til samfunda við menn með svipuð áhugamál. Iðulega var glatt á hjalla og átti Jenni ekki síst þátt í því þar sem hann var að eðlis- fari einstaklega glettinn og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Frásagnargáfa Jenna var ein- stök. Fáa hef ég hitt sem voru naskari að glæða sögur úr daglega lífinu því lífi sem með þurfti til að gera þær skemmtilegar og eft- irtektarverðar. Fyrir nokkrum árum orðaði ég það við hann hvort enginn hefði sýnt því áhuga að skrifa niður eftir honum eitthvað af þeim mikla fróðleik sem hann bjó yfir um menn og málefni í Hornafirði, fróðleik sem hann átti svo auðvelt með að miðla öðrum og líklega enginn kunni betur en hann. Jenni tók þessu heldur fá- lega enda hógvær að eðlisfari og lítt fyrir að trana sér fram. Því miður varð ekkert úr því að þetta yrði framkvæmt. Vísast munu eft- irlifandi vinir Jenna þó rifja upp á góðri stund ýmsar glettnar og græskulausar sagnir af látnum hornfirskum sómamönnum eins og til dæmis Eyjólfi á Horni, Kela á Dýhól, Árnanesmönnum og Ein- ari kaupmanni. Auk kúa- og sauðfjárbúskaps voru Hafnarnesmenn með hesta og náðu ágætum árangri í hrossa- rækt eins og þeir vita sem kunna skil á ættartölum hrossa og kann- ast við Blakk númer 999. Aðstæð- ur í Hafnarnesi voru þó að sumu leyti ólíkar því sem gerðist annars staðar í sveitinni. Var það einkum vegna þeirra hlunninda sem fylgdu jörðinni en auk silungsveiði hlúðu Hafnarnesbændur að æðarvarpi sem nytjað var í hólmum sem til- heyra jörðinni. Mest urðu þó sveit- ungarnir varir við þau hlunnindi sem fólust I lúruveiðum Hafnar- nesmanna en lúru nefna Hornfirð- ingar skarkola sem lifir fyrstu ár ævinnar á leirbotni Skarðsfjarðar og Hornafjarðar. Á sumrin drógu ábúendur í Hafnarnesi reglulega fyrir lúru í álum vestan bæjarins. Oft veiddist vel og var báturinn sem notaður var við veiðamar stundum fylltur af lúru áður en menn unnu sér hvíldar. Sveitungamir nutu góðs af þessum veiðum og var lúran kærkomin tilbreyting á matseðli nágranna og vina Hafnamesbænda, meðal annars heima í Borgum. Frá uppvaxtarárunum minnist ég tíðra og einkar skemmtilegra heimsókna Jenna og Möggu inn í Borgir. Þá var gjarnan sest niður og málefni dagsins brotin til mergj- ar yfir bakkelsi og bolla af kaffi. Farið var með vísur, sagðar voru sögur og stundum sungið. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Borgafólksins þakka Jenna ein- staka tryggð og vinsemd við fjöl- skylduna, ekki hvað síst tíðar heimsóknir hans á sjúkrabeð til föður míns sem lést árið 1979 úr einum þeim erfiðasta sjúkdómi sem hægt er að fá. Þá kom berlega í ljós hvers konar gull af manni hann Jón Ófeigsson í Hafnarnesi var. Á skilnaðarstund votta ég eftir- lifandi eiginkonu, dóttur, bama- bömum og barnabarnabörnum innilega samúð. Karl Skírnisson. Hann Jenni í Hafnarnesi er dá- inn, og við sem eftir lifum og þekktum hann og heimili hans í Hafnarnesi í Hornafírði á ámnum upp úr 1960, viljum gjarnan þakka fyrir samfylgdina og minnast hans með nokkram orðum. Hann hét Jón Ófeigsson fullu nafni og var sonur hjónanna Ófeigs Jónssonar og Steinunnar Sigurðar- dóttur, sem bjuggu allan sinn bú- skap í Hafnarnesi. Þau hjón, Ófeig- ur og Steinunn, voru bæði inn- fæddir Hornfirðingar. Ófeigur Jónsson í Hafnamesi var einn sjö samhentra og samrýndra systkina, sem þar ólust upp en Steinunn var frá Stapa í Innsveitinni, ein af mörgum systkinum þaðan. Það var í landi Hafnarness, að verslunarstaðurinn Höfn reis um aldamótin og varð með tímanum að kauptúni og er nú orðinn að kaupstað, einum þeim stærsta og lífvænlegasta á Austurlandi. Þess vegna hlaut að koma að því að búskapur legðist af í Hafnarnesi, þessu gamla góðbýli. Þetta vissi Jenni vel á sínum búskaparáram og tók því eins og sjálfsögðum hlut, en lét það þó engan veginn aftra sér frá því að reka í Hafnar- nesi myndarlegt bú með kindum, kúm og kartöflum. Þegar séra Skarphéðinn Péturs- son faðir okkar gerðist prestur austur í Bjarnanesi í Hornafirði haustið 1959 og flutti þangað með stóra fjölskyldu, reyndi oft á hjálp- semi Nesjamanna. Að öllum öðrum heimilum ólöstuðum, vora þau Jenni og Magga alltaf boðin og búin til þess að rétta hjálparhönd og bjóða fram aðstoð sína ef eitt- hvað væri sem þau gætu gert. Stundum vora þau fram á nætur í Bjamanesi að hjálpa til með þá miklu vinnu, sem var við að flokka kartöflur og koma þeim í verð. Jenni var maður meðalhár vexti, grannur og hvatlegur í hreyfing- um, ræðinn og ávarpsgóður og kunni ógrynni af skondnum sögum af fyrri tíðar mönnum og ekki síð- ur samtíðarmönnum. Hann var fróðleiksfús og bókhneigður og kunni góð skil á sögu héraðsins og atvinnuháttum eins og þeir gerðust á áram áður. í landi Hafn- arness er mikill fjöldi eyja og smá- hólma og bera öll sérstök nöfn. Þetta land þekkti Jenni flestum betur og var gaman að ræða við hann um örnefnin og mannlíf á liðinni tíð. Var auðfundið að þar fór saman áhugi á máli, sögu og tungu. Jenni fékk snemma sykursýki en hlífði sér þó lítt til erfiðis- verka. Hann var kannski aldrei þrekmikill en hann var svo hepp- inn að konan hans, hún Margrét Aðalsteinsdóttir frá Djúpavogi, var margra manna maki til allra hluta. Þau skruppu til Reykjavíkur 1947 og létu séra Jakob gefa sig saman í hjónaband. Hann var líka frá Djúpavogi. Þau hjónin eignuðust eina dótt- ur, Eddu, en það var alltaf fjöldi af börnum hjá þeim í Hafnarnesi og þannig hafði það alltaf verið þar á bæ. Það má mikið vera ef þessi börn muna ekki alla tíð útsýnið af bæjarhólnum í Hafnarnesi á kyrru vorkvöldi, þegar háflóðið umlykur hólma og nes. En nú hefur hann Jenni fengið hvíldina og það væri gaman að vita hvernig hann kemur Sankti-Pétri til að hlæja. Systkinin frá Bjarnanesi. + Helga Jóhann- sdóttir var fædd á Hrauni í Sléttuhlíð 12. des- ember 1922. Hún lést á heimili sinu Hólavegi 15, 8. des- ember síðastliðinn. Foreldrar Helgu voru Stefanía Jón- sóttir, f. 18.8. 1898, og Jóhann Jónsson, f. 24.5. 1892, d. 1.3. 1969. Systkini Helgu voru Jón, lögregluþjónn, f. 1918, d. 1971, og Ragna, f. 1919. Helga giftist Pétri Guðjóns- syni 19.10. 1951, hann fæddist 9.6. 1916. Börn þeirra eru: Ragna, f. 1951, m. Magnús Þor- steinsson, þau eiga þijá syni. Guðjón, f. 1953, m. Jakobína Ásgrímsdóttir, þau eiga þijú börn. Jóhann, f. 1953, m. Ingi- Elsku besta tengdamamma. Þú varst einstök mamma. Með alla þína hlýju og kærleika, þú áttir svo stórt hjarta. Það var alltaf nóg pláss fyr- ir alla, börnin þín 8 og bamabörnin 24. Tengdabörnin urðu líka þín af heilum hug. Það er stórt skarð höggvið í hópinn. Við söknum þín svo mikið. En minningarnar ylja okkur og gleðja. Elsku tengdapabbi, gullamma og frænka, missir ykkar er mikill. Guð styrki ykkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Helga, takk fyrir og allt. Þín, Jakobína Ásgrímsdóttir. Hún mamma er dáin. Þessi orð líða mér seint úr minni. Þegar sím- inn hringdi aðfaranótt sunnudags- ins 8. desember datt mér ekki í hug að verið væri að flytja slíka harma- fregn. Elsku Helga mín, þú fórst allt of snemma, við áttum eftir að gera svo ótalmargt saman, ekki bara á þessu ári heldur í svo mörg ár. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Þegar við vorum hjá þér föstu- daginn 6. des. ræddum við ýmis- legt, þar á meðal að þú ætlaðir að koma snemma út í Hraun næsta sumar því nú þyrfti að setja nýtt þak á gamla bæinn. Þú þráðir alltaf að vera að ferðast eitthvað og þú varst oft farin af stað í huganum. Eftir að þú fluttir á Krókinn varstu samt alltaf með hugann við búskap- inn og þurftir að fylgjast náið með, spurðir í þaula og hættir ekki fyrr en þú varst búin að fá þau svör sem þú vildir. Þú gerðir okkur Magga kleift að fara í frí, þá komuð þið Pétur og Stefanía bara í Hraun og tókuð að ykkur búið og jafnvel heimilið líka ef farið var lengra. Fyrir þetta allt var ég ekki búin að þakka nóg, ég geri það núna. Vorboðinn okkar allra á Hrauni var hvenær afi, amma og gullamma kæmu í sveitina og það var svo indælt að koma í gamla bæinn og finna kaffiilminn, þá var eins og þið hefðuð aldrei farið þaðan, gamli bærinn fékk líf þegar þið voruð komin. Þú þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og þér féll varla verk úr hendi, alltaf að hugsa um að aðrir hefðu það sem best, en gleymdir að hugsa um sjálfa þig. Elsku Helga, við gengum í gegnum bæði súrt og sætt þau ár sem við bjuggum saman á Hrauni en kom- um alltaf heilar út úr því. Milli okk- ar var visst samband sem ég mun alltaf kunna að meta. Börnin okkar vilja þakka þér fyrir hvað þú varst þeim alltaf góð og hlý, þau kveðja björg Ásmundsdóttir, dætur þeirra eru tvær. Rannveig, _ f. 1954, m. Ómar Ól- afsson, eiga þau tvo syni. Magnús, f. 1956, m. Elínborg Hilmarsdóttir, eiga þau fjögur börn. Bergþóra, f. 1958, m. Gunnar Stein- grímsson, börn þeirra eru fjögur. Svanfríður, f. 1961, m. Hilmar Zophan- íasson, þau eiga þrjú börn. Solveig, f. 1963, m. Finnur Sigurbjörns- sonn þau eiga þijú börn. Helga stundaði búskap á Hrauni ásamt Pétri manni sínum til ársins 1981 er þau fluttu á Sauðár- krók. Útför Helgu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þig með söknuði, en minningin lifir. Elsku Pétur, Stefanía, Ragna og börnin, missir okkar allra er mikill en við munum allar góðu stundirnar og það hjálpar okkur yfir erfiðustu sorgina. Guð blessi minningu Helgu Jó- hannsdóttur. Þín tengdadóttir, Elínborg. Elsku amma mín, ég á bágt með að trúa því að ég sé að kveðja þig. Þú sem varst svo mikill „klettur" eins og mamma mundi segja. Alltaf svo hraust og full af lífsorku. Þegar ég hugsa til baka þá er mér efst í huga þegar ég heimsótti þig á Hraun núna í september. Það var orðið langt síðan ég hafði kom- ið í sveitina. En það var allt á sínum stað. Þú komst út á hlað til að taka á móti okkur eins og öll hin skipt- in. „Eruð þið svöng?“ var eitt af því fyrsta sem þú sagðir eftir að hafa knúsað okkur. Eg veit samt ekki alveg af hverju þú spurðir því að þú hlustaðir aldrei á svarið. Hangikjöt, svið og vel sykruð kart- öflumús var komin á borðið áður en við gátum áttað okkur. Já, ég varð alltaf að passa mig að koma með tóman maga í heimsókn til þín því þú fylgdist með því hvað ég borðaði mikið af diskinum mínum. Sama hversu mikið ég borðaði, þá fannst þér ég aldrei borða nóg. Eftir matinn var svo spilað. Spila- mennskan var löngu orðin fastur liður í heimsóknum til ykkar. Núna seinast spiluðum við tvær saman á móti Frænku og Gullþmmu. Við vorum góðar saman. Ég held við höfum unnið hveija einustu umferð. Þá var þér skemmt. Þú hlóst og slóst í lærið á þér eins og þú gerð- ir alltaf. Það er erfitt að hugsa til þess að heimsækja sveitina án þess að þú komir út á hlað að taka á móti okkur, fá hangikjötið þitt eða heyra hláturinn þinn. Eg á eftir að sakna þín. En minningarnar um þig eru ófáar. Ég ætla að halda fast í þær. Ég kveð þig nú, elsku amma mín. Guð geymi þig. Góði guð, viltu styrkja afa minn, gullömmu, frænku og pabba minn í sorginni. Þín María Guðjónsdóttir (Mæja). Með nokkrum orðum vil ég minn- ast Helgu Jóhannsdóttur. Helga og Pétur Guðjónsson, maður hennar, bjuggu myndarbúi á Hrauni í Sléttuhlíð. Þeim auðnaðist að koma á legg átta börnum. Heimilið var því ætíð mannmargt og stóð öllum opið. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum til að heimsækja þau, tengdafólk systur minnar. Þá var atast með heimilisfólkinu í heyskap, kýrnar sóttar og mjólkaðar og öðr- JON GUNNAR ÓFEIGSSON HELGA JÓHANNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.