Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 37 Hvernig- viljum við vera tryggð? í GREIN minni sl. miðvikudag gerði ég grein fyrir þeim ógreiddu ofur-skuld- bindingum, sem hvíla á 4 lífeyrissjóðum opin- berra starfsmanna. Hér á eftir fjalla ég um samkomulag sem fjár- málaráðuneytið gerði nýverið við fulltrúa op- inberra starfsmanna um lífeyrismál og geri samanburð á nýrri A- deild hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og almennu lífeyrissjóðun- um. Þar sem þessi samningur gæti orðið stefnumark- andi fyrir allan vinnumarkaðinn og þar með allt þjóðfélagið er mikil- vægt að fólk átti sig á því hvað hann þýðir og hvaða afleiðingar hann hefur. Gamaldags úrelt réttindi Lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna eru gamaldags, úr sér geng- in og ekki í neinum takti við þörf fyrir tryggingu. Nokkur dæmi skulu nefnd. • Örorkulífeyrir byggist á áunn- um réttindum og er því alger- lega ófullnægjandi fyrir yngra fólk. • Lífeyrir er byggður á dagvinnu- launum en ekki heildarlaunum og því eru þeir sem hafa mikla yfirvinnu vantryggðir. Iðgjald er greitt í 32 ár einmitt þegar fólk þarf helst á laununum að halda til að koma upp börnum og eignast húsnæði. Makalífeyrir er mjög ríflegur og dýr og tekur ekki mið af því að bæði hjónin öðl- ast yfirleitt sjálfstæð- an rétt til ellilífeyris. Auk þess koma fyrir undarleg dæmi. • Opinberir starfs- menn geta hafið töku á ellilíf- eyri við 65 ára aldur og jafnvel niður í 60 ára aldur þrátt fyrir að meðalævin sé alltaf að lengj- ast og heilbrigði fólks batni. Þetta ákvæði er mjög dýrt. Öllum þessum úreltu réttindum er haldið óbreyttum í B-deild sjóðs- ins, sem flestir opinberir starfs- menn munu halda áfram að greiða til næstu árin eða áratugina. Hvað vill fólk tryggja? Hlutverk lífeyrissjóða er að tryggja sjóðfélaga og fjölskyldur þeirra þegar tekjur tapast vegna dauða fyrir aldur fram, örorku eða elli. Þetta gera þeir með því að greiða maka- og barnalífeyri vegna fráfalls fýrirvinnu, örorkulífeyri vegna örorku og ellilífeyri þegar fólk er orðið gamalt. Lífeyrir, annar en bamalífeyrir er háður tekjum í samræmi við það markmið að tryggja tekjutap. Til þess að standa undir lífeyrisgreiðslum greiða sjóð- félagar og launagreiðendur iðgjald til lífeyrissjóðsins, sem er háð tekj- um, yfirleitt 10%. Ljóst er að kröfur um betri lífeyri eru jafnframt kröf- ur um hærra iðgjald og þá versna Lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna eru úr sér gengin, segir Pétur Blöndal, og ekki í neinum takti við þörf fyrir tryggingu. lífskjör sjóðfélagans á starfsævinni en batna í ellinni. Vandinn er að leggja sanngjarnt mat á þörf fólks fyrir tekjur á starfsævinni og í ell- inni. Inn í þá mynd kemur annars vegar kostnaður við að ala upp börn, koma upp húsnæði (og at- vinnurekstri) og hins vegar kostn- aður við hjúkrun og umönnun aldr- aðra. Allt of sjaldan er rætt um þessa þætti og hvað fólk vill greiða mikið fyrir góðan lífeyri. Hafa ber Pétur H. Blöndal Að gefa út dagblað i ÉG SEST við skriftir á altani hót- elíbúðar okkar hjóna á Barbacan Sol á Ensku ströndinni á Gran Canaria. Það er laugardagurinn 9. nóvember 1996. Fyrir framan mig liggur nýj- asta eintakið af The European. Þar er skýrt frá því, að í Grikklandi, þar sem vagga lýðræðisins stóð, séu væntanlegar breytingar á skattalög- um. Skattaívilnanir til ólympíu- stjarna, leikara, poppstjarna, herfor- ingja, þingmanna og blaðamanna verði afnumdar. Til skamms tíma greiddu biaðamenn t.d. skatta aðeins af helmingi launa sinna. Hugmyndin að baki „blaðamannakjara" í skatt- heimtu var að fá mildari gagnrýni á gerðir viðkomandi ríkisstjórna. Þann- ig maraði vagga lýðræðisins í kafi spillingarinnar. Costas Simitis for- sætisráðherra Grikklands ætlar nú að reyna að laga þetta og er honum óskað góðs gengis í þeirri baráttu. II Á fyrsta starfsdegi Eyjólfs K. Jónssonar í maíbyijun 1960 sem rit- stjóra Morgunblaðsins hringdi síniinn á skrifstofu hans: „Þetta er Ólafur Thors, ertu tilbúinn. Ég er með lín- una.“ Eykon kvaðst ekki tilbúinn, hvorki þá né síðar. Hann væri ráðinn ritstjóri af stjórn Árvakurs hf., út- gáfufélags Morgunblaðsins, og hefði í samráði við meðritstjóra sína alger- lega ftjálsar hendur um efni blaðs- ins. Hann tæki hvorki við línum frá Kveldúlfi, Sjálfstæðisflokknum eða LÍÚ. Svipaðri reynslu hafði Matthías Johannessen orðið fyrir ári áður í viðskiptum sínum við Ingólf ráðherra Jónsson frá Hellu. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn, er ég las hin furðulegu ummæli Kristjaps Ragn- arssonar á aðalfundi LÍÚ. „Hlut- skipti ritstjóra þessa blaðs er aumk- unarvert, þegar litið er til þess, að áður fyrr var það í bijóstvörn fyrir atvinnulífið, en nú berst ritstjóri þess fyrir auknum ríkisafskiptum, aukinni skattheimtu og meiri sósíalisma. Það hefði einhvern tíma þótt eftirtektar- vert, að síðasta alvöru sósíalistann skuli daga uppi sem ritstjóri Morgun- blaðsins.“ Skömmu eftir LÍÚ ræðuna hitti ég Matthías Johannessen í and- dyri Morgunblaðsins og mælti: „Ekki látum við stjómendur Árvakurs hf. taka ykkur Styrmi af lífi án dóms og laga líkt og í Villta vestrinu forð- um daga, þegar byggðin var ávallt hundrað kíló- metrum á undan réttarf- arinu.“ III Veiðileyfagjald_ er mjög umdeilt á íslandi og sýnist þar sitt hveij- um og virðist langt í land, að um það náist samkomulag, sem öll þjóðin geti sætt sig við. En kvótabrask á sér for- mælendur fáa, nema meðal þeirra, sem á því þrífast. Almenningur skilur ekki, að það skuli gefa jafnan hlut að binda bát sinn við bryggju og leigja kvótann, eða stunda sjóinn í misjöfnum veðrum og hætta þannig lífi sínu og limum við að færa aflann að landi. Þetta minnir mjög á blóma- skeið leynivínsölunnar í Reykjavík, sem mikið var stunduð hér fyrr á árum hjá Litlu bílastöðinni, sem þá Almenningur skilur ekki, segir Leifur Sveinsson, að það skuli gefa jafnan hlut að binda bát sinn við bryggju og leigja kvót- ann, eða stunda sjóinn í misjöfnum veðrum. var til húsa, þar sem nú er Hlemm- ur. Einn bílstjóranna seldi meira áfengi en félagar hans á stöðinni. Þeir urðu afbrýðisamir út í hann, töldu að það væri lágmark að aka vínþyrstum viðskiptamönnum einn hring í kringum stöðina, áður en seld væri flaskan. Þessi hreyfði aldr- ei bíl sinn, seldi alltaf úr bíl sínum, sem var kyrrstæður úti í horni bíla- stæðisins. Kom í ljós að bíllinn var vélarlaus. Eigandinn hafði selt vélina úr bílnum. Von- andi er sjávarútvegs- ráðuneytið ekki að út- hluta vélarlausum bát- um kvóta. Svo slæmt er það ekki ennþá. IV Hugtökin „sósíalisti" og „kommúnisti" hafa verið skýrgreind með ýmsum hætti. Winston Churchill skýrði kom- múnisma þannig: „Þeir segja: „Þitt er mitt, en mitt er mitt.““ Sósíal- isti er sá, sem vill þjóð- nýta atvinnutækin og láta reka þau af ríkinu. Útgerðarmenn og sér i lagi „gengisfellingarkórinn" vill ávallt láta þjóðnýta tap sitt, en þeg- ar almenningur vill fá framlag sitt til baka, þegar vel gengur hjá útgerð- inni, þá þykjast LÍÚ forkólfarnir ekki þekkja það sama fólk, sem bar byrðar þeirra, er verr gekk. Ég man ekki hvort þetta er kallaður pilsfalda- sósialismi eða eitthvað annað. V Ritstjórar Morgunblaðsins telja styrk blaðsins mestan í þeirri stað- reynd, að heiftarlegustu árásir, sem gerðar hafa verið á einstaklinga í Morgunblaðinu, hafi verið árásir skólastjóra nokkurs á Drangsnesi á okkur Geir Hallgrímsson. Menn vor- kenna þeim mönnum, sem ekki geta hamið skap sitt, hvort sem er í ræðu eða riti. Þannig varð Kristján Ragnarsson sér til ævarandi skammar á aðal- fundi LÍÚ. Sígild er setning Jóns Vídalíns biskups: „Reiðin er hóra djöfulsins." Höfundur er lögfræðingur. Leifur Sveinsson Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. A-deild Almennir lífeyris- sjóðir Ellilífeyrir, hlutfall af heildarlaunum Ellilífeyrisaldur 65 ára 1,90% Skertur: 1,26% Ellilífevrisaldur 70 ára Aukinn: 2,81% 1,80% Nauðsyniegt heildariðgjald af öllum launum Nýir starfsmenn eingöngu 15,5% <10% Allir sióðfélagar, án áunninna réttinda >16% 10% Lífevrisréttindi Föst Brevtileg Iðgiald launagreiðanda Brevtilegt Fast 6% Einstakl. sem greiðir iðgjald frá 25 ára aldri af 100 þkr. á mánuði, fær sem ellilífeyrir (x) frá 65 ára aldrí 76 þkr./mán. 50 þkr./mán. frá 70 ára aldri 122 þkr./mán. 81 þkr./mán. (x) Forsenda: Laun hækka eins og verðlag. í huga að auk lífeyrissjóða greiða Almannatryggingar umtalsverðan lífeyri til sama hóps fólks. Éf skattlagning og iðgjöld verða of þung á vinnandi fólki dregur það úr framtaki þess og dugnaði. Of slök lífskjör fólks á starfsævinni koma auk þess niður á lífskjörum barna þeirra og skerða samkeppnis- stöðu Islands. Þess vegna er mjög brýnt að vanda vel ákvörðun um iðgjald til lífeyristrygginga. Ætla má að núverandi lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna séu um það bil tvöfalt verðmeiri en líf- eyrisréttindi hjá almennu lífeyris- sjóðunum og er þá miðað við öll laun. Iðgjaldið þyrfti að vera um 19% af öllum launum til þess að standa undir þessum réttindum til allra opinberra starfsmanna. Ið- gjald til almennra lífeyrissjóða er yfirleitt 10% og dugar það fyrir öllum skuldbindingum þeirra á með- an vextir haldast háir. Ekki hefur farið fram umræða um það hvort opinbert starfsfólk vill fá þessi miklu lífeyrisréttindi og fórna fyrir það einum mánaðar- launum á ári alla starfsævina. Fólk vill kannski fá hærri laun á starfsæ- vinni á meðan það er að ala upp börn og koma þaki yfir höfuðið. Allur lífeyrir er greiddur með ið- gjaldi (eða sköttum). Því er mjög brýnt að skoða vel hvað fólk vill tryggja til þess að oftryggja hvorki né vantryggja. Oftrygging þýðir óþarfa byrðar á vinnandi fólk og ætti að forðast hana. Ný deild Samkomulagið sem fjármála- ráðuneytið gerði við fulltrúa opin- berra starfsmanna um lífeyrismál gerir ráð fyrir stofnun nýrrar deild- ar við Lífeyrissjóð starfsmanna rík- isins, A-deildar, sem tryggi öll laun og veiti lífeyrisrétt á grundvelli stiga. Til hennar eiga ailir nýir starfsmenn ríkisins að greiða og þeir af eldri starfsmönnum, sem þess óska. Þessi deild veitir miklu betri lífeyrisrétt en almennu lífeyr- issjóðirnir eins og sést á meðfylgj- andi töflu: Athygli vekur að ellilífeyrir ein- staklings, sem hefur töku ellilífeyr- is við 70 ára aldur hjá A-deild LSR, er 22% hærri en meðallaun hans alla ævina, sem verður að teljast óeðlilegt, sérstaklega þegar tekið er með í myndina að hann greiðir 4% iðgjald af laununum. Veiga- mesti munurinn á A-deildinni og almennu lífeyrissjóðunum er sá, að hjá A-deildinni eru réttindin óbreyt- anleg en iðgjald launagreiðanda tekur breytingum eftir aðstæðum. Þannig bera ríkið (og aðrir launa- greiðendur) ábyrgð á sjóðnum. Þessu er öðruvísi farið hjá almennu lífeyrissjóðunum. Þar er iðgjaldið fast en réttindin verða að láta und- an ef á bjátar. í næstu grein mun ég fjalla um áhrif þessa samkomu- lags á vinnumarkaðinn og benda á aðra lausn á vanda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Höfundur er tryggingafræðingur og alþingismaður. -kjarni málsins! Opið laugard. kl. 10-22 ogsunnud. kL 13-17. Póstsendum samdægurs I oppskórinn • Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 5521212.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.