Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Þörf á stórátaki í menntunar- málum leikskólakennara um 30 nemendur í haust. Við eftir- grennslan mína kom í ljós að liðlega fjöru- tíu nemendur hafi sótt um að komast þar að. Einnig sóttu rúm- lega tvö hundruð nemendur um að komast í Fósturskóla íslands á þessu skóla- ári en um 70 nemend- ur komust að. Litlu fleiri nemendur sóttu um að hefja þar nám á skólaárinu ’95-’96 sem segir okkur að þrefalt fleiri nemend- Guðmunda Jenný Hermannsdóttir eiga sér þann draum að ríki og sveitarfélög taki sig saman og auð- veldi því fólki sem í mörg ár hefur starfað í leikskólum, og þ.a.l. valið sér það sem ævi- starf, að mennta sig sem leikskólakennara og taka Landssamtök foreldrafélaga leik- skóla heilshugar undir þau orð hennar. Greinarhöfundur telur einnig brýnt að mun betur sé búið að Fóst- urskóla íslands í hús- næðismálum. UNDIRRITUÐ er varamaður í stjórn Landssamtaka foreldrafé- laga leikskóla (LFL), sem eru málsvari foreldra leikskólabarna gagnvart hinu opinbera, sveitarfé- lögum og ríki (menntamálaráðu- neyti), auk þess að eiga í ýmsum nefndum og ráðum sem fara með málefni barna. Á milli eitt og tvö þúsund leik- skólakennara vantar út á vinnu- markaðinn til að fullnægja þeirri eftirspurn sem verður í allra nán- ustu framtíð, eða er jafnvel nú þegar orðin, fyrir þessa starfs- stétt. Þetta kom m.a. fram í Morg- unblaðsviðtali við Guðrúnu Öldu Harðardóttur leikskólakennara, sem jafnframt er sérfræðingur nýrrar leikskólakennarabrautar við Háskólann á Akureyri. í viðtalinu við Guðrúnu Öldu kom einnig fram að nýja leikskóla- kennarabrautin á Akureyri taki ur sækja um nám í Fósturskólanum en hann getur annað. Annað hvert ár tekur Fóstur- skólinn 30 nemendur í fjarnám og sagðist Guðrún Alda í viðtalinu Víða enginn með menntun Þegar lögin og reglugerðin um leikskóla voru kynnt vorið 1995 kom fram að um 50% starfsfólks á leikskólum í Reykjavik væru leik- skólakennarar en einungis um 30% úti á landsbyggðinni. Víða úti á landi er jafnvel enginn menntaður leikskólakennari á leikskólanum. Uppbygging leikskólanna er því hraðari en skil nemenda til starfa og því þarf augljóslega að auka framboð þessa náms. Samband íslenskra sveitarfé- laga ætti að mínu mati að beita sér fyrir því að framboðið verði aukið því það er þeirra hagur að undirstaðan sé sem best á fyrsta skólastiginu og það eru yfirmenn sveitarfélaganna sem standa í bið- röð eftir að ná í nýútskrifaða leik- skólakennara þegar náminu lýkur. Nýverið kom fram í fjölmiðlum að setja ætti niður lausar kennslu- stofur á lóð Fósturskólans og þótti einhvetjum borgarfulltrúum það umhverfisspjöll. Aðrir bentu á að slíkt væri nauðsyn þar sem svo marga leikskólakennara vantaði til starfa hjá borginni. Mér er tjáð að ekki muni vera hægt að fjölga nemendum þrátt fyrir þessar úr- bætur þar sem Fósturskólinn búi við afar þröngan húsakost og kennt sé á nokkrum stöðum í borg- inni, m.a. í húsnæði ÍSÍ í Laugar- dal. Það vantar, segir Guðmunda Jenný Hermannsdóttir, á annað þúsund leikskólakennara. Óskum eftir samstarfi í dag eru starfandi foreldrafélög við flesta leikskóla á landinu. Slík félög þyrftu að hafa með sér sam- starf til að skiptast á skoðunum um starfsemi leikskóla síns og annarra, til að semja erindi til landssamtakanna um málefni sem þau telja æskilegt að landssamtök- in beiti sér fyrir og til að standa sameiginlega að kosningum full- trúa í leikskólanefnd sveitarfélags- ins þar sem foreldrar leikskóla- barna eigi rétt á einum fulltrúa. Til þess að svo megi verða, og til þess að LFL geti verið virk í að þjóna öllu landinu, hefur stjóm þeirra leitast við að stofna minni svæðisdeildir eftir fræðsluumdæm- RAÐAf \<d Y^IKIdAŒ ImJHkW/ \ v—/ >—Z?L / O/f N/vJ7/ \/\ A TVINNUAUGL YSINGAR SÓLVANGUR SJUKRAHÚS HAFNARFIRÐI Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahúsið Sólvangur í Hafnarfirði auglýsir lausa stöðu deildarstjóra á deild 4 frá og með 1. janúar 1997. Umsóknarfrestur er til 27. desember nk. Einnig eru lausarstöðuraðstoðardeildarstjóra. Allar nánari upplýsingar veita Sigþrúður Ingi- mundardóttir, hjúkrunarforstjóri, og Erla M. Helgadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 555 0281. Kennsluráðgjafi Við skólaskrifstofu Vestmannaeyja er laus staða kennsluráðgjafa. Starfið felur m.a. í sér ráðgjöf og mat á sér- kennsluþjónustu, almenna kennsluráðgjöf fyrir skóla og aðrar uppeldisstofnanir, er undir skólaskrifstofuna heyra, sem og grein- ingar á námserfiðleikum. Umsækjendur skulu hafa framhaldsnám í sérkennslu eða öðrum greinum uppeldis- og kennslufræði og vera auk þess búnir góðri hæfni í mannlegum samskiptum. Ráðningartími er frá ársbyrjun 1997 eða eft- ir samkomulagi. Upplýsingar veitir Sigurður R. Símonarson, skólamálafulltrúi, í síma 481 1092 frá kl. 10.00-12.00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 29. desember 1996. Skólamálafulltrúi. NAUÐUNGARSAIA Uppboð Framhald uppboðs á eftirtaldri eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Öldugata 13, n.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Geir Stefánsson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóður Austurlands og sýslu- maðurinn á Seyðisfirði, 20. desember 1996 kl. 15.00. 5. desember 1996. Sýslumaðurínn á Seyðisfirði. Ryvarden styrkurinn Með fyrirvara um að bæjarstjórnin samþykki framlag fyrir árið 1997, er hér með auglýstur til umsóknar styrkur að upphæð kr. 20.000, sem veittur er einum styrkþega. Styrkurinn tengist Galleri Ryvarden og þarf styrkþegi að búa í gamla vitavarðarbústaðnum (á landi, í nágrenni sýningarsalarins) í 4-6 vikur á út- hlutunarárinu. Óskað er eftir að styrkþegi opni sýningu sýningarárið 1998 (um páska). Nánari upplýsingar um Ryvarden og út- hlutunarreglur er hægt að fá hjá menning- arráðunaut Sveio bæjarfélagsins í síma 00 47 52 74 01 00. Um styrkinn geta sótt listmálarar, grafíklista- menn og/eða teiknarar, sem eru meðlimir í listamannasamtökum, sem tengjast Norske Billedkunstnere eða sambærilegum íslensk- um samtökum. Umsókn, ásamt verkaskrá og Ijósmyndum af 5 verkum, á að senda Sveio kommnune, boks 40, 5520 Sveio, fyrir 20. desember 1996. Umsóknir á að merkja: „Ryvarden-stipendet 1997. “ V SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÉ LAGSSTARF Jólateiti sjálfstæðis- félaganna f Reykjavík í dag, laugardaginn 14. desember, efnir Vörður - Fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík - til hins árlega jólateitis í Valhöll frá kl. 17.00 til 19.00. Stutta hugvekju flytur Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, auk þess sem „ísmolarnir" spila nokkur jólalög. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfstæðismenn i Reykjavík að líta við í Valhöll, t.d. að loknum verslunarerindum, og verma sig í góðra vina hópi á góðum veitingum, sem að venju verða á boðstólum. Stjórnin. Auglýsing um starfslaun listamanna árið 1997 Starfslaun handa listamönnum Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1997, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úrfjórum sjóðum, þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn lista- mannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 15. janúar 1997. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna" og tilgreina þann sjóð, sem sótt er um laun til. Umsóknareyðu- blöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath.: Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun, verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn lista- mannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991. Umsækjendur um starfslaun listamanna árið 1996, sem enn hafa ekki sótt fylgigögn með umsóknum, eru beðnir um að sækja þau sem allra fyrst. Reykjavík, 13. desember 1996. Stjórn listamannalauna. FELAGSLIF . KEFAS '. KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferð sunnudaginn 15. des.: Kl. 13.00: Gengið meðfram Elliðavatni. Þægileg göngu- leið. Verð kr. 600. Fríttfyrir börn m/fullorðnum. Brottförfrá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Ath.: Áríðandi að greiða frá- tekna miða í áramótaferð F.i. í næstu viku. Ferðafélag Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.