Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Brottför Þóris Ragnarssonar heilaskurðlæknis Kostnaður af heilaskurðað- gerð erlendis 6,5 milljónir JÓHANNES M. Gunnarsson, lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að vegna brott- hvarfs Þóris Ragnarssonar heila- og taugaskurðlæknis til Banda- ríkjanna, gæti þurft að senda 5-10 manns í heiladingulsaðgerðir til útlanda, en í þeim aðgerðum hefur Þórir sérhæft sig. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun getur kostnað- ur vegna heilaskurðaðgerðar á sjúklingi í Bandaríkjunum numið um 6,5 milljónum króna. Líklega væri hægt að senda sjúkling til Evrópu vegna slíkrar aðgerðar og yrði þá kostnaðurinn töluvert lægri. „Aðaláfallið er að þetta er einn af fjórum mönnum sem stunda heilaskurðlækningar hér á landi og það sem gerir okkur órótt er fyrst og fremst það að góður og gegn læknir sjái ekki aðra leið en að fara úr landi. Heiladingulsað- gerðir eru bara einn hluti af þessu,“ segir Jóhannes. „Ég held ekki að þær muni leggjast af hér á landi. Þórir hefur sérhæft sig í þeim, enda eru þær fáar og því eðlilegt að einn maður hafi þær með höndum. Nú verður einfald- lega einhver annar að leggja sig eftir þeim.“ Starfsemin heldur áfram Jóhannes segir að starf Þóris verði auglýst á næstu dögum. „Ég veit um að minnsta kosti þrjá ís- lenska lækna erlendis með sömu sérgrein og hann, en það tekur alltaf tíma að finna nýjan mann í svona stöðu. Ég vil samt taka fram að starfsemi heilaskurðlækninga- deildar heldur áfram. Hún hefur verið hér síðan 1970 og lengst af með tveimur sérfræðingum en síð- ast fjórum. Nú verða þeir þrír um tíma. Það verður aukið vinnuálag og dregið úr einhveijum aðgerðum tímabundið." Þórir hefur sagt að ein ástæða uppsagnar sinnar sé léleg launa- kjör, enda getur hann ekki bætt sér upp launin með því að vinna svonefnd ferilverk og verk utan sjúkrahúsa. „Aðstaða lækna er mjög mismunandi hvað varðar að bæta sér upp launakjör með því að vinna fyrir Tryggingastofnun,“ segir Jóhannes. „Það kemur mjög misjafnt niður á greinum, og það eru kannski þeir sem draga þyngst hlassið á spítölunum sem hafa minnsta möguleika á að bæta sér upp launin. Launakerfið er að þessu leyti meingallað. Við getum ekki breytt þessu í þágu einstakl- inga, en það hefur verið rætt um að breyta kerfinu í heild sinni.“ Ferilverkin í endurskoðun „Við erum að endurskoða feril- verkin með það í huga að sjúkra- húsin fái ákveðna upphæð til af- nota í stað þess að Trygginga- stofnun greiði fyrir hvert verk. Endurskoðun verður sennilega lokið snemma á næsta ári,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra. „Með þessu móti hafa þau svigrúm til að semja við lækna og forgangsraða. Við erum með afburða heilbrigðisstarfsfólk og það getur verið erfitt að keppa við umheiminn um það.“ Könnun Gallups Flestir ánægðir með Halldór LITLAR breytingar hafa orðið á ánægju fólks með störf ráðherra Framsóknarflokksins síðan í vor, samkvæmt skoðanakönnun Gall- ups. Mesta breytingin er að þeir sem eru ánægðir með störf Guð- mundar Bjamasonar fara úr 37% frá því í maí sl. í 32,7% í nóvem- ber. Úrtak könnunarinnar var 1.250 manns af öllu landinu á aldrinum 15-75 ára og svöruðu 75,4%. Fram kemur að fólk er ánægðast með störf Halldórs Ásgrímssonar eða 69,3%, en það er hæsta hlutfall allra ráðherra í ríkisstjórn. Minnst er ánægjan með störf Ingibjargar Pálmadótt- ur eða 21,5% og er það lægsta hlutfal! allra ráðherra. 45,6% eru ánægðir með störf Finns Ingólfs- sonar og 33,6% eru ánægðir með störf Páls Péturssonar. Ánægðir með störf ráðherra Framsóknarflokksins eru rúm- lega 40% en 44% eru ánægð með störf ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins. Sýkna vegna árekstrar á brú HÆSTIRÉTTUR sýknaði á fimmtu- dag mann af ákæru um að hafa ekið inn yfír brúna yfír Laxá í Mikla- holtshreppi í febrúar í fyrra án nægi- legrar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður. Bifreið hans og bifreið sem kom á móti skullu saman og lést ökumaður bifreiðarinnar sem á móti kom. Hæstiréttur segir, að hálka hafi verið við brúna og á henni. Árekst- urinn hafí orðið þegar maðurinn var kominn langleiðina yfír brúna, en ökumaður bifreiðarinnar, sem kom á móti, hafði þá misst stjórn á henni. Hæstiréttur segir að í rannsóknar- gögnum og málsmeðferð fyrir hér- aðsdómi sé ekki að fínna umfjöllun um það, hvort og hversu mikið snjó- ruðningur við veginn takmarkaði þá sýn, sem maðurinn hefði að öðru jöfnu átt að hafa yfír veginn handan brúarinnar og engin sérstök athugun verið gerð á því, hver hafi verið lík- legur hraði bifreiðar mannsins miðað við þá vegalengd sem bifreiðarnar bárust saman austur fyrir brúna eftir áreksturinn. Gáleysi ekki sannað „Eins og mál þetta liggur fyrir, eru ekki efni til að gera þá kröfu, að ákærði hefði skilyrðislaust átt að nema staðar við brúna og bíða bif- reiðarinnar, sem á móti kom,“ segir Hæstiréttur og að ósannað sé að maðurinn hafi gerst sekur um gá- leysi í skilningi tilvitnaðrar greinar í hegningarlögum. Þá sé ekki heldur sannað að hann hafí brotið gegn varúðarreglum umferðarlaga. Hæstiréttur dæmir ríkissjóð til greiðslu alls sakarkostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Eva Klonowski réttarmannfræðingnr Faglegt mat réð og við munum ræða málið við stjórn Ríkisspítalanna og fá upplýsingar um hvaða þörf er fyrir störf henn- ar. Hún hefur fengið launalaust leyfí eins lengi og leyfílegt er og eftir því sem ég best veit er hún nú á biðlaunum. Akvörðun um málið verður tekin eftir áramót." INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra segist fullviss um að fag- legt mat hafí ráðið því að staða Evu Klonowski réttarmannfræð- ings við Landspítalann var lögð nið- ur, en ekki mismunun vegna er- lends uppruna hennar. „Okkur barst bréf Carls Bildt á miðvikudag Morgunblaðið/Ásdís Sólog DAGLEGAR heimsóknir sólar- innar á norðurslóðir eru frekar stuttar um þessar mundir. En meðan á þeim stendur er sam- spil ljóss og skugga mikilfeng- legt að sjá eins og þessi mynd, sem var tekin í Ráðhúsi Reykja- víkur, sýnir. Kínverjamir bráð svika- hrappa UTLENDINGAEFTIRLITIÐ yfir- heyrði í gær kínversku ungmennin fjögur sem stöðvuð voru á Kefla- víkurflugvelli á þriðjudag með fölsuð vegabréf. Jóhann Jóhanns- son yfirmaður útlendingaeftirlits- ins segir ljóst að fólkið komi frá meginlandi Kína og hafí verið bráð óprúttinna svikahrappa. „Þau ætluðu að láta ameríska drauminn rætast og komast vestur um haf, en þeir menn sem þau treystu á og borguðu fé fyrir skildu þau eftir hér,“ segir Jóhann. Aum og vegalaus Hann segir ekki fullljóst hversu háa greiðslu Kínveijarnir inntu af hendi, en þó sé ljóst að um nokkur þúsund dollara sé að ræða. „Þau eru aum yfir því að hafa tapað öllu þessu fé og vera hér vegalaus í íslenska drauminum, sem er annar en sá sem þau sótt- ust eftir. Því hafa þau óskað eftir aðstoð okkar til að komast heim aftur og við ætlum að reyna að freista þess, en til þess að svo sé unnt verður fyrst að fá formlega staðfestingu á hver þau eru frá Kína og afla löglegra siýlríkja fyr- ir ferðalagið," segir Jóhann. „Það gæti verið tímafrekt, en við reyn- um þó að hraða allri málsmeðferð eftir megni.“ Hann segir að reynist saga þeirra standast nánari skoðun, verði þau ekki send utan eins og um sakamenn væri að ræða, held- ur reynt að útvega þeim farmiða til að komast rakleiðis til Kína. Tveir menn sem skipulögðu ferð fólksins hafa verið í yfirheyrslu hjá kanadískum yfirvöldum und- anfama daga og hefur útlendinga- eftirlitið að sögn Jóhanns óskað frekari upplýsinga frá Kanada um þá og niðurstöður rannsóknar á þeirra högum. ■ "■ " Talsímagjöld til útlanda frá 16. des. 1996 Sjálfval, 24,5% virðisaukaskattur innifalinn EVROPA OG MIÐJARÐARHAFSLOND LÖND UTAN EVRÓPU LAND Dagtaxti Mínútu- gjald, kr. Nætur- taxti frá kl. 21 LAND Dagtaxti Mínútu- gjald, kr. Nætur- taxti frá kl. 21 LAND Dagtaxti Mínútu- gjald, kr. Nætur- taxti frá kl. 21 Austurríki 76,00 57,00 Ítalía 76,00 57,00 Ástratía 95,00 71,50 Belgía 56,00 42,00 Lúxemborg 56,00 42,00 Bandaríkin 71,00 53,50 Bretland 48,00 36,00 Noregur 48,00 36,00 Brasilía 180,00 135,00 Danmörk 48,00 36,00 Portúgal 76,00 57,00 Japan 95,00 71,50 Finnland 56,00 42,00 Pólland 95,00 71,50 Kanada 71,00 53,50 Frakkland 56,00 42,00 Rússland 95,00 71,50 Kína 180,00 135,00 Færeyjar 48,00 36,00 Spánn 56,00 42,00 Kúba 210,00 157,50 Grikkland 95,00 71,50 Sviss 76,00 57,00 Mexíkó 140,00 105,00 Grænland 140,00 105,00 Svíþjóð 48,00 36,00 Nýja-Sjáland 95,00 ^71,60 Holland 56,00 42,00 | Tékkland 76,00 57,00 Suður-Afríka 140,00 105,00 írland 56,00 42,00 Þýskaland 56,00 42,00 Suður-Kórea 140,00 105,00 HÉR er tafla yfir gjaldskrá Pósts og síma á mínútugjaldi eins og hún mun líta út frá 16. desember Dýrast að hringja til Kúbu Annars vegar er yfirlit yfir Evr- ópu og Miðjarðarhafslönd, þar sem gerð er grein fyrir mínútu- gjaldi á dag- og næturtaxta og hins vegar er yfirlit um lönd utan Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.