Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 6

Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfsleyfi álvers við Grundartanga veitt með fyrirvara Morgunblaðið/RAX FRAMKVÆMDIR eru hafnar við grunn nýja álversins á Grundartanga og sýnir myndin, sem tekin var í gær, hver afstaða álversins verður til Jámblendiverksmiðjunnar. Ekkí skaðabótaskylda GUÐMUNDUR Bjarnason umhverf- isráðherra segir að íslensk stjórnvöld verði ekki skaðabótaskyld þótt breytingar verði gerðar á starfsleyfi álvers við Grundartanga því Norður- áli hf. hafí verið gerð grein fyrir því að til breytinga gæti komið í sam- ræmi við niðurstöðu úrskurðar- nefndar sem fjallar um kærur gegn ákvörðun Hollustuverndar í málinu. Þetta kom fram í utandagskrárum- ræðum á Alþingi í gær. Málshefjandinn, Hjörleifur Gutt- ormsson, þingmaður Alþýðubanda- lags, gagnrýndi harðlega að starfs- leyfið hefði verið gefið út áður en kærufrestur vegna úrskurðar Holl- ustuverndar var liðinn, og löngu áður en úrskurðað hefði verið í þeim kærum sem þegar hefðu borist. Einnig gagnrýndi hann að ekki hefði verið beðið eftir samþykki Alþingis á lögum sem varða byggingu álvers- ins. Hjörleifur og fleiri þingmenn stjórnarandstöðu sögðu að hlutur umhverfísráðherra í undirbúningi Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra sagði að ekkert væri í lögum sem segði til um að bíða þyrfti eftir úrskurðarnefndinni áður en starfs- leyfið væri geflð út. Hann benti á að verið væri að beita sömu vinnu- brögðum og við útgáfu starfsleyfis vegna stækkunar álversins í Straumsvík og jafnræðis yrði að gæta í þessum efnum. Kristín Hall- dórsdóttir, þingmaður Kvennalista, tók undir gagnrýni Hjörleifs og sagði að greinilegt væri að stjórnvöld hefðu löngu ákveðið að álver skyldi rísa, sama hvað hver segði. Þingmenn Þingflokks jafnaðar- manna sögðu ýmislegt athugavert við útgáfu starfsleyfísins, en lýstu stuðningi við byggingu álversins. Þrjú ný tímarit væntanleg á sumri komanda ÓLÖF Rún Skúladóttir fréttamaður hefur sagt upp störfum hjá Ríkis- sjónvarpinu og hafið störf sem rit- stjóri á nýju tímariti sem ber heitið „Allt“ og lítur væntanlega dagsins ljós I byijun næsta mánaðar. Að útgáfunni stendur hópur með Þórar- in Jón Magnússon, fyrrum ritstjóra hjá Fróða, í broddi fylkingar. Þeir hinir sömu munu einnig hefja útgáfu á tveimur öðrum tímaritum næsta sumar og bera þau heitið „Lífsstíll" sem Þórarinn sjálfur mun ritstýra og „Heimsmynd“ sem Sigur- steinn Másson, fyrrum fréttamaður á Stöð 2, mun ritstýra. Að sögn Ólafar Rúnar er tímarit- inu „Allt“ ætlað að höfða til ungra kvenna frá tvítugu og upp úr, en engu að síður telji hún að áhugamál karla og kvenna séu um margt lík og því muni hinir fyrrnefndu einnig fínna lestrarefni sem þeim líki. „I tímaritinu mun verða ítarleg umfjöll- un um einstök málefni, viðtöl og léttmeti," segir hún og bætir því við að henni finnist spennandi að fá tækifæri til þess að reyna fyrir sér á þessum vettvangi. Ólöf Rún segist upphaflega hafa ætlað að taka sér ársleyfi hjá frétta- stofu Sjónvarpsins til að sinna rit- stjórastarfinu og hafi fréttastjóri og framkvæmdastjóri Sjónvarps tekið vel í þá ósk. Hins vegar hafi fram- kvæmdastjóm fyrirtækisins hafnað þeirri beiðni og því hafí hún ekki séð sér annað fært en að segja upp störf- um með ósk um að fá að hætta nú þegar. „Engu að síður getur vel farið svo að ég eigi eftir að vinna fyrir sjón- varp einhvern tímann aftur,“ segir hún og tekur fram að hún hafí ver- ið mjög ánægð hjá Sjónvarpinu. „Eg vil hins vegar auka við þekkingar- brunninn og tel að það sé öllum hollt að breyta til öðru hveiju." Sannfærður um að það sé rúm fyrir fleiri tímarit Þórarinn Jón segir að nokkrir aðilar standi að útgáfu tímaritanna þriggja en vill ekki gefa upp hveijir þeir séu að svo stöddu. Hann segist sannfærður um að það sé nóg rými fyrir fleiri tímarit á markaðnum og að nú sé rétti tíminn til að koma með einhveijar nýjungar. Þá segir hann að tímaritin muni verða prent- uð hjá ísafoldarprentsmiðju og að ritstjómarskrifstofur verði undir sama þaki og hún eða í Þverholtinu. Fijáls fjölmiðlun muni sjá um dreif- inguna. „Tímaritið Lífsstíll mun að stærst- um hluta fjalla um híbýli og heimilis- hald, en tímaritið Heimsmynd mun verða með talsvert öðru sniði en hingað til. Það á að höfða til karl- manna á aldrinum 25 til 75 ára og fjalla um pólitík og tísku og allt þar á milli,“ segir Þórarinn. Skipskaði leysir farmeigendur ekki undan ábyrgð á eigum sínum Þurfa að greiða frakt þótt skipið farist eða strandi Þeir sem eiga farm um borð í skipi verða að greiða flutningsgjöld þótt skipið farist, enda gjaldfalla þau þegar vara fer um borð í skip, Sumir eigenda farms um borð í Víkar- tindi höfðu þegar greitt, en aðrir eru að fá rukkanir frá Eimskip um þessar mundir. Morgunblaðið/Júlíus EIGENDUR farmsins þurfa að greiða flutningsgjöld þó gámarn- ir fari í sjóinn og vörurnar eyðileggist á fjörum. Forsætisráðuneytið Flutt í Sölvhóls- götu VEGNA endurbóta á Stjómarráðshúsinu við Lækj- artorg verður skrifstofa for- sætisráðuneytisins til húsa að Sölvhólsgötu 4, 4. hæð, frá og með mánudeginum 7. apríl nk. Vegna flutninga verður ráðuneytið lokað föstudaginn 4. apríl. Síma- og myndsendis- númer ráðuneytisins verða óbreytt. Á meðan á endurbótunum stendur verða fundir ríkis- stjórnar haldnir í Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu. ÍSLENSK DAGSKRÁ! Morgunútvarpið Vaknið til lífsins með Birni Þór og Leifi alla virka morgna. RÁS 2 Dagsljós Gn'ngellurnar, piscill Hlínar Agnarsdóttur og Stórsveit Reykjavíkur. SJÓNVARPIÐ Víðsjá Böðvar Guðmundsson les úr ævisögu eldklerksins síra Jóns Steingrímssonar. RÁS 1 JFCtlf RM&úivAmD HLYNUR Halldórsson í tjónadeild Eimskips segir að farmflutningar séu sameiginleg ábyrgð eiganda farmsins og flytjandans og reglur Eimskips séu ekki frábrugðnar al- þjóðlegum reglum skipafélaga. „Við höfum fengið sterk viðbrögð frá fólki, sem þykir óréttlátt að fá rukk- un vegna flutninganna, en Eimskip hafði þegar greitt ýmsan kostnað, eins og leigu á skipinu og lestun vörunnar," sagði Hlynur. Reglur sem gilda um farmflutn- inga eru svipaðar eða eins um allan heim. Þær giltu m.a. um Dísarfellið, sem fórst milli íslands og Færeyja aðfaranótt 9. mars, að sögn Kjartans Ásmundssonar í tjónadeild Sam- skipa. Hann sagði nánast alla farm- eigendur hafa verið tryggða fyrir tjóni, svo þeir bæru það ekki sjálfir. í siglingalögum eru almenn ákvæði um farmgjöld, en skipafélög gera farmsamninga við flytjendur vöru. „Um leið og tekið er við vöru í lestunarhöfn gjaldfellur farmgjald- ið,“ sagði Hlynur Halldórsson. „Eim- skip þarf að greiða ýmsan kostnað fyrirfram, til dæmis lestunina og leigu á skipinu, í tilfelli Víkartinds er það allt þar til skipið strandaði. Þrátt fyrir að farmgjald gjaldfalli í raun við móttöku vöru, þá er mis- jafnt hvort farmflytjendur greiða það strax eða við móttöku vörunnar á áfangastað. Sumir eigendur farms í Víkartindi höfðu þegar greitt farm- gjaldið, en aðrir hafa fengið rukkan- ir eftir á. Allir sem semja um flutn- inga taka ákveðna áhættu, ekki að- eins skipafélagið. Fólk þarf að kynna sér skilmála farmsamningsins." Flestir kaupa tryggingu Hlynur sagði að ef vara væri keypt samkvæmt cif-skilmálum þá greiddi sendandi vöru farmgjöld, tryggði vöruna og greiddi kostnað við að koma henni á skipsfjöl. „Þeg- ar sendingin er tryggð greiða trygg- ingarnar þennan kostnað. Því miður eru hins vegar dæmi um að fólk hafí ekki keypt tryggingu." Hlynur sagði að Eimskip legði áherslu á að veita einstaklingum, sem væru að flytja búslóð milli landa, eins mikla aðstoð og hægt væri. „Við bendum fólki á að tryggja send- inguna og langflestir gera það. Það er hins vegar ekki skylda farmflytj- andans að tryggja þá vöru sem hann flytur. Það eru því engin rök fyrir því að fella farmgjöldin niður, þrátt fyrir að varan hafi ekki komist á áfangastað vegna strandsins. Sjó- slys eru sem betur fer fátíð og mönn- um bregður eðlilega í brún ef þeir hafa ekki kynnt sér efni farmskír- teinis og vita ekki að ábyrgðin á vörunni hvílir ekki á farmfiytjandan- um.“ Hlynur sagði að ef þessi háttur væri ekki hafður á, að eigandi farms bæri ábyrgð á honum, þá fengist ekkert skipafélag við flutninga. „Ef ábyrgð farmflytjanda væri ótak- mörkuð þá væru farmgjöldin óheyri- lega há. Auðvitað hefur það komið mörgum illa að missa eigur sínar við strand Víkartinds og þeim þykir óréttlátt að þurfa þar að auki að greiða farmgjöldin. En kostnað- urinn er þegar fallinn á Eimskip." Hlynur sagði erfitt að segja til um hvort eigendur vöru í Víkartindi gætu hugsanlega átt endurkröfu- rétt á hendur eiganda skipsins. „Við höfum fyrst og fremst reynt að gæta hagsmuna farmeigenda og reynt að fá skipið losað sem allra fyrst. Síðan er flókið að finna út hvenær og hvernig má afhenda þá vöru sem næst á land. Hugsanleg ábyrgð er síðari tíma mál.“ Alþjóðlegar reglur Kjartan Ásmundsson hjá Sam- skipum tók mjög í sama streng og Hlynur varðandi farmsamninga og sagði að í farmsamningum Sam- skipa væri ákvæði, sem heimilaði að farmgjöld væru innheimt þrátt fyrir skipskaða. „Það leggst ýmis kostnaður á vöru áður en hún er komin um borð og við höfum hvatt viðskiptavini okkar til að tryggja sendingar. Nánast allir þeir, sem áttu vöru um borð í Dísarfellinu, voru tryggð- ir og tryggingafélög þeirra bera því tjónið. Farmsamningar okkar eru samþykktir af alþjóðlegum samtök- um, sem hafa 80% af kaupskipa- flota heims innan sinna vébanda. Þessi ákvæði eru því regla hjá skipafélögum um allan heim og hafa verið lengi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.