Morgunblaðið - 04.04.1997, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SKÍTT með 1 stk. álver í viðbót, Finnur minn. Við erum að vísu búnir að fylla allt landið
og miðin en það er enn nóg pláss fyrir mengun í loftinu . . .
Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson
Haftyrðlahópar
á Suðvesturlandi
Þingsályktunar-
tillaga
Hrossum
verði
fækkað
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi
tillaga til þingsályktunar um að
gripið verði til aðgerða og laga-
breytinga til að takmarka hrossa-
beit og fjölda hrossa.
Flutningsmaðurinn, Hjörleifur
Guttormsson, segir að offjölgun
hrossa hafí þegar valdið ofbeit og
landsskemmdum á ákveðnum
svæðum og haldi sama þróun
áfram stefni í óefni. Stofninn sé
þegar orðinn of stór miðað við
gróðurlendi. Verði ijölgunin áfram
eins mikil og verið hefur að meðal-
tali síðastliðin tíu ár verði fjöldi
hrossa kominn í tvö hundruð þús-
und eftir tuttugu ár.
Hrossum hefur fjölgað úr
22.472 á árinu 1970 í 78.201 árið
1995. Flest voru hrossin á Suður-
landi árið 1995, eða 25.864, en á
Norðurlandi vestra voru þau
19.930.
UNDANFARNAR vikur hafa
hópar af haftyrðlum sést við
landið suðvestanvert. Haftyrðlar
eru litlir svartfuglar á stærð við
þröst og sjást stundum í stórum
hópum á Norðurlandi að vetrar-
lagi.
Það þykja hins vegar tíðindi
þegar hópar af þessari tegund
sjást á Reykjavikursvæðinu og
muna fuglaskoðarar ekki eftir
svona mörgum fuglum á þessu
svæði síðastliðin 20 ár. Haftyrðil
er varla hægt að telja til íslensku
fuglafánunnar vegna þess að
varpstofninn er aðeins innan við
5 pör.
Ekki er vitað hvers vegna haf-
tyrðlamir sækja nú á innnesin en
fuglamir sem myndin er af vom
í smábátahöfninni í Reykjavík og
virtust þeir hinir sprækustu.
ðsto/lgjiipopip Or.'ille
3 biré'f
faifiirði ■ SUgaaeií ■ SiúnHía i Vogmn mwvfm* ■ J&ísíSb
125 kr.
135 kr.
99 kr.
238 kr.
allttilaUs
Helgartíibod
Safnkortshafar fá að auki 3% afslátt i punktum.
Fyrirlestur um tölvutækni
Dýr fram-
leiðsla hamlar
tölvuþróun
FRÁ rafeindum til
rökrása; vangavelt-
ur um tölvutækni í
fortíð, nútíð og framtíð
er heiti á fyrirlestri sem
Kristján Leósson, ungur
eðlisfræðingur, mun
flytja í Háskólabíói kl. 14
á morgun. Kristján mun
fjalla um tölvubyltinguna
og nútíma tölvutækni;
þróun hennar frá fyrstu
dögum, fyrirsjáanlegar
tæknibreytingar og að
lokum velta fyrir sér hvað
framtíðin muni hugsan-
lega bera í skauti sér.
Erindi Kristjáns er liður
í fyrirlestraröð á vegum
raunvísindadeildar Há-
skóla íslands og Hollvina-
félags raunvísindadeildar
um undur veraldar.
- Hver eru tengsl eðlisfræði
og tölvutækni?
„Eðlisfræði hálfleiðara er sér-
stök grein innan eðlisfræðinnar
og snýst meðal annars um raf-
virkni kísils og skyldra efna sem
örrásir í tölvum byggja á. En
örrásir eru í raun grundvöllur
nútíma tölvutækni.
Við Háskóla íslands er unnið
að ýmsum rannsóknum á sviði
eðlisfræði hálfleiðara í samvinnu
við háskóla erlendis. Sumt er
ennþá á byrjunarstigi en hugs-
anlega munu þær rannsóknir
leggja grunninn að þeirri tækni
sem verður ráðandi í tölvum
næstu árin.“
- Hvenær hófst hin svokall-
aða tölvubylting?
„Grunnurinn að þeim tölvum
sem við þekkjum í dag var lagð-
ur árið 1947 þegar svokallaður
smári (transistor) var fundinn
upp á rannsóknarstofu símafyr-
irtækisins Bell í Bandaríkjunum.
Það ár má því segja að tölvubylt-
ingin hafi hafíst. Síðan hefur
tæknin þróast og með árunum
hefur verið unnt að þjappa sí-
fellt fleiri smárum á smærra
svæði.
I upphafi byltingarinnar voru
tölvurnar risavaxnar og feikilega
dýrar. Kannski er það flökku-
saga en sagt er að forstjórar
IBM hafí haldið á þessum árum
að heimsmarkaðurinn yrði ekki
meira en fimm tölvur.
Tölvur til almennra heimilis-
nota tíðkuðust ekki fyrr en á
áttunda áratugnum og síðan
hefur þróunin verið ævintýra-
lega hröð. Segja má
að frá upphafi iðnbylt-
ingar hafí engin
tækniþróun haft jafn
mikil áhrif og tölvu-
byltingin.“
Kristján Leósson
► Kristján Leósson er fæddur
£ St. John’s á Nýfundnalandi 24.
desember árið 1970. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavik árið 1990 og
BS-pófi í eðlisverkfræði og
BA-prófi í heimspeki frá
Queens University í Kanada
árið 1994. Tveimur árum síðar
lauk hann meistaragráðu í eðl-
isfræði frá Háskóla Islands. Að
námi loknu hóf Kristján störf
hjá Raunvisindastofnun Há-
skóla íslands og vinnur þar nú
sem sérfræðingur á sviði hálf-
leiðaraeðlisfræði. Unnusta
Kristjáns er Hildigunnur Sverr-
isdóttir nemandi í arkitektúr.
þvi kostnaðurinn sem hamlar því
að þróunin sé hraðari en raunin
hefur orðið. Tölvumarkaðurinn
þolir ekki stökkbreytingar í verði
heldur verður að byggja hann
upp smám saman.“
- Hver er kostnaður við að
framleiða örgjörva í tölvur?
„Kostnaður við að byggja eina
verksmiðju til framleiðslu ör-
gjörva er talinn vera í kringum
140 milljarðar íslenskra króna.
Árið 1996 var heimssalan á ör-
rásum í kringum 120-130 millj-
arðar bandarískra dollara sem
samsvarar um átta billjónum ís-
lenskra króna.“
- Hvað telur þú að framtíðin
beri í skauti sér?
„Eftir 10-15 ár verður Iík-
lega ekki unnt að endurbæta
rásirnar frekar með því að fjölga
------- smárum á flatarein-
Tölvubyltingin Íngu. Tölvubyltingin
mun hins vegar ekki
stöðvast þótt örrásir
hætti að smækka held-
ur mun annað taka við,
mun ekki
stöðvast
- Hver verður þróunin næstu
árin?
„Fjöldi smára í örgjörvum og
minnisrásum hefur tvöfaldast
með reglulegu millibili undanfar-
ið og mun sú þróun halda áfram
næstu tíu til fímmtán árin því
engar eðlisfræðilegar hindranir
eru í veginum. Hins vegar er
framleiðslukostnaður tölvunnar
ákaflega mikill og vex viðstöðu-
laust. Að baki hveiju skrefi ligg-
ur gífurleg vinna í hönnun og
framleiðsluþróun. í raun er það
svo sem framfarir í rásahönnun
og hugbúnaði. Margt er ennþá
ókannað hvað varðar hönnun
rása en víst er að möguleikarn-
ir eru margir. Vísindamenn eru
stöðugt að leita nýrra hug-
mynda og margar þeirra eru
alls óskyldar þeirri tölvutækni
sem við þekkjum í dag. Má því
segja að um nýja sýn á tölvur
sé að ræða og ýmislegt því tengt
mun ég koma inn á í fyrirlestri
mínum en vil ekki ljóstra því
upp hér.“