Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 10

Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lægstu laun verði auglýst ÞRÍR þingmenn Þingflokks jafnaðarmanna hafa lagt fram frumvarp til laga um að fyrir- tækjum verði skylt að auglýsa í samráði við stéttarfélög hver séu lægstu laun sem þau greiða. Jafnframt skuli opinberar stofnanir sem fara með þau mál auglýsa hveijar lágmarks- greiðslur séu til örorku- og bótaþega. Flutningsmenn telja að lögin muni skapa aðhald og eyða sögusögnum og misskilningi um það hver séu lágmarkslaun og lægstu bótagreiðslur sem hafi verið áberandi í umræðu um þau mál. Morgunblaðið/Golli Dugleg- ur að hjálpa MARGIR bílar komu nyög aurug- ir í bæinn eftir páskana og í góðviðrinu undanfarna daga hef- ur víða mátt sjá þrifna bíleigend- ur að störfum því ailir vilja hafa bíla sína gljáandi. Þessi hjálpaði til við bílþvottinn í Hafnarfirði. TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA BÁSAFELL HF., ÍSAFIRÐI ALMENNT HLUTAFJÁRÚTBOÐ Utgefandi: Básafell hf., kt. 680^92-2059, Sundstræti 36, 400 Isafirði. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Allt að kr. 250.000.000.- að nafnvirði. Sölugengi: 3,86 til forkaupsréttarhafa. Gengi hluta- bréfanna getur breyst í samræmi við markaðs- aðstæður eítir að forkaupsréttartímabili lýkur og almenn sala hefst. Forkaupsréttur: Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt á hlutabréfum í útboðinu í hlutfalli við eign sína sbr. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og er hann framseljanlegur. Sölutímabil: Forkaupsréttartímabil er frá 4. apríl 1997 - 25. apríl 1997 og almennt sölutímabil frá 29. apríl 1997 - 1. okt. 1997. / Söluaðili: Askrift a forkaupsrettartimabilinu fer fram a skrifstofu Básafells hf. og hjá Landsbréfum hf. Landsbréf hf. eru söluaðili á almennu sölu- tímabili. Umsjón með útboði: Landsbréf hf. Skráning: Hlutabréf Básafells hf. eru skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Útboðslýsing ofangreindra hlutabréfa mun liggja frammi á skrifstofúm Básafells hf. ísafirði og hjá Landsbréfum hf J-i-úP1 <y BÁSAFELL HF. Jf LANDSBR.EF HF. ^4« hv — 'Jt'hx t A Jt Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréfasími 535 2001. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILi AD VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Erfðabreyttar sojabaunir í Toblerone Ekkí verið fiutt hingað til lands EKKERT bendir til þess að Tobler- one-súkkulaði sem innihaldi hráefni úr erfðabreyttum sojabaunum hafi verið flutt til íslands, að sögn Þórð- ar Sveinssonar, umboðs- og dreifing- araðila Tobierone á íslandi, en eins og sagði í frétt Morgunblaðsins á miðvikudag hefur komið í ljós að Toblerone sem framleitt er á þessu ári innihaldi lesitín sem unnið er úr erfðabreyttum sojabaunum. En lesit- ín er heiti á fítuefnum sem notuð eru í sælgæti, matvæli og snyrtivör- ur. Að því er segir í yfirlýsingu frá framleiðanda Toblerone í Sviss, Kraft Jacobs Suchard, hefur fyrirtækið aldrei haft í hyggju að nota lesitín úr erfðabreyttum sojabaunum við framleiðslu sína. Það hefði hins vegar fundist í Toblerone-súkkulaðinu við hefðbundið eftirlit fyrir nokkru, þrátt fyrir að upprunavottorð frá seljanda hráefnisins segði annað. Þá segir í yfirlýsingunni að sam- kvæmt Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu og heilbrigðisyfirvöld- um í Evrópu og þar á meðal Sviss séu erfðabreyttar sojabaunir með öllu skaðlausar. Hins vegar hafi ekki ver- ið leyfílegt að nota þær við fram- leiðslu í Sviss um tíma og því hafi verið ákveðið að afturkalla allt Tobl- erone-súkkulaðið af svissneska mark- aðnum. Spurning um siðferði en ekki skaðsemi Franklín Georgsson, yfirmaður rannsóknarstofu Hollustuvemdar ríkisins, segir að lesitín sem framleitt sé úr erfðabreyttum sojabaunum sé nákvæmlega eins og lesitín sem framleitt sé úr venjulegum sojabaun- um og það fýrmefnda sé því á engan hátt hættulegt. Hann telur að spum- ingin um það hvort selja eigi vömr með hráefni úr erfðabreyttum lífver- um sé fyrst og fremst siðferðislegs eðlis og snúist um það hvort merkja eigi slík matvæli sérstaklega eða ekki. „Því margir sætta sig ekki við það að verið sé að erfðabreyta plönt- um og vilja því ekki neyta matvæla sem unnin séu úr slíkum hráefnum." Franklín segir ennfremur að á ís- landi sem og í fleiri Evrópulöndum eigi eftir að setja skýrar reglur um það hve langt eigi að ganga í því að merkja vörar sem innihaldi hráefni úr erfðabreyttum lífverum. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku sé hins vegar búið að ákveða að til- greina innihald vöm mjög ítarlega. Snæfellsbær Nýtt aðalskipu lag samþykkt BÆJARSTJÓRN Snæfellsbæjar hef- ur samþykkt nýtt aðalskipulag fyrir tímabilið 1995-2015, sem sent verð- ur til umfjöllunar í skipulagsstjóm rikisins. Er þetta fyrsta sameinaða sveitarfélagið sem samþykkt hefur aðalskipulag. í formála bæjarstjóra að aðalskipu- laginu segir að eftir sameiningu sveit- arfélaganna undir jökli og á sunnan- verðu Snæfellsnesi 1994, hafi það verið með fyrstu verkum bæjarstjóm- ar að ráðast í gerð aðalskipulags fyrir bæjarfélagið. Til að vinna að skipulaginu og vera til ráðuneytis um verkefnið var kjörin sex manna nefnd og var Drífa Skúladóttir formaður hennar en Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt, var ráðin til verksins. Ásvallagata Risíb. - útsýni Mjög falleg 70 fm 3ja herb. risíbúð á frábærum staö í vesturbæ. Rúmgóð herb. Glæsil. útsýni til suðurs. Mikil veðursæld í garði. Þvottaaðstaða í íbúð. Áhv. 3,1 millj. húsbr. Verð 6,3 millj. Valhöll fasteignasala, Mörkin 3, sími 588 4477. Bent er á í formálanum að aðal- skipulag Snæfellsbæjar verði að telj- ast ögrandi verkefni fyrir þá sem að koma enda byggðin sérstæð hvað varðar legu, umgjörð og náttúmfar. Það helgist ekki síst af fjallgarðinum sem gangi í gegnum byggðina endi- langa með Snæfellsjökul sem útvörð í vestri. Tveir byggðakjarnar Fram kemur að í þeim sveitarfé- lögum sem standa að Snæfellsbæ hafi þróast tveir öflugir byggðakjam- ar út frá nálægð við fiskimið og nátt- úrulega hafnaraðstöðu auk þess hafi landbúnaður verið vænlegur sunnan fjallgarðsins. Þá bendi stórbrotin náttúra á utanverðu nesinu, sem og annars staðar í Snæfellsbæ, til mik- illa möguleika á sviði útivistar og ferðamennsku. Loks segir að með nýja aðalskipu- laginu sé skipulagsleg þróun sveitar- félaga sem hafa sameinast, sam- ræmd og aðlöguð þeim fjölbreytileika og þeirri framtíðarsýn sem höfundar sjái fyrir sér fram til ársins 2015. Ekki aðeins í þróun atvinnulífs og byggðar heldur einnig með stofnun þjóðgarðs og friðlýsingu náttúm- minja að leiðarljósi. Til sölu er ofangreind húseign i miðbæ Keflavlkur. Húsið er tvær hæðir og ris. Jarðhæðin er 140 fm verslunar- eða iðnaðarhúsnæði, sem gefur margvíslega notkunarmöguleika. Önnur hæð og ris er íbúðarhúsnæði, sem breyta má i tvær íbúðir. Einnig fylgir 40 fm bíl- skúr. Nánari upplýsingar um söluverð og greiðsluskiimála gefur Fasteignasalan Hafnargötu 27, líeflavík, í síma 421-1420 eða 421-4288. KEFLAVÍK Hafnargata 48A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.