Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 11

Morgunblaðið - 04.04.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL1997 11 FRÉTTIR Spurningaþættinum „Mastermind“ að ljúka eftir 25 ár í BBC MAGNÚS Magnússon kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær vera sáttur við að hætta.á toppnum, en ákvörðun BBChefði engu að síður valdið sér vonbrigðum. Hann hefur skrifað bók um sögu þáttarins, sem bókaútgáfa BBC hafnaði, en kemur út í haust hjá öðru forlagi. I grein í breska blaðinu Obser- ver segir að BBC hafi í tvígang sýnt Magnúsi óvirðingu, annars vegar með því að neita að segja honum hvenær síðustu þættirnir af „Mastermind" yrðu sendir út, en hins vegar með því að hafna bókinni. „BBC forlagið er útgáfufyrir- tæki og það er þeirra að taka bók eða hafna. Þeim líkaði bókin, en ákváðu að hún væri ekki í sam- ræmi við útgáfuáætlanir þeirra. Og ég er kominn með annan út- gefanda.“ Sá útgefandi tók reyndar þátt í keppninni árið 1985 og svaraði spurningum um Harold Mcmillan, en er nú háttsettur hjá forlaginu Little Brown. Um þau skrif að BBC hafi neit- að að segja honum hvenær síðustu þáttunum yrði sjónvarpað sagði Magnús: „Það var ekki vitað hjá BBC hvenær ætti að senda þættina út. Þeir neituðu ekki að segja mér þetta, þeir vissu það bara ekki. En ég heyrði í gærkvöldi að verið geti að byrjað verði að senda þætt- ina út snemma í júní og því ljúki í lok ágúst. Það er bráðabirgða- áætlun, sem hefur verið gerð. Hér er því ekki um óvirðingu að ræða, heldur höfðu þeir, sem gera áætl- anirnar, ekki ákveðið sig,“ sagði Magnús, sem staddur var við Windermere-vatn við upptökur á undanúrslitum „Mastermind". I grein Observer sagði að Magnús hefði verið BBC reiður vegna framkomu stofnunarinnar. Sjálfur lýsir hann þessu á annan veg: Ekki reiður, en hissa „Hveijum rithöfundi finnst hann hafa verið særður banasári þegar úgefandi vill ekki gefa út bók eftir hann, en ég var ekki reiður. Eg var hissa vegna þess að ég hélt að þetta væri nokkuð, sem þeir vildu gefa út. Þeir gefa mikið út um eigin þætti þannig að ég var hissa.“ Magnús segir að það veki ýms- ar tilfinningar að göngu „Master- mind“-þáttanna sé nú að ijúka. „Ég er ánægður með að vera að hætta [á meðan þátturinn er] í fararbroddi.Þetta hafa verið 25 ár, sem hafa verið mjög góð, og við erum ekki að hætta vegna þess að við séum búnir að vera. Magnús Magnús- son sáttur þrátt fyrir vonbrigði Breska ríkissjónvarpið BBC hefur ákveðið að hætta að senda út spumingaþáttinn „Mastermind“ í umsjón Magnúsar Magnús- sonar á þessu ári eftir að hafa sýnt hann við miklar vinsældir í aldarfjórðung. Er sjón- varpsferli Magnúsar þar með lokið Við höfum ekkert gef- ið eftir og áhorfstöl- urnar á síðasta ári, þegar við þurftum að etja kappi við „Coron- ation Street", sem er vinsælasti þáttur í Bretlandi, tvöfölduð- ust meðan á þáttunum stóð. Þetta snerist ein- faldlega um það að þeim hjá BBCfannst þetta hafa staðið nógu lengi og 25 ár væri góð tala. Þetta eru augljóslega von- brigði. Ég mun sakna þáttarins vegna þess að ég hef haft mjög gaman af honum, en það er nóg af öðrum fiski í sjónum." Magnús kvaðst ekki hafa nein- ar áætlanir á prjónunum, sem tengdust sjónvarpi. Endirinn á sjónvarpsferlinum „Þetta er í raun endirinn á sjón- varpsferli mínurn," sagði Magnús. „Ég er nú 67 ára, sem er góður aldur, og nú mun ég hafa tíma til að ljúka við alfræðiorðabók mína um norræna goðafræði, sem ég hef þurft að leggja til hliðar. Oxford University Press lagði til við mig að skrifa þá bók og ég hef sennilega lokið við þriðjung hennar. Þegar ég fer að vinna að henni fyrir alvöru mun ég fara til Oxford." Þótt Magnús hefði viljað halda áfram að vinna að „Mastermind" kveðst hann skilja sáttur við BBC. „Ég hef aldrei verið fastur hjá BBC, heldur unnið sjálfstætt nán- ast allt mitt líf og þetta hefur aðeins verið einn af mörgum þátt- um starfs míns. En ég mun að sjálfsögðu skilja sáttur við BBC, okkar samstarf hefur alltaf verið gott. Ég skil ákvörðun þeirra, þótt á laun kunni ég að telja að hún sé röng.“ Magnús sagði að grein Observer væri ekki skrifuð til að valda deilum. „Þeir tóku við mig viðtal í síma fyrir um þremur mánuðum, sem ég hafði steingleymt. En ég geri ráð fyrir að greinin sé byggð á því. Ég held ekki að ég hafi gefið í skyn að mér hafi þótt sem mér hafi verið sýnd óvirðing, en ef svo er þá er það mér að kenna, en ekki þeim. En allir blaðamenn eru sníkjudýr ágreinings og fréttin er betri ef einhver misklíð bland- ast í málið.“ Hann bætti við að BBC ætti hrós skilið fyrir hvernig staðið yrði að síðustu þáttum „Masterm- ind“: „Þeir hafa leyft okkur að gera lokaþáttinn í dómkirkju heil- ags Magnúsar á Orkneyjum. Ég gat ekki staðist að gera þáttinn þar, þótt það væri mjög dýrt fyr- ir BBC og senda þyrfti tvo stóra bíla og fjörutíu manns alla leið til Orkneyja. Það var mjög rausn- arlegt hjá BBC að leyfa það og að auki ætla þeir að gefa mér svarta stólinn." Veit ekki betri stól Margur keppandinn hefur fengið að svitna í svarta stólnum, en nú munu gestir Magnúsar fá Magnús Magnússon að sitja í honum. „Auðvitað, ég veit ekki betri stól. Ég kalla hann reginstól, en Óðinn og goðin sátu á reginstól- um.“ Magnús hefur að mestu lokið við að skrifa bókina. Aðeins er eftir að Ijúka kaflanum þar sem greint verður frá keppninni í ár. Þar rekur hann ýmislegt for- vitnilegt úr 25 ára sögu þáttar- ins. Kennir þar ýmissa grasa. Til að mynda greinir Magnús frá því, að árið 1985 þurfti að taka öll undanúrslit þeirrar þáttarað- ar upp á nýtt, eftir að upp komst, að einn þátttakendanna, Sheila Altree, hafði tekið þátt í keppn- inni fimm árum áður undir fæð- ingarnafni sínu, án þess að átta sig á því að þeir sem einu sinni hefðu tekið þátt í henni væru útilokaðir frá endurtekinni þátt- töku. Saga Sheilu Altree er einungis ein af mörgum, sem raktar eru í bókinni. Önnur fjailar um yngsta þátttakanda keppninnar, sem komst í úrslit árið 1974 og búist var við að ynni, en tókst illa upp. Áhorfendur vissu ekki, að hún hafði hlotið alvarlegt höfuðhögg í stúdíóinu, rétt áður en röðin kom að henni að silja fyrir svörum í svarta stólnum. Reyndar féll stóll- inn sjálfur eitt sinn, þegar leikar stóðu sem hæst. Upp frá því hefur hann verið njörvaður við gólfið. Fór herbergjavillt Einu sinni náði lögreglumaður næstum að komast í fyrstu um- ferð. Hann hugðist gefa sig fram við nefnd, sem átti að fjalla um umsókn hans um stöðuhækkun, en fór herbergjavillt og var skyndilega kominn í undirbún- ingsmót til að velja keppendur í „Mastermind". Einnig er að finna í bókinni forvitnilegar tölfræðiupplýsing- ar um keppnina, svo sem að í þau 24 skipti, sem keppt hefur verið til úrslita hingað til, hafa karl- menn unnið 17 sinnum og konur 7 sinnum. Bókin á að heita „Ég er byrjaður, svo að ég ætla að ljúka þessu“ og er ráðgert er að hún komi út 5. september. „Ég hef reynt að gera hana að skemmtilegri lesningu, hafa hana ekki of mikið fyrir inn- vígða, heldur útskýra innviði þáttarins, greina frá sögum, minningum og fólki. Ég hafði upp á öllum þeim, sem komu fram í þættinum, 1.288 manns í allt, og reyndust nokkrir reyndar látnir. Þetta verður afgerandi úttekt á þættinum, sem ég leyfi mér án nokkurrar hógværðar að segja að sé orðinn goðsögn í sjón- varpi." Kraninn í Víkar- tindi treystur í gær Fyrsta gámi lík- lega land- að í dag LÖNDUN gáma úr Víkartindi átti að hefjast í morgun, ef veður leyfði. í gær var unnið við að treysta undir- stöður kranans um borð, sem björg- unarmenn höfðu fært í lóðrétta stöðu á miðvikudag. Búist er við að hægt verði að ná 70% af farmin- um, sem enn er í skipinu, frá borði með krananum, en rétta þarf kran- ann miðskips einnig, ef allur farmur á að nást frá borði. Fulltrúar lögreglu og tollgæslu voru á strandstað í gær, líkt og verið hefur frá því Víkartind rak upp. Þorsteinn Haukur Þorsteins- son, fulltrúi ríkistollstjóra, sagði síð- degis í gær að stefnt væri að því að fyrstu gámunum yrði landað í morgun. „Hér hafa menn verið önn- um kafnir við að logsjóða undirstöð- ur kranans í allan dag og hann á að vera klár í fyrramálið," saðgi Þorsteinn Haukur. „Þá hefur gengið ágætlega að dæla olíu frá borði, til dæmis náðust átta þúsund lítrar af svartolíu fyrir hádegi. Þeir sem vinna það verk segjast þó ekki verða búnir að ná allri olíu og ljúka öllum frágangi fyrr en eftir viku til tíu daga og framvindan fer auðvitað mikið eftir veðri.“ Gámarnir til Reykjavíkur Þorsteinn Haukur sagði að um leið og tekist hefði að ná gámi frá borði yrði hann iiinsiglaður og flutt- ur til Reykjavíkur. Auk Þorsteins Hauks mun Skúli Árnason, deildar- stjóri tollgæslunnar á Selfossi, sjá um eftirlit og innsiglun gámanna. „Þetta tekur áreiðantega allt sinn tíma, því menn verða að láta sig síga í böndum að gámunum, til að losa um þá. Nú er spáð leiðinda austan brælu og það gæti tafið verk- ið verulega." Óvíst hvað bjargast Þorsteinn Haukur sagði ómögu- legt að segja til um hvort eitthvað af farminum væri enn óskemmt. „Við vitum ekki hvort skilrúm á milli lesta hafa haldið. Ein lestarlúg- an er ónýt, en það á eftir að ganga úr skugga um hve vel hinar hafa haldið. Það er ekki víst að mikill sjór sé í öllum lestum og því gæti vara í gámum í sumum tilvikum hafa sloppið." Góð veiði miðað við aðstæður ÞEIR voru að fá’ann í Geirlandsá, f.v. Hólmgeir Hólmgeirsson, Jónas Ingimundarson, Gunnlaugur Óskarsson og Eðvald Bóas- son með fallega morgunveiði. SJÓBIRTINGSVEIÐI er enn góð þar sem aðstæður eru boðlegar en frostnætur hafa víða sett strik í reikninginn í ám á Suðurlandi. Hollið sem opnaði Geirlandsá fór til að mynda ekki út til veiða í gærmorgun þar sem kvótinn var fylltur, 10 fiskar á stöng. Alls voru 30 fiskar á bakkanum og auk þess slepptu veiði- menn slatta af birtingi. „Þetta voru yfirleitt 3-6 punda fiskar, en þeir stærstu voru einn 8 punda og annar 9 punda. Flestir fiskarnir veiddust í Ármótunum, en það komu einn- ig fiskar á land úr Tóftarhyl og Fjárhúsabakka. Við sáum líka fiska víðar þótt þeir tækju ekki,“ sagði Gunnlaugur Óskarsson, for- maður Stangaveiðifélags Kefla- víkur, í samtali við Morgunblaðið í gærdag, á leið heim úr Geir- landsá. Gunnlaugur sagði að mjög hefði fryst á nóttunni og þeir félagar hefðu ekki talið veið- andi fyrr en upp úr tíu á morgnana. Sól- in hefði skinið glatt og fiskur farið að taka upp úr tíu. „Þetta var aldr- ei neitt mok, við vorum að fá þessa fiska jafnt og þétt og það var mikill fiskur á svæðinu,” bætti Gunnlaugur við. Gunnlaugur sagði ennfremur að enn væri allt frosið í Vatna- mótum og ekki útséð hvenær hægt yrði að hefja veiðar á þeim slóðum. Þá hefðu veiðimenn í efri hluta Hörgsár lent í því að stór hluti veiðisvæðisins, efsti hlutinn þar sem áin fellur í þröngu gljúfri, var óveiðandi vegna ísa. Gátu menn aðeins setið um einn góðan hyl og úr honum veiddust tveir vænir fiskar. Sama neðra Neðri hluti Hörgsár var einnig óveiðandi vegna ísa, en í tveimur hyljum efst á neðra svæðinu veiddust nokkrir fiskar, sá stærsti 7,5 pund. Jóhannes Sigmarsson, sem var í ánni tvo fyrstu dagana, sagði þá hylji sem jafnan gefa nær alla vorveiðina enn óveiðandi. „ísinn var óðum að þynnast og nú er spáð hiýn- andi veðri. Það gæti komið hörkuskot fyrr en seinna,“ sagði Jóhannes. Sjö fiskar veiddust fyrstu tvo dagana í Eldvatni á Brunasandi, flestir 3-5 pund. Jóhannes var einnig þar við veiðar ásamt öðr- um. „Við urðum mjög víða varir við fisk, en áin er köld með ísreki og fiskur tók bæði illa og grannt,” sagði Jóhannes. Af öðrum svæðum er það að segja, að Varmá hefur gefið vel. Ekki hefur verið opnað fyrir veiði í Rangánum og veiði hefst ekki í Fitjaflóði, Grenlæk og Jónskvisl fyrr en í maí. Eitthvað hefur ver- ið rennt í Skaftá, sem hefur verið tær og falleg síðustu daga, og eitthvað hefur veiðst. Tölur eru þó á reiki. Veiði hefst ekki í Tungufljóti í Skaftártungu fyrr en í maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.