Morgunblaðið - 04.04.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 04.04.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir AUSTFIRÐINGAR „Koma og dansa“ með Iðunni og Eymundi í Fellaskóla. Dansinn dunar Egilsstöðum - Á Austurlandi hafa verið haldin fjölmörg námskeið undir merkinu „Komið og dansið". Það eru hjónin Iðunn Kröyer og Ey- mundur Hannesson sem eru leiðbeinendur. Þau segja dansáhuga mikinn á Austur- landi. Nýlokið er framhalds- námskeiði sem haldið var í Fellaskóla í Fellabæ, þar sem voru mætt 18 pör af Fljóts- dalshéraði. Leiðbeinendur voru gestir úr Reykjavík. Hluti hópsins hefur æft saman viku- lega í allan vetur. Eymundur segir þessa dansa vera kærkomna fyrir þá sem ekki þora út á dans- gólfið. „Þama er hægt að taka fjögur mismunandi grunnnám- skeið og dansa við létt og hressileg sving- og rokklög. Þegar fólk losnar við „gólf- hræðsluna" dansar það fijálst og af innlifun og þarf þar af leiðandi ekki að drekka í sig kjark til þess að fara á gólfið. Námskeið sem þessi hafa verið liður í því að draga úr vímu- ■ efnanotkun hjá ungmennum", segir Eymundur. Iðunn og Eymundur fagna því hvað Austfirðingar eru opnir fyrir dansinum og segja stemmninguna á námskeiðum stundum jafnast á við gott sveitaball. Aldarafmæli __ Sigurðar Ágústssonar Stykkishólmi - Þann 25. mars voru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Ágústssonar, kaupmanns og al- þingismanns í Stykkishólmi. Af því tilefni var Hólmurum boðið í af- mæliskaffi á skrifstofu fyrirtækis- ins Sigurðar Ágústssonar ehf. Þangað komu margir og þáðu veit- ingar því flestir sem eru komnir á miðjan aldur þekktu Sigurð og hans störf. Sigurður Ágústsson stofnaði fyrirtæki sitt árið 1933 er hann keypti verslun Tangs og Riis. Þá verslun rak hann í 33 ár. Þá stund- aði Sigurður útgerð í áratug bæði í Stykkishólmi og víðar. Árið 1942 byggði hann hraðfrystihús sem hefur verið starfrækt síðan og Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason FRAMKVÆMDASTJÓRAR fyrirtækisins Sigurðar Ágústssonar ehf. þeir Sigurður Ágústsson og Ellert Kristinsson við málverk af Sigurði. breyst mikið í gegnum árin. Þar er unninn hörpudiskur hluta árs- ins og síðan er uppistaðan rækju- vinnsla en fyrirtækið hefur sér- hæft sig i að pakka rækju beint á neytendamarkað. Sigurður var alþingismaður Snæfeilinga frá árinu 1949 og sat á þingi til ársins 1967. Þar lét hann margt gott af sér leiða til framfara á Snæfellsnesi og síðar á Vesturlandi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÁ afhendingu verðlauna í unglingaflokki. Sverrir Siguijónsson á Feng, Þóranna Másdóttir á Árdegi og Baldur Gauti Tryggvason á Nökkva. Líflegt punktamót Sleipnis á Selfossi Selfossi - Punktamót hestamannafélagsins Sleipnis, annað af þremur, fór nýlega fram á Selfossi. Ríflega 50 þátttakendur voru á mótinu og greinilega mikill hugur í hestamönnum. Keppnisfyrirkomulag er þann- ig að tiu efstu knapar í hveijum flokki safna stigum og verða sigurvegarar krýndir að loknu þriðja mótinu 12. apríl. Helstu úrslit urðu þau að Skúli Steinsson sigraði á Lýsingi í 150 metra skeiði, í opnum flokki sigraði Sævar Sigurvinsson á Flaumi, Hulda Brypjólfs- dóttir sigraði í kvennaflokki á Rómi, Sverrir Sigur- jónsson sigraði í unglingaflokki á Feng og Sandra Hróbjartsdóttir sigraði í barnaflokki á Verðanda. Borgfirð- ingar halda há- tíð á Hótel Islandi Borgamesi - Borgfirðingar og Mýramenn halda stórhátíð og skemmtikvöld á Hótel íslandi í kvöld. Að sögn Kristjáns B. Snorrasonar, bankastjóra í Borgarnesi og eins aðalhvata- manns hátíðarinnar, er þetta í annað sinn sem slík hátíð er haldin. Hátíðin í fyrra var mjög vel sótt og tókst í alla staði vel. Sagði Kristján að núna væru töluvert fleiri þátttakendur og þetta væru örugglega mestu fólksflutningar á tónlistar- og söngfólki úr héraðinu á árinu. Kvaðst Kristján aðspurður hafa komið þessari hátíð á í sam- vinnu við Ólaf Laufdal á Hótel íslandi. Kvaðst hann hafa sagt Ólafi að það gætu fleiri sungið en Skagfirðingar en þeir hafa verið með skemmtikvöld í svip- uðum dúr hjá Ólafí. Mikill söngur á dagskránni Á dagskránni syngjur Sam- kór Mýramanna, Kveldúlfskór- inn, Kirkjukór Borgamess, Freyjukórinn og Karlakórinn Söngbræður. Þá verður hagyrð- ingaþáttur þar sem Helgi bóndi Bjömsson frá Snartastöðum, Jón Þ. Bjömsson yfírkennari og Dagbjartur Dagbjartsson, bóndi frá Refsstöðum, leiða saman hesta sína. Þá sýnir dansflokkur frá Hvanneyri þjóðdansa. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi en gestaleikari þar verður Gunnar Ringsted gítar- leikari og söngvari Ari Jónsson. Kynnir og veislustjóri verður Kristján B. Snorrason. Sagði Kristján að Sæmundur Sigmundsson yrði með sérstak- ar sætaferðir frá Borgamesi og Kleppjárnsreykjum á hátíðina kl. 16.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.