Morgunblaðið - 04.04.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.04.1997, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðrún Hjartardóttir sýnir í 20m2 GUÐRÚN Hjartardóttir myndlist- armaður opnar sýningu í sýningar- rýminu 20m2 á Vesturgötu lOa laugardaginn 5. apríl kl. 16. Sýn- inguna nefnir hún „Það er engill á þakinu og áhorfendur" og er inn- setning í rými sem þýðir að inni í sýningarrýminu er áhorfandinn inni í verkinu. „Það sem vakti fyrir mér við gerð verksins var að gera innsetn- ingu með ljósi og myrkri. Titillinn skýrskotar til huglægs og hlutlægs veruleika þar sem heimurinn fer á flug og ímyndunaraflið fær frelsi. Skuggar fortíðar og baráttan við að lifa í núinu. Verkið er endurunn- in minning sem er látin saman á ný í gegnum nýja upplifun. Er ég lít til baka þá man ég eftir pappa- húsi sem faðir minn gerði fyrir mig sem ég breytti fljótlega í bát því húsið var svo lítið að ég gat engum boðið inn til mín, kannski hefur þetta atvik minnt mig á að- skilnað sem manneskjan upplifir í þjóðfélaginu," segir listakonan. Guðrún útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1991 GUÐRÚN Hjartardóttir; „Það er engill á þakinu og áhorf- endur.“ og lauk framhaldsnámi í Holiandi 1994. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hér á landi en hún hefur áður haldið þijár einkasýningar í Hollandi og tekið þátt í fjölda sam- sýninga í Hollandi, Englandi og íslandi. 20m2 er nýtt sýningarrými og er Guðrún annar listamaðurinn sem þar sýnir, sýningin er opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá kl. 15 til 18. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 26. apríl. Blómlegt tónlist- arlíf í Færeyjum Tónlistarútgáfa stend- ur með blóma í Færeyj- um og fyrir skemmstu var staddur hér á landi færeyskur útgefandi að ræða samstarf við ís- lenskt tónlistarfólk og -frömuði. Arni Matt- híasson hitti að máli Kristian Blak, tónskáld og forsvarsmann Tutl-útgáfunnar. Morgunblaðið/Ásdís KRISTIAN Blak, tónskáld og útgefandi. Brennu-Njáls saga er komin á alnetið Á PÁSKADAG gaf Netútgáfan út Brennu-Njáls sögu á alnetinu. Þar með geta notendur alnetsins um allan heim lesið, skoðað eða sótt sér til lesturs og eignar þessa perlu íslenskra fornbókmennta án nokk- urs endurgjalds. Netútgáfan hóf starfsemi í jan- úar síðastliðnum og hefur á þeim stutta tíma sem síðan er liðinn gert gott úrval íslenskra fornbókmennta aðgengilegt öllum á alnetinu og einnig ýmislegt annað efni. Viðtökur alnets-notenda við til- komu Netútgáfunnar hafa verið mjög góðar. Efni hefur borist bæði frá innlendum og erlendum aðilum og einnig tilboð um aðstoð við inn- slátt og fleira. Ekki er vafi á að útgáfa sem þessi á framtíð fyrir sér og vonandi geta umsvifin aukist enn á næstunni. Auk Brennu-Njáls sögu komu út á vegum Netútgáfunnar 3 Fornald- arsögur Norðurlanda, Gaureks saga, Gríms saga loðinkinna og svo sú fornaldarsagnanna, sem ætíð hefur notið mestra vinsælda þeirra allra, Bósa saga og Herrauðs. Einnig gaf Netútgáfan út kvæðið Skírnismál og eftirtaldar sex þjóð- sögur: Ló, ló, mín Lappa, Naddi, Ólafur muður, Seint fyllist sálin prestanna, Vinnumaðurinn og sæ- fólkið og Þá hló marbendiil. Þó meginhlutverk Netútgáfunn- ar sé að gefa út íslenskt efni, sem höfundarréttur hefur fallið niður á, er einnig gefið út ýmislegt annað efni, s.s. greinasöfn og smásögur. 1. febrúar var gefið út greinasafn eftir Atla Harðarson heimspeking og smásagansafn eftir Harald Darra Þorvaldsson. 103.900. kr iritan móðurfaorð gninnur í vélinni fyrir framtíðar stækkunarmögnleika 133 mngariðB örgjörvi Pentium örgjörvi sem flýtir fyrir við nám og störf í innra minni minni til að geta verið með mörg forrit rpin f einu 64 skjákort m/2mh í minni hraðvirkt skjákort sam flýttr fyrtr f leik|um og margmlðlun mmu lággoisU litaskjár og góður skjár sem verndar augun þegar álagið er mikið Omfa (tuantum harður diskur ikið geymslupláss fyrir vinnugögnin þin hraða geisUdrii kustu geisladrifin f dag sem eru frábær f leikjum og margmiðlun 16 faiU hljóðkort - Hristaltær hljómur við tónlistarhlustun eða leikjaspilun 25 watta hátalarar - Góðir hátalarar með hljómstyrks- og bassastillingum Windows 95 stýrikarfið uppsatt og á geisladisk - Vinsælasta stýrikerfi heims fylgir með á geisladisk og uppsett i vélinni 102 hnappa lyklahorð og 3 hnappa mús - Frábært lyklaborð frá Digital og straumlinu Genius mús fylgja vélinnl Við hjá BT. Tölvum hnfum ákveðið að leggja hiind á plóg í samningaviðræðum stétta landsins. Af þvi tilrfni munum við slá 8000 krónur af femúngartilbodi okkar í mars. Ef tilboðið hentar ekki þörfum þínum mun starfsfólk okkar veita þér vandaða ráðgjöf við val á tnlvu sem hentar þér og þinum og það sem meira er að þú munt örugglega ná samningum BT^TMWir Http-y/wwwhtkdvurjs Gransásvagur 3 -108 Raykjavik Simi : 588 5900 - Fax: 588 5905 Opnunartimi virka daga : 10:00 -19:00 Opnunartími laugardaga : 10:00 -16:00 ÞÓ EKKI sé fjölmenni fyrir að fara stendur tónlistarútgáfa með blóma í Færeyjum og sækir sífellt í sig veðrið. Fyrir skemmstu var staddur hér forsvarsmaður Tutl-útgáfunnar færeysku, Kristian Blak, að ræða við íslenska tónlistarmenn og -frömuði um samstarf, en Tutl- útgáfan er geysiafkastamikil í út- gáfu á alls kyns tónlist og hefur verið í áraraðir. Kristian Blak segir að Tutl sé ekki hefðbundið útgáfufyrirtæki, frekar megi kalla það útgáfusam- lag. „Við höfum gefið út fjörutíu rokk- og djassplötur, tuttugu með þjóðlegri tónlist og tíu plötur með klassískri tónlist á síðustu sex árum, reynum að gefa út eina til tvær klassíkar plötur á ári. Við er- um ekki að auka þá útgáfu, frekar að hafa hana reglubundnari," segir Kristian Blak og bætir við að mik- ill áhugi sé fyrir útgáfu í Færeyjum um þessar mundir; á síðasta ári komu út tólf plötur með nútímatón- list en undanfarin ár hafa þær ver- ið þijár á ári. „Þetta er helst vegna þess að færeyskum tónskáldum hefur vaxið fiskur um hrygg, því nánast allt er ný tónlist, ekki hefur verið mikill áhugi á að gefa út eldri verk. Mikil gróska er í rokki og djassi og aukinn áhugi á tónsmíðum almennt." Kristian Blak segir það gefa augaleið að varla geti fyrirtæki hagnast á plötuútgáfu í svo fá- mennu landi, en tónlistarmenn hafi náð að gefa svo mikið út með því að leggja eigið fé í útgáfuna. „Það er alsiða um allan heim að málum sé svo hagað, en í Færeyjum er það lífsnauðsynlegt, ef maður gefur verk sín ekki út sjálfur, gerir það enginn,“ segir hann en samstarf er um dreifingu og framleiðslu. í Færeyjum er starfrækt prýðilegt hljóðver fyrir rokk- og djassupptök- ur og þó enginn flygill sé þar fæst hann lánaður hjá Norræna húsinu eða útvarpinu. Kristian Blak segir líka að iðulega byggist upptökur á samstarfi við hljómsveitir og tónlist- armenn í öðrum löndum og sinfó- níuhljómsveitir komi í heimsókn. „Fyrir stuttu tókum við þannig upp í Bratislava með sinfóníuhljómsveit borgarinnar, hundrað manna hljóm- sveit, sem meðal annars hefur tekið upp fyrir Naxos-útgáfuna. Það kostaði sitt en var þess virði. Á þessu ári stefnum við að því að taka upp með Caput-hópnum ís- lenska í norrænu samvinnuverk- efni, en Caput-fólk hefur líka lýst áhuga á að taka upp færeysk verk,“ segir Kristian Blak og lýsir ánægju sinni með samstarf við íslenska tón- listarmenn. „Ég geri mér sérstakar vonir með samstarfíð við Caput.“ Vinnunámskeið bera góðan ávöxt Kristian Blak segir að á níunda áratugnum hafi eitt færeyskt tón- skáld verið starfandi og það hafi helst samið píanóverk, en fram að því hafi lítið verið um sígildar tón- smíðar þar í landi; þó William Heine- sen hafí samið stöku verk hafði hann ekki kunnáttuna til að skrifa verkin út. „í upphafí áratugarins fengum við síðan tónskáld til að vera með vinnunámskeið í Færeyj- um, meðal annars Atla Heimi Sveinsson, og mikill áhugi var fyrir þeim námskeiðum. Við höfum haldið þeim áfram og tekið upp þá ný- breytni að leita til hljóðfæraleikara og spurt þá hvort þeir væru til í að flytja verk eftir hin og þessi tón- skáld áður er verkin verða til. Fyrir vikið eru menn að semja með ákveð- inn flutning í huga í stað þess að semja út í loftið svo að segja og hefur skilað sér í auknum samskipt- um tónskálda og hljóðfæraleikara. Frá 1987 hafa jafnan verið einhver slík verkefni í gangi og nú eru starf- andi sjö eða átta tónskáld í Færeyj- um, sem verður að teljast harla gott, en fímm eða sex eru færeysk.“ Kristina Blak segir að erfítt sé að henda reiður á því hvaða áhrif færeyskt þjóðlíf og umhverfi hefur á tónsmíðar tónskáldanna, persónu- leg einkenni séu yfirleitt það sem menn taki frekar eftir. „Ég held þó að segja megi að færeysk lög, sálm- ar og kvæðalög hafí töluverð áhrif," segir hann, en geta má að Kristian Blak hefur gefið út djasssvítu sem byggð er á færeyskum sálmalögum. „Oft getur verið erfítt að finna þjóð- legan hljóm í verkunum, en kímið er færeysk tónlist í flestum tilfell- um,“ segir hann og bætir við að flest verkin heiti eftir náttúi'ufyrirbærum, sem hann segir að sér sýnist sameig- inlegt með færeyskum tónskáldum og íslenskum. Samstarf íslenskra og færeyskra tónlistarmanna hefur verið nokkuð einhliða; þannig hafa íslenskir tón- listarmenn iðulega heimsótt Færeyj- ar, meðal annars á tónlistarhátíð sem haldin er hvert sumar, „en það er lítið um heimsóknir frá Færeyjum til íslands," segir hann og kímir. „Færeyskum tónlistarmönnum hef- ur vaxið ásmegin síðustu ár ekki síður en tónskáldum og þannig eru fjölmargir starfandi tónlistarmenn, en ekki á Færeyjunum, það er ekki nóg fyrir þá að gera, þeir fínna sér starfa í útlöndum, og gætu sem best heimsótt ísland til tónleika- halds.“ Aldrei verið til neinir peningar Kristian Blak segir að þó illa hafi árað í Færeyjum hafí það ekki haft ýkja mikil áhrif á tónlistarlíf þar í landi; „það hafa aldrei verið til nein- ir peningar", segir hann og kímir. „011 okkar vinna hefur miðast við að enga peninga væri að fá. Norræn- ir styrkir hafa síðan hjálpað til við það sem við ekki höfum getað fjár- magnað sjálfír enda er færeyskt samfélag svo lítið að varia er hægt að ætlast til þess að listalíf komist af óstutt. Um 10% af því fé sem við höfum til ráðstöfunar er fær- eyskt, en hitt norrænir styrkir og má að vissu leyti skammast sín fyr- ir það að þegar við erum að halda tónlistarhátíðir fyrir norræna styrki að mestu leyti fer dijúgur hluti í skatta og skyldur, þannig að fær- eyskt samfélag græðir á menningar- starfínu á fleiri en einn hátt. Það skortir ekki skilning hjá stjórnmála- mönnum, en þeir segja hreinskilnis- lega að ef málið snerist um bát væri mótstaðan engin, en þegar tal- að er um prómillið sem fer til færey- skrar menningar vandast málið. Við erum nú að reyna að koma málum þannig fyrir að útgáfustarf teljist til iðnaðar og þá verður væntanlega allt miklu auðveldara viðfangs fyrir embættismenn. Vitanlega lítum við ekki á listina sem iðnaðað og það á aldrei að stefna að því að græða á listinni, en meðal helstu vandræða í færeysku listalífi er að enga vinnu er að fá fyrir starfandi tónlistar- menn. Fræðilega séð er hægt að lifa af tónsmíðum, þó enginn geri það eingöngu í Færeyjum sem stendur, líklega lifa tíu manns á myndlist, ekki kóngalífí en skrimta, en enginn lifír af því að leika á hljóðfæri. Það eru starfandi fjölmargir tónlistar- kennarar, en enginn hljóðfæraleik- ari, þeir fá ekki nóg að gera heima fyrir og allir þeir bestu setjast að í útlöndum þar sem nóg er við að vera. Það gefur augaleið hvað það skipti miklu máli fyrir færeyskt lista- líf ef þar byggju starfandi tónlistar- menn, sem gætu eins ferðast um heiminn til tónleikahalds, en myndu auðga listalíf ómælt með búsetu sinni heima.“ Kristian Blak segist vongóður um áframhaldandi starf Tutl-útgáfunn- ar og að enn eigi eftir að fjölga færeyskum tónsmíðum. „Það er mikill áhugi fyrir tónlist í Færeyjum. en eins og víðast er fólk ekki eins spennt fyrir nýrri tónlist og vert væri. Við beitum því sömu brögðum og aðrir, blöndum saman Mozart, Schubert og Sunleif Rasmussen til að fá fólk á tónleika, en mér finnst þó sem áhugi sé að aukast á nýrri tónlist. Ungt fólk virðist vera spenntara fyrir nýrri tónlist en eldra fólkið því það er alið upp við ólíkar gerðir tónlistar, allt frá r'okki í dans- tónlist í djass og er því opnara fyrir nýjungum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.