Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Leifur Jónsson
var fæddur í
Reykjavík 18. nóv-
ember 1928. Hann
lést á Landspítalan-
um 26. mars síðast-
liðinn. Hann var
sonur Aðalbjargar
Vigfúsdóttur og
Jóns Isleifssonar.
Þau eru bæði látin.
Aðalbjörg og Jón
skildu er Leifur var
barn að aldri. Syst-
ur Leifs samfeðra
eru þær Olöf Ingi-
björg og Sigrún.
Leifur var húsgagnabólstrari,
meistari í þeirri iðngrein, og
vann allan sinn starfsaldur við
þá iðn.
Eftirlifandi eiginkona Leifs
er Björg Kristjánsdóttir. Þau
Kveðja frá syni.
Sá er eftir lifír
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna
þeir eru himnamir honum yfír.
(Hannes Pétursson.)
Hér kveð ég þig vinur, því komin er nóttin
með kyrrð eftir strangan dag.
Hún breiðir út faðminn í blíðu og mildi
og boðar þér nýjan hag.
Leiðir þig frjálsan til ljóssins sala
svo langt frá angri og sorg
og ferðalúnum finnur þér hæli
í friðarins helgu borg.
(Kristján Hjartarson.)
Ég minnist þín með kærleika og
þökk.
Kristján Leifsson.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og
þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.“ (Spámað-
urinn).
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast elskulegs tengdaföður
míns, sem lést eftir hetjulega bar-
áttu við vágestinn mikla, krabba-
mein. Hann var ákaflega vinnusam-
ur og natinn. Hann hætti aldrei
verki fyrr en því var iokið, og stund-
aði vinnu sína þar til hann skorti
mátt til að standa. Það var ekki
eignuðust saman
þrjá syni: 1) Gunn-
ar, f. 13.7. 1956.
Hann er kennari og
nemi í kennslu-
fræðum. Kona hans
er Laura Ann
Howser og eiga þau
tvo syni, Leif Ge-
orge og Kristófer
Smára. 2) Kristján,
f. 30.12. 1957, kerf-
isfræðingur. Kona
hans er Guðrún
Anna Auðunsdótt-
ir. Þau eiga tvær
dætur, Björgu og
Valdísi. 3) Aðalbjörn Leifsson,
f. 30.12. 1962, kjötiðnaðarmað-
ur.
Útför Leifs verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
verið að kveinka sér, heldur hélt
hann áfram vinnu sinni til síðasta
dags. Þau verk er eftir hann liggja,
sýna hversu handlaginn hann var
og listrænn. Umhyggja hans fyrir
fjölskyldu sinni og ást hans, á eigin-
konu sinni var eftirminnileg, ekki
síst fyrir það hversu góður afi hann
var barnabörnum sínum. Hann mat
þau öll, hvert og eitt á sinn hátt,
eftir persónuleika þeirra. Elskaði
þau og virti, og fékk að launum ást
og virðingu. Að leiðarlokum vil ég
þakka honum samverustundirnar
með þessu ljóði. Megi ljós Guðs og
kærleikur umvefja hann og
geyma.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum,
það yrði margt ef telja skyldi það.
I lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu hrn'ta stóra hjarta
þá helgu tryggð og vináttunnar ljós
er gerir jafnan dimma daga bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Elsku Bíbi mín, Gunni, Kristján
og Alli, minningarnar eru það sem
við eigum og ferðumst með hvert
sem förum. Þær eru fjársjóður sem
við getum leitað í þegar syrtir að
og veita okkur gleði. Ég bið Guð
um að umvefja ykkur ljósi og kær-
leika í þessum sára missi. Minning
hans lifir!
Guðrún Anna.
Elskulegur mágur minn og vin-
ur, Leifur Jónsson, er látinn, ekki
óraði mig fyrir að hinn illvígi sjúk-
dómur myndi sigra svona hratt,
hann háði stutta og hetjulega bar-
áttu með stuðningi fjöiskyldu sinnar
sem nú hefur misst svo mikið.
Minningarnar sækja á hugann
þegar ég sit hér hljóð og get ekki
annað, allt að 45 ár aftur í tímann
þegar Leifur var að eltast við syst-
ur mína sem þá bjó hjá okkur í
Keflavík, þau giftu sig svo 8. júní
1957 og hefðu því átt 40 ára brúð-
kaupsafmæli í sumar, þau voru
ætíð mjög samrýnd hjón og gengu
saman í gegnum súrt og sætt hönd
í hönd. Leifur varð strax góður vin-
ur og félagi minn og minnar fjöl-
skyldu og reyndist okkur alla tíð
vel sem slíkur. Hann var opinn og
vel greindur og hafði sínar skoðan-
ir á lífinu og tilverunni enda vel
lesinn og vel heima í öllum málum,
jafnt þjóðmálum sem öðrum málum,
og oft spunnust heitar og skemmti-
legar umræður þegar við hittumst.
í mörg ár tefldu Leifur og Híi á
sjónvarpslausu fimmtudagskvöld-
unum og frá þeim kvöldum á ég
góðar minningar. Leifur var dug-
legur og ósérhlífinn maður, hann
lærði ungur húsgagnabólstrun, og
var mjög fær á því sviði, ég vann
hjá honum í mörg ár og kynntist
þvi af eigin raun, oft var glatt á
hjalla í vinnunni og gott að vinna
hjá honum.
Elsku Leifur, ég vil þakka þér
samfylgdina og allt sem þú hefur
gert fyrir mig og mína fjölskyldu,
megir þú hvíla í friði.
Elsku Bíbi systir, missir þinn er
mikill og orð eru svo fátækleg á
svona stundu, ég bið góðan guð að
styrkja þig og strákana, tengdadæt-
urnar og barnabörnin á þessum
sorgarstundum sem framundan
eru, en minningin um góðan dreng
lifir í hjörtum okkar allra.
Þín systir,
Hanna.
Ég veit þú fórst svo snöggt yfír
til lands guðanna.
Án þess þú vissir
var það land sem þú namst
markað krossvegum áanna.
En ofan af flalli
- þekk ekki §alli -
veit ég þú sténdur
kveðjandi elskendur,
sem einn af áum komandans
renna i kross, þær ár
undir dökkfljóta bökkum.
(Sólrún Trausta Auðunsdóttir.)
Ævi manns verður aldrei þessi
auðvelda ganga eftir leiðarmerktum
stígum. Einna helst líkist það því
að finna bestu leiðirnar til hæðar-
innar, þangað sem för okkar allra
er heitið. Þegar enda leiðar er náð,
er hægt að líta aftur um farinn veg
og segja, ég bar það besta í skjólum
mínum og vösum. Það er gott að
geta sagt slíkt, ég bar alltaf það
besta að heiman. Þannig var Leifur
fyrir mér, bar með sér góðvild og
ástríki til eiginkonu sinnar og af-
komenda. Hann kom til skila vega-
nestinu til þess yndislega fólks sem
frá honum er komið.
Útgeislun Leifs var mikil og töfr-
andi. Strákslegur hláturinn, brosið
og hlýleg framkoman er það sem
ég finn svo sterkt, núna er ég minn-
ist hans. Það var svo gaman að sjá
hve miklir félagar þau hjón voru
og áttu svo auðvelt með að hlæja
og gantast með lífið og tilveruna.
Þar sem annað var var hitt aldrei
langt undan.
Ég sendi mínar dýpstu samúðar-
kveðjur til Bíbíar, Stjána, Gunna
og Alla, eiginkvenna þeirra og
bama. Ekki síst til Bjargar yngri
sem er sár út í Guð fyrir að taka
hann afa til sín og Valdísar sem
hefur misst sálufélaga sinn.
Við verðum bara að læra að fyrir-
gefa hinum stóra anda og vonandi
getur Björg ort ljóð um Guð og
afa, þar sem þeir láta eins og strák-
ar í ævintýragarði himnanna.
Sólrún.
Það kemur svo margt gott og
skemmtilegt upp í hugann þegar
ég minnist vinar míns Leifs Jóns-
sonar sem er látinn eftir stutta og
erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Ég minnist Leifs fyrst sem lítil
stelpa í stuttum kjól og sandölum,
ég átti heima í Keflavík þá og fékk
að fara með rútunni til Reykjavíkur
til að vera hjá Bíbi „töntu“ og Leifi
á sumrin í nokkur ár. Það voru
yndisleg sumur þar sem ég kynnt-
ist góðsemi og væntumþykju Leifs
í minn garð líkt og væri hann minn
eiginn faðir.
Mér er sem dæmi ofarlega í huga
þegar Leifur mætti á krataball bara
fyrir mig. Leifur var mikill skák-
maður og mér eru minnisstæð sjón-
varpslausu fimmtudagskvöldin þeg-
ar pabbi og hann tefldu og mamma
og Bíbí spjölluðu, mér fannst alltaf
jafn skrýtið af hveiju þeir misstu
bæði sjón og heyrn meðan þeir
tefldu, því þá þýddi lítið fýrir stelp-
una að ná athyglinni, en það voru
einu skiptin. Leifur var minn vinur
og stuðningsmaður, allt var svo
sjálfsagt þegar ég átti í hlut. Þegar
ég eignaðist dóttur mína, sem nú
er 27 ára, hjálpuðu þau hjón til
fyrstu mánuðina meðan ég kláraði
skólann. Leifur keyrði litlu snúlluna
á Skodanum á milli í hvaða veðri
sem var og umvafði hana sinni ein-
stöku hlýju líkt og hann gerði við
mig, enda var „afi Leifur" vinsæll
í huga hennar og alltaf þótti okkur
jafngott að heimsækja hann, og
Bíbi „töntu“. Leifur tók okkur alltaf
sem sínum eigin börnum. Leifur var
mikill afi og hann var svo lánsamur
að eignast fjögur yndisleg barna-
börn sem öll hændust að honum.
Ég bar alla tíð mikla virðingu
fyrir Leifi, hann var víðlesinn mað-
ur og alltaf var gaman að spjalla
við hann um alla heima og geima.
Hann hafði gaman af ferðalögum
og þau hjón ferðuðust mikið saman,
enda mjög samrýnd, ég minnist
góðra daga á Mallorka fyrir nokkr-
um árum.
Elsku Leifur, það er svo skrýtið
að sitja hér í eldhúsinu og skrifa
til þín þessar fátæklegu línur, mað-
ur verður svo agndofa þegar maður-
inn með ljáinn bankar uppá og tek-
ur fólk svona fljótt en við verðum
svo agndofa þegar maðurinn með
Ijáinn bankar uppá og tekur fólk
svona fljótt en við verðum að trúa
því að þér sé ætlað annað hlutverk
í hans húsum og að þar líði þér
vel. Þakka þér samfylgdina og allt
sem þú hefur fyrir okkur gert.
Elsku Bíbi „tanta“, Gunni, Krissi,
Alli, Lára, Anna og öll litlu börnin,
við biðjum góðan guð að styrkja
ykkur í sorginni, minningin um
góðan eiginmann, föður, tengdaföð-
ur og afa lifir.
Helga frænka og Hanna María.
Vertu nú yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfír minni.
(Siprður Jónsson frá Presthólum.)
Elsku afi, mér þótti svo vænt um
þig. Ég get ekki trúað því að þú
sért dáinn. Þetta gerðist svo hratt
og ég hélt alltaf að þér myndi batna
og við myndum fá að hafa þig leng-
ur hjá okkur. En svo fór nú ekki,
þú fórst á spítalann og varst mjög
veikur, en ég vonaði að dag einn
myndirðu koma hress heim. Næsta
morgun lést þú og fórst til Guðs,
mömmu þinnar og pabba. Þar líður
þér vel. Nú er ég sorgmædd og
LEIFUR
JÓNSSON
Hallgrímur
Hansson fædd-
ist í Holti á Brimi-
svöllum, Snæfells-
nesi, 15. mars 1916.
Hann lést á heimili
sínu í Skaftahlíð 9
hinn 21. mars síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hans voru Hans
Bjarni Árnason,
bóndi og sjómaður
í Holti á Brimisvöll-
um, Snæfellsnesi,
f. 27.6. 1883, d.
30.1.1958, og Þor-
björg Þorkatla
Árnadóttir frá Arnarstapa,
Breiðuvíkurhreppi, Snæfells-
nesi, f. 27.8. 1878, d. 23.10.
1969. Systkini Hallgríms voru
Árni, f. 15.12. 1907, Guðríður,
f. 10.5. 1911, d. 5.6. 1995, Guð-
mundur, f. 11.5. 1913, Kristvin
Jósúa, f. 11.3. 1915, Þorsteinn,
f. 18.3. 1918 og Arnór, f. 10.2.
1920.
Hallgrímur kvæntist 10. maí
1940 Viktoríu Jónasdóttur,
Hallgrímur tengdafaðir minn hef-
ur nú kvatt þennan heim. Hann Iifði
lífinu lifandi fram á síðasta dag.
Þótt erfitt sé fyrir okkur sem eftir
lifum að sjá á eftir honum núna
húsfrú, f. 30.8. 1915
á Akranesi, d. 17.8.
1963. Foreldrar
Viktoríu voru Jónas
Theódór Sigur-
geirsson, sjómaður
í Vinaminni, f.
27.12. 1889 i Mið-
vogi, Innri Akra-
neshreppi, d. 21.8.
1957, og Helga
Þórðardóttir, hús-
freyja í Vinaminni,
Akranesi, f. 28.9.
1894 á Vegamótum,
Akranesi, d. 6.2.
1990.
Sonur Ilallgríms og Viktoríu
er Jónas Theódór, f. 2.1. 1949,
bóndi og tamningamaður,
Álftanesi, Mýrum. Sambýlis-
kona hans er Ásdís Haralds-
dóttir, bóndi og ritstjóri, Álfta-
nesi, Mýrum, f. 9.8. 1956. Barn
þeirra er Agnes. Börn Jónasar
eru Hallgrímur, Olafur Steinn,
Viktoría og Ágústa.
Útför Hallgríms hefur farið
fram.
vitum við að það hlýtur að vera
gott að fá að sofna - að þurfa ekki
að liggja lengi veikur og vera upp
á aðra kominn. Hallgrímur hefði átt
erfitt með að sætta sig við það.
Ég man þegar við Hallgrímur
hittumst fyrst fyrir tæpum 6 árum.
Hann kom þá að Álftanesi skömmu
eftir að við Jónas, sonur hans,
byijuðum að búa saman. Eflaust
hefur honum þótt ég svolítið skrít-
inn fugl. Búin að vera einsetukona
í nokkur ár á stað sem sumum
finnst afskekktur. Ég fann strax
að þarna var kominn maður með
sterkan persónuleika og ákveðnar
skoðanir.
Hailgrímur var sveitamaður í sér
og ég fann fljótt að hann kunni
vel við sig á Álftanesi. Kannski
vegna þess að nú var hann aftur
við sjóinn eins og þegar hann ólst
upp í Holti á Brimilsvöllum í gamla
daga. Hann naut sín vel úti í nátt-
úrunni, ræktaði kartöflur, hélt við
girðingum. Eins átti hann það til
að fara í langar gönguferðir út á
fjöru með hundana með sér og
sagði stoltur frá því hversu fljótur
hann var í förum. Það lýsir því
einmitt hversu kappsfullur Hall-
grímur var í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur. En þrátt fyrir það
var hann mjög vandvirkur. Það
sést best á handbragðinu á vinn-
unni hans, hvort sem hann var að
smíða hús eða sauma í. Ofá lista-
verkin liggja eftir hann víða og á
Álftanesi mun vinna hans við end-
urbyggingu kirkjunnar halda
minningu hans á lofti. Einnig Agn-
esarkot, litla húsið sem hann
byggði handa Agnesi sonardóttur
sinni á hlaðinu á Álftanesi, að
ógleymdri handavinnunni hans.
Þegar endurbyggingu kirkjunnar
var lokið saumaði hann til dæmis
dúk og gaf kirkjunni.
Hallgrími leið best þegar hann
hafði nóg fyrir stafni og hann var
svo gæfusamur að enn var leitað
til hans með ýmis verk þrátt fyrir
háan aldur. Barnabörnin voru mjög
hænd að Hallgrími, enda var hann
þeim góður afi og bar hag þeirra
alltaf fyrir brjósti. Þau leituðu líka
oft til afa sem reyndi að liðsinna
þeim sem mest hann mátti.
Okkur bregður við þegar við
njótum ekki lengur hjálpsemi Hall-
gríms. Hann var alltaf tilbúinn að
rétta hjálparhönd og oft leituðum
við Jónas til hans þegar við þurft-
um að bregða okkur frá. Alltaf var
hann reiðubúinn að koma og sjá
um hestana og ég er viss um að
hann naut þess oft að vera einn í
sveitinni - að vera kóngur í ríki
sínu. Ekkert var honum ofviða -
engin vandamál óyfirstíganleg. Við
eigum eftir að sakna þess að sjá
ekki afa brenna í hlaðið og koma
stökkvandi inn með bros á vör.
Ég kveð góðan tengdaföður og
Agnes litla kveður afa Hallgrím
sem alltaf var henni svo góður.
Ásdís.
Mig langar til að skrifa nokkrar
línur um fyrrverandi tengdaföður
minn og góðan vin, Hallgrím Hans-
son.
Mín fyrstu kynni af Hallgrími
voru fyrir u.þ.b. 29 árum, þegar
ég kom með Jónasi, syni hans,
heim í Skaftahlíðina. Hann tók á
móti mér af miklum höfðingsskap
og hlýju. Sérstaklega minnist ég
þess hversu þétt og hlýtt þessar
stóru, vinnulúnu hendur tóku í
hönd mína. Hallgrímur var ekki
stór maður vexti en hann hafði
stórt hjarta þar sem vel rúmaðist
hlýja til allra þeirra sem sóttust
eftir návist hans.
Í gegnum hugann þjóta minn-
ingarbrot. Fyrstu árin var hann
með annan fótinn norður í Húna-
vatnssýslu og mér fannst skemmti-
legt að finna þessa miklu tilhlökk-
un hjá Hallgrími í hvert sinn sem
hann eða við öll vorum að fylla
ameríska skutbílinn hans af ýmsu
dóti sem þurfti að taka með norð-
ur. Að fara norður í silungsveiði,
í leitir eða réttir eða þá réttarböll,
nú eða þá bara til þess að vinna
- alltaf var jafngaman að fara
norður.
Þegar ég eignaðist son og hann
sonarson var mikil gleði hjá okkur
unga parinu, og þá ekki síður hjá
Hallgrími. Ég gleymi aldrei blóma-
hafi því sem hann kom með til mín
í tilefni fæðingar drengsins okkar.
Og ekki var verið að spara þegar
kaupa þurfti vagn fyrir stúfinn
hans afa, eins og hann kallaði
hann fyrstu mánuðina. Afi fór af
stað og keypti glæsilegasta vagn-
inn sem hann gat fengið. Mikil
geðshræring skein úr andliti Hall-
gríms þegar við Jónas skírðum
drenginn okkar Hallgrím, í höfuðið
HALLGRÍMUR
HANSSON