Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 1997 BJARNFRÍÐ UR > SIGURJÓNSDÓTTIR + Bjamfríður Sigurjónsdótt- ir, húsmóðir, var fædd í Minnibæ í Grímsnesi 30. júlí 1904. Hún lést hinn 26. mars síðastliðin. Foreldrar hennar voru hjónin Sigur- jón Jónsson bóndi að Minnibæ, f. 26.7. 1875, d. 28.10. 1923, og Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8.10. 1884, d. 8.10. 1884. Föðurforeldrar Bjamfríðar vom hjónin Jón Björasson, söðlasmiður á Hömmm í Grímsnesi, og Katrín Snorradóttir, ættuð úr Gríms- nesinu. Móðurforeldrar hennar vora hjónin Guðmundur Guð- mundsson frá Miðhúsum í Bisk- upstungum og Sigríður Magn- úsdóttir. Bjarnfríður var næst- elst sextán systkina og em sex þeirra enn á lífi. Bjarnfríður ^iftist 26.11. 1936 Ágústi Olafssyni raf- ■S» virkjameistara, f. 5.8. 1898, d. 24.10. 1982. Foreldrar Ágústs vom hjónin Ólöf Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 24.6. 1862 frá Þórkötlustöðum í Grinda- vík, d. 7.7. 1993, og Ólafur Björnsson sjómaður, f. 23.10. 1849, frá Staðargerði í Grinda- vík, d. 26.12. 1917. Ágúst var yngstur þriggja bræðra sem em allir látnir. Bjamfríður eignaðist dótturína Sigríði, f. 27.6. 1930, d. 12.2. 1931. Kjörsonur þeirra Bjamfríðar og Ágústs er Þórð- ur S. Gunnarsson hæstaréttarlög- maður í Reykjavík, f. 23.1. 1948. Eigin- kona hans er Helga Sigþórsdóttir við- skiptafræðingur, f. 22.1. 1943. Þau eiga eina dóttur, Þór- unni Helgu Þórðar- dóttur, f. 30.11. 1984. Foreldrar Helgu eru Sigþór Karl Þórarinsson, hreppsljórí og bóndi á Einarsnesi í Borgar- hreppi, f. 28.1. 1918, d. 23.1. 1981, og Sigríður Guðmunds- dóttir, húsmóðir, f. 11.12. 1916. Stjúpsonur Þórðar er Sigþór Öra Guðmundsson tölvunar- fræðingur, f. 6.4. 1965, og er sambýliskona hans Elín Sig- hvatsdóttir tölvunarfræðingur, f. 1.10. 1966. Þau eiga synina Sighvat Öm, f. 28.5. 1990, og Guðmund Öm, f. 31.10. 1995. Bjamfríður og Ágúst bjuggu allan sinn hjúskapartíma í Reykjavík. Þau bjuggu lengst af í Norðurmýrinni, á Mána- götu 7, og að Bergstaðastræti 80. Síðustu æviárin dvaldist Bjamfríður á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík. Utför Bjarnfríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Látin er tengdamóðir mín, Bjam- fríður Siguijónsdóttir, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Kvöldið hljóðnaði þegar þessi skapfasta og hljómmikla kona kvaddi þetta líf. Kerti með áletruninni „Guð blessi þig“ logaði. Loginn bærðist ekki og varpaði kyrru ljósi á Biblíuna og upprisukrossinn við höfðalagið. Upprisuhátíðin var að ganga í garð og tengdamóðir mín kvaddi þennan heim með bros á vör. Við, sem sáum þetta bros, vissum ekki hveijum það var ætlað. Eitt er ljóst; henni var léttir að fá að hverfa á braut á fund ástvina sinna. Bjarnfríðar eða Fríðu, eins og hún var kölluð, verður ekki minnst án þess að hverfa til liðins tíma og annars konar þjóðfélagsaðstæðna en nú blasa við. Mikill og stór hug- ur fylgdi tengdamóður minni hvert sem hún fór og þrátt fyrir heilsu- leysi og vanmátt hin síðari ár hugs- aði hún aldrei smátt. Hún missti aldrei þann eldmóð sem einkenndi allar gerðir hennar og reyndar líf hennar allt. Fríða fann oft til þess að hún hafði lifað hinar stórfelld- ustu breytingar aðstæðna og lífs- skoðana í þjóðfélagskjarna Islend- inga. Hugsanir hennar og langanir * JAIME ÓSKAR MORALES LETELIER + Jaime Óskar Morales fæddist í Valparíso í Chile 24. október 1951. Hann lést á heimili sínu 18. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 2. apríl. 3 Elsku pabbi. Nú ertu farinn frá okkur, við sem héldum að við myndum vera með þér lengur. Þú varst besti pabbi sem hugsast getur. Alltaf þegar við hittumst og vorum saman knúsaðir þú okkur og kysstir okkur og alltaf varstu svo glaður af því þú sagðist ekki hafa tíma til að vera leiður af því að lífið væri svo stutt. Við áttum svo margar stundir saman. Þú varst alltaf að gera eitt- ^ hvað með okkur eða fyrir okkur. Þú vildir gera allt fyrir alla en vild- ir bara fá lítið sem ekkert í stað- inn. Ef þú varst ekki í vinnunni þá varstu að hjálpa vinunum þínum sem þörfnuðust þín. Þú hafðir gam- an af því að vera í og starfa með KA, fara í veiðiferðir með þínum vinum. Þér fannst líka gaman að + elda mat. Þú kenndir okkur svo margt gott og varst svo góður við okkur eins og önnur börn. Við þökkum þér fyrir allar dásamlegu stundirnar, sem við áttum með þér. Þökk- um þér fyrir að gefa okkur lífið. Við biðj- um góðan Guð að geyma þig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi. Bæn frá mínu bijósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Asmundur Einarsson.) Svanhildur, Eva og Anna. Það hefur greinilega verið brýn þörf á góðum sálum í öðrum heimi. Það er eina ástæðan sem við getum ímyndað okkur að geti verið fyrir skyndilegu brottnámi einnar bestu sálar sem við höfum kynnst. Jaime var mjög góður vinur og vinur vina sinna, mjög góður faðir, rólegur í fasi, hlýr og með góðan húmor, vildi allt fyrir alla gera, eins og kom vel í ljós í góðu starfi hans fyrir Knatt- spyrnufélag Akureyrar. Alltaf var gaman að koma upp í KA-höllina og ómissandi var að hitta Jaime og MINNINGAR féllu betur að háttum nútímakonu en fyrri tíma lífsmynstri. í næm- leika hennar fólst sú guðsgjöf að geta tekið við hveiju nýju og mótað það án þess að fórna gömlum gild- um og grundvallar lífsskoðunum. „Það er erfítt að eiga svona göm- ul föt eins og líkama minn þegar mér fínnst ég vera svo ung. Ég hugsa eins og ung stúlka." Þessi orð tengdamóður minnar urðu sterk og grípandi þar sem hún sat fjötruð af heilsuleysi. Hetjulund Fríðu var alþekkt í hennar vinahópi sem ekki var fámennur. Fríða sýndi mikinn skörungsskap og dugnað til hús- stjórnar enda var heimili þeirra Ágústs og Fríðu bæði rausnarlegt og listrænt. Fjölskylda Fríðu fór ekki varhluta af gestrisni þeirra hjóna og m.a. dvaldi móðir hennar hjá hjá þeim svo áratugum skipti eða allt frá því hún brá búi til dauða- dags og annaðist tengdamóðir mín móður sína af mikilli alúð og rækt- arsemi. Þau hjónin Ágúst og Bjarn- fríður voru bæði miklir velunnarar Hallgrímskirkju og var Bjarnfríður virkur félagi í kvenfélagi kirkjunnar meðan heilsa hennar leyfði. Minn- ingar okkar um Fríðu verða þeim dýrmætastar sem þekktu hana best og réttast. Helga Sigþórsdóttir. Guð, líf mitt þér ég gef, vald og dóm á þínar hendur. Vilt þú vaka sem ljós er ég sef, svo ég verði við nafn þitt nefndur, svo til himnaríkis verði ég sendur." (Þ.H.Þ.) Hún Bjamfríður heitin, amma mín, var alltaf ljúf og góð í minn garð. Þegar ég heyri minnst á hana dettur mér alltaf i hug: „Þessi góð- hjartaða manneskja“. Ég vildi óska að ég hefði getað varið meiri tíma með henni þegar hún var enn á lífi síðastliðin ár. Þó man ég ennþá þegar hún leyfði mér að dansa við stafinn sinn, gaf mér kökur, eins og flestar ömmur gera, þegar ég var að spila við hana og hitt eldra fólkið í Seljahlíð. Þegar hún lést var ég ekki viðstödd. Móðir mín sagði mér að það yrði of mikil byrði fyrir mig. Mér létti þegar hún sagði mér að amma hefði dáið fegin með bros á vör eftir löng veikindi. Samt er það svo að fólkið heldur áfram að lifa og lífið heldur áfram þrátt fyr- ir allan þennan missi sem heimurinn varð fyrir þegar hún lést. Guð blessi minningu hennar. Þórunn Helga Þórðardóttir. fara í létt spjall um lífið og tilver- una og velta okkur upp úr leikjunum og ekki vantaði húmorinn sem því fylgdi alltaf. Alltaf tók hann vel á móti okkur á Pollinum þar sem hann vann við að bjóða alla gesti velkomna sem komu þangað inn, við stoppuðum alltaf hjá honum og slógum á létta strengi og héldu svo áfram inn, stórt tómlegt gat er nú komið í lífíð þar sem enginn Jaime er lengur til að taka á móti okkur með sínum hlýju augu og skemmti- lega brosi. Jaime, þín verður sárt saknað, en vonandi líður þér vel á þínum nýja stað þar sem aðrir fá að njóta þinnar einstöku mann- gæsku og hlýleika. Elsku Magga, Svanhildur, Eva, Anna og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur dýpstu samúðar- kveðjur. Inga og Unnur. Sú von er sterk, hún verður eigi slökkt að vorið komi, þó að geisi hríð. Eins sigrar Drottinn alla ógn og stríð. Og þó að dauðinn hremmi hart og snöggt er hönd að baki, mild og trú og góð, hún leiðir fram til ljóss um myrka slóð. Sú von er sönn, hún verður aldrei slökkt, hún vekur þína sál við hinsta ós, að Kristur breyti öllu í eilíft ljós. (Sigurbjöm Einarsson.) Elsku Jaime, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Margrét. MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN SIGURÐSSON + Jóhann Sig- urðsson var fæddur á Ljóts- stöðum II í Vopna- firði 12. janúar 1940. Hann lést á krabbameinsdeild Landspitalans 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans vora Sigurður Gunnarsson og Jó- hanna Sigurborg Siguijónsdóttir. Jóhann var næst- yngstur af 11 systkinum. Þau eru öll á lífi. Þeirra elstur er Gunn- ar, þá Siguijón, Ágúst, Sigurð- ur, Jörgen, Jón, Valgerður, Anna, Katrín og Ámi. Tveir klettar við strönd sterkir, traustir, ódauðlegir. Brimið lemur á ströndinni, dag og nótt, mánuði og ár. Dag einn lætur annar kletturinn undan þunga brimsins. Eftir stendur einn klettur sterkur, traustur, einmanna. Arin líða og áfram lemur brimið af sama þunga og áður. Og að lokum kemur aftur að því að brimið hefur betur. Eftir stendur minning um tvo kletta sterka og trausta sem þurftu þrátt fyrir allt að lúta í lægra haldi fyrir briminu. Minningin er ódauðleg og ekkert getur tortímt henni. (Geoffrey Wells, lausl. þýtt.) Jónatan. Nú blundar fold í blíðri ró, á brott er dagsins stríð, og líður yfir land og sjó hin ljúfa næturtíð. (J.H.) Heima á Ljótsstöðum. Innfrá - útfrá, tvö heimili - fyrir mér sem eitt. Jóhann og Sigga. Allar mínar bernskuminningar svo samofnar þeim, svo mörg augnablik koma upp í hugann núna. Til þeirra fór ég svo oft. Sigga sikksakkaði blúndur utan um dúka sem ég saumaði, hún gaf mér þá bestu kökuuppskrift sem ég á. Með Jóhanni og stelpunum fór ég oft inn á Borgarstekk og beitar- hús. Jóhann fékk líka bláan jeppa á undan pabba og ófáar ferðirnar fór ég með í honum. Þau buðu mér alltaf ef eitthvað var um að vera. T.d. vildi mamma aldrei elda skötu á Þorláksmessu, því fór ég alltaf í „Þorláksmessu- skötu“ til þeirra. Þau flytja til Akureyrar - ég til Reykjavíkur. Hjá þeim þar, sömu viðtökurnar. Oft var farið í góðu veðri og keyrt með mig um allt í Eyjafirði, alltaf nægur tími. Jóhann var hagur á margt og eitt sinn er þau voru á ferð hér færðu þau mér klukku sem hann skar út. Hún tifar nú í stofunni minni. Með Jóhanni fór ég í fyrra suður á Miðnesheiði, þar vorum við góðan tíma í rólegheitunum að rölta um. Allar þessar minningar er svo ómetanlegt að eiga. Þeirra vinátta var svo sönn og hlý. Elsku Margrét, Haraldur, Sigur- Jóhann giftist Sigríði Vigfúsdótt- ur, f. 8. febrúar, 1937, d. 15. maí 1990. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Magdalena Þórð- ardóttir og Vigfús Brypjólfsson. Jó- hann og Sigríður áttu þijár dætur, Margréti Ágústu, Sigurborgu og Sigr- únu. Maki Margrét- ar er Haraldur Borgar Siggeirsson og maki Sigurborg- ar er Albert Jakobsson. Útför Jóhanns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. borg, Albert og Sigrún. Guð veri með ykkur. Anna Sólveig. Elsku Jóhann. Kynni okkar voru ekki löng en þau voru góð. Ég kynntist þér þeg- ar leið þín var farin að styttast og þrek þitt á þrotum. Við áttum sam- an seinnipart virku daganna, í þær vikur sem þú fékkst að vera heima áður en þú kvaddir. Þú varst ótrú- lega hress og skemmtilegur, þrátt fyrir allt sem á þig var lagt, og við spjölluðum oft mikið og veltumst um af hlátri. Svo fannst þér nú ekki leiðinlegt að gefa mér I staup- inu og reyna á mér ýmsar tegundir líkjöra. Matur var annað sameign- legt áhugamál okkar og þú sparað- ir ekki við þig harðfískinn eða ann- að góðgæti sem þú réttir að mér. En við fórum á mesta flugið þegar við spjölluðum um sveitirnar okkar og sögðum hvort öðru reynslusögur úr búskapnum. Það mátti glögglega finna og heyra hversu mikill bóndi þú varst i þér og ég geymi vel og vandlega allar skemmtilegu sögurn- ar sem þú sagðir mér frá búskapar- árum þínum. Það fylgdu líka með ýmis strákapör og hremmingar frá bernskuárunum í sveitinni. Þú varst hreinn og beinn í samskiptum okkar og skófst ekkert utan af hlutunum frekar en Magga dóttir þín. Þú varst þannig skapi farinn að þér fannst ekkert sérlega auðvelt að sætta þig við magnleysið sem fylgdi veikindunum. Einu sinni þegar ég kom til þín varstu að moka snjóinn úr innkeyrslunni eins og ekkert væri sjálfsagðara. Eins neitaðir þú að vera veikur þegar þið Magga fóruð við annan mann og óðuð skafla til að kanna litla húsið þitt við kartöflugarðana. Elsku Jóhann, ég þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an og líka þær sem voru erfiðari. Melkorka þakkar þér líka allan þann hlýhug sem þú sýndir henni, afmælisgjafírnar og molana sem þú gaukaðir að henni. Við kveðjum þig hinsta sinni og það er gott að vita af þér fyrir norðan, því þar var þinn staður. Að leiðarlokum ætla ég að gera orð Hannesar Pétursson- ar að þínum: Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldurnar að innskeijum - hvit eru tröf þeirra. Elsku Magga, Sigurborg, Sigrún og aðrir sem syrgja Jóhann, ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur norður yfir heiðar. Kristín Heiða. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.