Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Breytingar framundan á rekstri kynningarskrifstofa Ferðamálaráðs
Flugleiðir draga sig út
úr samstarfi í áföngum
FLUGLEIÐIR hyggjast draga sig smátt og
smátt út úr sameiginlegum skrifstofurekstri
með Ferðamálaráði erlendis. Að sögn Péturs
J. Eiríkssonar, framkvæmdastjóra hjá Flugleið-
um og stjómarmanns í Ferðamálaráði, hefur
verið tekin ákvörðun um að hætta sameiginleg-
um rekstri skrifstofu í París, en í staðinn verð-
ur sett á fót skrifstofa Ferðamálaráðs, sem Flug-
leiðir hyggjast greiða tvær milljónir króna til
árlega.
Fram hefur komið að Flugleiðir telji samstarf-
ið við Ferðamálaráð bagga á sér og vilji hætta
því. „Við emm í raun búnir að ákveða að segja
þessu upp, en ætlum að gera það í samráði við
Ferðamálaráð," segir Pétur. „Við ætlum ekki
að rjúka úr þessu samstarfi í einum hvelli held-
ur gera það með þeim hætti að báðir geti vel við
unað.“
Umfangið orðið of mikið
Pétur segir að umfang kynningarstarfsemi
fyrir Ferðamálaráð hafí verið orðið mikið. „Eft-
ir að ferðamannastraumur jókst svona mikið
er svo komið, ekki sízt á litlum skrifstofum eins
og í París og London, að við erum komin með
heilan starfsmann í þetta, auk þess sem póst-
kostnaður við útsendingu þúsunda bæklinga er
verulegur. Við teljum rétt að Ferðamálaráð eigi
að sjá um þetta sjálft þegar umfangið er orðið
svona mikið,“ segir Pétur.
Hann segir að Flugleiðir muni hætta sem
fulltrúar Ferðamálaráðs í París 1. júlí næstkom-
andi. Ferðamálaráð muni þá starfrækja sjálf-
stæða skrifstofu, sem Flugleiðir muni greiða
til, eins og til núverandi skrifstofa Ferðamála-
ráðs í Frankfurt og New York. Flugleiðir muni
áfram starfrækja eigin skrifstofu í París.
Pétur segir að áformað sé að hafa sama hátt
á í Kaupmannahöfn, þar sem Ferðamálaráð
hyggst opna sjálfstæða skrifstofu, sem þjónusti
alla Skandinavíu. Samvinnuferðir-Landsýn hafa
boðið Ferðamálaráði afnot af skrifstofu sinni í
Kaupmannahöfn. Stjórn Ferðamálaráðs hefur
tekið afstöðu til erindis fyrirtækisins þar um
og mun svarbréfið á leið til Samvinnuferða í
pósti.
Flugleiðir eru nú fulltrúar Ferðamálaráðs í
Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, Amsterdam
og London.
Rætt um tengingu við sendiráðin
Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að
ævinlega hafi verið stefnt að því að Ferðamála-
ráð ræki sjálfstæðar kynningarskrifstofur sem
víðast, en fjármunirnir hafi ekki verið fyrir hendi
og þess vegna hafi sú leið verið farin að hafa
samstarf «ið Flugleiðir.
Magnús segir að einn þeirra möguleika, sem
ræddir hafi verið til að lækka kostnað við rekst-
ur kynningarskrifstofa, sé að starfsmenn þeirra
gætu á einhvern hátt tengzt sendiráðum íslands
og notið þannig skattfríðinda á við starfsmenn
utanríkisþjónustunnar. „Menn eru stöðugt að
leita leiða til að auka markaðsvinnu og upplýs-
ingastarf, bæði með því að fá aukið fé og gera
reksturinn ódýrari," segir hann.
Vorverk í
Garðabænum
NÚ ER kominn tími vorverk-
anna og húseigendur tína rusl,
sópa í kringum hús sín og sinna
garðinum. Jón Sveinsson var
að hreinsa rusl í Garðabænum
í gær.
-----» ♦ ♦--
Strokustelp-
ur fundust í
Breiðholti
STÚLKURNAR þijár sem struku
af vistheimili í Skagafirði á mánu-
dagskvöld fundust í fyrrinótt í fjöl-
býlishúsi í Breiðholti. Ein þeirra
reyndist bera lítilsháttar áverka
eftir að þær veltu bifreið sem þær
stálu við strokið.
Eftirgrennslan lögreglu leiddi í
ljós að tvær stúlknanna höfðust
við í íbúð í fjölbýlishúsi við íra-
bakka í neðra Breiðholti, og í fram-
haldi af því fannst þriðja stúlkan
í íbúð í öðrum stigagangi.
Morgunblaðið/Golli
Flugmenn
samþykkja
verkfall .
FLUGMENN samþykktu með
miklum meirihluta atkvæða að
boða til verkfalls síðar í mánuðin-
um. Verður fyrst boðað verkfall í
þrjá daga, 18. til 20. apríl, og síð-
an ótímabundið verkfall frá 25.
apríl.
Alls er nokkuð á fjórða hundrað
félaga í Félagi íslenskra atvinnu-
flugmanna og greiddu 130 at-
kvæði. Voru 94% fylgjandi verk-
fallsboðun en tölur lágu fyrir upp
úr hádegi í gær fljótlega eftir að
atkvæðagreiðslu lauk.
Rætt um vinnutíma og
kauphækkanir
Næsti samningafundur er boð-
aður hjá sáttasemjara eftir helgina.
Náðst hefur nokkur árangur í
ágreiningi FÍA og Flugleiða vegna
flugmanna hjá Flugfélagi íslands,
verði af stofnun þess, og verður
starfsaldurslisti flugmanna einn.
Umræðum um endanlegan frágang
listans var frestað á síðustu fund-
um og rætt áfram um vinnu- og
vakttíma og kauphækkanir.
Stúlkan
látin
TUTTUGU og eins árs gömul
stúlka, sem slasaðist alvarlega
þegar hún féll af hestbaki í Stokks-
eyrarhreppi á laugardag, lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur í fyrrinótt.
Stúlkan hét Ama Rún Haralds-
dóttir, til heimilis að Hléskógum 3
í Reykjavík. Hún lætur eftir sig
unnusta.
Mál Sophiu sent
til Strassborgar
Istanbúl. Morjfunblaðið,
SOPHIA Hansen og
lögmaður hennar
fengu í gærmorgun
skriflega staðfestingu
um úrskurð Hæsta-
réttar í Tyrklandi um
forræði Halims A1 yfir
dætrum þeirra. Þau
eru ákveðin í að kæra
úrskurðinn til Alþjóða
mannréttindadóm-
stólsins í Strassborg.
Þau bíða ekki boð-
anna því strax á
sunnudag ætla þau
þangað með kæruna.
Hafa þau fengið leyfí
til að leggja dóminn
fram á tyrknesku, svo þýðing tefur
ekki. „Auðvitað er ég döpur, en
það er þó viss léttir að því að þetta
er búið - 6 ára barátta - og að
Sophia Hansen
ég er laus úr þessu
ótrúlega réttarkerfi í
Tyrklandi,“ segir
Sophia í samtali við
blaðamann Morgun-
blaðsins. „En ég mun
ekki hætta að elska
dætur mínar og beij-
ast fyrir því sem ég
er sannfærð um að sé
best fyrir þær.“
Með dómi Hæsta-
réttar féll vikulegur
umgengnisréttur
Sophiu frá föstudegi
til sunnudags niður
frá og með 29. mars
sl. og því ekki í gildi
í síðustu viku eða þessari. Aftur á
móti fær móðirin umgengnisrétt-
inn á tímabilinu 1. júlí-31. ágúst
ár hvert í Tyrklandi.
Rannveig Fríða semur
við óperuna í Frankfurt
RANNVEIG Fríða Bragadóttir
óperusöngkona hefur gert
samning við óperuna í Frank-
furt til tveggja ára. Hún segir
að líta megi á samninginn sem
mikla viðurkenningu þar sem
óperan í Frankfurt sé ein af
þeim fremstu í heiminum.
Rannveig Fríða mun syngja
aðalhlutverk í nokkrum óper-
um, þar á meðal hlutverk Rós-
ínu í Rakaranum frá Sevilla
eftir Mozart, Kompónistans í
Ariadne auf Naxos eftir Rich-
ard Strauss, Kerubínu í Brúð-
kaupi Fígarós eftir Mozart,
Olgu í Evgeníj Onegin eftir
Tjækovsky og Fjodors í Boris
Godunov auk lítils hlutverk í
Töfraflautunni.
Hún sagði að samningurinn
hefði ekki átt sér langan að-
draganda. „Ég fór
og söng fyrir þá í
gærkvöldi (þriðju-
dag) og í framhaldi
af því var mér boð-
inn samningur til
tveggja ára. Honum
fylgja aðalhlutverk
og það sem mér
hentar best að
syngja. Þetta verður
örugglega bæði
ánægjulegt og ind-
ælt,“ sagði Rannveig
Fríða.
Syngur í fyrsta
sinn í janúar
Hún syngur í
fyrsta sinn í óperunni í Frank-
furt í janúar á næsta ári hlut-
verk Rósínu í Rakaranum frá
Sevilla. „Kompónist-
inn er eitt af mínum
glanshlutverkum og
það verður ánægju-
legft að takast á við
það hlutverk í þess-
um ramma sem óp-
eran í Frankfurt er,“
sagði Rannveig
Fríða.
Rannveig Fríða
var á samningi við
óperuna f Vin fyrir
nokkrum árum og
hefur verið lausráð-
in síðustu ár við
ýmis óperuhús. Hún
segir að í Frankfurt
sé eitt af betri
óperuhúsum heimsins. Við húsið
starfi nokkrir af þekktustu leik-
stjórum í Evrópu.
Rannveig Fríða
Bragadóttir