Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 10

Morgunblaðið - 10.04.1997, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Áfengisvarnarráð opnar Vímuvarnarvefinn Upplýsingamið- stöð um fíkniefni og forvamir ÁFENGISVARNARRÁÐ hefur tekið í notkun svo kallaðan Vímuvarnarvef, sem er upplýs- ingavefur þess, en tilgangur hans er einkum sá að veita upp- lýsingar um ávana- og fíkniefni og forvarnir gegn þeim. Kristján Kristjánsson, sem hafði umsjón með uppsetningu Vímuvarnarvefsins, segir að við val á efni hafí verið lögð áhersla á að það væri ritað af sérfræð- ingum og kunnáttumönnum á hveiju því sviði sem fjallað er um. Hann telji að fyrir vikið megi finna fjölbreyttar og áreið- anlegar upplýsingar á vefnum. Hlutlaus, fræðileg umfjöllun Meðal þess sem er að finna á vefnum eru skrif eftir Jóhannes Bergsveinsson yfirlækni og Þor- kel Jóhannesson prófessor, yfirlit frá lögreglu yfir slangur sem viðgengst á meðal ungmenna í umræðu um fíkniefni, niðurstöð- ur nýlegrar Gallup-könnunar auk margvíslegs efnis sem Krist- ján segir fengið úr sálarfræði og lyfjafræði og tengist ávana- og fíkniefnum. „Okkur finnst mikilvægt að safna öllum þessum upplýsingum á einn stað þar sem þær eru aðgengilegar. Oft er það svo að fræðimenn og sérfræðingar leggja mikla vinnu á að rita grein um fíkniefni eða forvarnir, sem birtist svo kannski einungis í fagritum sem almenningur á ekki aðgang að, en með Vímu- varnarvefnum telja menn að flestir eigi kost á að nálgast upplýsingar. Hugmyndin er sú að vefurinn sé eins konar upplýsingamiðstöð, þar sem hlutlausa umfjöllun er að finna, frá sérmenntuðum mönnum þannig að hún teljist marktæk. Ef menn eru að leita að gögnum við ritgerðasmíði eða grúska af öðrum ástæðum er handhægt að finna slóðina undir náms- og fræðsluefni á íslenska menntanetinu," segir Kristján. Hann segir forsvarsmenn Vímuvamarvefsins gera sér vonir um að efni hans eigi erindi til almennings, bæði þeirra sem séu áhugasamir um þennan mála- flokk og þekki hann af eigin raun, nema og kennara sem þurfi upp- lýsingar fyrir kennslu eða ritgerð- arsmíði, fréttamenn og raunar alla þá sem vilja fræðast meira. Bjartsýnir um viðtökur „Það er von Áfengisvarnar- ráðs að vefurinn megi nýtast vel þeim fjölmörgu sem leita til ráðs- ins um upplýsingar og fræðslu og við erum bjartsýnir um við- tökurnar," segir hann. Veffang Vímuvarnarvefsins er http://ismennt.is/vefir/vimu- varnarvefurinn. Einnig er hægt að fínna hann undir liðnum Náms- og fræðsluefni hjá ís- ienska menntanetinu. Veffang þess er http://ismennt.is. Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 Hrísateigur — hús með tveimur íbúðum Vorum að fá í sölu þetta hús við Hrísateig. Á hæðinni eru góðar stofur, 2 svefnherb., eldhús og bað, stórar svalir (verönd). Á neðri hæð er sér 2ja herb. íbúð. Ca 25 fm bílskúr. Eign í góðu ástandi — vinsæl staðsetning. Veró 12,9 millj. Áhv. 5 mjllj. Ásvallagata Vorum að fá í sölu rúmmgóða 2ja herb. íbúð á 1. hæð í einu af nýlegri húsunum við Ásvallagötu. M.a. góó stofa og sérlega góðar suðursvalir. Verð 6,4 millj. sœtir sófar* HÚSGAGNALAGERINN • Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475* FRÉTTIR Tollgæsla efld til varnar innflutning'i fíkniefna RÍKISSTJÓRNIN mótaði á síðast- liðnu ári stefnu í fíkniefna-, áfeng- is- og tóbaksvörnum til ársins 2000. Liður í þeirri stefnu er að efla toll- gæslu til þess að draga úr innflutn- ingi fíkniefna og var ákveðið að ráðstafa 25 m.kr. á ári í því skyni. Fjármálaráðuneytið hefur nú samið áætlun til eflingar fíkniefna- eftirlits tollgæslunnar. í áætluninni felst að sett verður á stofn sérstök deild innan embættis ríkistollstjóra sem m.a. annast skipulagningu á fíkniefnaeftirliti tollyfirvalda á landinu öllu. í samráði við viðkom- andi tollstjóra, hefur umsjón með leitarhundum og annast fræðslu fyrir tolleftirlitsmenn. Starfsmönn- um verður ijölgað hjá embættinu og bætt við leitarhundi. Á öllu landinu verður eftirlit m.a. með auknu úrtakseftirliti í skipum, gámum og farangri ferðamanna og farmanna. Til þess að ná sem best- um árangri verður leitað leiða til að einfalda og hagræða starfsemi og afgreiöslu tollsins. Eftirlit um borð í skipum, vöru- geymslum og á Reykjavíkurflug- velli verður hert og eftirlit tollvarða með flokkun á pósti aukið. Fjölgað verður um tvo tolleftirlitsmenn í fíkniefnadeild á Keflavíkurflugvelii til almennra starfa og þjálfunar og notkunar hunda. Við komu feijunnar Norrönu til landsins verður eftirlit aukið með fleiri tollvörðum og leitarhundi. Þá verða leitarhundar í umsjá ríkistoll- stjóra nýttir eftir því sem unnt er við skipa- og flugvélakomur alls staðar á landinu. Tollyfirvöld munu hafa sam- vinnu við framkvæmdastjóra samt- arfsverkefnis ríkis, Reykjavíkur- borgar og ECAD (European Cities Against Drugs), en þar er um að ræða samstarfsverkefnið ísland án ólöglegra fíkniefna árið 2002. Jafnframt verður leitað eftir auknu samstarfi við lögregluyfirvöld, helstu flutningafyrirtæki og miðl- ara um eftirlit með innflutningi fíkniefna. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir MARIANNA Friðjónsdóttir og Björn G. Björnsson. Brotið blað í danskri fjölmiðlasögu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Á MÁNUDAGSMORGUNINN klukkan sex hófust útsendingar á TvDanmark, nýrri danskri einkasjónvarpsstöð, sem verður þriðja stærsta stöðin á eftir ríkis- stöðvunum tveimur. Með nýjum lögum, sem heimila samsending- ar staðbundinna stöðva breyttist Kanal 2 í landsjónvarp undir nafninu TvDanmark. Maríanna Friðjónsdóttir fram- kvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs stöðvarinnar segir að þar með fái stöðin mun meira fé til umráða og verði það nýtt til eigin framleiðslu, enda vilji Dan- ir helst sjá danskt efni. Björn Björnsson sviðsmyndahönnuður hefur hannað leikmyndir fyrir stöðina og þar vinna þrír aðrir Islendingar auk Maríönnu. Ný tækni og nýjar starfsaðferðir Stöðin er auglýsingastöð enda sagði Jesper Lund forstjóri TvDanmark í ávarpi sínu í bítið á mánudagsmorgun að markmið stöðvarinnar væri að auka hlut- deild sína á auglýsingamarkaðn- um úr 10 prósentum í 25 prósent um aldamótin. Stöðin er að sögn Maríönnu best (ækjavædda sjón- varpsstöðin í Danmörku og þótt víðar væri leitað og þar eru til dæmis tæki, sem aðeins nýlega er hafin framleiðsla á. Allt efnið er klippt í sjö tölv- um, sem er stærsta klippieiningin Maríanna Friðjóns- dóttir ein helsta driffjöður nýrrar landstöðvar í Danmörku. Maríanna segir að þessi nýju tæki, sem séu að ryðja sér til rúms, muni gjörbreyta öllum starfsaðferðum við sjón- varpsgerð og eins og alltaf við slíkar aðstæður muni það visast taka tíma áður en starfsfólkið nái tökum á nýrri hugsun, sem fylgi nýrri tækni. Heilu starfsgreinunum verði ofaukið og um 80 prósent vinnu- keðjunnar falli út. Með þessu móti geta fréttamenn sjálfir gengið frá efninu í mun ríkari mæli en áður. Þessi tækni gjör- bylti ekki aðeins fréttafram- leiðslunni, heldur geri hana mun ódýrari og losi þannig fé til ann- arrar framleiðslu. Framleiðslu- og tæknisviðið, sem Maríanna stýrir er rekið sem sjálfstæð eining, sem aðrir hlutar stöðvarinnar kaupa vinnu af. Framleiðslunni er hagað með hámarkshagkvæmni í huga varð- andi nýtingu tækja og afköstin því mikil. Framleiðslunni er hag- að eftir árstímum og nú fyrri hluta ársins eru framleiddir þar 300 1/2 klukkustundar þættir, 175 auglýsingar, 200 dagskrár- auglýsingar og daglega er fram- leiddur klukkutíma fréttaþáttur. Hún segir það fé sem hún hafi til umráða mun meira en hægt sé að hugsa sér við íslenskar aðstæður, enda sé meira efni unnið við stöðina en þekkist á Islandi. 27 ára samstarf Björn G. Björnsson leikmynda- hönnuður og eigandi fyrirtækis- ins List og saga hefur unnið með Maríönnu og starfsfólki hennar undanfarna viku við leikmynda- gerð, sem hann hefur áður verið viðriðinn á Kanal 2. Þau Mar- íanna hafa starfað saman í 27 ár, fyrst á ríkissjónvarpinu, síðan á Stöð 2 og nú í Danmörku, enda segir Björn með bros á vör að hann sé leikmyndadeildin hennar Maríönnu. Á stöðinni vinna þrír aðrir Is- lendingar auk Maríönnu. Jóhann Sigfússon er kvikmyndatöku- maður og vinnur við þáttagerð. Honum bauðst vinna í Danmörku fyrir 2 Vi ári og hefur verið hér síðan, en vann áður hjá íslenska sjónvarpinu. Hann segist ánægður með vinnuna, því bæði séu verkefnin spennandi og góðar aðstæður feli í sér mikla möguleika, auk þess sem launin séu hærri. Einar Bjarnason vinnur við dagskrár- kynningardeild stöðvarinnar og Bergur Már Bernburg er laus- ráðinn klippari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.