Morgunblaðið - 10.04.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.04.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 13 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján DAGBJARTUR Halldórsson frá Foreldraráði Skíðaráðs Akur- eyrar, Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar, Einar Janus Kristjánsson frá Lúðrasveit Akureyrar, Örn Ingi Gislason frá Sumarlistaskólanum, Marjo Kristinsson frá Skautafélagi Akureyrar og Gunnar Hallsson frá Siglingaklúbbnum Nökkva. Skinnaiðnaður styrk- ir íþróttir og listir til kaupa á búnaði á keppnisbáta. Starf með börnum og unglingum Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar, gat þess við afhendingu styrkjanna að sú breyt- ing hefði verið gerð að í stað þess að veita marga lága styrki hefði fyrir þremur árum verið ákveðið að hafa þá færri og vænni. Fyrstu tvo árin sem sá háttur var hafður á gafst félagasamtökum kostur á að sækja um en nú völdu Skinnaiðn- aðarmenn sjálfir þá sem hlutu styrki og höfðu m.a. að leiðarljósi starfsemi sem stuðlar að uppbyggilegu starfi með börnum og unglingum. SKINNAIÐNAÐUR hf. hefur afhent styrki til fímm félaga sem starfa á sviði íþrótta eða menningar. Alls veitt fyrirtækið 500 þúsund krónur í styrki að þessu sinni. Þeir sem fengu styrkina voru Sum- arskóli Arnar Inga sem fékk 150 þúsund krónur, einkum til nota á myndlistarsviði, Foreldraráð Skíða- ráðs Akureyrar hlaut 100 þúsund króna styrk til unglingastarfs og Skautafélag Akureyrar fékk sömu upphæð einnig til að styrkja sitt ungl- ingastarf. Lúðrasveit Akureyrar hlaut 100 þúsund króna styrk til að byggja upp nótnasafn sveitarinnar og Nökkvi, félag siglingamanna á Akureyri, hlaut 50 þúsundir króna Lina Langsokkur KVIKMYND um Línu Langsokk eft- ir sænska rithöfundinn Astrid Lind- gren verður sýnd á Bjargi við Bugðu- síðu næstkomandi laugardag, 12. apríl, kl. 11. í upphafi verður rithöf- undurinn kynntur. Dagskráin tekur um eina klukkustund. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir bæði foreldrar og börn. Norræna húsið í Reykjavík hefur um árabil staðið fyrir dagskrá fyrir börn sem verið hefur vinsæl og vel sótt, en m.a. hafa verið sýningar á vel völdum ævintýrum eftir þekkta norræna höfunda. Myndirnar hafa ekki verið með íslenskum texta. Nú hefur verið ákveðið á vegum Nor- rænu upplýsingaskrifstofunnar að bjóða upp á slíkar myndasýningar á Akureyri í tilraunaskyni. TEPPI ofin með aldagamalli norskri hefð. Atvinnumálanefnd Þrjú fyrirtæki fá styrk ATVINNUMÁLANEFND hefur fjallað um umsóknir sem borist hafa um styrki frá nefndinni en þijú fyrir- tæki frá styrk að þessu sinni, sam- tals að upphæð 400 þúsund krónur. Þau fyrirtæki sem fá styrki nú eru Leikráð ehf. 100 þúsund krón- ur, Skinnastofan ehf. 150 þúsund krónur og Tölvutón ehf. 150 þúsund krónur. ----» ♦ ---- Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 13. apríl kl. 21. Teppi ofin að norskri hefð SÝNING á hefðbundnum norsk- um vefnaði verður opnuð í Gall- erí Allrahanda í Grófargili á sunnudag 13. apríl kl. 17. Lista- mennirnir eru frá Norðurfirði í Noregi og er sýningin haldin í samvinnu við heimilisiðnaðarfé- lagið þar. Listamennirnir Inge Rotevatn og Siv Jorsted og Þórey Eyþórs- dóttir, sem rekur Gallerl Állra- handa, hafa frumkvæði að sýning- unni. Sýnd eru teppi sem ofin eru með aldagamalli aðferð. Þau eru kölluð kristin áklæði og var hvert teppi ofið í tilefni af ákveðnum atburði í lífi fjölskyldu. Sýningin er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Hún verður opin í næstu viku frá kl. 14 til 16. LANDIÐ Kjarasamningar á Suðurnesjum Mesta fundarsókn sem um getur Vogum - Mesta fundarsókn sem um getur hjá verkalýðsfélögum á Suðurnesjum var á mánudaginn. Um 20% félaga í Iðnsveinafélagi Suðurnesja mættu á kynningarfund um kjarasamningana og 180 manns komu á fund Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis. Hjá báðum félögunum voru fundarsalirnir troðfullir. Sigfús Eysteinsson, formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja, segir að um eitt hundrað manns hafi set- ið kynningarfund sem er almesta fundarsókn sem hefur verið í félag- inu. Hann segir félagsmenn fulla áhuga og að þeir hafi haft miklar væntingar til nýgerðra kjarasamn- inga. Atkvæðagreiðsla stendur yfir hjá félaginu og segir Sigfús allt benda til að þátttaka verði mjög mikil. Guðmundur Finnsson, fram- kvæmdastjóri VSFK, segir fund fé- lagsins hafa verið mjög fjölmennan og umræður málefnalegar. Fólk hafí helst horft til þess að ríkið standi ekki við sitt. Það voru uppi efasemd- ir um hvort tryggingar á þætti ríkis- ins væru nægilegar. Atkvæða- greiðsla um samninginn hófst í lok fundarins og stendur til 14. apríl. Ljósmynd/Hilmar Bragi HARPA Harðardóttir, fegurð- ardrottning Suðurnesja 1997. Njarðvíkur- mær ungfrú Suðurnes 1997 Grindavík - Harpa Harðardóttir, tvítug stúlka úr Njarðvík, hreppti um helgina titilinn ungfrú Suður- nes 1997 er hún sigraði í fegurð- arsamkeppni Suðurnesja sem haldin var í Félagsheimilinu Stapa. Að auki var hún útnefnd förðunarstúlka keppninnar. í öðru sæti var Sigurborg Jóns- dóttir, 18 ára stúlkafrá Sand- gerði, og var hún einnig valin K-sport stúlka keppninnar. I þriðja sæti varð Sigríður Kjart- ansdóttir úr Grindavík, en vinsæl- asta stúlkan var valin Silvía Sig- urbjörg Sigurðardóttir frá Sand- gerði. Ljósmyndafyrirsæta keppninn- ar var valin Guðrún Jóna Guðjóns- dóttir úr Njarðvík og sú sem þótti vera með fallegustu fótleggi keppninnar var Hanna Rún Við- arsdóttir frá Grindavík. AIIs tóku 12 stúlkur þátt í keppninni að þessu sinni og var mikið um dýrð- ir í Stapanum. Stúlkumar voru leystar út með veglegum gjöfum og sigurvegarinn fékk m.a. bankabók með 100 þúsund krón- um frá Sparisjóðinum í Keflavík. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson PLASTIÐ er unnið í mikilli vélasamstæðu. Guðmundur Geir Sigurðsson, framkvæmdasljóri Funaplasts ehf., stendur við eina vélina. STAURAR fyrir rafmagnsgirðingar eru framleiddir úr endur- unnu plasti frá Flúðum. Hér sýnir uppfinningamaðurinn, Einar Harðarson, staurinn. Funaplast ehf. á Flúðum færir út kvíarnar Hefur endurvinnslu á plastafgöngum FUNAPLAST ehf. er að hefja endur- vinnslu á plasti á Flúðum. Plast- afgöngum, sem nú er fargað, verður safnað saman og úr þeim framleitt hráefni til plastframleiðslu á ný. Funaplast hefur hingað til fram- leitt Hjúps-einangrun, aðallega fyrir hitaveitur í dreifbýlinu. Starfsemin mun margfaldast með endurvinnsl- unni og verið er að byggja við hús fyrirtækisins. Vélarnar eru komnar á staðinn en það eru einu vélarnar til endurvinnslu á plasti sem til eru hér á landi. Þær eru keyptar af Hampiðj- unni hf. Guðmundur Geir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Funaplasts ehf., segir að hægt sé að endurvinna flest- ar gerðir neysluplasts og veiðarfæra sem hér eru í notkun. Ekki þó hita- fast piast svo sem trefjaplast og úre- þan. Hefur verið haft samband við sveitarfélög, sorpsamlög og nokkur stórfyrirtæki um að taka hjá þeim plastúrgang. Segir Guðmundur Geir að ætlast sé til að fyrirtækin flokki plastið og Funaplast taki við því end- urgjaldslaust við verksmiðjudyr. Ekki segist hann kvíða því að of lítið hrá- efni fáist í vinnsluna, bendir á að á hveiju ári faili til 1.000 tonn af rúllu- baggaplasti og 500 tonn af veiðar- færum. Meginhluti þess sé nú urðað. Afkastageta vinnslunnar sé hins veg- ar 900 tonn á ári, miðað við að hún sé keyrð allan sólarhringinn fímm daga vikunnar. Markaður fyrir helstu tegundir Plastið er malað og þvegið, brætt upp og búnar til úr því perlur sem fara til frekari vinnslu hjá öðrum fyrirtækjum. Helstu efnasambönd í endurvinnanlegu plasti eru: HD-PE er í trollum, sápubrúsum, olíubrúsum, málningardósum, fötum og fískiköss- um. Gerður hefur verið samningur við Hampiðjuna hf. í Reykjavík um kaup á afurðum sem unnar eru úr þessum úrgangi. Ur efninu framleið- ir Hampiðjan girðingarstaura sam- kvæmt uppfínningu Einars Harðars- sonar á Flúðum, eins eiganda Funa- plasts. Nælon-6 er í netunum. LD-PE er í umbúðaplasti, plast- pokum, strekkifilmu, rúllubagga- plasti og fískikerum. Afurðina er hægt að nota sem íblöndun við fram- leiðslu á soippokum og er mikið af þannig efni flutt til landsins. PP er í jógúrtdósum, skyrdósum, einnota diykkjarmálum, hnífapörum og köðl- um. Guðmundur Geir segir að ekki sé hafin söfnun þessarra efna hér á landi en markaður sé fyrir þau erlend- is. Staurarnir ganga vel Einar Harðarson segir að lengi hafí verið vandræði með staura fyrir rafmagnsgirðingar, útleiðsla væri í harðviðarstaurunum sem mest hafa verið notaðir. Hann fékk tækifæri hjá Iðntæknistofnun til að þróa fram- leiðslu á staurum úr endurunnu plasti og Landgræðslan sem er stærsti ein- staki kaupandi rafmagnsgirðinga tók þeim tveim höndum. Hampiðjan hóf tilraunaframleiðslu og segir Einar að staurarnir hafí komið ákaflega vel út. Þá hafa komið upp möguleikar á útflutningi þessarar vöru, að sögn Einars.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.