Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Tilmælum bandarískra heilbrigðisstofnana ber ekki saman
Misvísandi ráðlegging-
ar um brjóstaskoðun
MISVÍSANDI yfirlýsingar heilbrigð-
isyfirvalda og stofnana í Bandaríkj-
unum um hópskoðun með brjósta-
myndatöku hafa vakið litla hrifningu
þarlendra kvenna, sem vita vart
hverju þær eiga að trúa. Bandaríska
krabbameinsfélagið, sem er sjálfs-
eignarstofnun, og Bandaríska
krabbameinsstofnunin, sem starfar
á vegum hins opinbera, hafa gefið
mismunandi ráðleggingar um hversu
oft konur á fimmtugsaldri eigi að
fara í brjóstaskoðun, og hafa svo
breytt þeim að nýju, nú síðast í lok
mars. I Time og The Economist er
látið að því liggja að ástæðan sé
fyrst og fremst pólitískur þrýsting-
ur, ekki umhyggja fyrir velferð
kvenna en Baldur F. Sigfússon, yfir-
maður röntgendeildar Krabbameins-
félagsins, er ekki á sama máli, segir
Bandaríkjamenn fyrst nú vera að
viðurkenna niðurstöður evrópskra
rannsókna.
Bandaríska krabbameinsfélagið
sendi í lok mars frá sér nýjar ráð-
leggingar varðandi bijóstaskoðun
kvenna á aldrinum 40-49 ára. Hing-
að til hefur konum á þessum aldri
verið ráðlagt að fara í bijóstamynda-
töku á eins til tveggja ára fresti en
nú mælir félagið með því að konur
á fimmtugsaldri fari árlega.
Nokkrum dögum seinna breytti
Bandaríska krabbameinsstofnunin
nýjustu meðmælum sínum, úr því
að konum ætti að vera það í sjálfs-
vald sett hvort þær færu í slíka skoð-
un, í það að rétt væri að fara á eins
til tveggja ára fresti. Þá hefur ráð
óháðra sérfræðinga, sem starfa á
vegum bandarísku heilbrigðisstofn-
ananna, ráðlagt konum að taka
ákvörðun sjálfar.
Pólitískur þrýstingur?
Allar þijár stofnanirnar byggja
ráðleggingar sínar á sömu gögnum,
og því vekja mismunandi ráðlegg-
ingar nokkra furðu. Niðurstaða Time
og The Economist er sú að um póli-
tískan þrýsting sé að ræða. Það
þyki samrýmast pólitískri rétthugs-
un að bera heilsu kvenna fyrir bijósti
og að ýmis kvennasamtök þrýsti á
um að tíðni bijóstaskoðunar sé auk-
in. Þá eigi ýmis samtök og læknar
hagsmuna að gæta í málinu, svo sem
rannsóknarstofur og læknastofur.
Deilt er um hvort verið sé að gera
of mikið úr hættunni á bijósta-
krabbameini í konum á þessum aldri.
Líkurnar á því að konur á fímmtugs-
aldri, sem ekki eiga nána ættingja,
t.d. móður eða systur, sem hafa
fengið bijóstakrabbamein, fái
krabba eru 1 á móti 66. Hættan
eykst talsvert þegar konur komast
á sextugs- og sjötugsaldurinn og
mælt er með því að konur á þessum
aldri fari árlega í bijóstamyndatöku.
í The Economist eru færð fyrir
því rök að óráðlegt geti verið fyrir
yngri konur að fara of oft í bijósta-
myndatöku r, þar sem það auki lík-
urnar á því að þær verði látnar gang-
ast undir meðferð sem reynist
ónauðsynleg, þar eð erfiðara sé að
greina hvort um krabbamein sé að
ræða í yngri konum en eldri, auk
þess sem bijóstamyndatökur veiti
falskt öryggi. Um fjórðungur æxla
í konum á fimmtugsaldri sjáist ekki
við bijóstamyndatöku.
Beygja sig fyrir evrópskum
rannsóknarniðurstöðum
Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir
röntgendeildar Krabbameinsfélags-
ins, segir Bandarísku krabbameins-
stofnunina hafa hlaupið á sig og að
hún sé nú að bæta úr því. Hún hafi
árið 1993 tekið tillit til meingallaðr-
ar kanadískrar rannsóknar, sem
hafi bent til þess að hópbijóstaskoð-
un gerði ekki gagn meðal kvenna á
fimmtugsaldri. Framkvæmd þeirrar
rannsóknar hafi verið áfátt og aðrar
áreiðanlegri, sem gerðar hafa verið
í Svíþjóð og Skotlandi, bendi til
a.m.k. 23% lægri dánartíðni við
reglubundna bijóstaskoðun.
Baldur segir Bandaríkjamenn
hafa verið í fararbroddi um rann-
sóknir á hópskoðunum á bijósta-
krabbameini á sjöunda áratugnum,
en þeir hafi misst af lestinni, aðrar
þjóðir hafi skotið þeim ref fyrir rass
og þeir átt erfitt með að viðurkenna
evrópskar rannsóknarniðurstöður
þar til nú.
„Mismunandi meðmæli banda-
rískra stofnana nú byggjast hins
vegar einkum á mismunandi skoðun-
um á því hvað geti talist næg sönn-
un á þessu sviði læknisfræðilegra
forvarna, þrátt fyrir að nýlega end-
urtekið mat Bandaríkjamanna á
heildarniðurstöðum ofangreindra
rannsókna gefí heldur meiri lækkun
dánartölu og sé marktækara en
ársgömul samantekt Svía á sömu
rannsóknum, sem kynnt var í Falun
í Svíþjóð í mars í fyrra og birt síðar
á árinu,“ segir Baldur.
Sænskir læknar og vísindamenn,
sem eru í fremstu röð í rannsóknum
á bijóstakrabbameini, mæla nú með
því að hópskoðun fari fram á eins
til eins og hálfs árs fresti á konum
á fimmtugsaldri en misjafnt er eftir
lénum hvernig málum er háttað þar
í landi, sums staðar er engin hóp-
skoðun á konum á fimmtugsaldri.
Hér á landi eru konur á aldrinum
40-69 ára skoðaðar á tveggja ára
fresti og segir Baldur Krabbameins-
félagið ekki hafa bolmagn til þess
að taka upp tíðari skoðun, slíkt sé
ákaflega dýrt og mannfrekt. Þó sé
stefnt að því að síðar verði hægt að
bjóða upp á tíðari brjóstamyndatöku
en nú er, þegar samningur félagsins
við heilbrigðisráðuneytið verði end-
urnýjaður næst.
Tekið er á móti heilum og hreinum fatnaði.
Gott er ef menn hafa tök á að flokka fötin sín:
karlmanna, kven- og barnaföt.
Tekið er við góðum skóm, bundnum saman.
OPIÐ: Fimmtudag og föstudag frá kl. 10 til 20
Laugardag frá kl. 10 til 18 (nema ísafirði).
\Q£j HJÁLPARSTOFKUN KIRKJUNNAR
Við söfnum fötum og skóm á eftirtölúum stöðum:
• Skútuvogi 1, í sama húsi og Raftækjaverslun íslands
• Fella- og Hólakirkju
• Seltjarnarneskirkju
• Hafnarfjarðarkirkju v/Strandgötu
• ísafjarðarkirkju
• Glerárkirkju, Akureyri
• Egilsstaðakirkju
Nýtt prót-
ein stöðv-
ar alnæm-
isveiru
VÍSINDAMENN við Genfar-
háskóla hafa framleitt nýja
kjarnsýra, AOP-Rantes, sem
við tilraunir kom í veg fyrir
að alnæmisveirur brytust inn
í frumur. Leiði frekari og ítar-
legri rannsóknir til sömu nið-
urstöðu yrði kjarnsýran notuð
til að framleiða nýtt lyf gegn
alnæmi. Leiðtogi rannsókn-
anna sagði að hugsanlega ætti
uppgötvunin eftir að verða
talin stórt skref fram á við í
baráttunni gegn sjúkdómnum.
Klúður hjá
lögreglu
BELGÍSKA lögreglan og dóm-
arar sem rannsakað hafa
fjölda barnsrána og morða að
undanförnu voru ómannúðleg-
ir, klaufskir og óskilvirkir en
auk þess vanþjálfaðir til að
vinna verkið og klúðruðu því
málum, samkvæmt niðurstöð-
um skýrslu þingnefndar sem
rannsakað hefur frammistöðu
lögreglunnar og dómaranna.
Verður skýrslan birt í næstu
viku en hlutar hennar láku þó
til fjölmiðla í gær.
Utgjöld auk-
ast í Svíþjóð
ÚTGJÖLD sænska ríkisins
munu aukast samkvæmt nýju
ljárlagafrumvarpi, sem kynnt
verður 15. apríl en upplýsingar
úr því láku út í gær. Til þess
að reyna auka eigin vinsældir
er Göran Persson forsætisráð-
herra ætla auka útgjöld til
öldrunarmála, dagvistar barna
og skólamála. Minnihluta-
stjórn Persons nýtur 27,6%
fylgis samkvæmt nýjum skoð-
anakönnunum en flokkarnir
fengu 45% atkvæða í kosning-
unum 1994.
Reyna að
slíðra sverðin
FRANSKIR jafnaðarmenn
freistuðu þess í gær að slíðra
sverðin í innanflokksdeilu um
ólögmætar símhleranir sem
gerðar voru að fyrirmælum
Francois Mitterrands fyrrver-
anda forseta hjá blaðamönn-
um, lögmönnum, stjórnmála-
mönnum og listamönnum. Li-
onel Jospin flokksleiðtogi hef-
ur reynt að firra flokkinn
ábyrgð á málinu en Michel
Charasse, fyrrverandi fjár-
málaráðherra, hefur sagt hler-
animar fyllilega réttlætanleg-
ar. Hefur hann gagnrýnt Josp-
in harðlega í blaðaviðtölum en
bað hann hins vegar afsökunar
í gær og sagðist hafa veitt
viðtölin úr símklefa við óþægi-
legar aðstæður.
I fangelsi fyr-
ir skopmynd
RITSTJÓRI tyrknesks tíma-
rits var dæmdur í gær í þriggja
og hálfs mánaðar fangelsi fyr-
ir að birta skopmynd af Nec-
mettin Erbakan forsætisráð-
herra. Sýndi hún hann á mitt-
isskýlu einni fata í baði og var
Tansu Ciller utanríkisráðherra
að þvo honum.