Morgunblaðið - 10.04.1997, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.04.1997, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Lyklar að hálendi * Islands Morgunblaðið/Þorkell KRISTJAN Steingrímur Jónsson myndlistarmaður. MYNDLISTARMAÐURINN Kristján Steingrímur Jónsson sýnir verk sín í Listasafni ASÍ við Freyjugötu, Ásmundarsal, til 13. apríl næstkomandi. Hann hefur unnið með náttúru íslands og málverkið síðastliðin sex ár en segist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa notað pensla allan þann tíma. „Það liðu í raun nokkur ár áður en ég áttaði mig á því að í rauninni málaði ég ekki. Ég þrykkti og stimplaði. Ég hef notað svampa og tuskur og slíkt við málverkið hingað til auk þess sem ég hef sandblásið í flötinn," sagði Kristján sem nú hefur tekið upp pensilinn að nýju. GPS-staðsetningartæki Verkin á sýningunni, sem öll eru ný, eru í raun lyklar að ýms- um stöðum á hálendi íslands, stöð- um sem listamaðurinn fór sjálfur á og varð fyrir upplifunum á. Hann notar síðan GPS-staðsetn- ingartæki til að mæla út nákvæma legu staðanna og málar viðeig- andi tölur á hvert málverk. „Notk- un tækisins byggist á alþjóðlegu hnitakerfi sem gefur mjög ná- kvæma staðsetningu á því hvar maður er. Ég nota táknin sem þetta tæki gefur og hægt er að lesa út úr þeim líkt og úr öðrum táknum sem ég hef notað í verk- um mínum áður. Áhorfandinn hefur sem sagt tök á því að um- breyta þessum óhlutbundnu áhrif- um, sem málverkið gefur í sýning- arsalnum, yfir í raunverulegt ástand með því að fara á staðinn o g kynnast verkunum og stöðun- um betur. Verkin fjalla því um merkingu í eiginlegri og óeigin- legri merkingu og fyrir einhverj- um eru þessi tákn sjálfsagt teikn.“ Hvernig koma áhrifin af stöð- unum fram í málverkunum? „Ég nota minnið og leita að hlut- um í vinnustofunni sem kalla fram áhrifin. Stundum koma þau strax en stundum seint eða jafnvel aldr- ei, hafa þurrkast úr minninu." Skipti úr áli yfir í striga „Þessi verk eru í raun beint framhald af því sem ég hef verið að fást við undanfarin sex ár. I fyrstu málaði ég á álplötur og var að vinna með árfarvegi, eða ár sem höfðu verið virkjaðar. Svo málaði ég rafmagnstákn og stærð- fræðitákn, úr rafrásarteikningum frá Landsvirkjun, yfir árnar.“ Þegar Kristján skildi við árfarveg- ina gerði hann til dæmis verk sem byggðust á veðurlýsingum frá ákveðnum stöðum á ákveðnum dögum og seinna gerði hann verk sem fjölluðu um gróðurfarslýsing- ar en þau sýndi hann á sýningunni íslensk náttúrusýn á Kjarvalsstöð- um á síðasta ári. „Ég málaði jarð- veg á óhlutbundinn hátt. Þessar lýsingar voru frá ákveðnum stöð- um og ég notaði jarðfræðitákn sem lýstu til að mynda gróður- þekju.“ Þegar hér var komið við sögu ákvað Kristján að hætta að mála á álplötur og fara að nota strigann því hann hafði enga þörf fyrir álið lengur. „Ég hætti að nota það þegar ég sá að það var í raun bara orðið undirlag til að mála á en ég hafði alltaf notað álið sjálft sem efnivið í verkunum." Kristján segir að hægt sé að yfirfæra merkingu verkanna á sýningunni í Ásmundarsal yfir í staðsetningu mannsins í menning- unni. „Það að áhorfandinn er í raun staðsettur hér á þessari sýn- ing^u og að honum er gefinn kost- ur á að færa sig til og staðsetja sig annars staðar. I vissum skiln- ingi eru þetta skírskotanir í fleira en það virðist vera í fljótu bragði," segir Kristján sem ekki var kunnugt um hvort einhver hefði leitað verkin uppi í náttúr- unni enn sem komið væri. Hydrus puðaver 50x50 590,- atalia gluggatjöld 690.- Dida S metravara lia sto sessa Blomskar metravara 150x500 ida S sængurverasett L.690.- verslun IKEA er að finna fjölbreytt úrval vefnaðarvöru. Nú efnum við til spennandi tilboða meðan á vefnaðvörudögum stendur. Afgreiðslutími: Mán.-föstud. 10:00-18:30 Laugardag: 10:00-17:00 Sunnudag: 13:00-17:00 Fyrir alla snjalla Borist á banaspjót KVIKMYNPIR Stjörnubíó, Bíóhöll- in, Laugarásbíó, Borgarbíó, Akureyri (frá 11. apríl) UNDIR FÖLSKU FLAGGI (THE DEVIL’S OWN) ★ ★ ★ Leikstjóri Alan J. Pakula. Handrits- höfundar Kevin Jarre, David Aaron Cohen, Vincent Parker. Kvikmynda- tökustjóri Gordon Willis. Tónlist James Horner. Aðalleikendur Harri- son Ford, Brad Pitt, Margaret Colin, Rubén Blades, Treat Williams, Paul Ronan., George Heam, Natasha McElhonr. 111 min. Bandarísk. Col- umbia 1997. ÁTÖK kaþólskra og mótmælenda, breska setuliðsins og innfæddra á N-Irlandi er bakgrunnur Undir fölsku flaggi, nýjustu myndar Alans J. Pakula. Þau eru uppspretta þess ágæta og frumlega drama sem kem- ur nokkuð á óvart, það reikna sjálf- sagt flestir með dæmigerðri spennu- mynd í þessari pakkningu en fá í staðinn óvenjulegt spennudrama. Kaldrifjuð aftaka sem hinn átta ára Frankie McGuire verður vitni að við eldhúsborðið heima hjá sér fyllir hann ævarandi hatri í garð mótmælanda. Þegar óslitin fram- vinda Undir fölsku flagg hefst er Rory Deavaney/Frankie McGuire (Brad Pitt) orðinn háttsettur í hryðjuverkasamtökum IRA og er sendur til New York í kjölfar mannskæðra átaka sem hann var þátttakandi í. Ástæðan fyrir vestur- ferðinni er að ganga frá kaupum á eldflaugum sem McGuire á síðan að koma úr landi. Honum er komið fyrir hjá Tom O’Meara (Harrison Ford) einörðum lögreglumanni sem má ekki vamm sitt vita. -Milli þess- ara ólíku manna myndast sterk og óvænt vinátta. Hún getur ekki endað nema á einn veg. Myndir sem koma á óvart eru alltof sjaldséðar. Obbinn af Holly- wood-framleiðslunni er iðnaðarvara, klæðskerasniðin eftir formúlum met- sölumynda. Oft leynir vatnsbragðið sér ekki. Höfundar Undir fölsku flaggi fara aðra leið og, þrátt fyrir annmarka selja þeir sig ekki ódýrt. Myndin snýst fyrst og fremst um vináttu tveggja einstaklinga sem eru afar gjörólíkir utan þess að báðir eru þeir kostamenn, reiðubúnir að beijast og falla fyrir sínum málstað. Þessi sérstæðu tengsl (O’Meara veit lengst af ekki um hið rétta hlutverk leigjanda síns) eru langsterkasti þáttur Undir fölsku flaggi og lyftir henni yfir miðjumoðið. I annan stað ijallar hún um ómennskar aðstæður, djöfullegar í afdráttarleysi sínu. Þeir Ford og Pitt eiga mestan heiðurinn af því hversu vel tekst til, sýna báð- ir afburðaleik. Ford ekki verið betri en hinn strangheiðarlegi og stað- fasti lögregluþjónn, síðan í Vitninu og Pitt er engu síðri. Hann er mikið meira en hörkutöffari, hann er hörkuleikari og tekst vel að blanda saman harðneskjulegum ósveigjan- leika og mýkt persónunnar. Há- dramatísk atriði þeirra á milli eru bestu senur myndar sem jafnframr inniheldur vel gerð spennuatriði, svo vel útfærð sð þau hefðu getað verið í kvöldfréttunum í Belfast. Pakula virðist á réttri leið með að komast í gamla, góða formið sem einkenndi fyrstu myndir hans (AIl The Presid- ent’s Men, Klute og The Parallax View). Handritshöfundunum tekst oft prýðisvel upp, einkum í þeim atriðum sem fjalla um mannlegu hliðina og minna á _að ævintýrin enda sjaldnast vel hjá írum. Drama- tíski þátturinn reynir þess vegna talsvert á Undir fölsku flaggi og þarf á köflum að sætta sig við minni pokann. Raunsæið látið víkja fyrir hentugum sögufléttum. Það er svo sem daglegt brauð og vandalaust að Iáta það ekki pirra sig. Tónlist James Horners er hreint út sagt stór- kostleg spennudramamúsik, krydd- uð með írsku ívafi. í sama flokki er kvikmyndataka gamla snillingsins hans Gordons Willis. Þegar á heild- ina er litið stendur uppúr langt frá því gallalaus en engu að síður nýst- árleg mynd sem sker sig úr fyrir frammistöðu tveggja stórleikara, öðru fremur. Mynd sem hefur tilfinn- ingaleg áhrif á áhorfandann. Sæbjörn Valdimarsson Ein af þessum stóra ÚTGÁFA Random House á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness í Bandríkj- unurn nýverið, hefur vakið mikla athygli í þarlendum útgáfu- heimi. Áður hafa birst fréttir af lof- samlegri umsögn í stórblaðinu Washing- ton Postþ ar sem sagði að Halldór Lax- ness væri mikill rit- höfundur frá litlu landi og þetta væru gleðilegir endur- fundir. Nú hafa fleiri blöð bæst í hópinn vestra og kveður þar við sama tón. Skáldsagan Sjálf- stætt fólk er kölluð „meistara- verk“, „skáldleg veisla“ og sögð vera „ein af þessum stóru“. Þá er mikið Iof borið á persónsköp- un höfundarins, - hún eigi sér fáar hliðstæður. Tvö áhrifamikil blöð í banda- rískum útgáfuheimi, Kirkus Reviews og Publishers Weekly, birtu umsagnir sínar um Sjálf- stætt fólk áður en bókin fór á markað, svo sem venja er. í dómi Kirkus Reviws er talað um „ógleymanlegar per- sónur“ en síðan segir: „Sú mynd sem Hall- dór Laxness dregur upp af Bjarti (í Sum- arhúsum) á sér fáar hliðstæður í skáld- skap og það eru fáar nútímaskáldsögur sem sýna viðlíka vídd og áhrifamátt. Þessi bók er einafþeim stóru.“ Publishers Weekly segir um Sjálfstætt fólk að sagan sé „skáldleg veisla, barmafull af háðsádeilu, skopi, samúð, köldu veðri og sauðkind- um“. I News & Observer segir bandaríski rithöfundurinn og gagnrýnandinn Herbert Mitgang að sagan sé köld, margslungin, þétt og afburðasnjöll, - 20. aldar meistaraverk. Útgáfan á Sjálf- stæðu fólki verður gagnrýnand- anum síðan tilefni til þess að velta vöngum yfir því hvort hún muni ekki ryðja norrænum bók- menntum braut inn á Banda- ríkjamarkað þar sem þær hafa fram að þessu vakið litla athygli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.