Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 31
AÐSENDAR GREINAR
Utannkisþj onusta
á nýjum tímum
ÞAÐ er leiðinlegur
plagsiður hér á landi
að gera lítið úr starf-
semi sendiráða Islands
og störfum íslenskra
sendimanna á erlendri
grund. Gjarnan er því
haldið fram að þessi
starfsemi sé alltof
kostnaðarsöm, skili
litlum áþreifanlegum
árangri og að fulltrúar
ríkisins lifi í vellysting-
um og veisluhöldum á
kostnað skattborgar-
anna. Margir hafa vilj-
að fækka starfsmönn-
um sendiráðanna og
Geir H. Haarde
jafnvel loka sumum þeirra alveg.
Eins og oft vill verða tala þeir iðu-
lega mest um Ólaf konung sem
hvorki hafa heyrt hann né séð.
Sannleikurinn er sá að í sendiráðun-
um er unnið afar mikið og gott starf
í þágu íslenskra hagsmuna, oft við
erfið skilyrði.
Síst skal hér lítið gert úr nauðsyn
þess að fara vel með opinbert fé
og gæta fyllsta aðhalds í rekstri
sendiráða sem annarra opinberra
stofnana. Það er raunar forsenda
þess að jafnvægi náist í ríkisrekstr-
inum sem jafnframt er undirstaða
áframhaldandi efnahagslegs stöð-
ugleika og batnandi lífskjara til
framtíðar. En það er dýrt að halda
úti sjálfstæðu þjóðríki og nauðsyn-
legum samskiptum við önnur ríki.
Hjá slíkum útgjöldum verður ekki
komist.
Breyttar alþjóðlegar aðstæður
Eftir Iok kalda stríðsins hafa al-
þjóðleg samskipti gerbreyst. íslend-
ingar verða sjálfir að leggja yfirveg-
að mat á hagsmuni sína gagnvart
umheiminum og hvernig þeir verði
best tryggðir við breyttar aðstæð-
ur. Það getur kallað á útgjöld en
jafnframt komið í veg fyrir annan
kostnað enn þyngri og jafnvel haft
í för með sér aðra tekjuöflun fyrir
þjóðarbúið. EES-samningurinn
kostar vissulega peninga úr ríkis-
sjóði en hann færir jafnframt þjóð-
inni auknar tekjur og bættan hag
með ýmsu öðru móti.
íslendingar fá ekki lengur neitt
fyrirhafnarlaust í skjóli hnattstöðu
landsins eða einskærrar vináttu
annarra þjóða. Hið gamalgróna
norræna samstarf kemur okkur að
vísu víða að miklu gagni á alþjóða-
vettvangi, en á endanum verðum
við sjálf að gæta okkar hagsmuna
í hvívetna gagnvart öðrum, innan
alþjóðlegra samtaka og í tvíhliða
samskiptum, hvort sem um er að
ræða á sviði viðskipta, menningar,
öryggismála eða annarra pólitískra
samskipta.
Að auki hafa samskipti stórauk-
ist við ýmsar fjarlægari þjóðir sem
örðugt er að rækta stjórnmála-
tengsl við eða önnur samskipti úr
mikilli fjarlægð. Ég hygg að hið
nýja sendiráð íslands í Kína hafi
þegar rækilega sannað tilverurétt
sinn. Á málefnum íslands gagnvart
hinni fjölmennu og voldugu þjóð
þar í landi er nú haldið með allt
öðrum hætti en áður var og margs
konar landkynning og menningar-
samband með blóma. Sendiherra-
hjónin þar og aðrir sendiráðsstarfs-
menn hafa við erfiðar aðstæður
skilað miklu og árangursríku
brautryðjendastarfi. Það ber held
ég öllum saman um sem því hafa
kynnst.
Japan, Finnland og Kanada
Tímabært er að huga að frekari
útvíkkun íslensku utanríkisþjón-
ustunnar í ljósi þeirra atriða sem
hér hefur verið drepið á. Fyrir hafa
legið tillögur um stofnun sendiráðs
í Japan, sem gæti tekið að sér fyrir-
svar í ýmsum öðrum
löndum Asíu og Eyja-
álfu. Á nokkrum öðr-
um stöðum er að mín-
um dómi sömuleiðis
full þörf á því að opna
sendiráð íslenska ríkis-
ins. Vil ég hér nefna í
því sambandi sérstak-
lega Finnland og
Kanada en einnig
hugsanlega^ og þá í
kjölfarið Ítalíu eða
Spán. Síðar meir kæmi
til greina að huga að
öðrum fjarlægari
heimshlutum.
Sendiráðið í Kína
annast þegar samband við mörg
ríki Asíu en með tilkomu annars
sendiráðs í Asíu gæti orðið um
frekari verkaskiptingu og öflugra
starf að ræða. Þá þyrftum við t.d.
ekki að bjóða Indverjum lengur upp
á að sendiherra íslands á Indlandi
skuli hafa aðsetur í London, höfuð-
borg gamla nýlenduveldisins.
Sendiráðs í Japan bíða mörg verk-
efni en Japanir eru sem kunnugt
er orðin ein mikilvægasta við-
skiptaþjóð íslendinga og nemur
viðskiptaafgangur Islendinga við
Japan á undanförnum árum tugum
miljjarða króna.
íslendingar hafa því miður ekki
sinnt gagnkvæmnisskyldum gagn-
vart Finnum í þessum efnum um
langa hríð, en nú eru^ 15 ár liðin
frá því þeir sýndu íslendingum
þann heiður að opna hér finnskt
sendiráð. Samskipti íslendinga og
Finna eru orðin svo mikil og marg-
vísleg að næg verkefni eru fyrir
lítið sendiráð þar í landi. íslenskt
sendiráð í Finnlandi gæti einnig
tekið að sér fyrirsvar gagnvart
Eystrasaltsríkjum og ýmsum lönd-
um í Austur-Evrópu, enda er óeðli-
legt að íslendingar skuli enn sinna
diplómatískum samskiptum við
sum þeirra í gegnum sendiráð sitt
í Moskvu eins og áður var.
Samskiptin við Kanada eru mjög
vaxandi, ekki síst eftir að beinar
flugsamgöngur komust á milli
landanna. ísland og Kanada eiga
mörg sameiginleg hagsmunamál
sem nauðsynlegt er að hafa náið
samstarf um. Má þar nefna sam-
starf á sviði ferðamála, fiskveiða,
öryggismála og varðandi málefni
norðurskautssvæðisins en þau mál
Skynsamlegast er að
mínum dómi, segir Geir
H. Haarde, að gera
áætlun til nokkurra ára
um uppbyggingu utan-
ríkisþjónustunnar.
verða æ umfangsmeiri og mikil-
vægari. Þá er að sjálfsögðu brýnt
að rækta hinn vestur-íslenska
menningararf í Kanada. Síðast en
ekki síst er að mínum dómi mikil-
vægt að létta verkefnum af sendi-
ráðinu í Washington sem nú ann-
ast einnig sendiráðsstörf gagnvart
Kanada og fjölda ríkja í Mið- og
Suður-Ameríku og í karabíska haf-
inu. Eðlilegt væri að hluti þeirra
starfa færðist einnig til sendiráðs-
ins í Kanada. í Washington veitir
ekki af öllum tiltækum kröftum til
að sinna hinni margháttuðu hags-
munagæslu íslands í Bandaríkjun-
um. Þar er mikil samkeppni hinna
fjölmörgu fulltrúa erlendra ríkja
um aðgang að æðstu mönnum og
athygli þeirra. Kanna þyrfti hvort
sendiráð í Kanada gæti með ein-
hverjun hætti tengst skrifstofu
fastafulltrúa íslands hjá Samein-
uðu þjóðunum í New York eins og
hugmyndir voru uppi um fyrir
nokkrum árum.
Áætlun til nokkurra ára
Öll þessi mál þarf að ræða í al-
vöru á næstunni og vega og meta
hvernig best verður að málum stað-
ið. Skynsamlegast er að mínum
dómi að gera áætlun til nokkurra
ára um uppbyggingu utanríkisþjón-
ustunnar á þessum grundvelli og
eðlilegt að að því máli komi póiitísk-
ir fulltrúar úr utanríkismálanefnd
auk utanríkisráðuneytisins og full-
trúa úr atvinnu- og menningarlífi.
Einnig þyrfti að skoða þörfina á
því að stofna að nýju sérstakt sendi-
herraembætti hjá Óryggis- og sam-
vinnustofnun Évrópu í Vínarborg
og huga að samnýtingu starfs-
manna sendiráðanna og annarri
hagræðingu þar sem því verður við
komið.
Höfundur er formaður
utanríkismálancfndar Alþingis.
Um hjónaskilnaði
og lífeyri
AÐ undanförnu og
raunar mörg undanf-
arin ár hafa lífeyris-
mál landsmanna verið
mjög til umræðu og
eins og lýst var í leið-
ara Morgunblaðsins
fyrir skömmu hafa
margir lýst þeirri
skoðun sinni að brýna
nauðsyn beri til að
gera grundvall-
arbreytingar á lífeyr-
ismálum þjóðarinnar.
Einn er sá þáttur í
allri þessari umræðu,
sem lítið hefur farið
fyrir en það
Svala Thorlacius
en þao er sa
vandi sem upp kemur varðandi elli-
lífeyri hjóna, sem skilja. Eins og
löggjöfin er nú er gert ráð fyrir
að ellilífeyrisréttindi maka séu í
reynd séreign hans og komi ekki
til skipta við hjónaskilnað. Það
liggur í augum uppi hvert rang-
læti þetta er þar sem iðgjalda-
greiðslur hjónanna koma úr sam-
eiginlegum sjóði heimilisins og eru
þar með greiddar af báðum hjóna
að jöfnu sé notuð helmingaskipta-
regla sú sem almennt er lögð til
grundvallar við skipti á eignum
hjóna.
Ekki er það þó svo að ekki hafi
verið reynt að breyta lögunum og
hefur hvað eftir annað verið lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga
um breytingu á hjúskaparlögum,
nú síðast í flutningi Guðmundar
Hallvarðssonar, Sigríðar A.
Þórðardóttur og Ambjargar
Sveinsdóttur. Það er til vitnis um
áhugaleysi þingmanna að frum-
varp þetta hefur verið lagt fram á
7 þingum en aldrei náð fram að
ganga og er nú lagt fram í 8. sinn.
Ég minnist þess ekki heldur að
nokkur kvennasamtök hafi séð
ástæðu til þess að benda á órétt-
læti þetta eða ýta á um breytingu
þótt augljóst sé að hér sé um mik-
ið hagsmunamál kvenna að ræða
og sennilega meira en margt ann-
að.
Til að skýra mál mitt skal tekið
eftirfarandi tilbúið en raunhæft
dæmi. Hjónin M og K giftu sig um
tvítugt og voru 55 ára gömul þeg-
ar til hjónaskiinaðar kom. Þau eiga
fjögur börn. Konan, K, var heima-
vinnandi húsmóðir þar til yngsta
barnið var komið á legg og fór þá
að vinna hálfan daginn í láglauna-
starfi. Maðurinn, M, fékk hinsveg-
ar fljótlega eftir gift-
ingu þeirra vel launað
starf og hóf strax að
greiða í lífeyrissjóð. K
var vitanlega sátt við
það þar sem hún leit
svo á að þar með væri
verið að tryggja þeim
báðum lífeyri á efri
árum. Síðan kynntist
M nýrri konu og
krafðist skilnaðar frá
K.
Við skilnaðinn kom
í ljós að lífeyrisréttindi
M voru margfalt hærri
en lífeyrisréttindi K
en réttur þessi er í
raun séreign M og kom ekki til
skipta.
Konur á miðjum aldri,
segir Svala Thorlacius,
eru í sjálfheldu með að
skapa sér betri eftir-
laun.
Oftast fara konur mun verr út
úr málum þessum en karlar enda
eru þær bundnar yfir börnum
framan af ævi og hafa almennt
lægri tekur eins og alkunna er.
I dæminu hér að framan ber
einnig að líta til þess að konur sem
komnar eru á miðjan aldur eiga
oft í erfiðleikum með að fá vinnu
eða þá að fá betur launaða vinnu
en áður og eru af þeim sökum í
eins konar sjálfheldu með það að
geta skapað sér betri eftirlaun.
Þess skal þó getið að stöku sinn-
um kemur fyrir að sanngjarnir og
réttsýnir karlmenn hafa viljað
leysa mál þessi með samningum.
Hefur þá verið framreiknað fram-
lag hjónanna í viðkomandi lífeyris-
sjóð, og maðurinn greitt sjálfur
helming þess til eiginkonu sinnar.
Væntanlega munu fáir verða til
að mótmæla því að hér er um hróp-
legt ranglæti að ræða þar sem
sameiginlegt framlag hjóna í ár
og jafnvel áratugi kemur aðeins
öðru þeirra til góða.
Verður fróðlegt að fylgjast með
því hvernig frumvarpi þessu reiðir
af í þetta sinn.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Við fögnum því að geta boðið aftur upp
á hina vinsælu skó frá
í verslunum okkar
steinar waage \oppskórinn
rixAwrnri 7TTT -L TTÁ ~
SKOVERSLUN
SÍMI 551 8519
Veltusundi við Ingólfstorg
• Sími 5521212.
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
SIMI 568 9212 ^