Morgunblaðið - 10.04.1997, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.04.1997, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Höfum við efni á hentistefnu? HVALFJARÐAR- ÁLVERSDEILAN er nú að snúast upp í sorglegan en hefð- bundinn íslenskan feril. En ef til vill væri það þó ekki of mikill fórn- arkostnaður, ef unnt væri að draga nokkurn lærdóm af málinu öllu og varast að endurtaka þetta í framtíðinni. í þeirri von eru hér sett- ar nokkrar línur á blað: Fyrst skal nefnt að báðir deiluaðilar hafa nokkuð til síns máls en munurinn er sá að já- hópurinn hefur rétt Einar Þorsteinn fyrir sér hvað varðar skammtíma- sjónarmið en nei-hópurinn hefur rétt fyrir sér hvað varðar langtíma- sjónarmið. Samræming er að því virðist útilokuð. Síðasta ríkisstjórn lýsti yfir því stefnumótandi markmiði að á alda- mótaárinu yrði ísland sjálfbært land. Við það voru bundnar nokkrar vonir í fyrstu. Ekki veit ég hvort að menn sáu sitt óvænna er í ljós kom að slík ákvörðun kostar mikla peninga í fyrstu enda þótt það skili sér margfaldlega síðar? En ljóst er nú að því markmiði verður engan veginn náð á næstu þrem árum, nema menn skilji orðið „sjálfbært" á mismu.nandi hátt. Og þarna virðist einmitt hundur- inn liggja grafinn: íslensk stefnu- mótun er ekki til í öðru formi en óljós orð. Allur krafturinn fer í það að redda málunum. Annaðhvort fortíðarvanda eða dagsdaglegum uppákomum. Ætli þetta sé ekki bara þjóðareinkenni okkar, segja menn og yppa öxlum. Og strax skal viðurkennt hér að meðal ann- ars sá sem skifar þessar línur, finn- ur stundum hjá sjálfum sér þetta verklag. .. En þá er næsta spurning: Höfum við efni á því sem þjóð að búa stöð- ugt við hentistefnur? 0g ef svarið er nei hvað er unnt að gera í mál- inu? Bráðnauðsynlegt er að fá um- ræðu um þessa spurningu í því skyni að þjóðarhagur batni með nýjum vinnubrögðum. Það má hugsa sér t.d. að stofnað verði nýtt ráðuneyti, eða ný opinber stofnun (sem er þó lakari kostur) sem vinni eingöngu að stefnumótun þjóðarinnar. Og dragi í því skyni stöðugt að sér allar þær erlendu upplýs- ingar um ný viðhorf og væntanlega tækni sem ekki eru leynileg. Sumar þeirra þarf vissulega að kaupa. Hafi sem sé fingurinn á heimspúlsinum bæði til að vara okkur við vitlausum fjárfesting- um og sjá til þess að sérhver fjárútlát þjóð- ar okkar verði bestu- kostir frá langtíma- sjónarmiði séð. Núverandi skipting ráðuneyta er út frá þessu sjónarmiði eitt fortíðarvandamálið í viðbót. Því þar er byggt á fortíðarvinnubrögðum. Við verðum þvert á móti að skipu- leggja okkur inn í alheimsviðhorfin, að „taka þátt“ í heiminum eða verða undir í baráttunni. Þátttaka í ráð- stefnum nægir ein ekki lengur. Heimurinn hefur breyst það mikið og er enn að breytast daglega hröð- um skrefum að enginn einkaðili getur fylgst með því öllu. Nema e.t.v. gegnum dýra áskrift að stefnumótnarfyrirtækjum. Og nýj- ungarnar, sem áður fyrr komu sjálf- krafa til okkar í formi tilbúinnar vöru vegna áhuga innflutingsaðila á því að selja þá nýju vöru, eru ekki lengur aðalatriðið heldur eru það t.d. nýju framkvæmdaferlarnir og viðhorfin, sem ekki koma til okkar sjálfkrafa en skipta þó öllu máli. En ekki síst nýjar alþjóða- stefnur, sem geta gert okkur að öryrkjum á morgun ef við erum ekki á undan þeim í viðbrögðum okkar. Tökum dæmi af einhverju hlut- lausu álveri sem menn vildu reisa hér einhvemtíma. 1. Með því erum við eingöngu að selja orku. Og öll sala á orku hefur í för með sér atvinnufæri. í samræmi við stefnu sjálfbærrar þróunar gætum við einnig selt þessa orku á annan hátt og skapað með því mun fleiri störf og það sem ekki er síðra; enn meiri virðisauka í þjóðfélaginu. Vatnsefnisútflutn- ingur hefur verið nefndur þó að hagkvæmni hans hafi aldrei verið rétt reiknuð út, þ.e. tekinn inn í hann sá þjóðarhagnaður sem verður til vegna tilkomu nýrra atvinnufæra samhliða framleiðslunni. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 14. útdráttur 4. flokki 1994 - 7. útdráttur 2. flokki 1995 - 5. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja uþþlýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. C&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRfFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Rök í deilumáli um Hvalfjarðarálver eru byggð á misgóðum upp- lýsingum. Einar Þorsteinn varar fólk við því að láta henti- stefnu ráða ferðinni. 2. Tilkoma nýrra plastefna sem eru bæði léttari og sterkari en ál gera framtíð álvera mjög vafasama. Fyrsti bíllinn úr því efni kemur á götuna á næsta ári að sögn orkusér- fræðinga Rocky-Mountain Institute í Colorado. 3. Ný viðhorf til lífríkis jarðar- innar hafa væntanlega í för með sér nýja skattlagningu mengandi fýrirtækja sem gera þau óhag- kvæm. Bent skal auk þess á það að svokölluð umhverfismál eru nú að verða að trúarbrögðum og þá skipta röksemdir ekki lengur neinu máli. Alþjóðlega kirkjusambandið í Chicago ætla sér t.d. að eigna sér sjálfbæra þróun og gera það að trúaratriði (þetta skyldu hvalveiði- menn einnig athuga). Það eru sem sé ekki bara stjórnmálamenn sem sjá sér hag í áhuga fólks á umhverf- ismálum heldur og trúarbrögðin. 4. Hin sjálfvirka íslenska álvers- lausn, þar sem viðkomandi stjórn- málamaður stimplar 400 störf inn í þjóðarbúið og fær þá íjöður í hatt- inn sinn til frambúðar er orðin bros- leg. í stað þess ætti að einkavæða söluna á orkunni á forsendum sjálf- bærni. Til dæmis má gefa öllum íslenskum orkufyrirtækjum (álíta ekki olíufélögin sig vera orkusölu- fyrirtæki?) fjárhagslegt tækifæri til að reyna sig við útflutning á ís- lenskri orku, en jafnframt með skil- yrðum um myndun innlends há- marksvirðisauka samhliða því. Þegar allt er skoðað er vonandi að menn sjái í hendi sér að henti- stefna er fáránlegt stjórntæki. Og um leið það að ekki þýðir að beija hausnum við steininn, vegna þess sem við viljum að sé endilega rétt og allt annað sé því vitlaust. Þær stefnur og straumar sem almenn- ingur allra landa tekur inn á sig er mál málanna og þá skiptir fjöld- inn máli en ekki smáir jaðarhópar, sem við verðum víst illu heilli að sætta okkur við, að við séum. En það er meginatriði að taka þátt í heiminum sem er stærri en Island eitt eða hætta þessu þjóðardæmi ella. Og það er vel hægt á þess að fara á spenann í Brussel. Ýmsar þær röksemdir sem menn henda á milli sín í þessu deilumáli um Hvalfjarðarálver eru byggðar á misgóðum upplýsingum. En í dag verður einmitt að gera þá lágmarks- kröfu að menn afli sér vitneskju um þróun mála í heimsbyggðinni en láti ekki tilfinningasemi eða ótta við framtíðina hlaupa með sig í gönur. Og það á við jafnt ráðherra sem aðra. Hentistefna er auðvitað ekki nógu góð fyrir heilt þjóðfélag. Og raunar óafsakanleg hjá þjóð sem hefur allar forsendur til þess að geta stutt sérhvern einstaklinga sinna til milljónamærings á heims- mælikvarða. Aðeins ef menn bæru gæfu til þess að láta af fortíðar- hyggjunni og temdu sér ný viðhorf. Legðu til hliðar séríslenska þrá- hyggju um leið og pólitískar sértrú- arstefnur. Hefðu víðsýnina í fyrir- rúmi. Er þar farið fram á of mikið? Höfundur er hönnuður. Kyrrsetufólk ... ykkur er ekki lengur til setunnar boðið! OF HAR blóðþrýst- ingur, of hátt kólesteról í blóði, reykingar, of- fita, erfðir og þjálfun eru nokkur lykilatriði hvað varðar heilbrigði og lífslíkur. í heilbrigð- iskerfínu er öllum þess- um þáttum oftast veitt athygli, að frátalinni líkamsþjálfun. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að regluleg þjálfun eykur gæði lífsins og er undirstöðuatriði hvað varðar heilsufar og lífslikur. Undirritaðri bárust fregnir af niðurstöðum Ágústa Johnson þessara stórmerkilegu nýju rann- sókna og vil ég hér koma þeim á framfæri til íslendinga. Rannsóknin var gerð af Steven Blair PED, formanni rannsóknar- deildar Cooper-stofnunarinnar (Cooper Institute for Aerobic Rese- arch). Blair var einnig aðal-ritstjóri skýrslu landlæknisembættis Banda- ríkjanna frá árinu 1996 um líkam- lega þjálfun og heilsu. Sex aðrir virtir læknar og vísindamenn í tengslum við bandarísku heilbrigð- isþjónustuna unnu þessa rannsókn með Blair og voru niðurstöður henn- ar birtar í Joumal of the American Medical Association (Vol 276, No. 3. bls. 205-210). Könnunin náði til 25.341 karl- manns og 7.080 kvenna á aldrinum 20-88 ára. Þáttakendur í könnun- inni vom þolprófaðir og flokkaðir í þtjá flokka. 20% þátttakenda sem vom verst á sig komnir líkamlega í hveijum aldurshópi vom flokkaðir „í slæmu formi“ næstu 40% voru flokkaðir „í meðallagi góðu formi“ og hin 40% sem eftir voru „í góðu formi“. Niðurstöður könnunarinnar era merkilegar. Það sem vakti hvað mesta athygli var að fólk sem er í góðu formi og hefur þijá áhættu- þætti hvað varðar hjarta og æða- kerfi, þ.e. reykir, hefur háan blóð- þrýsting og hátt kólésteról í blóði, þetta fólk hefur lægri dánartíðni en fólk sem var í slæmu formi en hafði enga ofangreinda áhættu- þætti. Önnur atriði sem komu í ljós úr þessari könnun: 1. Karlmenn sem eru í meðallagi góðu formi hafa mun lægri dánar- tíðni en karlmenn í slæmu formi, hvort sem um er að ræða aðra áhættu- þætti eða ekki. 2. Karlmenn í mjög góðu formi hafa nokk- uð lægri dánartíðni en karlmenn sem eru í góðu formi, hvort sem um er að ræða aðra áhættuþætti eða ekki. 3. Karlmenn með of háan blóðþrýsting hafa 32% lægri dánar- tíðni ef þeir eru í mjög góðu formi í stað lé- legs forms. 4. Karlmenn með of hátt kólesteról í blóði og almennt slæma heilsu hafa 50% lægri dánar- tíðni ef þeir em í mjög góðu líkam- legu formi í stað lélegs forms. 5. Niðurstöður meðal kvenna voru þær sömu og hjá karlmönnum. Líkamsþjálfun er veiga- mesta atriðið, segir Ágústa Johnson, hvað varðar lífslíkur. 6. Dánartíðni kvenna í slæmu líkamlegu formi og með tvo til þijá aðra áhættuþætti er rúmlega þrisv- ar sinnum hærri en karlmanna í mjög góðu líkamlegu formi með enga áhættuþætti. Dánartíðni kvenna með marga áhættuþætti er rúmlega fjórum sinnum hærri en þeirra sem hafa fáa áhættuþætti. 7. Karlmenn í mjög góðu formi en með tvo til þijá áhættuþætti (reykingar, of háan blóðþrýsting, of hátt kólesteról) hafa 15% lægri dánartíðni en karlmenn sem eru í slæmu formi með enga áhættu- þætti. 8. Konur í mjög góðu formi en með tvo til þijá áhættuþætti hafa 49% lægri dánartíðni en þær sem eru í slæmu formi en hafa enga áhættuþætti. 9. Karlmenn sem reykja ekki og eru í meðallagi góðu formi hafa 41% lægri dánartíðni en karlmenn sem reykja ekki og eru í slæmu formi. Konur í meðallagi góðu formi sem reykja ekki hafa 55% lægri dánartíðni en stallsystur þeirra sem eru í slæmu formi og reykja ekki. 10. Karlmenn í meðallagi góðu formi með eðlilegan blóðþrýsting hafa 39% lægri dánartíðni en karl- ar í slæmu formi með eðlilegan blóðþrýsting. Hjá konum var mun- urinn 54%. 11. Karlmenn í meðallagi góðu formi með eðlilegt kólesterólmagn í blóði hafa 27% lægri dánartíðni en karlar í slæmu formi með eðli- legt kólesterólmagn. Hjá konum er munurinn 56%. 12. í flestum tilfellum var jafnvel lægri áhætta hjá þeim þátttakend- um sem voru í mjög góðu formi en þeim sem voru í meðallagi góðu formi. 13. Rannsóknin sýnir greinilega að kyrrsetulíf minnkar lífslíkur til jafns við reykingar. 14. Hjá karlmönnum sem lifa kyrrsetulífi minnka lífslíkur til jafns við það að hafa of hátt kó- lesteról í blóði. 15. Þolþjálfun (í meðallagi erfið og erfið) virðist veita vörn gegn ýmsum öðrum áhættuþáttum. Niðurstaða Samkvæmt dr. Blair og kollegum hans bætir regluleg þolþjálfun ástand hjarta og æðakerfis og hef- ur jákvæð áhrif á blóðþrýsting, kólesteról magn í blóði og sykurþol og ætti því að líta á þjálfun sem leið til lækninga fyrir fólk með ofangreinda áhættuþætti. Blair segir jafnframt að hvort sem þátt- takendur voru heilbrigðir eða óheil- brigðir, höfðu marga áhættuþætti eða enga áhættuþætti, voru of feit- ir eða í kjörþyngd, allir höfðu ávinn- ing af því að vera í meðallagi góðu formi eða í mjög góðu formi í stað lélegs forms. Blair endaði skýrslu sína á því að segja: „Skoðun okkar er sú að læknar ættu að hvetja alla kyrrsetu sjúklinga til að stunda þolþjálfun og bæta hjarta og æðakerfi líkam- ans. Ofangreindar niðurstöður sýna að líkamsþjálfun er veigamesta atriðið hvað varðar lífslíkur fólks. Þetta segir þér einnig að nú er engin afsökun lengur. Rístu upp úr sófanum og hreyfðu þig. Byijaðu rólega en markvisst. Hugsunin um að þú sért að bæta og lengja líf þitt er hvetjandi og áður en þú veist af er regluleg þjálfun orðin fastur þáttur í þínu lífi. Þú hefur allt til að vinna! Höfundur erACE ráðgjnfi í þyngdnrstjómun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.