Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Nýr raforkusamn-
ingur fyrir RR
í MEÐFYLGJANDI
töflu má lesa um sölu-
verð Landsvirkjunar á
kílóvattstundum
(kWst) til almennra
rafveitna, Áburðar-
yerksmiðjunnar,
ÍSALs og Járnblendis-
ins. Verðið er mælt í
US millum, þ.e. doll-
araeiningum. Við
sjáum að verulegur
munur er á verði eftir
því hvort selt er til
stóriðju eða almennra
rafveitna eða allt að
fjórfaldur munur sum
árin.
En spurningin er
hvort til dæmis Rafmagnsveita
Reykjavíkur (RR), sem ætti að vera
óháð Landsvirkjun og gæta hags-
muna höfuðborgarbúa, geti ekki
náð sambærilegum raforkusamn-
ingi við Landsvirkjun og stóriðjan
með því að kaupa jafnmikið raf-
magn dag sem nótt árið um kring.
Með því móti yrðu engar sveiflur
í raforkukaupum gagnvart Lands-
virkjun.
Raforkuverðið ætti að vera veru-
lega lægra samanber
upplýsingar úr með-
fylgjandi töflu. Aflgeta
Landsvirkjunar er nú
rúmlega 5.000 kíló-
vattstundir á ári.
Framleiðslunýtingin er
hins vegar 90% af afl-
getunni og gagnvart
almennri raforkunotk-
un er nýtingin 75%.
Viðbótarkaup RR á
kílóvattstundum yrði
hlutfallslega verulega
minna en hlutfallsleg
lækkun raforkuverðs
ef sömu kjör eiga að
gilda og gagnvart stór-
iðju. Avinningur höf-
uðborgabúa með slíkum raforku-
samningi hleypur á mörg hundruð
milljónum króna á ári.
Annars segja Landsvirkjunar-
menn að framleiðslukostnaður á
kílóvattstund í nýjum virkjunum sé
vel yfir 20 US mill. Aldrei hefur
stóriðja borgað slíkt verð. Hún hef-
ur yfírleitt verið nær 10 US millum
en 20 US millum. Forvitnilegt væri
að fá það fram hvernig þetta dæmi
gengur upp þegar horft er til lengri
Engin stórrekstrarhag-
kvæmni, segir Jóhann
Rúnar Björgvinsson,
er hér á landi í raforku-
framleiðslu.
tíma. Áhugavert rannsóknarverk-
efni fyrir blaðamann með metnað
á borð við Hrafn Jökulsson. Er
ekki kominn tími til að fara ofan
í viðskipti Landsvirkjunar við stór-
iðju áður en lengra er haldið á
þessari braut. Með stækkun ÍSALs
fer um 60% af raforkuframleiðslu
Landsvirkjunar til stóriðju og með
stækkun Járnblendisins og tilkomu
Columbía álversins nálgast stór-
iðjunotkunin 70% af raforkufram-
leiðslunni. Og ef Keilisnes kæmi til
færi ríflega 80% af raforkufram-
leiðslunni til stóriðju. Svigrúmið
fyrir almennar rafveitur að bera
uppi niðurgreiðslur á raforku ef svo
er raunin verður æ minna með
aukinni stóriðju. Neyðarlausnin
yrði hugsanlega sú ef í óefni færi
að ríkissjóður yfirtæki orkuskuldir
Jóhann Rúnar
Björgvinsson
Raforkusala Landsvirkjunar í US mill á kílóvattstund
Ár Almennar Áburðar- rafveitur verksmiðjan Járnblendi- ÍSAL félagið
1979 17,70 5,81 5,81 7,31
1980 23,66 6,62 6,62 7,33
1981 27,71 6,60 6,60 6,17
1982 27,55 6,56 6,56 6,84'
1983 34,13 7,83 7,83 7,67
1984 34,83 9,94 9,94 6,67
1985 30,19 12,50 12,50 6,43
1986 32,16 12,60 12,60 7,32
1987 38,13 10,37 13,57 8,81
1988 39,84 9,60 17,54 10,15
1989 33,63 10,32 18,21 9,64
1990 36,29 9,38 16,37 10,79
1991 37,93 11,48 14,54 10,22
1992 40,02 10,74 13,02 11,53
1993 35,73 11,58 12,30 7,32
1994 36,55 13,00 12,57 8,42
1995 38,17 16,53 16,97 13,54
eins og árin 1983, 1986 og 1989. skuldbindingu. Og hvaða sérstæðu
En hafa ber í huga að fyrir 6 aðstæður eru hér á landi fyrir að
árum í samningum um álver á bjóða helmingi ódýra rafmagn en
Keilisnesi var miðað við að lang- til dæmis Norðmenn. Engin stór-
tíma- verð á áltonni yrði 1.850 rekstrarhagkvæmni er hér á landi
dollarar og tók raforkuverðið mið í raforkuframleiðslu heldur margar
að því. Við stækkun ÍSALs var smáar virkj anir. Liggur sérstaðan
langtíma- verðið komið niður í ef til vill í einokunarveldi Lands-
1.600 til 1.650 dollarar og nú er virkjunar, pólitískri siðblindu
verið að tala um rúmlega 1.500
dollara í tengslum við samninganna
við Columbía. Hvert verður lang-
tímaverðið árið 2005 þegar við
verðum ef til vill komnir með bind-
andi raforkusamninga við fleiri
aðila áratugi fram í tímann. Ekki
einu sinni Venesúela tryggir slíka
stjórnmálamanna og virðingarleysi
gagnvart almannafé. Af hverju
hefur þetta einokunarbatterí
Landsvirkjun, sem teflir með örlög
okkar og framtíðarbúsetu, engan
gagnrýninn eftirlitsaðila?
Höfundur er hagfræðingur.
John Wayne, Jesús Kristur
og Hinrik Bjarnason
SIÐGÆÐIS-
VARSLA Hinriks
Bjarnasonar er með
eindæmum áhugaverð.
Sem dagskrárstjóri er-
lends efnis hefur hann
með haukfránum aug-
um verið óþreytandi að
leita uppi þau vondu
áhrif sem útlendingar
fínna uppá að setja í
kvikmyndir og sjón-
varpsþætti. Nú síðast
hætti hann við að sýna
kvikmyndina „Síðasta
- , freisting Krists“ eftir
Oskarsverðlaunaleik-
stjórann Martin Scor-
sese sem á að baki
margar vel gerðar myndir um
mannfólkið, en á sama tíma ótta-
lega siðlausar og andstyggilegar
eins og Hinrik Bjarnason veit
manna best. Enda fjallar „Síðasta
freisting Krists" um síðustu daga
Jesú á jörðinni og leikstjórinn fellur
í þann ægilega guðlastapytt að
leyfa sér að ímynda sér hvernig
Jesús hugsaði sem maður. Ekki nóg
með það. Leikstjórinn bítur höfðið
af skömminni með því að láta Jesú
hafa mök við konu! Mér verður
óglatt. Og ég veit að Hinrik Bjarna-
son og allir sem hringdu í hann og
báðu hann í guðs bænum að taka
. myndina af dagskrá hljóta líka að
vera með velgju yfir þessu ógeði.
Lái þeim hver sem vill. Ef Jesús
var maður, sem útaf fyrir sig er
kannski ekki svo siðlaus hugsun,
þá getur hann andskotakornið samt
sem áður ekki haft mannlegar þarf-
ir eða langanir. Eða hvað? Ég veit
það ekki. Og ekki Martin Scorsese
heldur og þess vegna fannst honum
það vera góð hugmynd að velta því
fyrir sér í kvikmynd hvemig Jesús
4 ^hafði brugðist við ef hann hefði
verið maður. Hinrik Bjarnason veit
að svona Iagað gengur bara ekki í
sjónvarpi allra landsmanna, þar sem
bara góðir og fallegir og siðferði-
lega réttir og heilbrigðir hlutir eiga
heima. Líkt og X-files, eða Ráðgát-
ur, eins og það heitir á íslensku og
skartar gullfallegu FBI leynilög-
'.reglupari sem ganga undir nöfnun-
um Mulder og Scully.
Fimmtudagskvöldið 3.
apríl þurftu þau skötu-
hjú að upplýsa undar-
legt mál. Fundist hafði
barnslík á víðavangi,
svo illa vanskapað að
skötuhjúin voru sann-
færð um að þetta barn
væri þjakað af öllum
erfðafræðigöllum sem
þekktust í veröldinni.
Hófst nú leit að for-
eldrum barnsins, sem
væntanlega höfðu bor-
ið það út af ótta og
skelfingu þegar þau
sáu afkvæmi sitt. Til
að gera langa sögu
stutta þá varð niðurstaðan á leit
þeirra þessi. Á niðurníddum
bóndabæ fundu þau þijá bræður,
Gott er til þess að vita,
segir Friðrik Erlings-
son, að afnotagjöld eru
notuð til efniskaupa,
sem gleðja og styrkja.
sem hver um sig var svo vanskapað-
ur sem mest mátti verða vegna
sifjaspella, sem greinilega hafði
verið aðaláhugamál fjölskyldu
þeirra um áratugaskeið. Þegar nú
leynilögregluparið knáa hafði fund-
ið bræðurna, þá var eftir að finna
konuna sem þeir höfðu bamað.
Ekki Ieið á löngu uns þau fundu
hana undir rúmi uppá háalofti. Var
hún bæði handalaus og fótalaus og
svo viðbjóðsleg í andliti sem mest
mátti verða og voru margar falleg-
ar nærmyndir af lýtum hennar. Svo
kom rúsínan í pylsuendanum. Kerl-
ingarhræ þetta reyndist sumsé vera
móðir drengjanna þriggja og höfðu
þeir á síðkvöldum gamnað sér með
móður sinni, líkt og tíðkast hafði í
þeirra fjölskyldu um árabil, og
myrt afkvæmin um leið og þau
fæddust. Höfðu nú Mulder og Seully
farsællega leyst enn eina ráðgát-
una. Ég sá ekki kynninguna á þætt-
inum og þess vegna veit ég ekki
hvort þulan varaði börn og við-
kvæma við þessum þætti, en mér
fínnst það satt að segja ótrúlegt
því þarna er náttúrulega um marg-
faldan og mikilvægan siðferðisboð-
skap að ræða sem ég veit að Hin-
rik Bjarnason vill ekki að fari fram-
hjá nokkrum manni. Ég veit líka
að Hinrik Bjarnson er mér sam-
mála í því að við þurfum meira af
svona efni, miklu meira, og best
þætti mér ef einmitt þessi þáttur
yrði endursýndur nokkrum sinnum
svo öruggt sé að þeir sem misstu
af honum geti fengið að sjá Mulder
og Scully fletta ofan af siðspilling-
unni í heiminum. Svo lengi sem
skötuhjúin knáu fara ekki að glíma
við eilífðarmálin eða upprisu Jesú
Krists, heldur halda sig við þá hluti
í tilverunni sem standa næst hinum
almenna áhorfanda Ríkissjónvarps-
ins, þá er vel. Það er svo gott að
vita til þess að afnotagjöldin manns
eru notuð til þess að kaupa efni sem
ekki aðeins lyftir huganum á hærra
plan, heldur gleður og styrkir og
nærir sálarlífið svo maður er betri
maður á eftir. Og það fylgir því
ósvikin öryggis- og vellíðunartil-
finning að vita af siðgæðisvörðum
eins og Hinrik Bjarnasyni sem, líkt
og Mulder og Scully, er vakinn og
sofínn yfir siðferðilegri velferð
landsmanna. Hvað eru líka kvik-
myndagerðarmenn að velta sér upp
úr Jesú Kristi og gera sér mat úr
honum? Er þessum mönnum ekkert
heilagt? Og hvers vegna í ósköpun-
um ætti Sjónvarpið að taka þátt í
því að sýna kvikmyndir sem gerðar
eru af mestu hugsuðum nútíma
kvikmyndagerðar? Sjónvarpið var
alls ekki stofnað til þess og hefur
það ekki á stefnuskrá sinni. Sjón-
varpið er uppeldisstofnun fyrst og
fremst og flytur aðeins inn vandað
siðferðilega uppbyggilegt efni líkt
og Ráðgátuþáttinn góða og kúreka-
myndir með John Wayne. Enda
hefur John Wayne líka miklu meira
að segja en Jesús Kristur. Og svo
er hann líka svo miklu flottari í
tauinu.
Höfundur er rithöfundur og
kvikmynda- og handritshöfundur.
Friðrik
Erlingsson
Kvótinn og
hlutafjársala
ENGINN vafi er á
því að færast mun í
vöxt, að útgerðarfélög-
um verði breytt í al-
menningshlutafélög. í
framhaldi af því mun
framboð á slíkum
hlutabréfum aukast.
Enda er þetta ákjósan-
leg leið til þess að fá
aukið rekstrarfé og að
dreifa ábyrgðinni. Á
hinn bóginn er hætt
við, að það fé, sem
fengist með slíkum
hætti, rynni frekar í
vasa þeirra, sem á sín-
um tíma tóku áhættuna
með fjárframlögum til
þess að stofna til út-
gerðar; því flestum þykir best að
hafa allt á þurru, þegar möguleiki
gefst á slíku með sölu hlutabréfa.
Kaup nokkurra lífeyrissjóða á
hlutafé í útgerðarfyrirtækjum hafa
vakið athygli og fallið í góðan jarð-
veg hjá ríkisstjórn, enda má segja
að hófleg þátttaka lífeyrissjóða í
útgerð sé að ýmsu leyti æskileg.
Aftur á móti gætu útgerðarfyrir-
tæki freistast til að setja ofur hátt
verð á hlutafé með því að miða við
hámark kvótaverðs, sem er ótrygg
verðmiðun, að ekki sé meira sagt.
Kvótinn virðist vera þungur á met-
unum þegar hlutafé er selt. Margvís-
legur háski stafar af þess háttar
verðmyndun hlutafjár; einkum ef
verðið er skrúfað upp úr öllu vaidi
í takt við kvótaverð. Þá er við búið,
að útgerðarfélög rísi ekki til lang
frama undir fargi svo fjarstæðu-
kenndra arðsemiskrafna.
Sinnuleysi Alþingis gagnvart út-
gerðarmálum er áhyggjuefni.
Leggja þarf niður eða lækka veru-
lega hina glórulausu 20% fyrningu.
Vonlítil og illa rekin útgerðarfyrir-
tæki geta í skjóli hennar tórt lengur
og rangar hugmyndir um raungildi
hlutaQár þeirra myndast. Slíkt er
ámælisvert gagnvart kaupendum
hlutaíjár. Það má ekki gleymast, að
Alþingi gæti hvenær sem er rankað
við sér og fært afskriftir í eðlilegra
horf eða afnumið kvótann. Þá gætu
sum útgerðarfélög að vonum lent í
vanda. Loks gæti svo
farið að nýju hluthaf-
arnir yrðu að bera hall-
ann. Þá gætu lífeyris-
sjóðir komist í vand-
ræði. Það er ljóst.
Með óbreyttu ástandi
er aukin hætta á að
kvótinn safnist á fárra
hendur. Afleiðing þess
yrði sú, að minni háttar
byggðarlög sitji uppi
með engan kvóta og
leggist í auðn.
Endurskoðun eða af-
nám kvótans var eitt af
aðalkosningaloforðum
sumra alþingismanna.
Hvorki þeir stjómar-
þingmenn né aðrir heyr-
Kvótinn, segir Gunn-
laugur Þórðarson,
virðist vera þungur á
metunum þegar hlutafé
er selt.
ast nefna neitt í þá áttina í dag.
Verði kvótinn á skip látinn haldast
áfram þarf samt að taka viðmiðanir
hans til endurskoðunar og greina
hann meira í sundur en nú er. Nauð-
synlegt er að setja sérstakan kvóta
á stærri fiskiskip með kvöð um veiði
utan tiltekinnar dýptarlínu. Einnig
þarf sérstakan kvóta á snurvoð.
Fiskiskip undir 20 tonnum, sem
stunda línuveiðar, ættu að fá að veiða
utan kvóta sex mánuði ársins. Það
gæti verið ein leiðin til þess að bjarga
stijálbýlis byggðarlögunum frá auðn.
Trilluútgerð er hættuleg hluta hvers
árs og því æskilegt að taka mið af
því. Alvitað er að veiði á línu hefur
sáralítil sem engin áhrif á stærð fisk-
stofna, en línufiskurinn er eftirsótt-
asti aflinn. Hugmyndir þingmanna
Kvennalistans um einskonar strandk-
vóta, sem væri ætlaður til stuðnings
þorpunum í stijálbýlinu, eru allrar
athygli verðar.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Gunnlaugur
Þórðarson