Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 45
einnig jólakort og eiginlega öll kort
íslenskrar gerðar, þá einnig notuð
á íslandi. I þessum áhugamanna-
hópi var hann ekki síður hrókur
alls fagnaðar en hjá frímerkjasöfn-
urum. Hann tók nokkrum sinnum
þátt í samsýningum þessara tveggja
áhugamannahópa. Vann hann þá
ætíð jafnt á báðum deildum og sýndi
einnig í þeim báðum. Jón var alla
tíð fastur liður í starfinu er byggja
þurfti upp frímerkja- eða kortasýn-
ingar á Islandi. Líka ef byggja þurfti
upp frímerkjaklúbba á Stór-Hafnar-
fjarðarsvæðinu. Á fundum var hann
að finna allt frá Norræna húsinu
suður í Gúttó í Hafnarfirði ef þar
voru frímerkjafundir, nema hann
væri á spítala.
Fyrir allt þetta samstarf vil ég
færa honum einstakar þakkir, sem
og látinni konu hans. Fyrir hönd
Klúbbs Skandinavíusafnara og fyrir
ótalinna daga starf fyrir þann klúbb
á svo mörgum sviðum skal Jóni og
Dísu einnig þakkað. Munu þau raun-
ar hafa innt af hendi mikla þjónustu
í fleiri frímerkjaklúbbum.
Hann Nonni var alltaf glaður og
reifur í þeirri minningu sem ég á
um hann. Hversu sjúkur sem hann
var, stillti hann sig ekki um að
brosa, jafnvel skella uppúr ef honum
fannst eitthvað skemmtilegt, og á
það var hann naskur. Ættu vinir
hans í erfiðleikum var óvíða jafng-
ott að koma og á Njálsgötuna. Þyrfti
allt í einu að Iíma frímerki á nokkur
þúsund bréf kom hann bara með
alla fjölskylduna á vettvang og
málið var leyst.
Við hjónin og öll okkar íjölskylda
kveðjum, við þetta tækifæri, þig og
Dísu með þökk fyrir vináttu og
tryggð. Klúbbamir sem við stofnuð-
um saman kveðja ykkur að loknum
árangursríkum vinnudegi með trú-
mennsku. Friður Drottins blessi
ykkur. Nonni minn, „hvíldu í eilífum
friði“.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Jón Halldórsson húsgagnabólstr-
ari er látinn. Andlátsfregnin þurfti
ekki að koma á óvart. Jón hafði
strítt alllengi við sjúkdóm sinn og
ætíð af æðruleysi. Hann var mjög
hagur maður, ekki síður við þau
handverk, sem fremur eru talin vera
á verksviði kvenna en karla, en
þau, sem körlum hafa einkum verið
eignuð. Það er því næsta táknrænt,
að hann sofnaði í hinsta sinn í hæg-
indastól sínum og var við perlusaum.
Jón var kvæntur móðursystur
eiginkonu minnar. Þau hjón og
tengdaforeldrar mínir bjuggu bæði
á Njálsgötunni hér á árum áður.
Samgangur var mikill á milli þess-
ara fjölskyldna, oft Ieið ekki svo
dagur, að þær hittust ekki. Minning-
ar streyma að, en eftirminnilegustu
samverustundirnar eru aðfanga-
dagskvöldin heima hjá tengdafor-
eldrum mínum, en þá kom Jón og
fjölskylda í heimsókn eftir að kvöld-
verði lauk, og jóladagsboð og þorra-
blót hjá Jóni og konu hans. Á þess-
um árum fórum við tveir stundum
í göngutúra og gengum á þau fjöll,
sem við töldum vera slíkrar heim-
sóknar virði. Eftirminnileg er gang-
an á Reiphólsfjöll í Gufudalssveit
og smáferð á Helgafell við Hafnar-
íjjörð. Jón var smákíminn. Ég
gleymdi í síðari ferðinni einhvetju
uppi á fellinu og kleif það aftur til
að ná þessum hlut. Þegar niður kom
var Jón að spjalla við tvær ungar
stúlkur, sem horfðu á mig eins og
naut á nývirki, en hann brosti út í
annað munnvikið. Síðar sagði Jón
mér frá því, að hann hefði sagt
stúlkunum, að ég væri vanur að
ganga tvisvar á fjöll ef ég gengi á
þau á annað borð. Munu þær hafa
trúað þessu og talið mig vera sér-
kennilegan sérvitring. Síðar áttum
við margar stundir við að skoða frí-
merki og kortasafn Jóns, en það er
hið besta safn af kortum, sem snerta
ísland, sem nú er til, söfn eru ekki
undanskilin. Jón var fyrr á árum
dyravörður í Hafnarbíói. Oft fékk
maður að skjótast inn á sjöbíó og
sá þannig margar myndir gerðar
eftir sögum Edgars Allans Poes svo
að dæmi séu nefnd.
Jón var skemmtilegur maður og
drengur góður í hinni fornu merk-
ingu þeirra orða. Stórfjölskyldan í
Safamýri 31 þakkar honum ára-
tuga samvistir og flytur sonum
hans og mökum þeirra, uppeldis-
dóttur hans, barnabörnum, systkin-
um hans og mökum þeirra og öðr-
um aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Lýður Björnsson.
Elsku besti langafi.
Þú varst ekta afí sem varst okkur
öllum góður. Við viljum kveðja þig
með bæninni sem mamma þín kenndi
þér og þú saumaðir út og settir í
ramma fyrir okkur alla langafa-
strákana þína.
Illa dreymi drenginn minn,
Drottinn sendu engil þinn
vöggu hans að vaka hjá,
vondum draumum bægðu frá.
Lát hann dreyma um líf og yl,
ljós og allt sem gott er til,
ást og von og traust og trú
tak hann strax í fóstur nú.
Verði hann besta bamið þitt.
Bænheyrðu nú kvakið mitt
svo ég geti sætt og rótt
sofið dauðans löngu nótt.
(Ókunn.höf.)
Megi Drottinn blessa þig og varð-
veita.
Þínir langafastrákar,
Agnar Smári, Sindri Snær
og Elías Nökkvi.
STEFANIA
SVEINSDÓTTIR
+ Stefanía Sveins-
dóttir fæddist i
Arnarbæli í Gríms-
nesi 22. nóvember
1914. Hún lést á
V íf ilsstaðaspítala
27. mars síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Vídalínskirkju í
Garðabæ 8. apríl.
Þótt fullorðna fólkið
í hverfinu kallaði hana
Stebbu mína Stefaníu,
var Stebba alltaf Stebba fyrir mér.
Oft var farið mörgum stuttum
skrefum á ská yfír götuna til þess
að heimsækja Stebbu. Þar var und-
antekningarlaust vel tekið á móti
litlum stuttum snáða, sem lengi
fram eftir aldri trúði þvf að Stebba
væri jafn eðlilegur hluti af fjöl-
skyldumynstrinu og mamma, pabbi
og systkinin.
Mörgum stundum eyddum við
strákarnir í hverfínu í
rökræður um hver okk-
ar væri í mestu uppá-
haldi hjá Stebbu, þar
stóð ég ætíð fastur á
minni skoðun því til
finningar mínar til
Stebbu voru sterkar
enda byggðar á ódvín-
andi velvild og hlýju í
minn garð, jafnt fvrri
sem seinni ár.
Þessi velvild og
hlýja Stefaníu reynd
ist gott veganesti og
er mér nú, sem full-
orðnum manni,
ógleymanleg fyrirmynd þess
hvernig komið er fram við ungar
og viðkvæmar sálir á traustan og
upgbyggjandi hátt.
Ég kveð Stefaníu með eftirsjá,
virðingu og kærri þökk fyrir öll
góðu árin á Markarflötinni. Ég
votta þér, Kristján minn, mína
dýpstu samúð.
Gunnar Ellert Geirsson,
Kaupmannahöfn.
ELINROS MARGRET
HERMANNSDÓTTIR
+ EIínrós Her-
mannsdóttir
var fædd á Kol-
grímastöðum í
Eyjafirði 28. apríl
1922. Hún lést hinn
31. mars síðastlið-
inn. Elínrós var
þriðja í röðinni af
fimm systkinum og
sá yngsti, Bjarni,
einn eftirlifandi.
Elínrós giftist
Aðalsteini Sæ-
mundssyni vél-
stjóra árið 1947.
Hann lést 14.10.
1995. Þau eignuðust átta börn.
1) Hermann, f. 14.10. 1945, lát-
inn 1. júlí 1988. Eftirlifandi
kona hans er Hrönn Helgadótt-
ir og eiga þau tvo syni. 2) Ás-
laug Guðrún, f. 26.9. 1950.
Hennar maður er Hörður Erl-
ingur Tómasson og eiga þau tvö
börn og tvö barnabörn. 3)
Gunnar Kristinn, f. 26.9. 1950,
látinn 28.9. 1950. 4) Benedikt,
f. 12.4. 1953, fráskilinn og á
Þegar ég heimsótti ömmu mína
síðast vissi ég að ég myndi ekki sjá
hana aftur. Ég fór til að kveðja
hana. Þegar fréttin barst um að
Ella amma væri dáin þá létti mér.
Loks var bundinn endi á þrautir
hennar. Hún er dáin en eftir standa
minningarnar um yndislega mann-
eskju. Þessar minningar munu ylja
mér alla mína ævi. Eg mun aldrei
gleyma heimsóknunum á Holtsgöt-
una. Amma þreyttist aldrei á að
hafa ofan af fyrir okkur krökkunum
og þau voru ófá skiptin sem við
fengum að gista. Þá var spilað,
farið í leiki og skoðaðar slides-
myndir. Það brást líka sjaldan að
fullt fat af glænýjum pönnukökum
beið á borðinu þegar við gengum
inn um dymar en amma var alltaf
frábær bakari og kokkur. Ekki að
undra að alltaf væri gestkvæmt hjá
hann þrjú börn. 5)
Heimir, f. 19.8.
1954, hans kona er
Herdís Snorradótt-
ir og eiga þau tvö
börn. 6) Sæmundur,
f. 7.8. 1957, hans
kona er Halldóra
S. Valgarðsdóttir
og eiga þau þrjá
syni. 7) Margrét, f.
3.8. 1961,_ hennar
maður er Orn Hilm-
arsson og eiga þau
tvö börn. 8) Gyða
Kristín, f. 5.10.
1963, hennar maður
er Ragnar Bjarnason og eiga
þau tvo syni.
Elínrós ólst upp frá 8 ára
aldri í Leyningi í Eyjafirði og
fluttist til Reykjavíkur árið
1947. Hún vann heimilisstörf
þar til börnin voru komin á legg
og vann þá við fiskvinnslu og
verslunarstörf.
Útför Elínrósar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
þeim ömmu og afa og hjá þeim
voru alltaf allir velkomnir. Ég trúi
því að nú sé amma komin til afa
og Hemma frænda og þar líði henni
vel, laus við veikindi og þjáningar.
Elsku amma, hvíl í friði.
Þín,
Harpa.
Nú er elsku móðir okkar búin
að kveðja þennan heim. Hún átti
við alzheimersjúkdómin að stríða
síðustu ár ævi sinnar og langar
okkur að minnast hennar eins og
hún var áður en sjúkdómurinn fór
að heija á hana.
Mamma var mjög geðgóð kona
og alltaf hugsaði hún mest um aðra
og minnst um sjálfan sig. Þegar
við vorum krakkar vaknaði hún allt-
af langfyrst á morgnana til að hita
KRISTÍN
MARKÚSDÓTTIR
+ Kristín Markús-
dóttir var fædd
á Sæbóli í Aðalvík
10. desember 1912.
Hún lést á St. Jó-
sefsspítala í Hafnar-
firði 31. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Markús Finnbjörns-
son, útvegsbóndi, f.
3.3. 1885, d. 11.3.
1972, og Herborg
Árnadóttir, húsmóð-
ir, f. 30.4. 1885, d.
15.1. 1934. Markús
og Herborg eignuð-
ust átta böm. Þau
eru: Martha Baldey, f. 1.1. 1909;
Sesselja Kristín sem hér er
minnst; Jón Tómas, f. 20.11.
1915; Ingileif Guðbjörg, f. 25.4.
1918; Áslaug Sigríður, f. 16.8.
1919, d. 5.6. 1920; Áslaug Sigrfð-
ur, f. 1.8. 1921; Jósef Einar, f.
12.11.1923; Sigurður Breiðfjörð,
f. 1.11. 1927. A lífi eru Martha,
Jósef og Sigurður. Kristin ólst
upp á Sæbóli en fór ung að vinna
á Isafirði, m.a. á sjúkrahúsinu
þar. Árið 1934 fór hún til Dan-
merkur og hóf nám í hjúkrun á
Sarefta-sjúkrahúsinu í Kaup-
mannahöfn.
Hinn 10. desember 1936 gekk
Kristín að eiga Svend Andersen.
Þau eignuðust son 11. ágúst
Ég hitti Kristínu og Harald fyrst
fyrir u.þ.b. 20 árum, þegar við Har-
aldur Árni sonur þeirra vorum ný-
byrjuð saman. Þau tóku mér hlýlega
eins og þeirra var von og vísa. Við
vorum bara krakkar, ég nýorðin 16
1936, Erling Mark-
ús, maki hans er
Erla Gunnarsdóttir.
Saman eiga þau
fjögur börn, en Erl-
ing eignaðist dóttur
fyrir hjónaband.
Kristín og Svend
fluttu til íslands árið
1937 og settust að í
Vestmannaeyjum.
Þau fluttu til
Reykjavíkur árið
1945. Kristín og
Svend slitu samvist-
ir. Hinn 17. júni 1949
giftist Kristín Har-
aldi Gíslasyni, f.
27.2. 1923. Þeirra börn em: 1)
Gísli Gunnlaugur, f. 27.1. 1948,
maki Fanney Eva Vilbergsdóttir.
Þau eiga þrjár dætur. 2) Her-
borg, f. 20.1. 1953, maki Bjarni
Ingimarsson, þau eiga tvö böm.
3) Haraldur Arai, f. 18.7. 1959,
maki Geirþrúður Fanney Boga-
dóttir, þau eiga þijú böm.
Barnabarnabörn Kristínar em
ellefu.
Kristín og Haraldur hófu bú-
skap í Reykjavík en fluttu til
Hafnarfjarðar árið 1953 og hafa
búið þar síðan.
Útför Kristínar fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
ára og Halli á 18. árinu og bjuggum
fyrstu mánuðina á fallega heimilinu
þeirra á Mosabarði 4. Óneitanlega
fylgdi því heilmikið ónæði, þar sem
nú voru tveir að æfa sig á hljóðfæri
daginn út og inn. Mest reyndi það á
kaffí og smyija brauð handa okkur
og oftar en ekki færði hún okkur
kaffi í rúmið til að fá okkur á fæt-
ur. Hún dekraði við börnin sín og
síðar tengdaböm og barnabörn^,
eins og hún mögulga gat. Ekki leið
sá sunnudagur að ekki kæmi ein-
hver í heimsókn á Holtsgötuna og
þá var mamma byijuð að baka
pönnukökur eða elda gijónagraut
handa barnabörnunum.
Mamma var mjög dugleg að
sauma, þar á meðal saumaði hún
út í marga púða sem fylltu sófana
í stofunni, þannig að þriggja sæta
sófi tók bara tvo. Hún var líka dug-
lega að pijóna og var ekki lengi
að draga fram vettlinga eða sokka
ef einhvern vantaði. Við systurnar
eigum henni mikið að þakka, að^
hafa átt svo yndislega og góða
móður sem vildi alltaf vera að sýna
okkur hvað henni þótti vænt um
okkur. Mömmu þótti gott að láta
faðma sig, en nú verða faðmlögin
ekki fleiri hérna megin, en pabbi
og Hemmi bróðir bíða eftir henni
með opinn faðminn.
Blessuð sé minning móður okkar.
Margrét og Gyða Kristín.
Elsku amma, nú ertu farin til
Alla afa en við munum alltaf eftir
þér. Við þökkum þér hvað þú varst
alltaf góð við okkur.
Hér kemur ljóð eftir Evu Hjálm-^,
arsdóttur:
í faðmi hennar ömmu
þar bestan fékk ég blund,
sem blóm und skógarrunni
um hljóða næturstund.
Við hennar söng ég undi,
sem ljúfrar lindar klið,
er liður hægt um grundu,
og blómin sofna við.
Og söknuður mig sækir
og sorgarblandin þrá.
Hvort á ég ættarlandið ♦
aftur fá að sjá?
Því þar er elsku amma
í aftanroðans glóð,
og þar er mér hver minning
svo mæt og hlý og góð.
Við munum sakna þín.
Ema Margrét
og Kristinn Orn.
Kristínu þar sem hún var heima á
daginn og heyrði hvern tón en aldrei
varð ég vör við að það þreytti hana
á nokkum hátt. Þvert á móti. Hún
hvatti okkur á svo marga vegu.
Kristín og Haraldur áttu gott hljóm-
plötusafn og Kristín hlustaði með
okkur á perlur tónbókmenntanna^, -•
sagði okkur frá bókum sem hún
hafði lesið, tónleikum og óperum sem
hún hafði farið á. Gladdist með okk-
ur þegar vel gekk og hughreysti
þegar á móti blés.
Við fórum svo að búa og seinna
þegar við höfðum lokið námi, fluttum
við hingað til Njarðvíkur. Kristín og
Haraldur komu oft í heimsókn og
hjálpuðu okkur í orði og verki. Krist-
ín var vel lesin og ágætlega hag-
mælt. Hún var greind kona og ótrú-
lega minnug. Hún hafði fallega söng-
rödd og kunni mikið af lögum og ljóð-
um. Það var ósjaldan sem ég hringdi
í hana til að spyija um ljóð, lagboða
eða biðja hana um að raula fyrir
mig byijunina á laginu sem mig vantjj*
aði og við ræddum oft saman um
alla heima og geima.
Síðastliðið ár, í veikindum foreldra
minna og við fráfall föður mfns, þótti
mér sérstaklega vænt um að fínna
umhyggju tengdafólks míns. Þrátt
fyrir veikindi Kristínar hringdi hún
daglega til mín, sagði að þau væru
með hugann hjá okkur og hún bæði
þess í bænum sínum að vel færi. Ég
fann þá svo vel hversu gott er að
eiga góða að, í blíðu og stríðu.
En nú ski(jast leiðir um stund.
Margs er að sakna en minningarnar
góðu verða aldrei frá okkur teknafl*'
Börnin okkar litlu, Bogi, Haraldur
og Hildur, sem hafa misst svo mikið
núna á stuttum tíma, sakna ömmu
Stínu sinnar. En þau vita eins og
við, að nú líður henni vel.
Élsku Haraldur, Halli, Erling, Gísli,
Hebba og aðrir ástvinir, Guð gefi
okkur styrk í missi okkar. Blessuð
sé minning Kristínar Markúsdóttur* ^
Geirþrúður Fanney Bogadóttir.