Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 46

Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MIIMIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, afi og langafi, EYJÓLFUR ÁGÚSTSSON bóndi, Hvammi, Landsveit, sem lést 30. mars sl., verður jarðsunginn frá Skarðskirkju, Landsveit, laugardaginn 12. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Kirkjugarðssjóð Skarðskirkju. Ferð frá BSÍ, Umferðamiðstöðinni, kl. 12.00. Guðrún Sigríður Kristinsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir, Már Jónsson, Ævar Pálmi Eyjólfsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Knútur Eyjólfsson, Edda Halldórsdóttir, Selma Huld Eyjólfsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Anna Magnúsdóttir, systkini, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AÐALHEIÐUR GESTSDÓTTIR, Hjallavegi 3, Eyrarbakka, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni þriðju- dagsins 8. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Bogi Þórir Guðjónsson, Einara Sigurðardóttir, Jónína Kjartansdóttir, Bryndís Sigurðardóttir, Jenný Gestsdóttir, Hörður Jóhannsson, Þóra Gísladóttir, Ásgerður Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ársæll Karlsson, Gestur Karlsson, Kristinn Karlsson, Magnús Karlsson, Agnes Karlsdóttir, Gunnar Karlsson, Jón Ó. Karlsson, t Elskulegi eiginmaður minn, sonur, faðir og vinur, HLÖÐVER BJÖRN JÓNSSON, Reynigrund 63, Kópavogi, lést á Landspítalanum 8. apríl. Elísabet Þórarinsdóttir, Jón Björnsson, Oddný Larsdóttir, Hrafnhildur Hlöðversdóttir, Gunnhildur Hlöðversdóttir, Pétur Hlöðversson, Jón Böm Hlöðversson, Dóra Kristín Björnsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR HAFSTEIN, lést á Súkrahúsi Reykjavíkur að morgni 9. apríl. Jóhann J. Hafstein, Elísabet Ó. Hafstein, Pétur Kr. Hafstein, Inga Ásta Hafstein og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, HULDU ERLU ÓLAFSDÓTTUR (Dallý), Engihlíð 20, Ólafsvík. Hjördís Björnsdóttir, Baldur Baldursson, Anna Rún Einarsdóttir, Auður Baldursdóttir, Lára Ólafsdóttir, Jónas Guðmundsson, Sigrún Ólafsdóttir, Ragnar Ágústsson, Hilmar Ólafsson, Sólveig Jóhannesdóttir, ívar Steindórsson. STEFÁN ÞORSTEINSSON + Stefán Þor- steinsson fædd- ist í Reykjavík 29. ágúst 1913. Hann lést á EHi- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík þriðjudaginn 1. apríl, 83 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Alberts- dóttir og Þorsteinn Sigurgeirsson. Aðal- björg f. 10.4. 1884, var dóttir Alberts Jónssonar, bónda á Stóru-Völlum í Bárðardal og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Þorsteinn, f. 14.8.1880, var fyrsti bankagjaldkeri Búnaðarbank- ans, sonur Sigurgeirs Stefáns- sonar bónda í Álftagerði í Skagafirði og Guðlaugar Hjálmsdóttur konu hans. Systkini: Garðar, f. 2.12. 1906, prestur í Hafnarfirði, kvæntur Sveinbjörgu Helgadóttur, bæði látin. Guðlaug Oddný, f. 16.5. 1917, gift Gunnari Þórðarsyni, bæði látin. Guðrún J. f. 26.7. 1922, pianókennari, gift Gunnari B. Guðmundssyni, fyrrverandi hafnarsfjóra. Sigrún, f. 29.4. 1926, snyrtifræðingur. Stefán kvæntist 20. febrúar 1938 fyrri konu sinni Liv Gunnhild Sanden, hárgreiðslukonu frá Bremsnes í Noregi, f. 8.4. 1915, d. 25.4.1951, eignuðust þau sex böm: Þorstein, f. 20.8. 1938, Aðalbjörgu, f. 9.10. 1940, Guri Liv, f. 18.12. 1941, eiginmaður Gunnar Vilmundar- son, látínn, Sigrúnu, f. 29.1. 1945 eiginmaður Jón Ólafsson, Birgi, f. 11.7. 1948, og Liv Gunnhildi, f. 3.5.1950, eiginmaður Snæbjöm Þórðarson. Hinn 31. desember 1970 kvæntist Stefán síðari konu sinni, Helgu Þorkelsdóttur, f. 22.12. 1914, d. 31.7. 1977. Sonur þeirra er Haukur, f. 26.5. 1953, eiginkona Jónína Loftsdóttir, áður áttí Helga soninn Hilmar Þór Bjömsson, f. 14.12. 1943. Stefán nam við Samvinnuskólannn 1929-31, Reykholts- skóla 1931-32 og Bændaskólann á Hólum 1933. Bú- fræðikandidat frá Sem í Noregi 1936. Landbúnaðarhá- skólinn í Ási, Nor- egi, 1937. Stefán var ráðu- nautur hjá Búnaðar- sambandi Kjalnes- þings 1937-39, kenn- ari við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi frá stofnun hans 1939-41. Hafði umsjón með ýmsum garðyrkjuframkvæmd- um næstu ár. Hann rak garðyrk- justöð á Stóra-FJjóti í Biskups- tungum 1946-56. Sinnti tíma- bundið kennslu á eftirfarandi stöðum: Héraðsskólanum Núpi, Þorlákshafnarskóla, við barna- skólana á Hellissandi og í Ólafs- vík. Vann ýmis skrifstofustörf, m.a. sýsluskrifari á Selfossi 1957-60. Ritari og síðar formaður Skógræktar-og náttúruvernd- arfélags Ólafsvíkur 1969-78 og fulltrúi Snæfells- og Hnappa- dalssýslu í Náttúruverndarsam- tökum Vesturlands 1977-80. Stofnaði ásamt öðmm blaðið Suðurland 1953. Hann skrifaði um árabil greinar í dagblaðið Vísi og var jafnframt fréttaritari blaðsins i nokkur ár. Einnig skrifaði hann greinar í norsk blöð og tímarit. I Ríkisútvarpinu flutti hann erindi um garðyrkju- mál og í þættinum „Um daginn og veginn". Frá 1979 dvaldi Stefán á Dval- arheimilinu Ási í Hveragerði og síðar á Minni-Grund og Grund í Reykjavík. Utför Stefáns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan kl. 13.30. Tengdafaðir minn, Stefán Þor- steinsson, kvaddi þennan heim hljóð- lega, líkami þreyttur en hugsun og minni skýr. Því bliknaði aldrei það einkenni hans, að geta miðlað í frá- sögu, fróðleik og skemmtun um fólk og atburði, einatt með fyndni og glöggu auga fyrir skoplegri hlið mála. Stefán var maður skemmtilegur og margir kunnu vel að meta félagsskap hans. Stefán var fæddur og ólst upp í Reykjavík á heimili, þar sem tónlist var iðkuð, mikið lesið og rætt um málefni líðandi stundar. Frændrækni var þar sjálfsögð og vinahópur stór. Mér er minnisstæður sterkur per- sónuleiki aldraðrar móður hans, Aðal- bjargar Albertsdóttur. Um dagana bjó Stefán lengstum utan Reykjavík- ur. Hann átti í nokkur ár gróðrarstöð að Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Þar bjó hann er fyrri kona hans, Liv, lést úr berklum frá stórum bamahópi. Þau Liv Sanden felldu hugi saman er Stefán var við nám í Noregi og hún flutti með honum til Islands að námi loknu. Noregur og norsk mál- efni áttu sterk ítök í Stefáni. Eftir að Liv féil frá var um árabil lítið samband við ijölskyldu hennar í Nor- egi, enda fjarlægðin meiri en nú ger- ist. Það veitti Stefáni mikla ánægju er tengsl barna hans við norska ætt- ingja efldust að nýju. Suma. þeirra hitti hann er þeir komu til Islands í sumarleyfi og ég hygg að það hafi verið norsku ættingjunum einnig mikils virði. Er leiðir okkar Stefáns lágu saman bjó hann í Ólafsvík með seinni konu sinni, Helgu Þorkelsdóttur, og syni þeirra Hauki. Þegar gesti bar þar að garði var þeim tekið með rausn og hlýju, og ekki var í kot vísað þegar kom að leiðsögn Stefáns og fróðleik um náttúru undir Jökli. Árin í Ólafs- vík voru góður tími, þá naut sín áhugi og þekking Stefáns á ræktun, land- græðslu og náttúruvernd. Hann stofnaði Skógræktar- og náttúru- vemdarfélag Olafvíkur og stóð fyrir uppgræðslu í nágrenni Hellisands og Ólafsvíkur sem víða má sjá merki um. Hann hafði áhuga á að íbúamir snyrtu lóðir við hús sín, hvatti fólk þar um og fékk miklu áorkað. Hann skipulagði Sjómannagarðinn í Ólafs- vík af mikilli framsýni og smekkvísi. Þessi garður er nú stolt íbúanna. Veit ég að Ólsarar eru þakklátir Ste- fáni og Helgu sem starfaði löngum við hlið hans í garðinum. í Ólafsvík starfaði Stefán við kennslu í þrjú ár en síðan hjá fískvinnslunni Bakka hf. Þar eignaðist Stefán góða vini sem reyndust honum vel. Húsráðendur á Bakka kunnu vel að meta einstaka snyrtimennsku Stefáns og fólu honum umsjón þrifa og góðrar umgengni. Bar staðurinn þess lengi merki síðan að sögn verkstjóra hans þar. Árin í Ólafsvík voru Stefáni hag- stæð, hann var virkur í Rotaryklúbbi staðarins auk fyrrgreindra starfa að ræktun og náttúruvernd. Samfélagið kunni að meta bestu eiginleika hans og naut þeirra. Vinum hans þar ber að þakka ævarandi velvild og ræktar- semi. Ymislegt var í lífinu Stefáni andsnúið og hann mætti stundum nöprum andbyr. Um það hafði hann fá orð, hann kaus fremur að ræða ýmislegt annað enda fjölfróður. Síð- ustu árin dvaldi Stefán við góðan aðbúnað og umönnun á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Stefán fylgdist vel með og var hjartfólginn börnum mínum og með honum áttum við góðar stundir. Blessuð sé minning Stefáns Þor- steinssonar. JÓ„ólafsson. Elsku afi minn, mig langar að kveðja þig með örfáum orðum og rita síðasta bréfíð til þín. Mig langar að þakka þér samfylgdina í þessu lífi. Á svona tímamótum riflast allt upp, það er eins og maður spóli til baka. Eg man vel eftir þegar ég heimsótti þig og Helgu ömmu til Ólafsvíkur 1970, þá fjögurra ára, með mömmu og pabba og bræðrum mínum. Minnis- stæðast úr þeirri ferð var reyndar búðarferð eftir stráhatti og tröppumar í húsinu þínu. Manstu svo þegar þið komuð vestur til okkar og Biggi skaut minkinn og þú skammaðir hann því seladráp væri bannað. Elsku afí, fyrst fannst mér við ekki hafa umgengist mikið en þegar maður rifjar upp gæti maður talið heilmikið upp. Þakka þér fyrir að skrifast á við' mig um tíma, það var gaman að fá bréf frá þér, þú hafðir glæsilega rit- hönd. Þegar ég heimsótti þig síðast til að sýna þér nýjasta langafabarnið þitt, sem ber nafn ömmu, sem dó ung frá þér og börnunum ykkar, sá ég að það var af þér dregið, en ég bjóst þó við að hitta þig aftur. Afi minn, ég vona að þér líði vel núna. Hvíl í friði. Lækkar lífdaga sól. Long er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Þín, Aðalbjörg Þorsteinsd. Þetta er Ólafsvíkurrútan. Maður er einn og horfír út um gluggann. Rosa- lega er hún lengi á leiðinni. Allan daginn. Það fínnst manni allavega þegar maður er bara átta ára. Það fara allir inn í Hótel Borgarnes og fá sér að borða. Nema ég. Ég er með banana og samloku í poka. Ég hef aldrei komið til Ólafsvíkur. Það er allt í lagi. Rútan fer ekki lengra en þang- að svo þá hlýt ég að vita að hún er komin. Stefán ætlaði að taka á móti mér. Hann hlýtur að þekkja mig. Það er heldur enginn annar einn strákur í rútunni. Ég er nefnilega ekki viss um að ég þekki hann. Hann hefur að vísu komið og gist hjá okkur í Reykja- vík svo ég hef hitt hann. Nóg til þess að vita að ég vil fara og heimsækja hann í viku, þegar mamma segir að hann hafí hringt til að bjóða mér það. Ég hef aldrei verið í sveit eða neitt, bara gist hjá Lóu frænku, en það er nú allt öðruvísi, það er alltaf bara í eina nótt og þá er Maja systir líka alltaf með. Er ég nokkuð búinn að týna fímmhundruðkallinum sem mamma lét mig hafa? Nei, nei, allt í lagi. Hún sagði að ég þyrfti að hafa einhvetja peninga með mér. Mér hefði nú eiginlega þótt bara betra að hafa enga. Þá þyrfti ég ekki að vera að hafa áhyggjur af því hvort ég væri búinn að týna þeim. Rosalega er ann- árs langt til Ólafsvíkur. Ætli þetta sé endastöðin. Það er allavega eitthvert fólk að bíða þarna. Jú, mér sýnist allir ætla út hér. Þá hlýtur þetta að vera Ólafsvík. Ætli Stefán sé ekki örugglega kominn. Sæll, elsku drengurinn minn, segir maðurinn í rústrauða jakkanum með derhúfuna. Svo tekur hann töskuna mína og við göngum saman yfir brúna og upp Langastíg heim til Helgu. Og á leiðinni finn ég það á mér, að þetta er hann Stefán frændi minn. Og þá finnst mér að það sé nú kannski ekkert svo rosalega langt til Ólafsvíkur. Þó manni finnist það á meðan maður er á leiðinni. Eftir viku hringjum við í mömmu. Ég vil vera aðra viku. Eftir hana vil ég enn vera lengur. Og ég á eftir að fara oftar til sumardvalar í Ólafsvík og alltaf er ég lengur en áformað er. Mér fínnst gott að vera með Stefáni. Frá honum stafar hlýja og væntum- þykja. Það er líka gaman að vera með Stefáni. Hann hefur sérstakan húmor sem mér fínnst skemmtilegur. Stundum er honum tjaldað til að brejða yfir það viðkvæma í sálinni. Ég vinn með Stefáni í Sjómanna- garðinum, set niður kartöflur, gróð- urset tijáplöntur einhvers staðar úti í sveit og eitthvað er paufast um urðina uppi í Enni með fræ um helg- ar. Það er nú ekki af því mér þyki neitt af þessu svo óskaplega skemmtilegt sem mig langar alltaf aftur vestur. Mér fínnst gott að vera með Stefáni frænda mínum. Af fólki eins og honum lærir maður eitt og annað án þess að veita því eftirtekt og andi þess tekur sér ósjálfrátt ból- festu innra með manni. Það sem maður hefur öðlast á þann hátt ber í manni sjálfum jákvæðan ávöxt. Fyrir það er maður þakklátur. Guðmundur Óli Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.