Morgunblaðið - 10.04.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.04.1997, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Bróðir okkar og mágur, INGVAR E. ÍSDAL, sem lést á páskadag, var jarðsettur þriðju- daginn 8. april síðastliðinn. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki krabþa- meinsdeildar Landsþítalans, 11E, fyrir alla umönnun. Jón E. ísdal, Erla Engilbertsdóttir, Kristján E. ísdal, Karl E. fsdal. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 11. apríl kl. 10.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Thor- valdsensfélagið njóta þess. Vilmundur Vlðir Sigurðsson, Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir, Björg Sigurðardóttir Blöndal, Theódór Blöndal, bamabörn og barnabarnabörn. > + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARLJÓNATANSSON, Nípá, sem lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 3. apríl, verður jarðsunginn frá Þóroddsstaðarkirkju laugardaginn 12. apríl kl. 14.00. Sólveig Bjarnadóttir, börn og fjölskyldur þeirra. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar BERTHU HELGU KRISTINSDÓTTUR, Grensásvegi 47. Guð blessi ykkur öll. Halldór Þ. Nikulásson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför hjartkærrar eiginkonu minnar, KRISTRÚNAR ÍSLEIFSDÓTTUR, Aðalgötu 21, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Franc- iskusspítalans í Stykkishólmi fyrir aðhlynningu og hjúkrun undanfarna mánuði. Eyjólfur B. Ólafsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ÞORBERGSDÓTTUR, Deildarási 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunar- heimilinu Eir og dagvistar MS-félags íslands fyrir einstaka umönnun og hlýju. Metúsalem Björnsson, Linda Metúsalemsdóttir, Sigurður Örn Sigurðsson, Birna Metúsalemsdóttir, Guðmundur Erlendsson, Björn Vigfús Metúsalemsson, Helga Emilsdóttir og barnabörn. HILDUR HARPA HILMARSDÓTTIR + Hildur Harpa Hilmarsdóttir var fædd á Blöndu- ósi hinn 2. apríl 1991. Hún lést af slysförum hinn 1. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hjalla- kirkju 9. apríl. Elsku Hildur Harpa. Okkur afa og ömmu langar til að kveðja þig og þakka þér fyrir allar yndislegu samveru- stundimar, sem við áttum með þér. Þú komst inn í tilveru okkar sem sannur sólargeisli og veittir birtu og gleði inn í líf okkar er sorgin kvaddi fyrst dyra þegar faðir þinn, Hilmar Þór Davíðsson, drukknaði og Þór- hildur móðir þín og dóttir okkar stóð uppi sem ekkja með þig eina á fyrsta ári. Það kom brátt í ljós, að þú varst snemma óvenjuþroskuð og fullorð- insleg í tali miðað við aldur þinn. Eitt sinn heyrðir þú Hauk Morthens syngja í útvarpið fallegt ljóð um rósir við veginn. Þá baðst þú, 5 ára, gömul um skýringu á þessum ljóðlín- um: „Sama rósin sprettur aldrei aftur, þótt önnur fegri skreyti veginn þinn.“ Þetta þótti ótrúlega spurt af svo ungu bami. En við útskýrðum á ein- faldan hátt, að stundum væru blóm- in látin tákna börn í skáldamáli og rós við veginn væri líkt og barn sem maður hittir á lífsleiðinni. í þeim skilningi gæti hún sjálf, Hildur Harpa, verið eins og falleg rós og þótt hún færi í langt ferðalag og önnur börn kæmu í staðinn, þá gætu þau aldrei verið nákvæmlega eins og hún. Margar voru þær yndisstundir, sem við áttum með ykkur mæðgum heima, og þá ekki síður er við vorum saman í sumarbústað okkar uppi í Eilífsdal. Þar lékstu þér frjáls um brekkur og hóla og undir þér vel við blómaskoðun eða berja- tínslu. Einnig varstu nálæg og fylgdist með af athygli er við gróð- ursettum litlar birki- hríslur, sem eiga fyrir sér að lifa og vaxa og verða stórar eins og elstu trén í lóðinni. Það er sárt að þú skulir nú vera farin svona snögglega og fyrirvaralaust og horfin sjónum okkar. En þrátt fyrir það trúum við því og huggum okkur við það að þú haldir áfram að lifa í eilífisdal á æðra tilverustigi þar sem þér er ætlað að gegna ein- hveiju göfugu hlutverki og getir fýlgst áfram með okkur og vexti litlu sprotanna, sem við höfum gróður- sett í sameiningu við sumarbústað- inn okkar. Einnig léttir það söknuð okkar að við trúum því og treystum, að frelsarinn hafi leitt þig til fylgdar við föður þinn, sem mun hafa fagn- að þér innilega. Guð blessi þig eilíflega, Hildur Harpa, og huggi Þórhildi móður þína í sorg sinni. Að lokum lesum við saman bæn sálmaskáldsins góða, Hallgríms Pét- urssonar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús f þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Vilborg amma og Gísli afi. Elsku Hildur Harpa! Elsku Hildur, getur þú komið í heimsókn til okkar í leikskólann þeg- ar þú ert orðinn engill? Elsku Hildur, getur þú haldið uppá afmælið þitt hjá Guði? Þá get- ur pabbi þinn verið í afmælinu. Það er gott að pabbi þinn hefur þig núna hjá sér. Núna getur þú leikið í bolta- leik við Elsu Maríu, vinkonu mína. Ég skal passa undirgöngin fyrir þig. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON, Brekku, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugar- daginn 12. apríl kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Minningar- sjóð Ingimundar Guðmundssonar njóta þess. Steinunn Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLA MÁS GUÐMUNDSSONAR, Hrísrima 8, Reykjavík. Hrefna Guðmundsdóttir, Klemens Arnarson, Eva Rós Jóhannsdóttir, Guðný Linda Óladóttir, Markús Hallgrfmsson, Guðmundur Loftur Ólason, Ástrós Anna Klemensdóttir. Lokað Vegna jarðarfarar KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR verður lokað i dag, 10. apríl, frá kl. 13—16. Hraunhamar fasteignasala, Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði. Á morgun ætlum við að mála undir- göngin. Ég sakna þín mikið, Hildur Harpa Hilmarsdóttir. Nú ertu engill og getur komið til mín og mömmu þinnar á daginn. Kær kveðja, Sunneva. Elsku Hildur Harpa, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman bæði heima og í leik- skólanum. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við byijuðum að leika okkur saman úti á róló fyrir utan heimilin okkar eða kíktum í heim- sókn hvor til annarrar. Síðastliðið vor þegar ég skipti um leikskóla var það mikill stuðningur fyrir mig að vita af þér á deildinni og þar fyrir utan hvað það var nú gaman að geta hitt sína fyrstu vinkonu á hveijum degi og átt með henni góð- an dag. Elsku Hildur Harpa, ég mun allt- af geyma þig í hjarta mínu. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Þín vinkona, Gyða Marín. Okkur langar í fáeinum orðum að kveðja litla vinkonu okkar hinstu kveðju. Það er erfitt að finna orð, sem lýsa tilfinningum okkar á þess- ari stundu. Upp í hugann koma minningar úr sumarbústaðaferðum, þar sem Hildur Harpa og Ingunn vinkona hennar sprelluðu saman í heita pottinum og flissuðu og pískr- uðu þegar þær áttu að vara famar að sofa. Og hvað hún var stolt þeg- ar hún var búin að læra að reima skóna sína og sýndi okkur aftur og aftur hvað hún var klár að reima skóna. Kynni okkar af Hildi Hörpu voru ijúf og góð en alltof stutt. Minningin um þig, kæra vinkona, er okkur dýrmæt, minning um fal- lega og góða stúlku. Elsku Þórhildur, guð gefi þér styrk í þessari miklu sorg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Linda og Róbert. Leiddu mína litlu hendi, Ljúfi Jesú þér ég sendi, bæn frá mínu bijósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. (Asmundur Einarsson.) Elsku Hildur Harpa. Við trúum því að nú sértu hjá pabba þínum og að hann leiði litlu höndina þína. Það er nær óhugsandi að eiga aldrei eft- ir að sjá þig koma brosandi og val- hoppandi við hlið mömmu þinnar því samrýndari mæðgur er vart hægt að finna og á svona stundu spyr maður sjálfan sig hver tilgangurinn sé með því að taka þig burtu frá mömmu þinni sem misst hafði pabba þinn þegar þú varst aðeins sex mán- aða gömul og nú þig sem varst henni allt. Við verðum að trúa því að til- gangurinn sé einhver hversu órétt- látt sem það virðist vera. Þær eru svo margar minningarnar sem við eigum um þig bæði hér á Blönduósi og heima hjá þér, þið komuð alltaf í heimsókn þegar þið voruð hér fyrir norðan og eins var það að við komum ekki til Reyjavík- ur án þess að heimsækja ykkur mæðgur. Okkar síðasta minning um þig var þegar þú fórst með Söndru og Hilmari í bíó annan í páskum hér á Blönduósi að sjá Svanaprinsessuna og þú varst svo kát og falleg þegar við kvöddum þig þá um kvöldið, al- veg eins og lítil prinsessa. Guð varðveiti þig og geymi, elsku Hildur Harpa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.