Morgunblaðið - 10.04.1997, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 10.04.1997, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ’ INNLENT Fundur um aðgerðarann- sóknir og stjórnmál AÐGERÐARANNSÓKNAFÉLAG íslands boðar til fundar um tengsl aðgerðarannsókna og stjómmála föstudaginn 11. apríl. Fundurinn hefst með stuttu innleggi frá tveimru alþingismönnum sem búa yfir hvað mestri þekkingu á aðgerðarannsókn- um en síðan gefst góður tími fyrir umræður. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda við Sturlugötu, kl. 16.15-17.45. Frummælendur eru þeir Ágúst Einarsson og Pétur H. Blöndal sem em báðir félagar í Aðgerðarann- sóknafélaginu. Sömuleiðis hafa þeir báðir mikla reynslu af atvinnurekstri og hafa báðir stundað rannsóknir og kennslu við Háskóla íslands. Ágúst Einarsson er með doktors- próf í rekstrarhagfræði frá háskól- anum í Hamborg. Hann er nú í leyfi frá stöðu sinni sem prófessor í við- skipta- og hagfræðideild Háskóla ís- lands sem hann tók við 1990. Pétur H. Blöndal er með doktors- próf í stærðfræði, tölfræði og skyld- um greinum frá Kölnarháskóla. Hann var sérfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands árin 1973- 1975 og stundakennari við Háskóla íslands 1973-1977. Að loknum erindunum tveimur verða almennar umræður um við- fangsefnið undir stjóm Þorkels GE þvottavél, 800 snúninga. Réttverðkr.61.900stgr. GEþvottavél,1000snúninga Réttverðkr. 69.900 stgr. HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5775 ÚTSÖIUSTABIR: HEIMSKRINGLAN, KRINGLUNNl, REYKJAVÍK, S.G.BÚOIN, KJARNANUNI, SELF0SSI, JÓKÓ, AKUREYRI, VERSLUNIN VÍK, HESKAUPSSTAÐ, RAFMÆTTI, MIOBÆ, HAFNARFIRÐI, REYNISSTAÐUR, VESTMANNAEYJUM, KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA, HÚSAVÍK, HLJÓMSÝN, AKRANESI. Ný sýning í Póst- og símaminj asafninu Helgasonar orkumálastjóra. Þorkell er með doktorspróf í aðgerðarann- sóknum frá MIT og var um árabil prófessor í aðgerðarannsóknum við raunvísindadeild Háskóla íslands. Hann hefur einnig verið aðstoðar- maður heiibrigðisráðherra og ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu. Ráðstefna um þróun byggðar RÁÐSTEFNA verður haldin á Akur- eyri 22.-23. apríl á vegum landhluta- samtaka sveitarfélaga, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Byggða- stofnunar. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þróun byggðar á íslandi — Þjóðar- sátt um framtíðarsýn. Á þessari ráðstefnu verður fjallað um þróun byggðar á íslandi með áherslu á framtíðarsýn þar sem mik- il áhersla verður lögð á að um hana geti náðst víðtæk sátt hvort sem það er byggðastefna, menntastefna eða landnýtingarstefna sem um er fjallað. Ráðstefnan er haldin á 10 ára af- mæii ráðstefnu sem haldin var á veg- um Sambands íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar sem bar heitið: Hefur byggðastefan brugðist. Þar var fjallað um það sem hafði gerst eða ekki verið gert en nú á að fjalla um framtíðina. Það er sem sagt ekki hugmyndin að fjalla mikið um þróun og vandamál í fortíðinni og ekki held- ur um tímabundinn aðlögunarvanda að kerfisbreytingum sem eru að ger- ast núna, nema það geti aðstoðað okkar við að skilja hvert atvinnuveg- ir og búseta eru að þróast. Alls verða 20 erindi flutt en Davíð Oddssson, forsætisráðherra, flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar. Áherslan er að fá fram mynd af byggðarlegri stöðu innanlands og einnig stöðu byggðar almennt á ís- landi í framtíðinni nú þegar ungt fólk getur alveg eins sest að erlendis ef því bjóðast betri hlutir þar, segir í fréttatilkynningu. Á fýrri degi ráðstefunnar verður iögð áherlsa á greiningu grundvall- arstaðreynda um land og byggð og takmarkanir og möguleika sem mót- ast af þeirra völdum. Seinni daginn verður meiri áhersla lögð á framtíðina og þá möguleika sem menn sjá á að ná þjóðarsátt um framtíðarsýnina. Að undirbúningi ráðstefnunnar hafa unnið: Jónas Egilsson, fram- kvæmdastjóri SSH, Hjalti Jóhannes- son, Eyþingi, Halldór Halldórsson, Fjórðungssambandi Vestfjarða, Sig- urður Guðmundsson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar, Ólaf- ur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri Stykkishólms, og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. Ráðstefnan er öllum opin en ráð- stefnugjald er 4.500 kr. fyrir báða dagana. PÓST- og símaminjasafnið hefur verið opnað aftur eftir breyting- ar og hefur verið sett upp sér- stök sýning á neðri hæð safnsins í Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Á sýningunni má sjá gamla póstafgreiðslu frá fjórða áratug aldarinnar. Ennfremur ýmis bréf, uppdrætti og myndir af til- efni af útkomu bókarinnar Póst- sagaíslands 1776-1873, eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing. Almenningi boðið á Djöfla- eyjuna í dag í TILEFNI af því að 75.000 manns hafa séð íslensku^ stórmyndina Djöflaeyjuna ætla íslenska kvik- myndasamsteypan og Sambíóin að bjóða frítt á Djöflaeyjuna í Sambíó- unum, Álfabakka, fimmtudaginn 10. apríl kl. 5, 7, 9 og 11. Athygli er vakin á því að þetta er aðeins þennan eina dag meðan húsrúm leyfir. Djöflaeyjan verður síðan áfram sýnd í Sambíóunum, Álfabakka. Björn G. Björnsson leikmynda- teiknari og Heimir Þorleifsson hafa annast uppsetningu þessar- ar sýningar. Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma safnsins en það er opið á sunnudögum og þriðju- dögum kl. 15-18. Þeir sem vilja skoða sýninguna eða safnið á öðrum tíma geta haft samband við safnvörð. Aðgangur er ókeypis. Sýning á tækjum til linsufram- leiðslu í ÁR eru liðin 40 ár síðan fyrst var farið að máta snertilinsur (contact linsur) hér á landi. Jó- hann Sófusson, sjóntækjafræð- ingur, hafði þá lært mátun linsa hjá sérfræðingi í London, mr. R. Tyler-Jones. „Fyrstu árin starfaði Jóhann sjálfstætt en síðar hjá Gleraugna- húsinu, Templarasundi 3. í fyrstu voru linsurnar fluttar inn frá Bretlandi en á árunum 1970- 1976 smíðaði Jóhann sjálfur lins- umar. Eftir þann tíma voru þær alfarið innfluttar," segir í frétta- tilkynningur frá Gleraugnahús- inu. Vegna þessara tímamóta sýnir Gleraugnahúsið, í gluggum verslunarinnar, hluta af þeim tækjum sem voru notuð við fram- leiðslu linsanna hér á landi. -----------» » ♦ Borgarmála- fundur hjá Heimdalli VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, verður gestur á opnum fundi borgarmála- hóps Heimdallar sem haldinn verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í kvöld kl. 20.30. Vilhjálmur mun m.a. ræða um félagsmál og atvinnumál og þróun- ina í þeim efnum á valdatíma R-list- ans. Þá mun hann einnig ræða al- mennt um málefni sveitarfélaga og nýjar áherslur i rekstri þeirra. í frétt frá Heimdalli segir að fund- urinn sé öllum opinn og að loknu framsöguerindi Vilhjálms gefist fundarmönnum kostur á að koma með fyrirspurnir og athugasemdir. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF I.O.O.F. 5 = 1784107 = Dd Landsst. 5997041019 VIII I.O.O.F. 11 = 178410816 = Akranes. Ulf Ekman á íslandi Ulf Ekman sam- koma í Filadelfíu ÆNF' m í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnirl T7 KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi. Slðasti fundur vetrarins í kvöld kl. 20.30. Perlur Islands í máli og mynd- um. Umsjón: Leifur Þorsteinsson. Hugleiðing: Þórarinn Björnsson. Allir karlmenn velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjuitræti 2 I kvöld kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma. Allir hjartanlega velkomnir. > P= =3 Hnllvoignrstig 1 • simi 501 4330 Dagsferð 13. aprfl kl. 10.30 Á útilegumannaslóð- um. Útilegumannahellir við Eld- vörp. Helgarferð 12.-13. apríl kl. 8.00 Þingvellir—Hlöðufell- Laugarvatn. Frábær göngu- skíðaferð. Helgarferð 12.-13. aprfl kl. 8.00 Jeppaferð í Setrið. Lágmarks dekkjastærð 33" fyrir létta bíla, 35" fyrir aðra. Ferð unr spennandi svæði. Undirbúnings- fundur þann 10. apríl. Gange þarf frá greiðslu í ferðina fyrit fundinn. IMetslóð: httpVAwww.centrum.is/utivis1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.