Morgunblaðið - 10.04.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 55
AUGLVSINGAR
ATVINNU-
AUGLÝ5INGAR
Ö
Seiect
autaf eensKT
Select í Breiðholti
Á næstunni verður opnuð ný og glæsileg
Select hraðverslun í Breiðholti í Reykjavík,
þar sem áhersla verður lögð á gæði vöru og
þjónustu. Þangað viljum við ráða starfsfólk
til afgreiðslu- og kassastarfa. Við leggjum
áherslu á að í þessi störf veljist dugmikið
fólk, sem er reiðubúið til að leggja sig fram
um að mæta kröfum og væntingum
viðskiptavina okkar.
Starfið hentarvel drífandi og brosmildum
einstaklingum sem hafa gaman af samskipt-
um við fólk og geta unnið vaktavinnu.
Eitt af markmiðum Skeljungs er að halda í
heiðri jafnrétti milli kynja þarsem hæfni ræð-
ur vali. Við viljum því gjarnan fá umsóknir
frá fólki af báðum kynjum. Aldurslágmark
20 ára. Umsóknareyðublöð liggja frammi í
starfsmannahaldi Skeljungs hf., Suðurlands-
braut 4, 5. hæð. Nánari upplýsingar á staðn-
um fimmtudaginn 10. og föstudaginn
11. apríl frá kl. 13.00 til 16.30.
Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Við keppum að því að vera besti
kostur viðskiptavina.
Menntamálaráðuneytið
Laus staða
forstöðumanns Rannsóknastofnunar
uppeldis- og menntamála.
Staða forstöðumanns Rannsóknastofnunar
uppeldis- og menntamála er laus til umsóknar.
Forstöðumaður er ráðinn til fimm ára í senn.
Hann skal uppfylla þær hæfniskröfur sem gerð:
ar eru til prófessora við Háskóla íslands, sbr.
5. gr. laga nr. 76/1993, um Rannsóknastofnun
uppeldis- og menntamála. Hann skal hafa stað-
góða þekkingu á rannsóknaraðferðum félags-
vísinda og hafa sannað hæfni sína m.a. með
rannsóknum á sviði uppeldis- og menntamála.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsækjendur um stöðu forstöðumanns skulu
láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um
vísindastörf þau, sem þeir hafa unnið, ritsmíð-
ar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og
störf.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 1997.
Umsóknir skulu sendartil menntamálaráðu-
neytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið,
9. apríl 1997.
Pípulagningamaður
— vatnsveita
Vatnsveita Garðabæjar óskar eftir að ráða
pípulagningamann til framtíðarstarfa. Vatns-
veitan aflar vatns í Dýjakrókum við Vífilsstaða-
vatn og þjónar 9.000 íbúa svæði.
Verkefni viðkomandi starfsmanns verða á sviði
reksturs og nýlagna.
Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður
áhaldahúss Garðabæjar, Gústaf Jónsson,
í síma 565 8532.
Umsóknarfrestur ertil 25. apríl nk.
Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ.
Sjávarútvegsráðuneytið
Starfsmaður til að
annast fjárlagagerð
Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir að ráða
starfsmann til að annast fjárlagagerð og til að
hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga fyrir ráðu-
neytið og stofnanir, sem starfa á þess vegum.
Starfsmanninum er jafnframt ætlað að sinna
verkefnum er varða skipulag ráðuneytisins
og vinna að skýrslugerð um ýmsa þætti á verk-
efnasviði ráðuneytisins.
Umsækjandi skal hafa lokið háskólaprófi í hag-
fræði eða viðskiptafræði. Kjör eru samkvæmt
samningi Félags háskólamenntaðra starfs-
manna stjórnarráðsins. Um er að ræða fullt
starf. Starfið er laust nú þegar.
Umsóknir sendist sjávarútvegsráðuneytinu,
Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. apríl nk.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar
í sjávarútvegsráðuneytinu í síma 560 9670.
Sjávarútvegsráðuneytið,
10. apríl 1997.
YMISLEGT
Dansherra
8 ára dama, sem hefur mikinn áhuga á dansi
og hefur unnið til verðlauna í A-riðli, vantar
dansherra.
Upplýsingar í síma 557 6570.
TILK YISINING AR
Verkamannafélagið HKf
Sumarorlof
Umsóknir um orlofsdvöl
Þeir félagsmenn Hlífar sem hug hafa á að
dveljast í sumarhúsum eða orlofsíbúðum
félagsins næsta sumar eru beðnir að sækja
um það fyrir 20. apríl nk.
Hlíf á eitt sumarhús í Ölfusborgum og þrjú við
Húsafell í Borgarfirði. Þá á félagið tvær orlofs-
íbúðir á Akureyri. Auk þess er verið að smíða
sumarhús fyrir félagið, sem á að staðsetja
austur í Skyggnisskógi. Fari alltsamkvæmt
áætlun mun bústaðurinn koma í gagnið í júní
í sumar.
Eins og undanfarin sumur er gert ráð fyrir viku-
dvöl.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hlífar,
Reykjavíkurvegi 64.
Skrifstofan er opin frá 13.00-16.30.
Símar 555 0987 og 555 0944.
Stjórn Hlífar.
Stolin bifreið!
Hefur þú séð bifreiðina E 3404 sem var
stolið 29. mars sl. Bifreiðin er Honda Civic Sed-
an árg. 1988, rauðbrún að lit. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um hvar bifreiðin er niður-
komin, hafi samband í síma: 588 2214 eða
893 2010. Fundarlaunum heitið.
HUSNÆÐI í BOÐI
Leiguskipti á sumarhúsi
Starfsmannafélag óskar eftir leiguskiptum á
sumarhúsi í sumar. Erum með hús í Borgarfirði
í skiptum við hús í öðrum landshluta.
Upplýsingar í símum 421 1552,421 3445 og
421 3890.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Samtök
psoriasis og
exemsjúklinga
Aðalfundur
SPOEX 1997 verður haldinn fimmtudaginn
17. apríl nk. á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18,
kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Grímur Sæmundsen, læknir, framkvæmda-
stjóri Bláa lónsins hf., segirfrá uppbyggingu
við Bláa lónið.
Önnur mál.
Stjórnin.
Fundur með fyrrum starfs-
mönnum Útvegsbankans
Samband íslenskra bankamanan efnirtil fund-
ar með þeim sem störfuðu hjá Útvegsabankan-
um í apríl 1987.
Dagskrá: Lögfræðiálit á rétti starfsmanna
til biðlauna.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði
Sambands íslenskra bankamanna, Snorrabraut
29, Reykjavík, 4. hæð, þriðjudaginn 15. apríl
1997 og hefst hann kl. 20.30.
Samband íslenskra bankamanna.
TILBDÐ / UTBOÐ
Verzlunarskóli íslands
Útboð
Fyrir hönd Húsbyggingarsjóðs Verslunarskóla
íslands er hér með óskað eftirtilboðum í bygg-
ingu verslunarháskóla sem á að rísa við Ofan-
leiti 2 í Reykjavík.
Húsið er kjallari og fimm hæðir, auk tæknirým-
is á 6. hæð. Húsið er 4070 fm og 14.494 rm.
Helstu verkþættir eru uppsteypa húss og frá-
gangur að utan, þakfrágangur, gluggar, gler,
múrverk og lagnir utanhúss.
Skila skal uppsteyptu húsi með þaki og gleri
1. desember 1997 en frágangi að utan skal
lokið 1. júlí 1998.
Sala útboðsgagna hefstfimmtudaginn 10. apríl
á skrifstofu Verslunarskóla íslands, Ofanleiti
1, 103 Reykjavík. Óendurkræft söluverð
útboðsgagna er kr. 8.000.-.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Verslunarskóla
íslands fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 7. maí
1997.
FELAGSSTARF
HEIMOALLUR
Borgarmálin
í brennidepli
Borgarmálahópur Heimdallar heldur opinn
fund um borgarmál í kvöld í Valhöll, Háaleitis-
braut 1. Gestur fundarir.s verður Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. Mun hann ræða
vítt og breitt um borgarmál; m.a. um félagsmál
og atvinnumál og þróunina í þeim efnum á
valdatíma R-listans.
Fundurinn hefst kl. 20.30 og er öllu áhugafólki
um borgarmál heimill aðgangur.
Eitt blað fyrir alla!
- kjarni málsins!