Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
ÍDAG
Opið bréf til Önnu H.
Bragadóttur, Flúðum,
Tunguhreppi
Frá Jóni Steinari Elissyni:
Á dauða mínum átti ég von en
ekki afsögn þinni úr hreppsnefnd
Tunguhrepps með hætti sem þess-
um. Þú kýst að senda mér fax úr
ritstjórn Áustra þess efnis að þú
sért hætt í hreppsnefnd Tungu-
hrepps.
Það er rétt sem þú segir í bréf-
■* korninu að þú sért búin að vera í
hreppsnefnd Tunguhrepps í 7 ár.
Samstarf þitt við mig í hreppsnefnd-
inni hefur verið með miklum ágæt-
um. Þú hefur verið mjög áhugasöm
um málefni Tunguhrepps, komið
með ýmsar tillögur og ábendingar
um málefni sem betur mættu fara.
Aldrei hefur okkur orðið sundurorða
og þú ekki hikað við að halda þínum
j skoðunum fram.
Við höfum haft það að markmiði
að stuðla að aukinni samvinnu og
samstarfí þessara þriggja hreppa. Á
þessum tíma var tekin ákvörðun um
að byggja nýtt íþróttahús við skól-
i ann og framkvæmdir hafnar. Þetta
verkefni er samstarfsverkefni
þriggja hreppa. Brúarásskóli er í
eigu ríkis, Tungu- og Hlíðarhrepps
að jöfnu, þannig hefur hann verið
rekinn í 17 ár með miklum ágætum.
Rekstrinum er skipt milli Hlíðar-
og Tunguhrepps að jöfnu, Jökuldals-
; hreppur greiðir 20%. Jökuldals-
hreppur kemur inn með stofnfram-
lag í hið nýja íþróttahús í sömu hlut-
föllum og hann er í rekstri. Þessi
ákvörðun þeirra að koma sem eig-
endur í íþróttahúsinu gerði gæfu-
muninn þannig að af framkvæmdum
- gæti orðið. Að þessu vannst þú með
okkur í hreppsnefndinni af heilum
hug. Eins og þú manst höfnuðu Jök-
uldælingar öllum sameiningarum-
ræðum í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingum. Við ákváðum að láta ekki
deigan síga og halda áfram samein-
ingartilraunum. Árangurinn fór svo
smátt og smátt að koma í ljós því
hreppsnefnd Jökuldalshrepps ákvað
á fundi í byrjun júní að ræða samein-
ingu þessara þriggja hreppa sem
leiddi til kosninga 29. mars síðastlið-
inn. Anna, þessar kosningar snerust
um sameiningu þessara hreppa, ekki
að leggja Brúarás niður sem skóla-
stað. Þú veist eins vel og ég að á
hreppsnefndarfundi 10. febrúar
lagði fulltrúi Tunguhrepps í bygg-
inganefnd íþróttahúss í Brúarási til
að leggja 4 millj. kr. til íþróttahúss-
ins og stefnt yrði að því að húsið
yrði tilbúið til notkunar, a.m.k. að
hluta til, 1. febr. ’98. Þetta sam-
þykkti hreppsnefndin samhljóða. Af
hveiju vilt þú leggja Brúarásskóla
niður?
Laugardagurinn fyrir páska
verður í huga okkar sennilega
nefndur laugardagurinn langi. Á
skírdag eyddi meistarinn kvöldinu
með lærisveinum sínum, laugaði
fætur þeirra og snæddi með þeim
síðustu kvöldmáltíðina. Hann vissi
að daginn eftir myndi einn af læri-
sveinum hans svíkja hann í hendur
óvinum hans, líkami hans var seldur
fyrir tíu skildinga á föstudaginn
langa. Anna, ég vona að þú hafir
haft meira upp úr krafsinu en Júd-
as forðum þegar þú seldir æru mína
til handa æstum múg ættuðum ofan
af Jökuldal. Okkur ber að virða vilja
meirihluta sveitunganna, annars
hefðum við aldrei leitað eftir áliti
þeirra. Anna, þér er fyrirgefið, ég
skora á þig að koma aftur til starfa
og halda áfram að vinna fyrir sveit-
unga þína hveijir sem þeir kunna að
verða.
JÓN STEINAR ELISSON,
oddviti Tunguhrepps.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator féiag laganema.
SKAK
llmsjón Margcir
Pctursson
STAÐAN kom upp á stór-
móti í Dos Hermanas á
Spáni, sem nú stendur yfir.
Hvít.-Rússinn Boris Gelf-
and (2.700) hafði hvítt og
átti leik, en Nigel Short
(2.690), Englandi, var með
svart. 29. — b5xc4 var síð-
asti leikur svarts.
30. Dh2! - Rf7 30. - cxd3
31. Bxg5 - fxg5 32. Hxh6
var vonlaust með öllu) 31.
Bxh6+ - Kg8 32. Be4 -
Be8 33. Be3 - Hxh4 34.
Dxh4 - Kf8 35. Bh6+ -
Ke7 36. Bg7 - Kd7 37.
Dxf6 og svartur gafst upp,
því hann á sér enga við-
reisnar von
gegn tveimur
samstæðum
frípeðum
hvíts á kóngs-
væng.
Staðan á
mótinu eftir
fimm umferð-
ir: 1.—2. An-
and og Júdit
Polgar 3 'A v.,
3. Gelfand 3
v., 4. Kramn-
ik 2‘A v. af
4, 5.-7.
Salov, Top-
alov og
Karpov 2 '/2
v., 8.-9.
Shirov og Short 1 '/2 v., 10.
Illescas 1 v.
Markverðustu úrslitin til
þessa voru þau að Kramnik
vann öruggan sigur á Ana-
tólí Karpov, FIDE heims-
meistara í þriðju umferð.
Það eru litlar líkur á því
að fyrirhugað einvígi þeirra
Kasparovs og Karpovs í
haust verði sérlega spenn-
andi og enn eiga kapparnir
eftir að finna mótshaldara.
HVÍTUR leikur og vinnur
BRIDS
Umsjón Guómundur Páll
Arnarson
ÞRÁTT fyrir ófriðlegar
sagnir NS tókst sjö AV-pör-
um af tíu að komast í al-
slemmu í spili dagsins, sem
kom upp í fyrstu umferð
íslandsmótsins:
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
♦ D1093
T 1063
♦ 104
♦ DG83
Austur
1111: H
4 ÁK109
Suður
♦ KG8654
V 5
♦ 7653
♦ 72
Björn _ Eysteinsson og
Sverrir Ármannsson í sveit
Landsbréfa fóru þannig að
gegn liðsmönnum VÍB,
þeim Aðalsteini Jörgensen
og Matthíasi Þorvaldssyni:
Vestur Norður Austur Suður
Sverrir Matthías Bjöm Aðal-
steinn
- - - 2 hjörtu*
Dobl 3 hjörtu** 4 hjörtu Pass
4 grönd 6 spaðar Pass *** Pass
6 grönd Pass 7 lauf Pass
7 tíglar Pass Pass 7 spaðar
Pass *** Pass 7 grönd Pass
Pass Pass
* Margræð hindrun, m.a.
veikir tveir í spaða.
** Leitandi.
*** Kröfupass,
Aðalsteinn og Matthías
eru nokkuð seinir af stað
vegna eðlis opnunarinnar. Á
öðrum borðum var hindrunin
beinskeyttari, en ekki að
sama skapi árangursrík. Hér
er eitt dæmi:
3 spaðar Dobl4 spaðar6
hjörtuDobl Pass6 spaðar-
PassPass 7 hjörtuAllir pass
Vestur hefur enga trygg-
ingu fyrir því að ekki vanti
ás þegar hann segir sjö
hjörtu, en „eitthvað verður
að gera“.
Aðeins á einu borði fengu
NS að spila fómina. Það voru
sex spaðar, 1.100 niður. Tvö
pör spiluðu sex hjörtu.
Vestur
4 Á
V KD9
♦ ÁKD982
4 654
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Handveski
tapaðist
SVART, kringlótt,_ hand-
veski tapaðist við Ármúla
2. apríl. í veskinu voru
peningar sem eru
afmælisgjöf. Skilvís
fmnandi vinsamlega
hringi í síma 552-1847.
Dýrahald
Köttur í óskilum
DÖKKGRÁR og hvítur
stálpaður kettlingur er í
óskilum að
Bergþórugötu 7.
Upplýsingar í síma
552-5981.
Gefins
kettlingur
KETTLING, 4ra
mánaða, vantar gott
heimili. Uppl. í síma
565-3672.
Læða óskar
eftir heimili
SVÖRT og hvít, blíð og
góð, 2ja ára kettlingafull
læða óskar eftir góðu
heimili vegna sérstakra
aðstæðna. Upplýsingar í
síma 565-4671.
Óska eftir
kettlingi
ÓSKUM eftir að fá kettl-
ing gefins. Uppl. í síma
551-0060.
Trýna er týnd!
KISAN okkar hún Ttýna, sem á heima í Garðabæ,
hvarf 30. mars og hefur ekki sést síðan. Hún gæti
verið lokuð einhvers staðar inni í bflskúr eða geymslu.
Trýna er 8 ára gömul, mjög sérstök í útliti, þrílit,
dökkgrá, drapplit og hvít, talsvert loðin. Hún er mjög
skrafhreifin og
sjálfstæð kisa og
hefur aldrei áður
farið á flakk. Við
erum því að vonum
áhyggjufull og
höfum haft samband
við Kattholt og
dýralækna án árang-
urs. Við vonumst til
þess að þessar línur
verði til þess að
Trýna finni rétta leið
heim. Hennar er sárt
saknað. Upplýsingar
í síma 565-8264.
Pennavinir
FINNSKUR 62 ára frí-
merkjasafnari vill auka
eign sína af íslenskum
merkjum og býður skipti:
Jouko Huuskonen,
KaHioniementie 3 A 7,
SF-71850 Leppaka-
arre,
Finland.
TUTTUGU og fimm ára
Ghanastúlka með áhuga á
íþróttum, kvikmyndum,
tónlist, ferðalögum o.fl.:
Emilia Baidoo,
P.O. Box 1152,
Cape Coast,
Ghana.
FIMMTÁN ára japönsk
stúlka með margvísleg
áhugamál:
Miki Satake,
11-3 Higashisendai
1-C,
Miyagino-k, sendai-s,
983 Japan.
PÓLSKUR karlmaður
sem getur ekki aldurs en
hefur mikinn áhuga á neð-
anjarðartónlist:
Tomasz Szumski,
ul. Cicha 9,
09-130 Baboszewo,
woj. ciechanowskie,
Poland.
Víkveiji skrifar...
NÝLEGA var klukkunni breytt
í Evrópu og tekinn upp sum-
artími. Þetta leiðir hugann að því
hvers vegna við íslendingar gerum
ekki það sama. Margvísleg rök
mæla með slíkri breytingu. Fyrst
og fremst þau að fólk geti notið
sumarsins betur á virkum dögum.
Það væri komið heim til sín úr
vinnu klukkustund fyrr og getur
notið dagsins betur þegar veður
er fallegt, grillað og haft það gott.
Víkveiji mælir með þessari breyt-
ingu.
xxx
NOKKUR umræða spannst um
það í kjölfar kjarasamninga
verslunarmanna, sem giltu til 29.
febrúar 2000, hvort hlaupár væri
það ár eða ekki. í lesendabréfí var
því m.a. haldið fram að aldamótaár
væri ekki hlaupár ef talan 400
gengi upp i ártalinu.
Þessu er einmitt öfugt farið.
Aldamótaár eru aðeins hlaupár ef
talan 4 gengur upp í tölunni. Þann-
ig verður árið 2000 hlaupár en
árið 1900 var ekki hlaupár svo
dæmi sé tekið.
Grunneiningar í tímatali okkar
eru sólarhringur, mánuðir og ár.
Árið er 365 dagar, en hið eiginlega
ár, hvarfárið, er 365,2422 dagar.
Til þess að leiðrétta þessa skekkju
var bætt við einum degi fjórða
hvert ár, hlaupárið. En það dugði
ekki til að hafa tímatalið nákvæmt
og því er ekki hlaupár nema fjórða
hvert aldamótaár.
xxx
Alaugardaginn eru liðin 70 ár
síðan hið merka félag
íþróttafélagið Völsungur var
stofnað á Húsavík. Stofnfélagar
voru 27, drengir á aldrinum 10-14
ára, og merkilegt er að ennþá eru
á lífi 12 af stofnendunum. Verða
þeir eflaust í öndvegi þegar afmæl-
ið verður haldið hátíðlegt.
í skemmtilegu viðtali við 5 af
stofnendunum í Víkurblaðinu fyrir
skömmu kemur fram að þeir Haf-
stein bræður, Jóhann, Jakob og Jón
Kristinn, voru helstu hvatamenn
að stofnun félagsins. Þeir voru
foringjar í drengjahópnum á Húsa-
vík á þessum árum og Jóhann varð
síðar meir einn af foringjum þjóð-
arinnar, m.a. forsætisráðherra um
tíma.
I viðtalinu er víða komið við.
T.d. er upplýst að alltaf hafi verið
leiðinlegt að spila fótbolta við
Akureyringa og Þórsarar hafi ver-
ið grófir í öll 70 árin! Adidas-verk-
smiðjurnar voru ekki komnar til
sögunnar á fyrstu árum Völsungs
og því spiluðu menn á gúmmískóm
eða strigaskóm og einstaka maður
spilaði á selskinnsskóm. Boltarnir
voru reimaðir blöðruboltar og það
voru ekki nema örfáir strákar sem
höfðu hugrekki til að skalla bolt-
ann!
Fimmmenningarnir sem Víkur-
blaðið ræddi við fylgjast enn vel
með fótboltanum og horfa mikið á
leiki í sjónvarpinu. Þeim fínnst
harkan orðin of mikil í knattspyrn-
unni í dag og eru örugglega ekki
einir um þá skoðun.