Morgunblaðið - 23.04.1997, Side 25

Morgunblaðið - 23.04.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 25 LISTIR Nægir þar að nefna Únglínginn í skóginum frá þriðja áratugnum þar sem súrrealisma gætir í fyrsta sinn í íslenskum kveðskap. Þá hafa mörg lög við kvæði hans orðið fleyg með þjóðinni, t.d. Maístjarn- an, Hjá lygnri móðu og íslenskt vögguljóð á hörpu. Verðlaun og heimasíða Dagur bókarinnar Allir nemendur í tíunda bekk fá Kvikmyndasýningar Strandgata 28, Hafnarfirði Kringlunni Árið 1996 voru Bókmenntaverð- laun Halldórs Laxness afhent í fyrsta sinn. Þau verða afhent öðru sinni á hausti komandi en frestur til að skila handritum rennur út 15. maí nk. Vaka-Helgafell stend- ur að verðlaununum og leggur fram verðlaunaféð sem nemur hálfri milljón króna. Vaka-Helgafell vinnur nú að gerð heimasíðu Halldórs Laxness á alnetinu. Þar verður að finna margvíslegar upplýsingar um skáldið á íslensku og ensku. Stefnt er að því að síðan verði fullbúin síðar á árinu. Rafræn útgáfa Undanfarin sjö ár hefur Vaka- Helgafell undirbúið rafræna út- gáfu á verkum skáldsins en forlag- ið hefur á þeim tíma unnið mark- visst að því að koma skáldsögum hans og kvæðum á tölvutækt form. Slík útgáfa myndi opna fjölmargar nýjar leiðir í rannsóknum á verkum Halldórs. Samningaviðræður við Orðabók Háskóla Islands og Eirík Rögnvaldsson prófessor um þessa útgáfu eru nú á lokastigi. Eiríkur var í hópi þeirra sem unnu hlið- stætt verkefni, Orðstöðulykil ís- lendingasagna, nema hvað textinn sem verður í orðstöðulykli Halldórs Laxness er meiri að vöxtum. Ís- lendingasögurnar eru rúmlega fimm milljón tölvubæti en skáld- verk Halldórs ein eru á níundu milljón bæta. Pjárhagsáætlun verksins hljóðar upp á nærri tíu milljónir króna. Lestur í bókabúðum Á afmælisdaginn munu leikarar á vegum Vöku-Helgafells lesa úr verkum Halldórs Laxness í þremur bókabúðum í Reykjavík. Lesið verður í Eymundsson í Kringlunni og Austurstræti og í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. Síðar á árinu segir í tilkynningu Vöku-Helgafells verður efnt til maraþonsupplestrar úr verkum skáldsins þar sem lærðir og leikir lesa brot úr þeim verkum Halldórs Laxness sem þeir hafa dálæti á. Þátttakendur munu koma hvað- anæva að úr þjóðfélaginu og stend- ur lesturinn yfir í heilan dag. bók gefins DAGUR bókarinnar og höfund- arréttar er haldinn hátíðlegur um heim allan i dag að tilstuðlan UNESCO. í tilefni dagsins hefur Félag íslenskra bókaútgefenda ákveðið að gefa öllum nemend- um tíunda bekkjar grunnskóla landsins bókina Fuglinn á garð- staurnum og fleiri sögur eftir Halldór Laxness. Verður bókin prentuð sérstaklega og afhent börnunum síðar í vor. Upplestur á Kjarvalsstöðum Ýmislegt verður við að vera hér á landi í tilefni dagsins. Á Kjarvalsstöðum munu fjöl- margir rithöfundar lesa úr verk- um sínum og stendur dagskráin frá kl. 15 til 22. Byijað verður á að lesa úr bókum fyrir börn en kl. 18 hefst lestur úr bókum fyrir fullorðna á því að Helga Bachmann leikkona les úr Ijóð- um Halldórs Laxness sem verð- ur einmitt 95 ára í dag. Síðan munu rithöfundar lesa úr verk- um sínum hver af öðrum en þeir eru: Gylfi Gröndal, Hrafn Harðarson, Þórður Helgason, Kjartan Árnason, Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir, Valgerður Benediktsdóttir, Ólöf Péturs- dóttir, Eyvindur P. Eiríksson, Jón Bjarman, Steinþór Jóhanns- son, Sigurður Geirdal, Anna S. Björnsdóttir, Hrafnhildur Val- garðsdóttir, Árni Árnason, Ármann Kr. Einarsson, Eysteinn Björnsson, Tryggvi V. Líndal, Erpur Eyvindarson, Benóný Ægisson, Bergljót Arn- alds, Illugi Jökulsson, Jóhann Hjálmarsson, Einar Bragi, Jóna Rúna Kvaran, Njörður P. Njarð- vík, Vigdís Grímsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Guðmundur Helgason, Árni Larsson, Gunnhildur Elsa Hrólfsdóttir, Gunnar Dal, Pjétur Hafstein Lárusson, Einar Kárason, Þór Stefánsson, Jón Ögmundur Þormóðsson, Krist- ján Hreinsmögur, Kristján Jó hann Jónsson, Þórarinn Eldjárn, Dagný Kristjánsdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Selma Júl- íusdóttir, Steinunn Jóhannes- dóttir, Þorgeir Þorgeirson og Sigurður A. Magnússon. Lesturinn verður brotinn upp stöku sinnum með tónlistar- fiutningi Gunnars Kvarans sellóleikara og flautuleikaranna Maríu Cederborg og Björns Davíðs Kristjánssonar. Kaffi- stofan verður opin og rithöfund- ar munu selja bækur sínar við lágu verði. Sýning um Laxness og fleira Opnuð verður sýning Félags bókagerðarmanna i Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16.30 en hún er haldin í tilefni af hundrað ára afmæli félagsins. í Þjóðarbókhlöðunni verður opnuð kl. 16 sýning sem nefnist Ásjónur skáldsins þar sem sýnd verða málverk, teikningar og höggmyndir af Halldóri Lax- ness. í Þjóðleikhúsinu verður hald ið málþing um nýja útgáfuhætti á vegum MIDAS-NETS en þar verður einkum fjallað um mögu- leika til útgáfu með nýrri marg- miðlunartækni. Mál og menning og rás 2 standa að svokölluðum bóka- hring sem hefst í dag. Þar getur fólk gefið bækur sem það hefur ekki not fyrir lengur. Mál og menning mun svo selja þær en allur ágóði rennur til Kvennaat- hvarfsins. Dagnr bókarinnar ÖLLUM börnum þykir gaman að láta lesa fyrir sig. Af því leiðir að allir gætu áfram haft gaman af bók- um, ekkert minna. En hvernig skyldi þá standa á því að mörg þeirra barna sem voru sérlega móttækileg fyrri Óla Alexander Fílíbommbommbomm og Dísu ljósálfi verða aldrei á ævinni málkunnug Ólafi Kárasyni Ljósvík- ingi, Don Kíkóta og Snæfríði ís- landssól? Hér áður fyrr var minni hætta á þessari þróun því krakkar lásu allt sem að kjafti kom og það voru stutt- ar leiðir milli Ólafs Kárasonar og Óla Alexanders. Núna er hins vegar orðið allt of langt á milli þessara góðu drengja. Olafur Kárason er kominn svo hátt í bókaskápinn að krakkar þurfa stiga til að ná í hann. Og það er alveg synd því það þarf barn til að skilja þessa persónu - og það skilur sjálft sig í honum. Það er heldur ekki verra fyrir barn sem á fimmtíu bækur að heyra um strák sem átti bara eina bók og geymdi hana innanklæða svo hann klæjaði á hjartanu undan henni. Og alltaf bætist í bókaskápinn barnanna núna, en þessi eina frá Ólafi tekin þegar upp um hana komst í baðinu á sumardaginn fyrsta. Ég held að við fullorðna fólkið getum hjálpað til að smíða renni- brautir milli bókahillnanna með Óla A og Ólafi K, til dæmis með því að minna stálpaða krakka á að bækur séu bækur og að þær séu fyrir alla. Það skipti ekki máli þótt maður skilji ekki núna hvaðeina sem þar stend- ur. Það komi seinna, og það sé allt í lagi að hraðfletta sums staðar. Ég hef aldei heyrt um barn sem beið tjón á sálu sinni af því að lesa eitt- hvað sem það skildi ekki, miklu frek- ar að það efidi forvitni. Það er ekki nóg að kenna krökk- um að lesa, það þarf líka að kenna þeim að lesa með stóru elli og seil- ast í hillurnar eftir alls konar les- efni. Og bestu kennararnir eru þeir sem hafa ást á viðfangsefninu, ekki endilega þeir sem vita mest. Fyrir nokkrum árum gerði það stormandi lukku í einum Reykjavíkurskólanum að foreldrar komu og lásu fyrir bekki barnanna sinna úr bókum sem þeim höfðu þótt skemmtilegar þegar þau voru lítil. Þarna hlýtur eitt og annað að hafa flotið með sem ekki flokkað- ist nákvæmlega undir barnabækur. Hver veit nema einhver hafi lesið um Ólaf Kárason eða jafnvel Don Kíkóta. Þá erum við komin að því. Hvað um það þótt einhveijir fari á mis við Don Kíkóta? Til hvers þurfum við þennan sjónumhrygga riddara? Eitt svar er það að við þurfum hann til þess rð sjá sjálf okkur. Um leið og við fáum mynd af Don Kíkóta á truntunni Rósínante taka upp sverð til að beijast við vindmyllur getum við hlegið að skrípaútgáfunni af sjálfum okkur. Eins og hann erum við því marki brennd að sjá hluti eins og þeir eru ekki, og vel mein- andi beijumst við gegn einu og öðru sem er ekki endilega það sem við höldum að það sé. Mætti ég bæta því við að ég er alveg viss um að allar góðar bækur hafa beint notagildi. Þær ala okkur upp, gera okkur sveigjanlegri í hugs- un, og við lærum utanað þá allra nauðsynlegustu lexíu, að við erum ekki ein um neitt af því sem fyrir okkur kemur - hvorki til góðs né ills. Meira að segja þetta getum við svo látið lönd og leið ef við viljum, en ég sný ekki aftur með það að hver góð bók er viðbót við lífið, með henni lifum við lengra. Steinunn Sigurðardóttir í haust munu Vaka-Helgafell og kvikmyndahúsið Regnboginn efna til kvikmyndahátíðar þar sem sýndar verða bíómyndir sem gerð- ar hafa verið eftir verkum Hall- dórs Laxness. Leikrit og ritgerðasamkeppni Þann 11. apríl sl. fruinsýndi Leikfélag Akureyrar leikgerðJHall- dórs E. Laxness og Trausta Ólafs- sonar á skáldsögu Nóbelsskáldsins, Vefaranum mikla frá Kasmír. Af því tilefni efndu leikfélagið og Vaka-Helgafell til ritgerðasam- keppni þar sem öllum framhalds- skólanemum landsins var heimil þátttaka. Úrslit voru kunngerð eft- ir frumsýningu leikritsins og voru þijár ritgerðir verðlaunaðar. Vaka- Helgafell gaf verðlaunin og hlutu sigurvegararnir þrír hver um sig helstu verk Halldórs Laxness. Eitt blab fyrir alla! Hí>riM»WaWt> - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.