Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um heildarútgáfu rita Sigurðar Nordals Fjöreggið og löglausu lögin AÐ MATI frétta- stofu Ríkissjónvarps- ins virðist fátt hafa verið fréttnæmt af árs- fundi Rannsóknarráðs íslands 15. apríl sl. annað en það að Jó- hannesi Nordal hafi verið veittur tvöfalt hærri styrkur til heild- arútgáfu á ritverkum Sigurðar Nordals en reglur segja til um þótt lög að vísu leyfí. Þetta var aðalfrétt að kvöidi 16. apríl sl. sem var svo endurtekin í síðari fréttatíma sama kvöld. Fyrir fréttinni var bor- inn framkvæmdastjóri Rannsóknar- ráðs og fylgdu skýringar hans með. Daginn eftir var leiðrétting lesin í kvöldfréttatíma, en fékk þó ekki jafnveglegan sess og hin fyrri. Af vísindaiðkun landsmanna fóru hins vegar engar sögur. Hið sanna í málinu er að styrkur þessi var ekki veittur Jóhannesi Nordal, heldur Hinu íslenzka bók- menntafélagi. Sjálfur undirritaði ég umsóknina fyrir hönd félagsins, en Jóhannes sem verkefnisstjóri eins og áskilið var á eyðublaðinu. Hefur hann haft umsjón með útgáfunni ásamt ritnefnd, en engar greiðslur fengið frá Bókmenntafélaginu fyrir það starf. Rannsóknarráð hefur þegar greitt nálega allan styrkinn beint til Bók- menntafélagsins; það sem eftir stendur verður greitt félaginu síðar á árinu. Styrknum hefur verið varið til að kosta fræðilega vinnu við útgáfuna og voru menn ráðnir sér- staklega til þeirra verka. Sú vinna laut aðallega að gerð ýtar- legra skráa yfir allt verkið sem er 12 bindi og búa til prentunar háskólafýrirlestra Sig- urðar um bókmennta- sögu íslendinga 1350- 1750. Það var nokkurt vandaverk eins og nán- ar er lýst í formála síð- asta flokks ritsafnsins. Til viðbótar útgáfu textans var aukið við nokkrum ábendingum um síðari umíjöllun með vísan til nýrri rita og útgáfa. Vegna þess hversu verkið hefur dregizt bættust við sérstakir erfiðleikar við flutning texta milli tölvukerfa sem kostaði bæði fé og fyrirhöfn. Styrkur sá sem Bókmenntafélag- ið hlaut er svokallaður kynningar- styrkur. Hvað sem nafngiftum líður en ljóst að honum var varið til að kosta fræðilega vinnu sem óhjá- kvæmilegt var að vinna ef verkið átti að koma að fullum notum. Rannsóknarráð íslands gerir miklar kröfur til umsókna. Aldrei hefur annað hvarflað að mér en þær fái í samræmi við það málefnalega umfjöllun að fengnu áliti hinna beztu manna. Með umsókn Bók- menntafélagsins var farið fram á stuðning við að leiða til lykta mikil- vægt og óvenju viðamikið útgáfu- verk sem hafið var fyrir rúmum tíu Styrkur Rannsóknar- ráðs var alls ekki veittur Jóhannesi Nordal, segir Sigurður Líndal, held- ur Hinu íslenzka bók- menntafélagi. árum að frumkvæði Tómasar Guð- mundssonar skálds. Um nokkurt skeið var tvísýnt um framhaldið vegna langvinnra fjárhagserfiðleika Almenna bókafélagsins sem var upphaflegur útgefandi. Þegar sýnt var að ekki rættist úr tók Hið ís- lenzka bókmenntafélag við verkinu og lauk því. íslendingar eru nýjungagjarnir og öllu fúsari til að hefja fram- kvæmdir en leiða þær til lykta. Og þeir sem ijármunum ráða virðast að sama skapi fúsari til að styrkja fyrirætlanir en framkvæmdalok. Eg taldi styrkveitingu Rannsóknarráðs til Bókmenntafélagsins til marks um breytt viðhorf - að nú gerðu menn sér betur grein fyrir því en áður að slík stefna væri ekki heilla- vænleg. Ekki væri síður mikilvægt að ljúka framkvæmdum en hefja þær þannig að full not yrðu af verk- um í stað þess að þau döguðu uppi hálfköruð og til takmarkaðrar nyt- semdar eins og allt of mörg dæmi eru um. Höfundur er lagaprófessor. EINHVER furðu- legustu lög, sem Al- þingi hefur samþykkt, eru lögin um stjórn fiskveiða nr. 38/1990. Hvort tveggja er stofn- analegt orðalag þeirra og eins hið viðamikla valdaafsal Alþingis, sem 4. gr. laganna fel- ur í sér og er svohljóð- andi: „Ráðherra getur ákveðið að auk al- menns veiðileyfis skuli veiðar á ákveðnum tegundum nytjastofna, veiðar í tiltekin veiðar- færi, veiðar ákveðinna gerða skipa eða veiðar á ákveðnum svæðum háðar sér- stöku leyfi ráðherra. Getur ráðherra bundið leyfi og úthlutun þess þeim skilyrðum er þurfa þykir. Ráðherra Hve lengi á að dragast, spyr Gunnlaugur Þórðarson, að glóru- laus ólög verði borin undir Hæstarétt? getur m.a. ákveðið að aðeins hljóti leyfi ákveðinn fjöidi skipa, skip af ákveðinni stærð eða gerð eða skip er tilteknar veiðar stunda eða hafa áður stundað." Texti þessi kom fyrst fram í 3. gr. laga nr. 118/1984, um breyt- ingu á lögum um veiðar í landhelgi íslands, en eru nú í 4. gr. laga um stjórn fisk- veiða. Þetta er þrum- andi ofurframsal á valdi Alþingis á aðal- atvinnuvegi þjóðarinn- ar. Sennilega finnst ekki dæmi um slíkt brot á stjórnarskrá rík- is með öðrum lýðræðis- þjóðum. Þó keyrði um þverbak, er Norður- Atlantshafið og íshafið voru lögð undir ráð- herra með lögunum um stjórn fiskveiða. Hér er sama ólyktin af lögg- jöfinni og í 20% fyrn- ingarákvæðinu og þeirri spillingu, sem því fylgir. Einfaldast hefði verið að orða lagagreinina eitthvað á þessa leið: „Ráðherra einn getur ráðið veiðum við ísland eftir því, sem honum þykir." Á bls. 67 í bókinni um búmarkið, sem vikið var að í síðustu blaða- grein, farast Sigurði Líndal svo orð, að lögin, sem hafa að geyma ofan- greind lagaákvæði, séu dæmi um víðtækt framsal Álþingis á valdi þess. Hann segir ennfremur orðrétt: „Ekki liggur í augum uppi hvað þessi texti merkir í raun og veru.“ Greinilegt er, að prófessornum blöskrar orðalag lagagreinarinnar, og þó kallar hann ekki allt ömmu sína í því efni. Það var illt, að hann skyldi ekki taka skýrar til máls og segja afdráttarlaust skoðun sína á kvótanum, en takmarka sig við álit á búmarkinu og því, sem það snert- Sigurður Líndal Gunnlaugur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.