Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 39
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Afskipti fjár-
málaráðuneytisins
af útboði Reykja-
víkurborgar
NOKKRAR umræð-
ur og blaðaskrif hafa
orðið vegna afskipta
fj ármálaráðuneytisins
af útboði Hitaveitu
Reykjavíkur vegna
kaupa á hverflasam-
stæðum fyrir væntan-
legt orkuver á Nesja-
völlum. Afskipti ráðu-
neytisins urðu vegna
kæru Bræðranna
Ormsson ehf. fyrir
hönd Sumitomo Corp-
oration sem var einn
bjóðenda í lokuðu út-
boði. Magnús Péturs-
son, ráðuneytisstjóri
fjármálaráðuneytisins,
gerir grein fyrir sjónarmiðum ráðu-
neytisins í grein í Mbl. sl. laugardag
og af því tilefni þykir borgaryfir-
völdum rétt að skýra nánar sjónar-
mið Reykjavíkurborgar og gera at-
hugasemdir við skýringar ráðuneyt-
isins.
Valdsvið
fj ármálaráðherra
Á árinu 1993 voru gerðar breyt-
ingar á lögum um skipan opinberra
framkvæmda og lögum um opinber
innkaup. Var bætt við lög þessi
ákvæðum um útboð opinberra
framkvæmda og opinberra inn-
kaupa á evrópska efnahagssvæð-
inu. í hinum nýju lagagreinum er
kveðið á um skyldu opinberra aðila
til að bjóða út tiltekin innkaup sín,
þ.m.t. sveitarfélaga er þau m.a.
sinna orkuveitu. í lögunum eru skil-
greind þau innkaup sem skylt er
að bjóða út og kveðið á um auglýs-
ingar á ráðgerðum útboðum inn-
kaupa. Frekari efnisákvæði um út-
boð og samningsgerð er þar ekki
að finna. í 13. gr. laganna um opin-
ber innkaup er síðan svofellt
ákvæði: „Nú telur bjóðandi að
stjórnvöld hafi tekið ákvörðun í
tengslum við framkvæmd útboðs
eða gerð samnings um innkaup sem
felur í sér brot á ákvæðum laga
þessara um útboð á evrópska efna-
hagssvæðinu og getur hann þá
kært þá ákvörðun til fjármálaráðu-
neytisins." Kæruheimild laganna
um skipan opinberra framkvæmda
er takmörkuð með sama hætti.
Reykjavíkurborg fór í hvívetna eftir
þeim lagafyrirmælum sem um getur
í fyrrnefndum lögum. í kæru
Bræðranna Ormsson vegna Sumi-
tomo er hvergi vikið að því að
Reykjavíkurborg hafi gerst brotleg
við þau ákvæði laganna sem sæta
kæru til fjármálaráðuneytisins. Fyr-
irtækið var óánægt með að við það
skyldi ekki vera samið og vildi bera
það undir fjármálaráðuneytið. Til
þess er engin lagaheimild. Áfskipta-
vald ráðherra með sveitarstjórninni
er vitaskuld stranglega
bundið við heimildir
þær sem honum eru
fengnar í lögum.
Kærunefnd
útboðsmála
Samkvæmt þeim
lögum sem á hefur ver-
ið minnst er hægt að
kæra tiltekin atriði til
fjármálaráðuneytisins.
Til þess að létta sér
störfin hefur ráðuneyt-
ið sett á laggirnar sér-
staka kærunefnd út-
boðsmála og sett henni
starfsreglur sem birtar
hafa verið í Stjórnar-
tíðindum. Þess er m.a. getið í grein
ráðuneytisstjórans að reglurnar
byggist á ákvæðum í lögum um
opinber innkaup. Hvergi í íslenskri
löggjöf er að finna stafkrók um
Borgaryfirvöld telja,
segir Hjörleifur B.
Kvaran, að þau hafí
í hvívetna fylgt
ákvæðumlaga.
kærunefnd útboðsmála. Engin
lagaheimild er fyrir þessari kæru-
nefnd en hún var sett á laggirnar
með reglugerð um innkaup ríkisins.
Starfsreglur kærunefndarinnar eru
settar með stoð í reglugerðinni en
það hefur hingað til ekki þótt góð
lögfræði að setja reglugerð ein-
göngu með stoð í annarri reglu-
gerð. Það hefur komið fram að fjár-
málaráðherra hafi lagt fram á Al-
þingi frumvarp um kærunefnd út-
boðsmála. Meðan það frumvarp
hefur ekki orðið að lögum verður
kærunefndin áfram án lagaheimild-
ar. Ráðuneytisstjórinn getur þess
að aðaltilgangur þess að fela ráðu-
neytinu úrskurðarvald á því sviði
sem hér um ræðir sé að flýta fýrir
lausn ágreiningsmála því ella þyrftu
þeir sem á sér telja brotið að leita
til dómstóla með ærnum tilkostnaði
og töfum sem því fylgir. Ekki verða
séð nein efnisrök fyrir því að út-
boðsmál fari ekki dómstólaleiðina
eins og önnur mál og því verður
vart haldið fram að kostnaður við
málarekstur verði þeim bjóðendum
/ : ' :ú STANDEX
Álinnréttingar
Hönnum og smíðum eftir
þínum hugmyndum
t.d. skápa, afgretðsluborð,
skilti, auglýsingastanda,
sýningarklefa o.mfl.
Faxafeni 12. Sími 553 8000
Hjörleifur
B. Kvaran
ofviða sem þátt taka í tilboðsgerð
á evrópska ' efnahagssvæðinu.
Framkvæmdavaldið á að skýra
heimildir sínar þröngt og gæta þess
að ganga ekki í athöfnum sínum inn
á verksvið dómstóla landsins svo
sem það gerði í því tilviki sem hér
um ræðir. í niðurstöðu kærunefndar
útboðsmála kemur m.a. fram að
grunnreglur útboðslaga hafi verið
brotnar við meðferð útboðsmálsins
frá og með opnun tilboða. Hugsan-
leg brot á lögum um framkvæmd
útboða sæta ekki kæru til fjármála-
ráðherra og átti því kærunefndin
og ráðuneytið að láta ógert að fjalla
um hugsanleg brot á þeim lögum
og láta dómstólum það eftir.
fgildisþáttur
I grein ráðuneytisstjórans kemur
fram að fjármálaráðuneytið hafi
tvívegis þurft að hafa afskipti af
útboði Reykjavíkurborgar á
hverflasamstæðunum. Á fyrri stig-
um útboðsins kom fram fyrirspurn
frá eftirlitsstofnun EFTA til fjár-
málaráðuneytisins um ígildisvið-
skipti sem Reykjavíkurborg óskaði
eftir að yrði hluti væntanlegra til-
boða. Reykjavíkurborg svaraði
þessari fyrirspurn til fjármálaráðu-
neytisins og í bréfi ráðuneytisins
til eftirlitsstofnunarinnar segir
m.a.: „Ráðuneytið styður skoðanir
Reykjavíkurborgar í málinu og ósk-
ar eftir að eftirlitsstofnun EFTA
íhugi alvarlega þær röksemdir sem
settar eru fram af borginni“. Stuðn-
ingur ráðuneytisins flokkast ekki
undir afskipti en þess skal getið að
röksemdum Reykjavíkurborgar
varðandi ígildisþáttinn hefur ekki
verið svarað þó óskað hafi verið
eftir því með bréfi 18. febrúar sl.
Reykjavíkurborg ákvað að fella
ígildisþáttinn úr útboðinu til þess
að tefja ekki útboð hverflasamstæð-
anna enda ígildisþátturinn algjört
aukaatriði ef litið er til heildarút-
boðsins.
Ráðuneytisstjórinn heldur því
fram að Reykjavíkurborg hafi gert
mistök í útboðsferlinu og að borgar-
ráð flæki málið með lögskýringum.
Heimildir ráðuneytisins verða að
byggjast á lögum og þegar ráðu-
neytið tekur sér vald sem það ekki
hefur er ofureðlilegt að brugðist sé
við af hörku. Borgaryfirvöld telja
að þau hafi í hvívetna fylgt þeim
ákvæðum laga sem sæta kæru til
ráðuneytisins og að eðlilega hafi
verið staðið að framkvæmd útboðs-
ins, enginn réttur hafí verið brotinn
á kærandanum, að jafnræðis hafí
verið gætt við samanburð tilboða
og hagkvæmasta tilboði tekið eins
og lög gera ráð fyrir.
Höfundur er borgarlögmaður.
Rektorskjör
við Háskóla
SPENNANDI og
skemmtileg kosninga-
barátta um embætti
rektors Háskóla íslands
er nú senn á enda. Há-
skólaþegnarnir eru
sennilega flestir búnir
að gera upp hug sinn
og gegna lýðræðislegri
skyldu sinni með því að
ganga að kjörborðinu í
dag.
Umræðan í kosn-
ingabaráttunni hefur
snúist um hag pg mál-
efni Háskólans, stöðu
hans í þjóðlífinu, giidi
vísinda og fræða, mikil-
vægi rannsókna og
fræðslu og nauðsyn þess að bæta
aðstöðu starfsfólks og stúdenta -
og síðast en ekki síst um hlutverk
rektors. Við, frambjóðendur, höfum
verið á þönum um háskólasamfélag-
Rektor á að sameina
Háskólann inn á
við, segir Páll
Skúlason, og bera
merki hans út á við.
ið, mætt á fjölda funda og rætt við
fólk um það sem betur má fara svo
Háskóli Islands megi rækja hlutverk
sitt í þágu lands og þjóðar. Okkur
hefur greint á um ýmislegt, en hitt
er mikilvægara sem við höfum verið
sammála um: Að Háskóli íslands fái
að dafna sem sjálfstætt vísinda- og
fræðasetur þar sem fram fer skap-
andi rannsóknarstarf og ' kennsla
sem eiga að tryggja hag komandi
kynslóða á íslandi.
Hlutverk rektors er líka skýrt í
okkar huga: Hann á að sameina
Háskólann inn á við og bera merki
hans út á við. Hann á að vera óþreyt-
andi við að skýra gildi
rannsókna og fræða,
hann á að sannfæra
bæði æsku landsins og
öldunga um að vísinda-
leg hugsun sé það afl
sem mun ráða framtíð-
inni. Hann á að beita
sér fyrir því að fram
fari í landinu opinber,
fræðileg rökræða um
hagsmunamál þjóðar-
innar og menningu í víð-
asta skilningi. I fáum
orðum sagt: Rektor á
að vinna að því að Há-
skólinn skapi íslensku
þjóðinni skilyrði til að
móta framtíð sína skyn-
samlega og taka ákvarðanir á traust-
um, vísindalegum forsendum.
Um þetta er enginn ágreiningur.
Rektor er lýðræðislega kjörinn full-
trúi háskólasamfélagsins og sækir
vald sitt og umboð til háskólaþegn-
anna, starfsfólks og stúdenta. Óðru-
vísi getur hann ekki beitt sér af
fullum þunga fyrir hagsmunum há-
skólasamfélagsins. Öðruvísi getur
hann heldur ekki tekist á við þaij
meginviðfangsefni sem honum bea
að sinna til að auka veg og virðingu
Háskólans meðal þjóðarinnar.
Verkefni verðandi rektors er
skýrt: Hann á að gera allt sem í
hans valdi stendur til að tryggja
frelsi og styrk háskólafólks svo það
geti haft frumkvæði í rannsóknum
og kennslu og unnið að því að gera
íslenska menningu og íslenskt þjóð-
félag auðugri af þeim gæðum sem
mestu skipta.
Ég þakka keppinautum, samheij-
um og öllum háskólaþegnum, sc*e
hafa látið sig þetta rektorskjör
varða, fyrir ánægjuleg og uppbyggi-
leg samskipti.
Höfundur er prófessor og í
framboði til rektors Háskóla
íslands.
Páll
Skúlason
smáskór
Vorskórnir eru komnir.
í st. 20-30 og nú eru þeir flottir.
Erum í bláu húsi
við Fákafen.
SÍÐASTIDAGUR
BENETTON Á ÍSLANDI
Allar peysur kr. 2.000 - öll pils kr. 700
allar buxur kr. 700 - allir jakkar kr. 2.900
belti kr. 300 og 500.
Um leið og verslunin lokar viljum við
þakka viðskiptavinum ánægjuleg samskipti
--------------N
Q benelíon
V______________/
Laugavegi 97, sími 552 2555