Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ _________________________________MIÐVIKUDAGUR 23. APRlL 1997 43 HESTAR Notkun reiðhjálma vex en betur má ef duga skal MEÐ RÉTTU hefur verið hægt að fullyrða að notkun hestamanna á reiðhjálmum hefur verið mun minni en æskilegt má telja. Margsannað er að reiðhjálmarnir eru mikilvægt öryggistæki sem oft hefur bjargað mönnum frá meiðslum á höfði, stór- um og smáum. í þessum efnum ligg- ur vandamálið hjá hinum eldri því börn og unglingar sjást vart orðið án reiðhjálma. Svo ber hins vegar við að síðustu dagana hefur sala á reiðhjálmum tekið mikinn kipp að sögn starfs- manna hestavöruverslana. Ástæðan fyrir aukinni sölu er rakin til hins hörmulega slyss sem átti sér stað fyrir skömmu þegar ung kona lét lífið eftir að hafa dottið af hest- baki. Eigandi einnar verslunarinnar sagði að sala á reiðhjálmum tæki alltaf kipp þegar alvarleg slys yrðu í hestamennskunni. Reiðhjálmar í kynbótasýningum Fyrir nokkrum árum var sam- þykkt á þingum hestamanna að keppendur í hestaíþróttum skuli nota reiðhjálma og sú spurning gerist áleitin hvort ekki liggi beint við að sýnendur kynbótahrossa noti sömuleiðis reiðhjálma. Slíkt stuðlaði tvímælalaust að aukinni notkun reiðhjálma. Á sama hátt og ökumenn vélhjóla eru skyldaðir til að vera alltaf með öryggishjálma má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að hestamenn séu alltaf með reiðhjálma en það hlýtur að vera takmarkið. Eins og fyrr segir hefur unga kynslóðin verið opin fyrir þeim rökum sem mæla með notkun reiðhjálma en það eru gömlu hundarnir sem alltaf eiga erfitt með að læra að sitja. í dag beinast spjótin mest að atvinnumönnunum sem stunda tamningar. Því miður er það svo að alltof margir þeirra nota ekki reiðhjálma sem verður að teljast mikil skammsýni því tamningar eru mjög áhættusamt starf. Einnig má benda á að fordæmisgildið vegur þungt í þessum efnum og því mikilvægt að þeir frægu sem eru fyrirmynd ungra aðdáenda noti alltaf reiðhjálm vilji þeir koma góðum skilaboðum til aðdáendanna. Þótt flestir tamningamenn noti reiðhjálma lítið má finna góðar unndantekningar. Meðal þeirra sem hafa tileinkað sér notkun reiðhjálma á hestbaki eru þeir bræður Sölvi og Sigurður Sigurðarsynir sem báðir starfa við tamningar í hestahúsa- hverfinu á Varmárbökkum. Báðir hafa þeir skapað sér gott nafn í keppni og er Sölvi til dæmis núver- andi íslandsmeistari í ungmenna- flokki. Hann fékk reiðhjám í afmæl- isgjöf í janúar sl. og upp frá þeim degi hefur hann notað reiðhjálminn, alltaf. Hann segist vera með hjálm- inn á höfðinu frá því hann mæti í hesthúsið og þar til hann fer heim og stundum gleymi hann að taka hjálminn af sér. Um tilganginn seg- ir Sölvi að hjálmurinn sé betur geymdur á höfðinu en rykfallinn uppi í hillu. Á höfðinu geti hann gert mikið gagn en vita gagnslaus sé hann rykfallinn í hillunni. Sigurð- ur fór skömmu síðar að dæmi litla bróður og fór að nota reiðhjálm. Hann segir að sé eitthvert vit kollin- um þurfi maður að vetja það og vemda á þann hátt sem mögulegt er og þar gegni reiðhjálmurinn stóru hlutverki. Svo segir Sigurður að það sé ekki trúverðugt þegar tamninga- menn ráðleggi bömum að nota hjálm en noti sjálfir ekki þetta ör- yggistæki að loknum góðum fyrir- lestri um mikilvægi þess. Þær bræð- ur segja að notkun reiðhjálmanna venjist tiltölulega fljótt og Sölvi seg- ir að sér þyki óþægilegt orðið að vera ekki með hjálminn þegar hann fer á bak. Þá fínnst þeim ekki leng- ur lýti að sjá hestamann með reið- hjálm, þetta venjist fljótt þótt vissu- lega fari það dálítið eftir því hvern- ig hjálmarnir em. Hægt sé að fá mjög smekklega hjálma sem em hvort tveggja í senn fallegir og þægilegir. Þeir telja líklegt að innan tveggja ára verði nánast allir hesta- menn farnir að nota reiðhjálma að staðaldri. Aðspurðir hvort þeir vissu um aðra tamningamenn sem notuðu hjálma að staðaldri nefndu þeir Jó- hann Þorsteinsson, Guðmar Þór Pétursson, Eystein Leifsson, Magn- ús Bjamason og Jóhann Þór Jóhann- esson. Virkur í Hjálmavinafélaginu Margar sögur má segja þar sem reiðhjálmar hafa bjargað. Ein þeirra er mjög góð þar sem Gunnar Vals- son, hestamaður í Mosfellsbæ, „frelsaðist" ef nota má þá samlík- ingu. Þannig var að haldið var vetr- armót hjá Herði á Varmárbökkum í febrúar. Gunnar mætti í Harðarból til að skrá sig til leiks og fá númer. Þar hittir hann Barböru Meyer sem er eindregið fylgjandi hjálmanotkun og byijar hún að nöldra um þessa hjálmanotkun eins og Gunnar orðar það. Segir Barbara að það sé skylda að nota hjálm og fer svo að Gunnar lætur sér segjast og mætir með hjálm í keppnina, með semingi þó. Þegar í keppnina er komið fælist hestur hans og rýkur út brautina þar sem tveir keppendur sitja á hestum sínum við enda brautarinnar. Gunnar, sem hafði enga stjórn á hestinum, kallar til þeirra að forða sér því hesturinn stefndi beint á þá. En þetta var of seint. „Það síðasta sem ég man var Orn Ingólfsson rétt framan við mig á hesti sínum. Atburðarásin var sú að ég og hesturinn minn lentum á Erni og hesti hans og ég flaug af baki. Þeir sögðu að ég hefði hálfrotast því þegar ég stóð upp sá bara í hvítuna í augunum og ég datt strax aftur yfir mig“ segir Gunnar. Þegar hjálmurinn er skoðaður sjást fjögur göt á ysta fóðrinu á honum og á einum staðnum má sjá ummerki þess að skafl á skeifu hefur grópað far í innra birði hjálmsins. Gunnar var með kúlu aftan á hnakkanum því hesturinn hefur liklega náð að sparka hjálminum af honum. Hvern- ig hefði farið ef Gunnar hefði mætt hjálmlaus til leiks er ekki gott að segja en ætla má að hér hafi hjálm- urinn bjargað miklu. Eftir þetta segist Gunnar vera virkur meðlimur í Hjálmavinafélaginu og nú fari hann aldrei á bak án reiðhjálms. Og hver segir svo að hjálmar séu ekki nauðsynlegir í keppni. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EFTIR að hafa fengið reiðhjálm í afmælisgjöf í byijun árs hefur Sölvi Sigurðarson haft reiðhjálminn á réttum stað þegar hann fer á bak og Sigurður, eldri bróðir hans, fylgdi fljótlega dæmi hans. GUNNAR Valsson heldur hér á hjálminum sem reyndist svo vel á vetrarmóti Harðar í febrúar. Á hjálminum er ytra fóðrið rifið á fjórum stöðum og einum stað má greina far eftir skafl því hesturinn hefur slæmt fæti í höfuð Gunnars þegar hann datt af baki eftir að hesturinn fældist. Opið töltkvöld hjá Fáki OPIÐ TÖLTMÓT var haldið á vegum Fáks á föstudagskvöldið auk ung- hrossakeppni sem orðin er árlegur viðburður hjá fáksmönnum. Keppt var í einum flokki í töltkeppninni og voru um fimmtíu keppendur skráðir til leiks. Sérlega gott veður var meðan á keppninni stóð og fylgd- ist fjöldi manns með. Úrslit urðu annars sem hér segir: Opinn flokkur 1. Páll B. Hólmarss., Gusti, á Hrammi, 84. 2. Guðlaugur Pálsson, Herði, á Blesa, 82,20. 3. Snorri Dal, Fáki, á Greifa frá Sauðanesi, 78,30. 4. Gunnar Amarsson Fáki, á Sprota, 78,10. 5. Sigurður Kolbeinss., Mána, á Ögra, 71,20. 6. Magnús Guðmundsson, Fáki, á Líkjör. 7. Hermann Karlsson, Fáki, á Tenór. 8. Vilhjálmur Þorgrímsson, Herði, á Garpi. 9. Kjell Nattested, Herði, á Irpu. 10. Jón Styrmisson, Gusti, á Adam. Unghross í tamningu 1. Ragnar Ólafsson á Módísi frá Grenstanga. 2. Gunnl. Jónsson á Nótt frá Ytra-Vallholti. 3. Magnús Norðdahl á Tígli frá Flesjustöðum. 4. Helgi L Sigmarsson á Tígli frá Keflavík. 5. Lena Zielenski á Bassa. Heilastormur á Akureyri BOÐAÐ hefur verið til ráðstefnu af hálfu Landsambands hestamannafé- laga þar sem fjallað verður um móta- hald frá þeim sjónarhóli að gera mót- in skemmtilegri og áhugaverðari fyrir mótsgesti og að þau verði jafnframt fjölbreyttari og eftirsóttari. Fundur- inn verður haldinn í Verkmenntaskól- anum á Akureyri og hefst kl. 10.30. I fundarboði segir að fundurinn sé einkum ætlaður fyrir hugmyndasmiði hestamannafélaganna og gefið í skyn að þama eigi að gefa hugmyndaflug- inu lausan tauminn, finna góðar hug- myndir sem vinna megi betur úr í þeim tilgangi að auka aðsókn að sam- komum hestamanna. Gert er ráð fyrir að hvert félag innan LH sendi einn fulltrúa en tek- ið er fram að fleiri hugmyndafræð- ingar séu velkomnir á fundinn sé áhugi fyrir hendi. Fjórir framsögu- menn verða á fundinum og verður hver þeirra með nokkuð afmarkað efni. Fundurinn mun ekki taka stefnumarkandi ákvarðanir til fram- tíðar heldur leggja inn í hugmynda- bankann eins og það er orðað í fund- arboðinu. Hér um að ræða fund sem á ensku hefur verið kallaður „brain storm“ og fer vel á að kalla þessa ráðstefnu heilastorm en mörgum þykir tímabært að hestamennn haldi slíka samkomu. Verðbréfasjóðir VÍB hf. Breytingar á samþykktum Á aðalfundi Verðbréfasjóða VÍB hf., Kirkjusandi, Reykjavík, sem haldinn var 10. mars 1997 voru gerðar breytingar á samþykktum félagsins, m.a. vegna breytinga á lögum nr. 10/1993 um verðbréfasjóði með lögum nr. 21/1996. Varða þær hæfi stjómarmanna, verkefni stjórnar félagsins, breytingu á fjárfestingarstefnu einstakra sjóða, þannig að Sjóður 2 fjárfestir eingöngu í ríkisskuldabréfum og að Sjóður 8 fjárfestir aðeins í spariskírteinum ríkissjóðs, tilkomu nýs sjóðs, Sjóðs 7 þar sem a.m.k. 90% eigna em ávaxtaðar í húsbréfum byggingarsjóðs ríkisins. Með bréfi dagsettu 8. apríl 1997 hefur bankaeftirlit Seðlabanka íslands staðfest umræddar breytingar á samþykktum félagsins. Auglýsing þessi er birt með vísan til 3. mgr. 8. gr. laga nr. 10/1993 um verðbréfasjóði. Eigendur hlutdeildarskírteina í einstökum sjóðum geta nálgast samþykktir félagsins, sem liggja frammi hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka hf. á Kirkjusandi, Reykjavík. Reykjavík, 14. apríl 1997. Stjórn Verðbréfasjóða VÍB hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Simi: 560-8900. Myndsendir: 560-8910. &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.