Morgunblaðið - 23.04.1997, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Snjólaug Þor-
steinsdóttir
fæddist í _ Hellu-
gerði á Arskógs-
strönd, Eyjafirði,
20. október 1910.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
15. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru: Þor-
steinn Þorvaldsson,
f. á Krossum, Ár-
skógsströnd, Eyja-
firði, 28. 8. 1880,
d. í Reykjavík 19.7.
1964, og kona hans
Anna Vigfúsína Þorvaldsdóttir
frá Hellu, Árskógsströnd, Eyja-
firði, f. 11.7. 1885, d. 12.6. 1948
í Reykjavík.
Snjólaug var önnur af níu
börnum þeirra hjóna, sem voru:
Soffía, f. 18.8. 1909, Siyolaug,
f. 20.10. 1910, Soffía, f. 9.7.
1912, Vilhjálmur, f. 2.7. 1914,
Sigurþór, f. 11.6. 1916, Garðar
„Freygarður", f. 16.8. 1918,
Gunnlaugur, f. 20.2. 1920,
Þórgunnur, f. 19.1. 1923 og
Pálína Freygerður, f. 12.4.
1927. Af systkinunum lifa nú
Hún Snjólaug fékk ósk sína upp-
fyllta. Hve oft hafði hún ekki beðið
þess að fá „bara að sofna“ þegar
hún færi héðan.
Að kvöldi þriðjudagsins, 15. þ.m.,
er hún hafði legið í hálfan mánuð
á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir
hjartaáfall en var óðum að hress-
ast, lagðist hún til svefns og sofn-
aði svefninum langa.
Nú ríkir söknuður í Skálaheið-
inni, þar er tómlegt. Sterk og afger-
andi persóna er gengin.
Minningarnar hrannast upp. Allt
frá því er sjö ára telpuhnokki kom
fyrst með skólasystur sinni úr Aust-
urbæjarskólanum á heimili Snjó-
laugar og Júlíusar við Grettisgöt-
una. Telpuhnokkinn varð þar
heimagangur því telpurnar urðu
vinkonur og hafa verið alla tíð síð-
an. Snjólaug varð telpuhnokkanum
sem önnur móðir. Rúmum áratug
síðar, þegar telpuhnokkinn hafði
vaxið og þroskast og gekk í hjóna-
band með einkasyninum á heimil-
inu, varð Snjólaug alvöru móðir
hennar, þ.e.a.s. tengdamóðir.
Minningarnar eru margar. Á
þessum árum voru Snjólaug og vin-
konur hennar í saumaklúbb, eins
og gengur. Ekki leið á löngu þar
til vinkonurnar ungu voru komnar
í saumaklúbbinn. „Saumaklúbbur-
inn sívinnandi" kom saman um ára-
bil og höfðu allar gaman af. Ekki
var algengt að í saumaklúbbi væru
saman ungar konur, ekki tvítugar,
og mæður þeirra á fimmtugsaldri.
Alla tíð fór klúbburinn í ferðalög
um landið þvert og endilangt.
Einkasonurinn átti að setja saman
texta við eitthvert vinsælt dægurlag
þess tíma og svo var sungið og
sungið.
Mikil breyting varð hjá Snjólaugu
og Júlíusi árið 1971, þegar flutt var
í Skálaheiðina í Kópavogi. Þau hjón
bjuggu þar með tveim börnum sín-
um, tengdabömum og barnaböm-
um. Skálaheiðin varð sannkallað
fjölskylduhús. Eftir að Júlíus lést
árið 1983 bjó Snjólaug ein í íbúð
sinni í Skálaheiðinni.
Seint verður þökkuð sú sérstaða
sem barnabörnin í Skálaheiðinni
nutu. Að alast upp, fyrst með afa
sínum og ömmu og síðan ömmu
sinni, allt þar til að hún lést, vom
ómetanleg forréttindi, en þá hafði
enn eitt barnið, þ.e.a.s. bamabarna-
barn, notið umhyggju langömmu í
Skálaheiðinni um nokkurra ára bil,
en annað barnabarnabam átti hún
er býr í Svíþjóð og síðasta utanför
Snjólaugar ömmu var til Stokk-
hólms á liðnu ári að heimsækja
Snjólaugu nöfnu sína, sem þar er
læknir, og fjölskyldu hennar.
Snjólaug kunni vel við sig í Kópa-
Soffía, Sigurþór og
Pálína.
Snjólaug giftist
árið 1934 Júlíusi
Einarssyni, kennara
og verkamanni, f.
12. júlí 1900, d. 17.
júní 1983. Börn
þeirra eru: 1) Þor-
steinn, hrl., f. 1.1.
1934, kvæntur Est-
her Ólafsdóttur, f.
20.7. 1935. Barn
þeirra Þorsteinn
Freyr, f. 29.12.
1971. 2) Guðríður,
deildarsljóri á
Skattstofunni í Reykjavík, f.
3.9. 1935, gift Herði Jónssyni,
f. 11.10. 1929. Barn þeirra Est-
er, f. 18.9. 1965. 3) Anna Svan-
borg, skrifstofumaður á Skatt-
stofunni í Reykjavík, f. 26.10.
1944, gift Erni Sveinssyni, f.
25.10. 1941. Börn þeirra: Snjó-
laug, f. 22.12. 1963 og Siguijón
Örn, f. 6.10. 1978.
Útför Snjólaugar verður
gerð frá Digraneskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
15.00.
voginum og vildi hvergi annars
staðar vera. Fyrir utan ánægjuna
sem hún hafði af garðinum í Skála-
heiðinni, tijánum og blómunum, þá
tók hún virkan þátt í félagsstarfi
aldraðra í Kópavogi. Þar stóð henni
til boða að sækja alls kyns nám-
skeið. Hún mótaði úr leir, skar út
í tré, málaði glerverk og dúka, óf
myndir og ýmislegt fleira. Svo tóku
ferðalögin við. Með eldri borgurum
ferðaðist hún víða bæði innanlands
og utan. Síðari ár tók söngurinn
hug hennar. Hún æfði söng með
kór eldri borgara í Kópavogi og
hafði afskaplega gaman af.
Síðasta minningin um Snjólaugu
í Skálaheiðinni er þegar hún stóð
ferðbúin í dyrunum að morgni 3.
apríl, á leið í dagdvöl í Sunnuhlíð.
Leit til himins, dró djúpt andann
og sagði: „Nú er hann loks að byrja
að vora, hvað ég hlakka til að taka
til hendinni í garðinum".
Trúlega er tengdamóðir mín
elskuleg nú að hlúa að blómum í
öðrum garði í öðru toií.
Esther Ólafsdóttir.
í dag kveðjum við hana ömmu.
Hún hefur alltaf verið stór hluti af
lífi okkar, gætti okkar þegar við
vorum lítil, og tók á móti okkur
þegar við komum heim úr skólan-
um. Hjá henni áttum við ætið traust
og öruggt skjól.
Það verður tómlegt í Skálaheið-
inni án hennar ömmu. Sérstaklega
fyrir okkur sem nutum þeirra for-
réttinda að búa í sama húsi og
hún. Það verður enginn sem tekur
á móti okkur, með heitu kakói og
nýbökuðum kökum, þegar við kom-
um heim. Við komum einnig til með
að sakna helganna, þegar öll fjöl-
skyldan hittist og drakk kaffi við
eldhúsborðið hjá ömmu. Hún vildi
alltaf allt fyrir okkur gera og hvatti
okkur til þess að njóta lífsins, því
æskan væri tíminn til þess að gera
hlutina og reyna eitthvað nýtt. Við
eigum svo margar góðar minningar
um hana ömmu, við vitum að við
munum búa að ást hennar og um-
hyggju alla ævi og hún mun alltaf
eiga hluta af hjarta okkar.
Ommu prýddu margir kostir.
Hún var víðlesin og fróð og hafði
sérstakt yndi af ljóðum, sem hún
reyndi að kenna okkur, enda hafði
hún á hraðbergi mörg af öndvegis-
ljóðum þjóðskáldanna. Sérstaklega
var gaman að vera með ömmu á
ferðalagi. Hún þekkti örnefni víðs-
vegar um landið og kunni ótal sög-
ur um fólk og staðhætti. Amma var
listfeng og lék henni allt í höndum,
enda prýða ótal listmunir, gerðir
af henni, heimili hennar, barna og
bamabarna.
Amma unni öllum gróðri. Enda
má segja að garðurinn í Skálaheið-
inni hafi verið hennar. Það verða
því mikil viðbrigði að koma í Skála-
heiðina á heitum sumardegi, án
þess að sjá ömmu í garðinum, en
við trúum því að nú hafi hún annan
garð að hugsa um, þar sem gróður-
inn nýtur hennar grænu handa.
Elsku amma, þín er sárt saknað.
Snjólaug Arnardóttir,
Ester Harðardóttir,
Þorsteinn Freyr Þorsteinsson
og Sigurjón Örn Amarson.
Kæra frænka mín. Nú var
skammt stórra högga á milli. Við
dánarbeð föður okkar fengum við
systkinin fregnir af veikindum Snjó-
laugar, móðursystur okkar. Ekki
varð nema rúmlega vikan á milli
þeirra vinanna, og strax á eftir föð-
ur okkar megum við því kveðja þá
konu sem næst hefur gengið móður
okkar. Snjólaug ólst upp í Hellu-
gerði á Árskógsströnd, elst í stórum
systkinahópi. Þegar hún var nokkuð
vaxin úr grasi fluttust foreldrar
hennar suður á land með barnahóp-
inn, fyrst að Fossi í Grímsnesi og
svo að Gíslastöðum í sömu sveit.
Hún giftist Júlíusi Einarssyni og-
eignaðist með honum þijú börn,
sem löngum voru í sveit hjá afa og
ömmu. Þannig varð frá fyrstu tíð
náið samband milli elstu barna
hennar og móður minnar sem er
lang yngst systkina hennar. Fjöl-
skyldur okkar hafa fylgst að alla
tíð í gleði og sorgum. Ekki aðeins
sem ættingjar heldur einnig sem
nánir vinir. Snjólaug vann lengi í
Þjóðleikhúskjallaranum og á Hótel
Borg við framreiðslu og þjónustu.
Einnig vann hún hjá Sjóvá-Álmenn-
um, á kaffistofunni. Eftir að Snjó-
laug og Júlíus settust að í Kópavog-
inum tók hún virkan þátt í safnaðar-
starfi kirkjunnar og félagsstarfí
eldri borgara. Jafnframt lagði hún
rækt við handlistir ýmiss konar.
Snjólaug var víðlesin og fróð, sjálf-
menntuð kona eins og best gerist
meðal alþýðufólks á Islandi. Hún
var ljóðelsk og hagmælt, þótt ekki
flíkaði hún því mjög. Hún var
frændrækin svo af bar, vinaföst og
traust.
Þú varst mér alla tíð sem önnur
móðir, Snjólaug mín - eða kannski
það sem næst gat gengið ömmu,
barni sem aldrei hafði þekkt neina.
Frá því ég mar eftir mér fyrst varst
þú höfuð ættarinnar, virðuleg,
ákveðin í skoðunum, rökföst og
greind. En engu síður tilbúin að
henda gaman að sjálfri þér á fjöl-
skyldusamkomum þar sem þið
systkinin skutuð spaugsyrðum
hvert að öðru. Sjálfsagður gestur í
Kaldárhöfða við hvaða tækifæri
sem var, komst þú í bernsku minni
með rútunni, eða akandi með ein-
hveijum okkar fjölmörgu ættingja.
Sjálfsagður samastaður Kaldár-
höfðafjölskyldunnar í kaupstaðar-
ferðum var einnig Klapparstígur-
inn, og mörg „orlofsdvölin" mín í
nokkra daga í senn hjá ykkur Júl-
íusi. Þegar ég fór að heiman til
framhaldsnáms átti ég áfram skjól
hjá ykkur og vísa handleiðslu. Hlut-
verkin breyttust nokkuð með vax-
andi aldri, en alltaf átti ég sama
athvarfið hjá þér. Og þegar ég eign-
aðist barn var sjálfsagt að þú vær-
ir kölluð amma, ekki síður en móð-
ir mín.
Þegar aldurinn sótti að áttir þú
annríkt í kórstarfi, dansi og ann-
arri dægradvöl, allt þar til heilsan
tók fyrir alvöru að gefa sig fyrir
ári. Alltaf jafn virðuleg, ákveðin og
föst fyrir, alltaf jafn gamansöm og
tilbúin að taka þátt í einhveiju
sprelli, alltaf jafn upptekin af þekk-
ingu og hugarstarfi.
Eitt það síðasta sem þú sagðir
mér var að þig langaði svo austur
og vera við jarðarför pabba. En þá
sagðirðu mér iíka frá staðnum sem
þú skrappst til og skoðaðir. Skrítinn
þótti þér hann, en hélst hann ætti
bara eftir að verða viðkunnanlegur.
En þið hjálpist ef til vill að á nýja
staðnum, að finna ykkur heima.
Fyrir hönd okkar systkinanna frá
Kaldárhöfða kveð ég þig frænka
mín. Guð geymi þig. Frændfólki
okkar, Þorsteini, Guðríði og Önnu
Svanborgu, mökum ykkar, börnum
og barnabörnum sendum við sam-
úðarkveðjur.
Anna Soffía Óskarsdóttir.
Elsku besta amma. Ég minnist
allra stundanna sem við áttum sam-
an í Skálaheiðinni, þegar þú kennd-
ir mér að spila og sauma. Ég þakka
þér fyrir öll ferðalögin, sem við fór-
um saman, sögurnar og söngvana
sem þú söngst með mér og kenndir
mér og allt sem við áttum saman
í sumarbústaðnum. Það verður tóm-
legt að líta inn í herbergið þitt í
sumarbústaðnum „besta“ amma og
geta ekki boðið þér góðan dag og
fengið sætt í munninn.
Ég sakna þín, amma, en ég veit
að þér líður vel uppi á himnum með
Júlíusi afa og Skottu.
Ég fel í forsjá þína
guð faðir sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll bömin þín svo blundi rótt.
(S. Egilsson.)
Erna Björg.
Ástkær eiginmaður minn, +
VIGNIR FRIÐÞJÓFSSON,
Víðilundi 18,
Akureyri,
lést að morgni 21. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína E. Þorsteinsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐMUNDA LAUFEY
HARALDSDÓTTIR
frá Hellissandi,
Kirkjuvegi 9,
Hafnarfirði,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt
föstudagsins 18. apríl, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 26. apríl kl. 15.00.
Jóhann Long Ingibergsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Elskuleg konan mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MAGNEA DAGMAR GUNNLAUGSDÓTTIR,
Tunguvegi 34,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 16. apríl, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 25. apríl
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið.
Henning Karl Backman,
Guðrún Ólafsdóttir Regan, James Regan,
Vilhelmína S. Ólafsdóttir, Kristinn Daníelsson,
Eyjólfur Ólafsson, Guðný J. Karlsdóttir,
Ólafur V. Ólafsson, Yvonne Ólafsson,
barnabörn, barnabarnabam
og aðrir vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför
RAGNHEIÐAR HAFSTEIN.
Jóhann J. Hafstein, Elísabet Ó. Hafstein,
Pétur Kr. Hafstein, Inga Ásta Hafstein
og barnabörn.
+
Alúðarþakkir tii allra er sýndu okkur samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
VILHJÁLMS KRISTJÁNS
HALLDÓRSSONAR
Brekku,
Garði.
Sérstakar þakkir tils tarfsfólks á Garðvangi
í Garði fyrir mjög góða umönnun og hlýhug.
Steinunn Sigurðardóttir,
Kristján Vilhjálmsson,
Sigurður Vilhjálmsson,
Kristjana Vilhjálmsdóttir,
Halldór Vilhjálmsson,
Vilhjálmur Vilhjálmsson,
Stefanía Vilhjálmsdóttir,
Vigdís Böðvarsdóttir,
Svala Svavarsdóttir,
Ágúst Pálmason,
Gunnhildur Ásgeirsdóttir,
Guðmundur Sveinbjörnsson,
Kristinn Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
SNJOLA UG
ÞORSTEINSDÓTTIR