Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1997 55 BREF TIL BLAÐSINS Vindáshlíð - sumar- búðir í hálfa öld Frá Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur: VINDÁSHLÍÐ er staður, sem á sterk ítök í hugum margra. Þar hefur starfsvettvangur sumar- búða KFUK verið í 50 ár og það- an eiga mjög margar stúlkur og konur kærar minningar. Fyrstu árin var dvalið í tjöldum, en svo var byggður skáli og tek- inn í notkun nokkrum árum síð- ar. Þá hófst skipulagt sumarbúða- starf fyrir stúlkur, sem enn er rekið af fullum krafti og nýtur mikilla vinsælda. I Vindáshlíð dvelja á sumri hveiju meir en 700 telpur sér til ánægju og þar fá þær að kynnast ýmsu, sem þeim stendur ekki til boða annars stað- ar. í Vindáshlíð er fagurt um- hverfi og fjölbreytt náttúrufar, sem telpurnar komast í náin tengsl við. Mikil áhersla er lögð á útivist og gönguferðir til að skoða ýmis fyrirbæri í náttúrunni, fjöll og fossa, lækinn og farveg hans, gróður og margt annað. Fjöldi skemmtilegra leiktækja er til af- nota og farið er í ratleiki. Þegar svo viðrar eru kveiktir varðeldar og stundum er grillað úti. Telpurn- ar læra fánahyllingu og farið er í kirkjuna til morgunbæna og fræðslustunda um Guðs orð. Alla sunnudaga eru guðsþjónustur í litlu kirkjunni í Vindáshlíð, sem telpurnar undirbúa ásamt starfs- fólkinu. Þær fá að skreyta kirkj- una, lesa ritningarlestra, leika helgileiki, æfa söng og biðja bæna. Á hveiju kvöldi er kvöldvaka með skemmtiefni, sem telpurnar und- irbúa og flytja með aðstoð foringj- anna. í lok kvöldvökunnar er þeim Frá orðum til athafna Frá Ástu Dís Óladóttur: I DAG verður gengið til síðari umferðar í rektorskjöri við Há- skóla íslands. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferðinni verður kosið á milli tveggja efstu. Þeirra Jóns Torfa Jónassonar og Páls Skúlasonar. Jón Torfi hlaut flest atkvæði stúdenta í fyrri umferðinni, þar sýndu stúdentar að þeir geta haft mikil áhrif á málefni Háskól- ans. í kosningabaráttu sinni hef- ur Jón Torfi lagt áherslu á mál- efni sem tengjast hagsmunum stúdenta og má þar nefna skyld- ur Háskólans gagnvart stúdent- um, húsnæðismál, jafnréttismál, eflingu rannsóknarnáms, betri nýtingu þjóðarbókhlöðunnar og síðast en ekki síst úrbætur í tölvumálum. Jón Torfi er í senn öflugur málsvari menntunar og rann- sókna og framúrskarandi stjórn- andi. Hann hefur þegar sýnt það með störfum sínum sem deildar- forseti félagsvísindadeildar að hann er framsýnn í stefnumótun, útsjónarsamur og sanngjarn maður. Hann tekur á þeim mál- um er upp koma og er gæddur þeim einstaka hæfileika að fá fólk til þess að vinna með sér. Kæru samstúdentar. Nú skipt- ir máli að við styðjum Jón Torfa og tryggjum þar með að þær hugmyndir sem hann stendur fyrir komist til framkvæmda í Háskólanum. Nú er sóknarfæri, nýtum atkvæðisréttinn. Styðjum Jón Torfa frá orðum til athafna. ÁSTA DÍS ÓLADÓTTIR, nemi í félagsfræði. flutt hugleiðing og kenndar kvöld- bænir. í Vindáshlíð er einnig leikskáli, sem býður upp á mikla möguleika til inniveru og leikja, þegar ekki viðrar til útiveru og þar fer hin fræga brennókeppni fram. Síðasti dagurinn í hveijum flokki í Vindáshlíð er veisludagur. Þá bregða foringjarnir á leik og keppa við sigurvegarana úr brennó- keppninni og er sá leikur ætíð æsispennandi. Margt af þvi, sem fram fer í Vindáshlíð er tengt gömlúm hefð- um en er alltaf síungt og sígilt. Eftir 50 ára starf er við hæfi að rifja upp gamlar minningar og þess vegna er afmælisrit væntan- leg síðar á árinu og hefur verið vel til þess vandað. Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti og verður afmælissamkoma haldin í tengslum við útkomu afmælis- ritsins. Hefðbundin guðsþjónusta og kaffisala verður sunnudaginn 1. júní í Vindáshlíð í upphafi starfstímans í sumar. GUÐRÚN EDDA GUNNARSDÓTTIR, sóknarprestur á Þingeyri og er í ritnefnd afmælisrits Sumarstarfs KFUK. SONCjHOpUR mócfur jarcfar ASAMT ONNU SIQQO OQ STINU BON9O VIÐ pÍANÓUNDIBLBIK SIQKUNAR (jRKNDAI. HELDIIIl TÓNLEIKA í FRÍKIRKJUNNI í REYKJAVÍK fiMMTUDAqiNN S4- apríl 1997, KL- 20:30 SÉRSTAKIR 9ESTIR TÓNLKIKANNA ERU F.MIL 09 ANNA SI99A fjölbreytt efnisskrd! miðar seldir við innganginn - Alþjóðlegur dagur bóka og höfundaréttar - Að tilstuðlan UNESKO er 23. apríl tileinkaður bókinni og höfundarrétti um all- an heim en þessi dagur er íslendingum minnisstæður sem fæðingardagur nóbelsskáldsins okkar, Halldórs Laxness. Af þessu tilefni stendur Bókasamband íslands fyrir kynningu á íslenskum bók- menntum og bókagerð. Á dagskránni verður meðal annars: Kl. 13.15: Þjóðleikhúsið Málþing um nýja útgáfuhætti á vegum MIDAS- NETS. Fjallað verður um möguleika til útgáfu með nýrri margmiðl- unartækni. Kl. 15.00: ✓ Kjarvalsstaðir Rithöfundar lesa úr verkum sínum og stendur dagskráin til kl. 22. Fyrst verður lesið fyrir börn en kl. 18 hefst lest- ur úr bókum fyrir fullorðna með því að Helga Bachmann leikkona les Ijóð eftir Halldór Laxness. Gunnar Kvaran sellóleikari og flautuleikaramir Björn Davíð Kristjánsson og María Cederberg flytja tónlist. Margir höfundar munu hafa með sér bækur sínar og verða þær seldar á góðu verði. Kl. 16.00: Þjóðarbókhlaðan Laxness í íslenskri myndlist, sýning á vegum Landsbókasafns - Háskólabókasafns og Vöku-Helgafells á verkum fjölda listamanna sem eru túlkanir á verkum Halldórs Laxness. Kl. 16.30: Ráðhús Reykjavíkur Sýning Félags bókagerðarmanna í tiiefni af 100 ára afmæli félagsins. Bókasamband íslands býður bókaunnendum vel að njóta. Bókasambandið hvetur foreldra, skóla og vinnustaði til að leggja sitt lóð á vogarskálina til að gera þennan dag bókarinnar sem veglegastan. Bókasamband íslands Stjórn Bókasambands íslands er skipuð fulltrúum frá samtökum og félögum sem hagsmuna eiga að gæta í íslenskri bókaframleiðslu og -útgáfu. Bókavarðafélag íslands - Félag bókagerðarmanna - Félag íslenskra bókaútgefenda - Félag Islenskra bóka- og ritfangaverslana - Hagþenkir - Rithöf- undasamband íslands - Samtök gagnrýnenda - Samtök iðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.