Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MORGUNBLA.ÐIÐ FRÉTTIR Fjölmenni víða um land í kröfugöngum og við hátíðahöld á baráttudegi verkafólks 1. maí Morgunblaðið/Golli FJÖLMENNI var á útifundi á Ingólfstorgi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins hinn 1. maí. Hvatt til öflugri samstöðu launafólks Margir tóku þátt í hátíðahöldum víða um land 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttu- degi verkafólks. Fjölmenni var í kröfu- göngum og forystumenn í launþegahreyfing- unni fluttu ávörp og hvöttu m.a. til aukinn- ar samstöðu launafólks. Nokkur hundruð manns tóku þátt í fyrstu kröfugöngu sem ------------------^--------------------- farin hefur verið á Isafirði í nokkra áratugi á frídegi verkalýðsins. NÝGERÐIR kjarasamningar á vinnumarkaði og yfirstandandi kjaradeilur félaga sem enn eiga ósamið við atvinnurekendur voru ofarlega á baugi í málflutningi ræðumanna við hátíðahöld verka- lýðsfélaga 1. maí. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar fóru einnig hörðum orðum um þær hug- myndir sem uppi eru um breyting- ar á lífeyriskerfinu og áhersla var lögð á öflugra samstarf launafólks. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, Iðnnemasam- band íslands og Kennarasamband íslands gengust fyrir fjölmennri kröfugöngu frá Hlemmi að Ingólfs- torgi 1. maí. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, voru aðal- ræðumenn á útifundi á Ingólfs- torgi. Tímamót Grétar sagði verkalýðshreyfing- una nú vera að marka tímamót. „Við erum að stíga eitt stærsta skrefið í sérstakri hækkun lægstu launa sem stigið hefur verið í lang- an tíma. Kjarasamningarnir eiga að tryggja umtalsverða aukningu kaupmáttar umfram það sem gerist í nágrannalöndum okkar án þess að stöðugleika í verðlagi sé raskað. Kauptaxtar eru færðir nær greiddu kaupi og settur er rammi um vinnu- staðasamninga þar sem starfsfólki er tryggður stuðningur og ráðgjöf stéttarfélags síns við að semja um aukinn hlut umfram aðalkjara- samningana," sagði Grétar m.a. í ávarpi sínu. Hann sagði næsta verkefni vera að tryggja að ávinningurinn skilaði sér til launafólks og verði ekki tek- inn til baka með verðhækkunum og opinbeum álögum. Því hafí ASÍ og Neytendasamtökin tekið upp samstarf í verðlagsmálum og á því sviði þyrfti að herða róðurinn. Grétar vék einnig að lífeyrismál- um og sagði að lífeyriskerfið sem samtök launafólks hefðu byggt upp sætti nú árásum. „í tengslum við setningu nýrra laga um lífeyrissjóði heyrast því miður kröfur um að þeir sem hæstar hafí tekjurnar skuli greiða hlutfallslega minna til sam- ábyrgðarinnar en allt almennt launafólk. Þessi forréttindahópur á þess í stað að geta uppfyllt félags- legar skyldur sínar með því að safna peningum inn á bankabækur í eigin nafni. Og það í trausti þess að allir hinir muni svo bjarga þeim með skattgreiðslum sínum þegar inn- stæðan á bókinni klárast," sagði Grétar. Vinnulöggjöf fær falleinkunn „Vinnulöggjöfín sem við börð- umst gegn fyrir réttu ári hefur fengið algera falleinkunn. Hver uppákoman hefur rekið aðra og má rekja þær beint til skilningsleys- is lagasmiðanna á aðstæðum á vinnumarkaði. En auk þessa ytri ramma um starfsemi stéttarfélag- anna verðum við að huga að starfs- háttum okkar og innra skipulagi. Það er margt sem kallar á róttækt endurmat um þessar mundir, innan hreyfíngarinnar sem utan. Brýnast er að efla samstöðu alls launafólks svo við getum helgað baráttunni fyrir bættum kjörum óskipta krafta okkar í stað þess að deila innbyrð- is,“ sagði Grétar. Ekki sljórnað á farsælan hátt nema í sátt við launafólk Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, vék einnig að samstöðu launafólks í ávarpi sínu. Sagði hann að gera yrði stjórnmálaöflunum í landinu skiljanlegt að íslandi yrði ekki stjórnað á farsælan hátt nema í sátt við launafólk. „Það er hjá samtökum launafólks sem krafan um stefnubreytingu varður að kvikna og það eru samtök launafólks sem verða að fylgja henni eftir. Verkalýðshreyfíngin stendur á tímamótum. Hún stendur á tíma- mótum einfaldlega vegna þess að þjóðfélagið allt stendur á tímamót- um. Peningahyggja og stjómenda- hyggja ráða ferð nánast hvert sem litið er enda eru þær breytingar sem þjóðfélagið tekur í þeim anda. Og það er þess vegna sem launafólk þarf á sterkri verkalýðshreyfingu að halda, verkalýðshreyfingu sem berst fyrir atvinnu fyrir alla, verka- lýðshreyfíngu sem tekur upp varnir fyrir öryrkja og sjúka og berst fyrir bættum hag þeirra, verkalýðshreyf- ingu sem ann sér ekki hvíldar fyrr en öldruðum er gert kleift að lifa með reisn, sem lætur það aldrei líð- ast að efnalitlu fólki sé vísað frá sjúkrahúsum og skilur foreldra veikra bama ekki eftir eina í bar- áttu sinni. Verkalýðshreyfíngu sem berst fyrir mannsæmandi launum, sem stendur vörð um lífeyrissam- tryggingu og kemur í veg fyrir að sameiginlegum eignum þjóðarinnar sé stolið frá henni af löglegum yfír- völdum, stofnanir einkavinavæddar, fiskurinn gefínn og með hann brask- að,“ sagði Ögmundur. Yfir 50% kaupmáttaraukning fólks á lægstu töxtum Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, flutti ræðu á 100 ára afmæli Verkamannafélagsins Fram á Seyð- isfirði þann 1. maí. Ari vék m.a. að nýgerðum kjarasamningum fjölda félaga og landssambanda sem sem hann sagði að tryggðu umtalsverða aukningu kaupmáttar og opnuðu fyrir möguleika á gerð vinnustaðasamninga. „Til að skýra aðeins fyrir sjálfum okkur og öðrum hvaða árangri verkalýðshreyfingin hefur náð á undanförnum árum má nefna sem dæmi að í ársbyrjun 1995, fyrir aðeins tveimur og hálfu ári, voru lægstu launataxtar rúmlega 43 þúsund krónur á mánuði. Um næstu áramót verður tryggt að almenn dagvinnulaun verði ekki lægri en 70 þúsund. Fyrir þann hóp fólks sem er í raun og veru á þessum lægstu töxtum, hina allra lægst launuðu, er þetta kaupmáttaraukn- ing upp á meira en 50% á þessum tíma. En við skulum samt ekki gleyma því að lægstu launataxtar eru enn of lágir,“ sagði Ari. Kröfuganga endurvakin á Isafirði Nokkur hundruð _ manns tóku þátt í kröfugöngu á ísafirði 1. maí en þar hefur ekki verið farin kröfu- ganga á baráttudegi verkalýðsins í meira en þijá áratugi. Að mati tals- manna verkalýðsfélaga á Vestfjörð- um er ástæðan fyrst og fremst sú barátta sem stór hluti verkafólks á Vestfjörðum á í þessa dagana vegna yfirstandandi verkfalls. Pétur Sig- urðsson, formaður ASV, flutti há- tíðarræðuna 1. maí og hvatti til áframhaldandi samstöðu um kröfur verkalýðsfélaganna gagnvart at- vinnurekendum. Ekki hefur enn verið boðað til sáttafundar í kjaradeilunni á Vest- fjörðum. Alþýðusamband Vest- fjarða hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ályktunar forráðamanna fiskvinnslufyrirtækja á Vestfjörð- um á miðvikudag. Þar er mótmælt fullyrðingum um að samkomulag sé um flest atriði í kjaraviðræðunum nema um launaliðinn. „Sannleikur- inn er sá að ekkert samkomulag er um aðalatriði nýs kjarasamn- ings. Við teljum vinnuveitendur ekki síst bera ábyrgð á þeirri alvar- legu stöðu sem nú blasir við. ef þeir vilja tryggja verkafólki 90-100 þúsund króna mánaðarlaun eins og þeir segja að felist í tillögum þeirra væru engin verkföll á Vestfjörð- um,“ segir í yfirlýsingu ASV. Forsætisráðherra afhent bréf vegna bágs atvinnuástands á Þingeyri 30 manns flytja á næstu vikum SÓKNARPRESTURINN og hér- aðslæknirinn á Þingeyri hafa afhent forsætisráðherra bréf þar sem vak- in er athygli á bágu ástandi vegna atvinnuleysis. „Það er yfirlýst stefna ríkisstjórnar yðar að halda blómlegri byggð í þessu landi og því teljum við hr. forsætisráðherra að nú reyni á þau fyrirheit sem rík- isstjórnin hefur gefið í þessum efn- um,“ segir í bréfinu. „Þessi bið sem staðið hefur í all- an vetur sífellt eftir niðurstöðum næsta fundar, hefur engum niður- stöðum skilað. A Þingeyri hefur lengi blómgast gott mannlíf sem á sér djúpar rætur í vestfirskri menn- ingu. Nú er svo komið að fólk neyð- ist til þess að flýja bú sín og byggð líkt og áhöfn sökkvandi skips. Eign- ir þessa fólks og önnur verðmæti sem það hefur skapað sér á lífsferl- inum eru verðlaus. Og engrar mis- kunnar er að vænta af hálfu hins opinbera. Fasteignaagjöld, skattar og skyldur eru innheimt af þeim sem enga atvinnu hafa. Það liggur nú fyrir að á næstu vikum eru að minnsta kosti 30 einstaklingar að flytjast brott úr byggðarlaginu þar sem þeir geta ekki dregið fram lífið við núverandi aðstæður," segir loks. Blaðamannafélagið Aðalfundur og málþing AÐALFUNDUR Blaðamanna- félagsins verður haldinn laug- ardaginn 3. maí nk. á alþjóða- degi blaðamanna. Fundurinn verður á Hótel fslandi og hefst kl. 13. Strax að loknum aðal- fundarstörfum kl. 14 hefst málþing í tilefni af 100. af- mælisári félagsins þar sem rætt verður um stöðu fjölmiðla og fjölmiðlunar hér á landi undir yfirskriftinni: Hvernig stöndum við okkur? Hvað má betur fara? Frummælendur á þinginu verða Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, Elín Hirst, frétta- stjóri, Páll Vilhjálmsson, rit- stjóri, Stefán Jón Hafstein, rit- stjóri og Þór Jónsson, frétta- maður. Ráðstefnustjóri verður Lúðvík Geirsson, formaður BI. Andlát SR. JÓHANN S. HLÍÐAR JÓHANN S. Hlíðar prestur lést á Landspít- alanum aðfaranótt 1. maí síðastliðins á sjötug- asta og níunda aldurs- ári. Jóhann fæddist 25. ágúst 1918 á Akureyri, sonur Sigurðar Einars- sonar dýralæknis og al- þingismanns og Guðrún- ar Louisu Guðbrands- dóttur húsfreyju. Jóhann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. theol. frá Háskóla ís- lands 1946 og stundaði framhaldsnám í kennimannlegri guð- fræði og samstæðilegri guðfræði við Menighedsfakultetet í Ósló 1946-47. Hann var vígður prestvígslu 1948. Jóhann var ráðinn til predikunar- starfa hjá Sambandi íslenskra kristni- boðsfélaga 1947-53, settur sóknar- prestur í Hvanneyrarprestakalli í Siglufírði um tveggja mánaða skeið 1951, sett- ur aðstoðarprestur í Vestmannaeyjapresta- kalli 1954-56 og skipað- ur sóknarprestur þar árið 1956 og gegndi því starfi til 1972. Hann vai' sóknarprestur í Nes- prestakalli í Reykjavík 1972-75, þegar hann j var ráðinn prestur Is- lendinga í Kaupmanna- höfn og starfaði þar til 1983. Auk preststarfa sinnti hann stunda- kennslu við Menntaskól- ann á Akureyri 1949-52, Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja 1954-72 og Stýrimannaskólann þar 1967-69. . Eftir að hann lét af störfum bjó hann um skeið á Spáni. Jóhann var ókvæntur. Hann var < útnefndur riddari Dannebrogsorð- unnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.