Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMay 1997Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FJÖLMARGIR nemendur ME fengu viðurkenningu. Nemendur ME fá viðurkenningu Egilsstöðum - Á uppskeruhátíð Menntaskólans á Egilsstöðum fengu nemendur skólans viður- kenningu fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum. Knattspyrnustúlkur urðu fram- haldskólameistarar í fótbolta, Tónlistarklúbburinn fékk viður- kenningu, Leiklistarfélag ME og Leikfélag Fljótsdalshéraðs fengu viðurkenningu fyrir spunaverkið „Þetta snýst ekki um ykkur“, körfuboltalið pilta náði öðru sæti í Sparisjóðsmóti framhaldskól- anna, ræðulið Morfís komst í und- anúrslit og keppnislið í Spurn- ingakeppni framhaldskólanna. Það voru Menntaskólinn og nemendafélagið sem veittu þessar viðurkenningar. Guðjón Sveins- son rithöfundur á Breiðdalsvík veitti hverjum þátttakenda í keppnisliði spurningakeppninnar bækur sínar um Daníel. Bæjar- stjóri Egilsstaða Helgi Halldórs- son gaf nemendafélaginu tvö málverk eftir Katrínu Ósk Sigur- björnsdóttur. LANDIÐ________________ Rætt um forna fjall- vegi og framtíðina Reyðarfjörður - Nýlega var hald- in ráðstefna í Félagslundi á Reyðar- firði þar sem fjallað var um forna fjallvegi á Austurlandi, sem í senn eru mikilvægur menningarsjóður og ávisun á blómlegt líf í framtíð- inni. Áhugasamtök stóðu að þessari ráðstefnu undir stjórn Philips Vogl- er á Egilsstöðum, en hann hefur verið brautryðjandi í ýmsum útivist- armálum á Austurlandi. Helgi Arngrímsson, Borgarfirði eystra, flutti erindi um kortagerð og gönguleiðir úr Borgarfirði eystra til Reyðaríjarðar, Birna Gunnars- dóttir, Fornleifastofnun íslands, flutti erindi um mannvirki sem tengjast fornum leiðum og varð- veislu þeirra, Steinunn Harðardóttir leiðsögumaður talaði um græna ferðamennsku og Einar Þorvarðar- son ræddi um heimilda- og minja- söfnun Vegagerðar ríkisins. Þátttakendur voru áhugafólk um útivist, bæði vegna atvinnu sinnar og frístunda. ÚÍA hefur gefið út kort með gönguleiðum og áhuga- hópar hafa merkt gönguleiðir og komið sér upp sérstökum stikum með mismunandi litum til að merkja leiðir. Velt var upp spurningum, t.d. hvenær eru vörður náttúruminj- ar - teljast vörður sem hrunið hef- ur úr eða vörður sem hlaðnar hafa verið upp aftur með nýju efni til þeirra? Framtíðarverkefni er að skrá örnefni við fjallaleiðir í fjórð- ungnum, lagfæra leiðir, setja upp merkingar, koma upp góðri aðstöðu fyrir ferðafólk en efst á blaði verð- ur ávallt að umgangast náttúruna með virðingu og væntumþykju. Ónýtar eigur fjarlægðar af heiðum og úr eyðibyggðum Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar: Ráðstefna um fjallaleiðir á Austurlandi fagnar þeim áform- um Pósts og síma að fjarlægja víra, staura og aðrar úreltar og ónýtar eigur sínar af heiðum og úr eyði- byggðum þar sem þær trufla og valda hættu og tjóni. Jafnframt skorar ráðstefnan á Rafmagnsveitur ríkisins að feta í sömu fótspor og fjarlægja ónýtar eigur sínar. Ráðstefnan bendir jafn- framt á að tækjum verður sjaldnast viðkomið á sumrin. Á þeim tíma þurfa því fótgangandi starfsmenn að safna þeim saman og staðsetja en sækja síðan á vélknúnum öku- tækjum á snjó á vetrum. Ráðstefna um vörður og forna fjallvegi á Austurlandi haldin á Reyðarfirði 19. apríl 1997 beinir því til allra hlutaðeigandi að taka höndum saman um að halda náttúr- unni hreinni, umgangast fornminjar með aðgát og virðingu, nota merkt- ar gönguleiðir þar sem þær eru og stuðla að enn frekari merkingum á áhugaverðum gönguleiðum og vinna að heildarskipulagningu á innkomu ferðamanna á óbyggðir Austurlands. Fundargerð ráðstefnunnar verð- ur hjá Eldhorni á alnetinu í maí og júní og þar getur áhugafólk lesið sér til um málefni fornra fjallaleiða á Austurlandi. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson KRISTJÁN Guðmundsson ýtustjóri við mokstur. Arneshreppur kom- inn í vegasamband Gengið í spor gömlu stranda- póstanna Drangsnesi - Nemendur elstu bekkja Drangsnesskóla ætla til Danmerkur nú í vor og hafa verið á fullu við að safna peningum í vetur. Krakkarnir ætla að ganga gömlu póstleiðina norður Bala og í Kjörvog í Árneshreppi, 80 km leið, um helgina. Þau safna áheitum og fá allir sem styrkja þau umslag stimplað á báðum póststöðvunum Drangsnesi og Kjörvogi. í umslaginu verður svo ágrip af sögu landpósta á Ströndum sem þau hafa tekið saman. Byggðasafn- ið á Reykjum hefur lánað gamla pósttösku og lúður sem landpóstar notuðu til að láta vita af komu sinni á bæina. Þau lögðu af stað á föstudags- morgun og gera ráð fyrir að ferðin taki rúman sólarhring. Nú er bara að vonast eftir sæmilegu veðri og litlu gijóthruni en þetta er einmitt mesti hruntíminn á þessari leið. Litlu-Ávík - Vegasamband komst á við nyrsta hrepp sýslunnar föstudagskvöldið 25. apríl þegar Kristján Guðmundsson hafði mok- að á einni ýtu sinni frá Gjögri til Bjarnarfjarðar fyrir vegagerðina en allmikill snjór var á þessari leið. Kristján byijaði mokstur 21. apríl þannig að það tók 5 daga núna að opna veginn sem er u.þ.b. 60 km. Vegurinn hafði verið lokaður frá því milli jóla og nýárs þannig að hreppsbúar höfðu bara flug- samgöngur tvisvar í viku og skip með vörur á þriggja vikna fresti í vetur. Það skal tekið fram að mikil aurbleyta er á veginum frá Bjarn- arfirði og norður og er hann rétt fær jeppum ogjafnvel verður tak- mörkuð umferð um hann. Þingflokkur jafnaðarmanna á Akureyrl með samrœðu um auðlindir AlrtUlHDIRISLANDS- mmm allra iia úmm fárra> Veitingahúsið við Pollinn kl 14.00 til 17.00 laugardaginn 3.mai Þingflokkur jafnaðarmanna býður Akureyringum og öðrum Norðlendingum til samræðu um auðlindir landsins, nýtingu þeirra og hlutdeild almennings í þeim. í samræðunni taka þátt sjö sérstaklega boðnir gestir. Hér er um að ræða létt samræðuform án ræðuhalda eins og kemur fram í meðfylgjandi dagskrá. Það verður mannval á Pollinum á laugardaginn. Þau taka þátt í umræðunum með þér. Sighvatur Björgvinsson formaður alþýðuflokksins, Ómar Ragnarsson frétlamaður, Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks jafnaðarmanna, Ágúst Einarsson olþm., Þorvaldur Gylfoson prófessor, Jón Baldvin Hannibnlsson alþm., Guðbrandur Sigurðsson forstjóri UA, Svanfriður Jónasdóttir alþm., Þorsteinn Sigurðsson lektor við HA, Oktavía Jóhannesdóttir formaóur Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar, Þorkell Helgason orkumólastjóri, Guómundur Árni Stefónsson alþm., Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka, Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri, Gísli S. Einarson alþm., Lúðvik Bergvinsson alþm., Ingólfur Bender hagfræðingur, Ásta R. Jóhannesdótlir alþm. Skíðadagrir fjölskyld- unnar í Haukadal Selfossi - Sunnudaginn 2. maí kl. 14.00 verður hin árlega Geysis- ganga haldin í skógræktinni í Haukadal. Þetta er 5. árið sem gangan er haldin og hefur áhugi almennings farið vaxandi með ári hveiju. Búið er að troða gönguleið- ir við allra hæfi og lögð hefur verið áhersla á að svæðið henti öllum aldurshópum. Að sögn Sveins Sæland, eins að- standenda Geysisgöngunnar, er umhverfið stórkostlegt í Haukadaln- um. Tré í skóginum hafa náð allt að 17 metra hæð og það skapar göngunni ævintýralegt umhverfi. „Þetta er tilvalin skíðadagur fjöl- skyldunnar, þar sem allir fá við- urkenningu sem taka þátt,“ segir Sveinn. Okeypis er í kaffhlaðborð og sund á Hótel Geysi eftir gönguna. Geysisgangan er í umsjón Ung- mennafélags Biskupstungna, Bisk- upstungnahrepps, Skógræktar rík- isins, Björgunarsveitarinnar og Hótels Geysis. Undirbúningur hefur gengið vel og er það ætlun aðstand- enda að troða brautir um helgar fram að páskum, þannig að svæðið sé aðgengilegt fyrir alla. Morgunblaðið/Atli Hafliðason SKJÖLDUR Pálmason, umdæmisstjóri SVFÍ, afhendir Þresti Reynissyni, formanni Björgunarsveitarinnar Blakks, blómvönd í tilpfní af a.fhpndincni Sameiginleg hátíðarhöld á Húsavík Húsavík - 1. maí minntust stétt- arfélögin í Suður-Þingeyjarsýslu sameiginlega með hátíðarsamkomu í Félagsheimilinu. Samkomuna setti Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Verkalýðsfé- lags Húsavíkur, en hátíðarræðu flutti Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks. Gam- anmál flutti Hákon Aðalsteinsson; blásarasveit Tónlistarskóla Húsavík- ur kom fram og Karlakórinn Hreim- ur skemmti með söng. Að lokinni dagskrá buðu stéttar- félögin samkomugestum upp á kaffiveitingar og margra fermetra tertu sem ekki var þó lokið þótt samkomugestir hafi verið á fimmta hundrað. Fyrir börnin voru 3 kvik- myndasýningar í Samkomhúsinu. Björgunar- bíll til Pat- reksfjarðar Patreksfirði - Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði fékk ný- verið nýja IVECO bifreið. Bifreið- in er fullbúin tækjum s.s. staðsetn- ingarbúnaði og fjarskiptabúnaði. Hún getur tekið 9 farþega eða sjúkrabörur. Þó er eftir að setja þann búnað í bilinn. Eldri bifreið sveitarinnar tók einungis fjóra farþega og hafði ekki möguleika á að flytja sjúkrabörur. Bíllinn var fjármagnaður að hluta til með spurningakeppni sem björgunarsveitin hélt í vetur ásamt Slysavarnardeildinni Unni. Þar kepptu 24 lið og var fyrsta keppniskvöldið í október í haust og úrslitakvöldið var siðan haldið þann 19. apríl sl. og bar lið Pat- reksskóla sigur úr býtum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 98. tölublað (03.05.1997)
https://timarit.is/issue/129471

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

98. tölublað (03.05.1997)

Iliuutsit: