Morgunblaðið - 03.05.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 03.05.1997, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Sig. Fannar. ÞEIR eru glaðhlakkalegir iðnaðarmennirnir frá S.G. Húsum á Selfossi sem héldu til Grænlands þar sem þeir ætla að reisa fullbúið hús á næstu þremur vikum. Útflutningnr á húsum frá Selfossi A leið til Grænlands Selfossi. Morgunblaðið. Osta- og smjörsalan styður Iþróttasamband fatlaðra ÓSKAR H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar sf., og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður Iþróttasambands fatlaðra, undirrita styrktarsamninginn. Lengst til hægri er Ólafur Magn- ússon, framkvæmdastjóri IF. IÐNAÐARMENN frá S.G. Húsum á Selfossi eru á leið til Sisimut á vesturströnd Grænlands í þeim til- gangi að setja þar upp íbúðarhús sem framleitt er hjá S.G. Húsum á Selfossi. Hús þetta verður sýningar- hús S.G. Húsa á Grænlandi og mun umboðsmaður fyrirtækisins þar í landi búa í húsinu. Um er að ræða 100 fm hús sem fór með skipi Royal Artik Line frá Reykjavík þann 14. apríl sl. Og komu gámarnir til Sisimut þann 19. apríl sl. Iðnaðarmennirnir fijúga með Flugleiðum til Kulusuk á aust- urströnd Grænlands og þaðan með Grænlandsflugi þvert yfir jökulinn, til Kangerlusak og áfram þaðan með þyrlu til Sisimut. Sisimut er annar stærsti bær Grænlands en þar búa 5.500 manns. Áætlað er að það taki þrjár vik- ur að fullklára húsið, og þá er átt við að fullbúa húsið að utan sem innan, með raflögnum og ljósum, pípulögnum og hitakerfi, frá- rennslislögnum og rotþró, gólfefn- um, fullmáluðu, með uppsettum eldhús- og baðinnréttingum, inni- hurðum ásamt fiísalögðu baðher- bergi í hólf og gólf. Búið var að steypa sökkul undir húsið en gólf þess er úr timbri. Henta vel aðstæðum Það er hald manna að vel hönnuð og byggð hús, fyrir íslenskar að- stæður, henti vel aðstæðum á Grænlandi og þess vegna m.a. er það von forráðmanna S.G Húsa að þegar þessi hús fái að sanna sig á Grænlandi verði eftirspurn vaxandi og um álitlega útflutningsvöru að ræða í framtíðinni. OSTA- og smjörsalan sf. hefur samið við Iþróttasamband fatlaðra (ÍF) um að styðja ÍF vegna undir- búnings og þátttöku fatlaðs íþróttafólks vegna Ólympíumótsins í Sydney árið 2000. „Óhætt er að fullyrða að ís- lenska íþróttafólkið á nýafstöðnu Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta hafi staðið sig frábærlega vel, þar sem það kom heim með fimm gull- verðlaun, fern silfurverðiaun og fimm bronsverðlaun um leið og það setti fjölmörg heims-, óiympíu- og íslandsmet. Árangur íslensku keppendanna í Atlanta var afrakst- ur markvissrar vinnu þar sem allt var gert til þess að búa þá 10 keppendur er þátt tóku sem best undir mótið,“ segir í frétt frá IF. Ennfremur kemur fram að eftir Ólympíumótið í Barcelona 1992 hafi verið mörkuð stefna, landsliðs- þjálfarar ráðnir og í samráði við þá undirbúningshópur fyrir mótið i Atlanta. Á sama tíma var unnið að því að afla tekna til þess að hópurinn gæti undirbúið sig sem best og náð hámarksárangri. „Af framansögðu má ljóst vera að íþróttasamband fatlaðra leggur metnað sinn í að fatlaðir íslenskir íþróttamenn séu landi og þjóð til sóma og nú þegar er undirbúning- ur fyrir Ólympíumótið í Sydney hafinn, m.a. með stuðningi Osta- og smjörsölunnar sf.“ Sveinn Áki Lúðvíksson, for- maður ÍF, sagði eftir undirritun samningsins að fyrir dyrum stæðu mörg stór verkefni og stuðningur fyrirtækisins væri þess vegna ómetanlegur og gerði ÍF kleift að halda áfram þeim markvissa und- irbúningi sem nauðsynlegur væri til árangurs í íþróttum fatlaðra. Óskar H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, sagði að árangur fatlaðra íþróttamanna á síðustu árum væri hvatning öllum landsmönnum, því hann sýndi svo ekki yrði um villst hverju sterkur vilji og ástundun geti fengið áork- að. Fyrirtækinu væri sérstök ánægja að styðja við íþróttasam- band fatlaðra og hvetja félaga þess til dáða um leið og Osta- og smjörsalan hvetti fleiri fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Epal flutt í Skeifuna 6 VERSLUNIN Epal flutti um síð- ustu mánaðamót í Skeifuna 6 en húsnæðið þar sem verslunin var áður til húsa, í Faxafeni 7, er til sölu. Að sögn Eyjólfs Pálssonar hjá Epal seldi fyrirtækið dönskum húsgagnaframleiðanda húsnæðið að Faxafeni 7 fyrir sex árum og hefur leigt það síðan. Aftur á móti hefði Epal keypt nýja versl- unarhúsnæðið sem hentaði mun betur fyrir fyrirtækið en í Faxa- feninu m.a. vegna þess að það væri allt á einni hæð og sýningar- salurinn mun stærri. 1 í sjálfskiptan - á ferð! Chrysler Stratus 2.5 LE er í senn sjálfskiptur og beinskiptur - þú getur valið á milli skiptinga eftir aðstæðum og stemningu hverju sinni. Stratusinn er aflmikill, fjörmikill og viljugur, ríkulega búinn, fallegur, munúðarfullur, öruggur og staðfastur. Þörfum þínum er fullnægt í Chrysler Stratus, amerískum draumabíl. Láttu sjá þig með honum! Chrysler Stratus • 160 hestöfl • 2.420.000 kr. CHRYSLER STRATUS 2.5 LE. AUKARÚNADUR Á MYND: ÁLFELGUR. Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 554 2600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.