Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Pólland í NATO ár- ið 1999? WLODZIMIERZ Cimoszewicz, forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að Pólveijar kynnu að verða fullgildir aðilar að Atlantshafsbandalaginu (NATO) fyrir hálfrar aldar af- mæli bandalagsins í apríl 1999. „Ég tel mjög líklegt að á næsta ári geti öll aðildarríki NATO staðfest slíkan samning og að á 50 ára afmælinu í apríl árið eftir verði Pólland gengið í bandalagið," sagði forsætisráð- herrann. Cimoszewicz hafði eftir A1 Gore, varaforseta Bandaríkj- anna, að bandaríska stjórnin byggist ekki við „óvæntum uppákomum“ á fundi leiðtoga NATO-ríkjanna í Madrid 8. júlí. Búist er við að leiðtogarnir bjóði þá Pólveijum, Tékkum og Ungveijum að ganga í banda- lagið og Cimoszewicz kvaðst telja að fleiri fyrrverandi kommúnistaríkjum yrði boðin aðild án þess að tilgreina þau. Jeltsín undir- ritar efna- vopnalög BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, undirritaði í gær lög sem þingið samþykkti í liðinni viku þar sem kveðið er á um hvernig eyðileggja eigi efnavopn landsins en ekki hvenær það verði gert. Þingið vildi ekki staðfesta al- þjóðlegan samning um bann við efnavopnum, sem tók gildi á þriðjudag, og sagði að Rússar þyrftu lengri frest og fjármagn frá Vesturlöndum til að eyðileggja vopnin. Dönsk her- sveit til Albaníu DANSKA þingið samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða tillögu um að senda 65 hermenn til liðs við 6.000 manna fjölþjóðlegar hersveitir undir stjórn ítala í Albaníu. Gert er ráð fyrir að dönsku hermennimir fari til landsins 10. maí. Mikill sand- bylur í Kaíró MIKILL sandbylur gekk yfir Egyptaland í gær og varð ein- um manni að bana. Algjört myrkur varð í um klukkustund í Kaíró og loka varð alþjóða- flugvellinum í borginni í tæpar tvær klukkustundir vegna byls- ins. Þetta er mesti sandbylurinn í landinu í þijá áratugi. 97.000 e-töfl- ur fínnast HOLLENSKA tollgæslan kvaðst í gær hafa fundið 97.000 e-töflur í ferðatösku 37 ára Indónesa á Schiphol-flug- velli fyrir viku. Þetta er mesta magn sem fundist hefur af e- töflum í Holfandi. Jeltsín URSUTIN I BRESKU ÞINGKOSNIIIIGUNUM Flest nöfnin í nýrri ríkissljórn Verkamannaflokksins kunn úr skuggaráðuneytinu Menntamálaráðherrann blíndur frá fæðingn Aðstoðarforsætisráðherrann kom til íslands í þorskastríðinu Lundúnum. Reuter. TONY Blair kynnti í gær hveijir af samheijum hans í Verkamannaflokkn- um myndu skipa sjö mikilvægustu ráðherrastólana í fyrstu ríkisstjórn hans. Flest voru nöfnin þegar kunn úr „skuggaráðuneyti" flokksins. Aðstoðarfor- sætisráðherra verður John Prescott, sem kom hingað til lands í þorskastríð- inu um miðjan áttunda áratuginn, og brá sér um borð í íslenskt varðskip. Birtist mynd af Prescott og Guðmundi Kærnested skipherra í kosningasjón- varpi BBC í fyrrinótt. Gordon Brown, 46 ára, gamall vinur en einnig keppinautur Blairs í forystu flokks- ins, verður fjármála- ráðherra. Hann hætti við að gefa kost á sér til að leiða flokkinn eftir dauða Johns Smith 1994 og gerði þannig Blair kleift að verða kjörinn leiðtogi tiltölulega átakalaust. Honum er nú launaður greiðinn með því að vera treyst fyrir því ráðuneyti sem ber ábyrgð á einum við- kvæmasta málaflokkn- um, þegar deilur um hugsanlega aðild Bret- lands að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópusambandsins (EMU) standa sem hæst. Robin Cook, 51 árs, verður utanríkisráð- herra. Hann þykir vera einhver snjallasti ræðumaður í þing- mannaliði Verka- mannaflokksins og var fram til 1994 talsmað- ur viðskipta- og iðnað- armála í skuggaráðu- neytinu. Blair fékk hann til að taka við utanríkismálun- um með það fyrir augum fyrst og fremst að skerpa stefnu flokksins í Evrópumálum. „Kom vel fyrir“ John Prescott, 58 ára, varaleið- togi Verkamannaflokksins, verður varaforsætisráðherra og ráðherra umhverfismála, samgangna og skipulagsmála. Hann sóttist eftir að taka við leiðtogasætinu 1994, en sætti sig síðan við varaleiðtoga- stöðuna. í því embætti hefur hann skapað visst mótvægi við kappsama endurnýjunarstefnu Blairs, þar sem hann stendur fyrir mörg hefðbundin gildi vinstrimanna í flokknum. A yngri árum var hann m.a. leiðtogi verkalýðsfélags. Prescott kom til íslands í síðasta þorskastríði, um miðjan áttunda áratuginn, er íslendingar og Bretar deildu um útfærslu íslensku efna- hagslögsögunnar í 200 mílur. Prescott var þá þingmaður Hunt- ington-kjördæmis. Brá hann sér m.a. um borð í eitt íslensku varð- skipanna, þar sem Guðmundur Kærnested skipherra tók á móti honum. „Prescott kynnti sjónarmið Breta og kjósenda sinna og vildi heyra hvaða álit við hefðum á því. Hann hefur sjálfsagt viljað friða sína kjósendur með þessari ferð. Þetta var viðkunnanlegur maður og kom vel fyrir en þessi stutta heim- sókn hans markaði svo sem ekki vatnaskil í landhelgisdeilunni,“ sagði Guðmundur. Jack Straw, 51 árs, verður innan- ríkisráðherra. Hann þykir vera holdgervingur hægrisveiflunnar í stefnu flokksins, sem Tony Blair hefur stýrt honum inn á. Á náms- árum sínum fór hann fyrir hreyfingu stúd- enta, en frá því hann tók við sem talsmaður Verkamannaflokksins í innanríkismálum 1994 hefur hann verið engu síðri talsmaður „laga og reglu“ en hinn rót- tæki Michael Howard, inn anríkisráðherra íhaldsflokksins. ■ Fyrsti blindi ráðherrann David Blunkett fer með menntamál í hinni nýju ríkisstjórn. Hann hefur verið blindur frá fæðingu og átti að ýmsu leyti erfiða æsku. Með ákveðni og harð- fylgi tókst Blunkett að ljúka háskólanámi þrátt fyrir fötlun sína. Hann hefur verið þing- maður frá 1987 og átti ekki lítinn þátt í því að menntamál, sem hann hefur haft að baráttu- máli á þingmannsferli sínum, skyldu verða eitt helzta kosninga- málið að þessu sinni. Hann þykir hvorki vera til hægri né vinstri f flokknum og er sem slíkur orðinn einn af lykilmönn- unum í kjarnaliði flokksforystunnar í kringum Tony Blair. Margaret Becker var eina konan á meðal þeirra sem fengu staðfestan ráðherradóm í gær, en hún mun fara með viðskiptamál í nýju ríkis- stjórninni. Becket, sem almennt er álitin tilheyra vinstri armi flokks- ins, sat til skamms tíma til bráða- birgða í leiðtogasæti flokksins eftir andlát Johns Smith en varð þriðja í leiðtogakjörinu sem Tony Blair vann. Becket hefur síðan verið „skuggaráðherra" viðskipta- og iðnaðarmála. Nöfn annarra ráðherra verða kunngerð um og eftir helgina. Þeir úr hópi hinna 419 þingmanna flokksins sem líklegastir þykja til að hreppa ráðherrastóla eru meðal annars Chris Smith, sem búizt er að taki við heilbrigðisráðuneytinu. Smith er 46 ára gamall háskóla- maður sem Blair hefur fengið hið ábyrgðarmikla hlutverk að hafa umsjón með endurbótum á heil- brigðiskerfinu. Hann þykir vera frekar til vinstri í flokknum. Hann er fyrsti brezki ráðherrann, sem hefur lýst yfir samkynhneigð. Sendu Blair heillaóskir Tony Blair bárust í gær heilla- óskaskeyti frá Davíð Oddssyni for- sætisráðherra, Sighvati Björgvins- syni, formanni Alþýðuflokksins, og Margréti Frímannsdóttur, formanni Alþýðubandalagsins. I skeyti sínu vonast Davíð eftir því að góð samskipti landanna megi halda áfram og dafna. John Prescott HLUTFALL ATKVÆÐA Reuter Blindra- hundur í Downingstræti DAVID Blunkett sést hér koma með aðstoð blindra- hunds síns af fundi með Tony Blair í Downingstræti 10 í gær, þar sem nýi for- sætisráðherrann skipaði Blunkett menntamálaráð- herra. Hann hefur verið einn af lykilmönnum í flokksforystunni. íhalds- Verkam.- Frjálsl. flokkur flokkur demókr. SKIPT/NG ÞINGSÆTA íhafdsfl. Friálsl. demókr. Verkam.fl. 165 ______46 419 29 (Skoski þjóðarflokkurinn, Sinn Fein, Aðrir Sambandssinnar, óháðir þingmenn) Meirlhluli Verkamannaflokks: 179 þlngs. Heimild: BBC REUTERS KOSNINGAURSLIT I BRETLANDI Alþjóðadagur blaðamanna 56 frettamenn drepnir 1996 ALÞJÓÐADAGUR blaðamanna er í dag, 3. maí, og í tilefni af því hafa þeir Jens Linde, formað- ur alþjóðasamtakanna, og Fed- erico Mayor, framkvæmdastjóri Unescos.sent frá sér ávörp, sem fara hér á eftir nokkuð stytt: Blaðamenn eru ávallt fyrstu fómarlömbin í baráttunni fyrir fijálsum fjölmiðlum og í dag, 3. maí, minnumst við þeirra, sem hafa látið lífið, særst eða verið fangelsaðir í þessu stríði. Við skomm á blaðamenn að fara varlega og sýna félögum sínum fulla samstöðu. Það verður til dæmis gert með því að styðja Öryggissjóð alþjóðasamtaka blaðamanna. Við viljum einnig minna vini okkar í fjölmiðla- rekstri, þá, sem nú era þátttak- endur í hinni alþjóðlegu upplýs- ingabyltingu, á það, að frétta- mennska veltur á fólki, sköp- unarmætti þess og kunnáttu. Á síðasta ári voru 58 blaða- menn drepnir vegna starfa sinna og þegar sá listi var birtur var einnig skýrt frá þeirri ætlan okk- ar að setja alþjóðlegar reglur um öragga fréttamennsku. Í ávarpi Federicos Mayors, framkvæmdastjóra Unesco, Menningar- og menntamála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, eru nefndar þær ofsóknir, sem blaðamenn sæta í sumum heims- hlutum, og minnt á, að frjáls fjölmiðlun sé ein meginforsenda lýðræðisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.