Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMay 1997Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 AÐSEÍMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Morgunblaðið/Golli Á MATVÆLAKYNNINGU Samtaka iðnaðarins var fjölmenni enda á boðstólum ýmiss konar kræsingar. Kynning á íslensku góðgæti MARGT var um manninn á mat- vælakynningu Samtaka iðnaðar- ins í Ársal Hótels Sögu sl. mið- vikudag þar sem kynntar voru ýmsar nýjungar í matvælafram- Íeiðslu. Kynningin var sérstak- lega ætluð þeim sem sjá um inn- kaup og framleiðslu í stærri eld- húsum, hótelum og veitingstöð- um, en að sögn Ragnheiðar Héð- insdóttur matvælafræðings hjá Samtökum iðnaðarins, er líkjegt að hluta varanna megi einnig finna i hillum verslana á almenn- um neytendamarkaði. „Kynningin tókst mjög vel en sérstaka athygli vakti hve fyrir- tækin lögðu mikla áherslu á að setja vörurnar fallega og glæsi- lega fram,“ segir Ragnheiður. Um 140 vörutegundir frá 29 matvælaframleiðendum voru kynntar og meðal nýjunga voru léttreykt lambahjörtu og lifur, kavíar úr regnbogasilungs- hrognum, kalkúnapylsur og kalkúnaskinkur, mexíkönsk ehorixopylsa, parmaskinka og nýjar ístegundir, s.s blámyntu- og kirsuberjaís. Einnig voru á kynningunni vörur sem þegar hafa skapað sér hefð á íslensk- um markaði og vörur sem tengjast beint íslenskri náttúru, s.s. sjávarsalt, fjallagrasaafurð- ir og lýsi. Nýtt Sex ananashlunkar KJÖRÍS hefur endurhannað um- glaðningur. Glaðningurinn getur búðir fyrir íspinna í heimilispakkn- verið ávísun á heimsborgarferð ingum. Einnig hefur verið sett á með heimsferðum, endurskins- markað ný heimilispakkning með merki, blöðrur, litabók, ýmsar teg- sex Ananashlunkum. í hverri undir af límmiðum, plakat eða heimilispakkningu er óvæntur tannburstar. Sælkeravörur úr sjávarfangi ÍSLENSKT-franskt eldhús hf., sem sérhæfir sig í framleiðslu á sælkeravörum úr sjávarfangi, hef- ur sett á markað þijár nýjar teg- undir af paté; sjávarrétta-paté með sprotakáli, fiski-paté með steinbít og grænum pipar og fiski-paté með léttreyktum karfa. Ný vítamín og fæðubótarefni SKIPHOLTS Apótek hefur hafið sölu á vítamínum og fæðubótarefn- um frá Pharmadass Ltd., Health- wise og frá Kordels Healthcare Ltd. í fréttatilkynningu frá apótek- inu segir að flest efnanna séu nátt- úruleg og án litar- og rotvarnar- efna. Húðvörur með Tee Tree olíu SKIPHOLTS Apótek hefur hafið sölu á áströlsku húðvörulínunni Australian Bodycare sem inniheld- ur hreina Tee Tree olíu. Meðal annars fæst í apótekinu hreinsi- mjólk, sjampó, sápa, andlitskrem og hand- og líkamsáburður frá þessu merki. Klakasker og afdalamenn í VIÐTALI við Val- gerði Bjarnadóttur í Morgunblaðinu fyrir nokkru lét hún þess get- ið, að sér fyndist ekki nægilega umræða hér á landi um Evrópusam- bandið. Valgerður er staifsmaður EFTA- skrifstofunnar í Brussel og kom hingað heim til þess að flytja erindi á vegum Félags íslenskra háskólakvenna m.a. um umræðu þá, sem hér á landi hefir orðið um Evr- ópusambandið. Eg hefi dregið í efa, að sú skoð- un sé rétt, að íslendingar eigi að stefna að inngöngu í ESB og vil því nota tækifærið og ítreka þessa skoðun mína og draga fram rök, sem ekki eru ný en ekki öllum augljós úr því tilefni gafst til og einmitt nú því fréttir og umræða síðustu daga gáfu ástæðu til þess að minna á þau. Það eru almennt viðurkennd sann- indi, að þeir sem einhverra hluta vegna telja sig yfir aðra hafna vegna ættartengsla eða efnahags vilja láta taka meira mark á sér einmitt þess vegna heldur en til hins venjulega manns. Við sem búum fjarri aðal- stöðvum þjóðfélagsins erum oft ekki taldir færir um að taka þátt í þjóð- málaumræðunni af nokkru viti að því er virðist vegna búsetu og smæð- ar samfélags okkar eða sagt á klúru máli: við erum taldir útnesja- eða afdalamenn, sem ekki skynjum strauma samtímans. Þetta er ekkert íslenskt fyrirbæri. Þegar tvöhundruð mílna landhelgin hafði verið sam- þykkt töluðu Norðmenn um að ís- lendingar hefðu haft mikið meiri áhrif á þá afgreiðslu mála en stærð þjóðarinnar segði til um. Það sem eg óttast er, að ef til vill verði hlustað á okkur á fundum ESB en svo bara klappað á bakið á okkur og sagt eitthvað á þessa leið, þið búið nú í þessu litla Ijarlæga landi, eða upp á „fína málið“, klaka- skeri, og eruð svo fá, að þið hafið bara ekkert vit á þessu. Eg hefi tek- ið dæmi um konuna, sem kom hingað á Blönduós þegar Köku- húsið var hér. Það var á heimsmælikvarða og konan dáðist að öllu, umhverfinu og kökun- um, en sagði svo: „Og flytjið þið svo allt þetta úr Reykjavík“. En nú ætla eg að vitna í Moggann okkar. I síðasta Reykjavíkur- bréfi ræðir höfundur um tvo þekkta íslenska söngvara, þá Kristján Jóhannsson og Krisinn Sigmundsson og ber lof á þá sem maklegt er, en bætir því við, að sennilega nái þeir ekki að komast í fremstu röð söngvara í heiminum, ekki vegna þess að þeir séu ekki nægilega góð- ir heldur vegna þess, að þeir koma úr svona litlu samfélagi. Stórstjörn- Við megum ekki gleyma umræðunni, -------------31------------- segir Jón Isberg, svo hægt verði að koma okkur inn í ESB þegj- andi og hljóðalaust. urnar þrjár, Pavarotti með alla ítali á bak við sig og Carreras og Dom- ingo með hinn spænskumælandi heim, muni koma í veg fyrir það. Eða m.ö.o. það er ekki getan og hæfnin sem ræður heldur hvort þjóð- in er mannmörg og land þeirra stórt. Einmitt í þessu sama blaði 6. apríl sl. ræðir Morgunblaðið í for- ustugrein um þá frétt, sem slegið hafði verið upp í þekktu þýsku blaði, að íslensku flugfélögin, Flugleiðir og Atlanta, séu meðal 10 flugfélaga í Evrópu á svörtum lista hjá þýsku flugmálastjórninni. Það er enginn slíkur listi til og þessi félög eru með öruggustu flugfélögum heims, en þau koma frá litlu landi og fá- mennri þjóð og ættu alls ekki að vera til að mati stórhyggju- manna. Þess vegna þora þeir til við okkur. Hægt væri að skrifa langhund í blað eða heila bók með svona tilvitn- anir og önnur svipuð dæmi um ímyndaða getu og hæfni þeirra, sem í stærri samfélögum búa, fram yfir þá, sem koma frá minni samfélögum eða bara minni löndum. En enginn hefði fyrir því að lesa slíkar ritsmíð- ar. Eg slæ því botninn í þessi skrif, en vil taka fram, að eg er hlynntur samstarfi við útlendinga, hvort sem þeir búa austan hafs eða vestan og bendi á þá staðreynd, að þjóðinni vegnaði og vegnar best, þegar hún hefir haft og hefir góð samskipti við umheiminn. Og íslendingar gerðu að skilyrði við undirritun Gamla sátt- máta, að konungurinn ábyrgðist siglingu sex skipa til landsins ár hvert, en það gleymist í tímans rás. Eins geta skuldbindingar við undir- ritun samninga nú gleymst eftir nokkur ár eða áratugi eða aðlöguð breyttum aðstæðum eins og það myndi heita. Eg skrifa þessar hugleiðingar að gefnu tilefni og til þess að minna á, að við megum ekki gleyma um- ræðunni, svo hægt verði að koma okkur inn í ESB þegjandi og hljóða- laust. Eg segi þetta ekki af minni- máttarkennd af því eg er frá litlu samféiagi, en eg veit að eg og mín- ir líkar munu ekki fá tækifæri hjá ijölmiðlum til þess að koma þessum skoðunum okkar á framfæri, ein- faldlega vegna þess að við erum svo fáfróðir, að við skiljum ekki „straum- ana í þjóðfélaginu" eins og einn ágætur alþjóðasinni sagði við mig. Eg ætla að ljúka þessu með tilvitn- un í ljóðlínu í tregfullu dægurlagi, er ungur enskumælandi maður söng fyrir löngu síðan um litla möguleika á að komast áfram í heiminum, þv! hann var eins og hann sagði: „I am just a small town guy“. Höfundur er fv. sýslumaður. Jón ísberg Lífeyrissj óðirnir Þín eign í höndum annarra LÍFEYRISSJÓÐ- IRNIR eru í dag stærsti aðiii íslensks fjármagnsmarkaðar. I árslok 1995 voru heild- areignir lífeyrissjóð- anna 260 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að ráðstöfunarfé þeirra árið 1997 verði um 50 milljarðar. Það þýðir að lífeyrissjóðirnir geta keypt öll hlutafélögin á Verðbréfaþingi íslands á ríflega 3 árum. Hin miklu umsvif lífeyris- sjóðanna hljóta að leiða hugann að því hvetjir eiga þá og hvetjir stjórna þeim. Hverjir stjórna lífeyrissjóði þínum og hvernig getur þú haft þar áhrif? Sameignarlífeyrissjóðirnir ráða yfir langstærstum hluta af lífeyris- spamaði landsmanna. Stjórnir þeirra skipa til helminga fulltrúar stéttarfélaga sem eru aðilar að líf- eyrissjóðnum og fulltrúar vinnu- veitenda. Flestir launamenn eru skyldugir til að greiða í ákveðinn sameignarlífeyrissjóð en hafa lítil sem engin áhrif á hver skipar stjórn sjóðsins. Ef launamaðurinn er óánægður með stjórnina er hans eina leið að skipta um atvinnugrein þar sem meðlimir eru skyldug- ir til að greiða í annan lífeyrissjóð. í nýju frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um skyldu- tryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyrissjóða er það m.a. fast sett að hinn almenni greiðandi geti ekki haft nein áhrif á ávöxtun lífeyr- is síns (29. og 30. grein). Hverjir eiga að stjórna? Reynslan sýnir að þeir lífeyris- sjóðir þar sem greiðendur hafa áhrif á stjórn sjóðsins ná betri árangri en þeir sjóðir þar sem stjómendur eru ekki umbjóðendur sjóðfélaga. Sjálfsagt er að lífeyrissjóðir starfi undir eftirliti og það sé takmörkun- um háð hvar þeir mega fjárfesta en það breytir ekki þeirri staðreynd að lífeyrisgreiðendur sjálfír eiga að ákveða hveijir stjórna ávöxtun sparnaðar síns því fyrir þá em mestir hagsmunir í húfí. Lög eða ólög í nýgerðum samningum milli aðila vinnumarkaðarins og í nýju Lífeyrisgreiðendur sjálf- ir eiga að ákveða hverj- ir stjórna ávöxtun sparnaðar síns, segir Bjarni Þórður Bjarna- son, því fyrir þá eru mestir hagsmunir í húfi. frumvarpi til laga um lífeyrissjóðina er gert ráð fyrir að halda að mestu óbreyttu lífeyrissjóðakerfi. Forysta verkalýðfélaganna og vinnuveit- enda nauðbeygði þó ríkisstjórnina til að skera á lífæð séreignarlífeyris- sjóðanna með 10% skyldugjaldi launþega í sameignarlífeyrissjóði. Þetta minnkar samkeppni og skerð- ir frelsi í lífeyrissparnaði sem getur leitt til sömu óstjórnar og var í líf- eyrissjóðakerfinu hér á árum áður. Frumvarpið fastsetur einnig að for- ystumenn vinnumarkaðarins verði áfram með valdamestu mönnunum á fjármagnsmarkaðinum og að þeim, sem eiga peningana, sé ekki treystandi til að hugsa um eigin hag. Höfundur er verkfræðingur. Bjarni Þórður Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 98. tölublað (03.05.1997)
https://timarit.is/issue/129471

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

98. tölublað (03.05.1997)

Iliuutsit: