Morgunblaðið - 03.05.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 35
Vímuvarna-
dagur Lions
LIONSHREYFINGIN á íslandi
hefur mörg undanfarin ár staðið
fyrir vímuvarnadegi fyrsta laugar-
dag í maí. Lionsklúbbar um allt
land standa fyrir fjársöfnun með
sölu á barmmerki á
þessum degi til að
styrkja námsefnið Li-
ons Quest „Að ná tök-
um á tilverunni" sem
ætlað er 12-14 ára
nemendum.
Að ná tökum á
tilverunni
Árið 1984 ákvað Al-
þjóðastjórn Lions verk-
efni til fimm ára sem
skyldi beinast að ungu
fólki og þá einkum
vímuefnaneyslu ungs
fólks. Farið var í sam-
starf við bandarísku
fræðistofnunina Quest
International sem m.a. hefur samið
námsefni í lífsleikni og forvömum á
ýmsum sviðum. Árið 1986 bauð Li-
onshreyfingin á íslandi íslenskum
stjórnvöldum Lions Quest námsefnið
til notkunar í grunnskólum. Slíkur
stuðningur fijálsra félagasamtaka
Til að ná árangri í vímu-
efnabaráttunni þarf
virka þátttöku samfé-
lagsins. Gunnar Ein-
arsson minnir á fjár-
söfnun Lions laugar-
beldi. Vilja- og metnaðarleysi, að
vera alveg sama um allt eru við-
brögð, yfírlýsing um að baráttan sé
of erfíð. Of margir eiga vegna heim-
ilisaðstæðna skerta möguleika á að
öðlast nægan persónu-
þroska til að geta borið
virðingu og umhyggju
fyrir sjálfum sér og öðr-
um. Það þarf margar
hendur til að hjálpa
þessum einstaklingum
til að starfa af heiðar-
leika, réttlætiskennd og
sanngirni, gefa þeim
von og kenna þeim að
koma auga á það fal-
lega við lífið. Þjónusta
við aðra, geta til gagn-
rýnnar hugsunar og
lausn vandamála og
ábyrgð gagnvart fjöl-
skyldu og samfélagi eru
markmið sem við eigum
að keppa að. Á öllum vígstöðvum
þurfum við að herða á. Á íslandi
eru einstakir möguleikar til að hafa
aðbúnað barna og fjölskyldna með
þeim hætti að ásættanlegt er.
Framtak Lionshreyfingarinnar er
lofsamlegt og mikiivægt forvarna-
starf í baráttunni gegn vímuefna-
neyslu ungs fólks.
Ég hvet landsmenn til að taka
vel í fiársöfnun Lionshreyfingarinn-
ar laugardaginn 3. maí
Höfundur er forstöðumadur
fræðslu- og menningarsviðs
Garðabæjar.
Gunnar
Einarsson
Tekjuskerðing hjá sambýlisfólki:
Hvers eiga öryrkjar að gjalda?
ÖRORKULÍFEYRISÞEGAR
hafa Iengi þurft að beijast fyrir
því að halda þeim réttindum að
örorkubætur miðuðust við lág-
markslaun. Þessi réttindi voru þó
afnumin í desember
1995 þegar ákveðið
var að elli- og örorku-
lífeyrir skyldi ekki
fylgja almennum
kauphækkunum,
heldur fara eftir
ákvörðun ríkisstjórna
hveiju sinni. Tók
ákvörðunin gildi frá
og með 1. janúar
1996. Nú þegar samn-
ingum er lokið um
kauphækkanir á eftir
að koma í ljós hveijar
afleiðingarnar kunna
að verða.
Hvað sem því líður
er hópur örorkulífeyr-
isþega með bætur langt undir
lægstu launum. Það eru þeir sem
hafa svo blessunarlega fundið sér
maka.
Örorkulífeyrisþegi sem býr einn
fær að minnsta kosti 53.840 kr. á
mánuði sé hann ekki með neinar
aðrar tekjur. Hefji hins vegar ör-
yrkjar sambúð fá þeir hvor um sig
38.076 kr. á mánuði, þ.e. samtals
76.152 kr. sé ekki um neinar aðr-
ar tekjur að ræða. Áður en þeir
hófu sambúðina voru þeir með
samtals 107.680 kr. á mánuði en
við það eitt að byija að búa saman
lækka laun þeirra um 30% eða
samtals 31.528 kr. á mánuði.
Búi örorkulífeyrisþegi með öðr-
um sem ekki er öryrki lækka
bæturnar einnig í 38.076 kr. á
mánuði óháð tekjum maka eða
sambýlisaðila. Lækkunin er um
30% eða 15.764 kr. á
mánuði. Síðan skerð-
ast tekjur öryrkjans
enn frekar ef sam-
búðaraðilinn er með
launatekjur umfram
36.834 kr. á mánuði.
Þá er helmingur af
tekjum launþegans
skrifaðar á öryrkjann
og bætur hans lækka
hlutfallslega. Fyrir
hveijar 1.000 kr. sem
eru skrifaðar á öryrkj-
ann lækka bæturnar
um 450 kr. í mörgum
tilvikum er skerðingin
það mikil, að öryrkinn
heldur einungis
grunnlífeyrinum eftir sem er
13.640 kr. á mánuði.
Hinn fatlaði er þá orðinn gjör-
samlega háður maka sínum pen-
ingalega séð en slíkt hlutskipti
hefur aldrei taiist öfundsvert. Þarf
þá makinn t.d. að standa straum
af kostnaði vegna tannviðgerða,
hjálpartækja, læknishjálpar,
sjúkraþjálfunar og fleira. Fyrir
utan tekjutapið missir viðkomandi
ýmis hlunnindi eins og niðurfell-
ingu fastagjalds fyrir síma, endur-
greiðslu af hluta tannlæknakostn-
aðar, ókeypis heimilishjálp og
fleira. Tekjutapið getur, eins og
gefur að skilja, verið umtalsvert
Við það eitt að búa sam-
an, segir Lilja Þor-
geirsdóttir, lækka
launin um 30%.
fyrir utan hreina launalækkun.
Áð sjálfsögðu er hagkvæmara að
tveir búi saman og skerðast ýmsar
tekjutengdar bætur af þeim sök-
um, t.d. vaxta- og húsaleigubæt-
ur. En að tekjur öryrkja í sambúð
séu lækkaðar sérstaklega, og í
þessum mæli, finnst manni ansi
Íangt gengið.
Fyrir öryrkjann er engin leið
fær til að bæta sína stöðu önnur
en sú að reyna að fá vinnu við
hæfi, sem getur verið þrautin
þyngri, en að öðrum kosti að skilja,
bókstaflega eða á pappírunum.
Einstaklingar sem eru í þessari
stöðu leita mikið til Sjálfsbjargar.
Oft er þetta fólk sem er að heija
sambúð, eða hjón þar sem annar
aðilinn hefur lent í slysi eða feng-
ið alvarlegan sjúkdóm. Það er ekki
nóg með þær byrðar sem þessir
einstaklingar þurfa að bera heldur
þurfa þeir að þola óréttlæti sem
er einstakt í sinni röð. Það er erf-
itt að ráða þessu fólki heilt og
útskýra kerfi sem þjónar ekki sín-
um tilgangi lengur.
Höfundur er félagsmálafulltrúi
Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra.
Lilja
Þorgeirsdóttir
daginn 3. maí.
við skólastarf í Iandinu er einstakur
í íslenskri skólasögu. Það má líka
segja að um sé að ræða nokkurt
brautryðjendastarf við að innleiða
markvissa kennslu í lífsleikni í ís-
lenskum grunnskólum. Lífsleikni er
hæfileiki til að sýna jákvæða hegðun
og aðlögunarhæfni sem gerir ein-
staklingnum auðveldara að kljást á
árangursríkan hátt við kröfur og
áskoranir daglegs lífs. Við kennslu
á námsefninu er lögð áhersla á sam-
starf við foreldra. Foreldrar eru aðal-
kennarar barna sinna. Varanlegt og
gott samband við umhyggjusama
foreldra eða aðra fullorðna skiptir
sköpum svo ungt fólk vaxi og dafni.
Það er skoðun mín að til þess að
ná marktækum árangri í baráttunni
gegn neyslu ávana- og fíkniefna hjá
unglingum á grunnskólaaldri þurfi
virka þátttöku samfélagsins í heild.
Aðgerðir þurfa að vera af margvís-
legum toga og viðhorfsbreyting að
eiga sér stað í samskiptum við börn
og unglinga.
Margir samverkandi þættir
Áróður, fræðsla, aukin löggæsla,
öflugra og betra tómstundastarf,
styrkara stoðkerfi í grunn- og fram-
haldsskóla, betri og fleiri meðferð-
arúrræði fyrir unglinga, fjölskyldu-
vænna umhverfí, skýrari reglur og
taumhald, meiri afskipti og aðstoð
í vanda, meiri þekking og hæfni
þeirra sem vinna með unglingum
eru þættir sem hafa áhrif í barátt-
unni gegn neyslu ávana- og fíkni-
efna. Samstaða um viðhorf og regl-
ur sem samfélagið ísland ætlar að
hafa gegn vímuefnaneyslu grunn-
skólabarna er mikilvæg. Efla þarf
vitund hins almenna borgara um
mikilvægi þess að gera athugasemd-
ir þegar unglingur neytir vímuefna.
Það á ekki að hylma yfir slíkt.
Áfengis- og vímuefnaneysla ís-
lenskra unglinga er óásættanleg og
siðlaus og Islandi til vansæmdar.
í harðnandi samkeppni um at-
hygli, völd og vinnu verða fleiri fyr-
ir vonbrigðum og gefast upp, verða
sinnulausir og finna ekki fyrir sér
nema þá helst í vímu eða með of-
VEIÐIMÖNNUM er það ávallt fagn-
aðarefni þegar veiðitímabilið hefst. Þeir
vita líka upp á hár að það er algjört skilyrði
að vera vel undirbúinn;
stangir, línur, girni
og annar útbúnaður
verður að vera í topplagi þegar sá stóri
bítur á. I Versluninni Veiðimanninum eru
allar hillur full-
jBAbu
Garcia
ar af vönduðum veiðivörum sem rnargir af snjöllustu
veiðimönnum landsins þekkja af áratuga reynslu sem
þann fyrirmyndarútbúnað, er treysta má til stórræða.
Sumarafgreiðslutími:
mánudaga til föstudaga kl. 08-20
laugardaga kl. 9-17,
sunnudaga kl. 10-16.