Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 37
1 MORGUNBLAÐIÐ
JRSLITIIM í BRESKU ÞINGKOSNINGUNUM
LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 37
Reuter
dað
3ra þjóðarleiðtoga og frammámenn
liún fjarlægð og mynd af Tony
1.
ðirtil
kmiði
mannaflokkinn að standa við gefin
loforð um að taka til athugunar
hvort breyta eigi stjórnarskránni
þannig að gengið verði til hlutfalls-
kosninga í stað þess að kjósa í ein-
menningskjördæmum.
Það var snemma ljóst í hvað
stefndi. Um þremur klukkustundum
eftir að kjörklefum var lokað vann
Verkamannaflokkurinn sinn fyrsta
óvænta sigur. Sigur Giselu Stuart í
Edgaston í Birmingham var nokkuð
öruggur og minnti um margt á það
þegar David Amis komst á þing
fyrir íhaldsflokkinn öllum að óvörum
í Baseldon í Essex í kosningunum
fyrir fimm árum. Þá var sagt að
Baseldon-maðurinn hefði hafnað
Verkamannaflokknum. Nú var það
Edgaston-maðurinn, sem sagði
íhaldsflokknum að hann hefði setið
nógu lengi að kjötkötlunum. I
þokkabót misstu íhaldsmenn svo
sæti sitt í Baseldon í hendur Verka-
mannaflokknum.
Þótt línur hefðu snemma tekið
að skýrast var langt liðið nætur
þegar endanlaga hafði verið talið í
nógu mörgum kjördæmum til að
hægt væri að staðfesta að Verka-
mannaflokkurinn hefði formlega
_______ náð meirihluta á þingi.
St ^ ejtt Ávarpaði þá hrærður Bla-
i. , . ir stuðningsmenn sína í
inaras- Roya, Festival Hall við
cnum Thamesá og var ákaft
fagnað. Það var þyngri
brúnin á stuðningsmönnum Majors
í morgunsárið: „Við höfum oft tapað
stórt,“ sagði hann. „I kvöld höfum
við beðið allshetjarósigur.“
Á götum London var ekki að sjá
að haldnar hefðu verið kosningar
framan af fimmtudagskvöldinu utan
hvað óvenju margir voru á ferli. Er
á leið var hins vegar víða fagnað
og voru þar á meðal margir, sem
voru að kjósa í fyrsta skipti og höfðu
í 18 ár ekki þekkt annað en íhalds-
stjórn á Bretlandi.
Hyggjast setja
menntamál í öndvegí
Áhersla á bætt samskipti við Evrópusambandið
Tony Blair hefur mikið svigrúm í embætti
forsætisráðherra Bretlands eftir stórsigurinn
í kosningnnum á fimmtudag. Megináherslan
verður á menntamál í nýrri stjóm Verka-
mannaflokksins, en samskiptin við Evrópu-
sambandið verða ekki langt undan.
VIÐ buðum fram sem hinn
nýi Verkamannaflokkur
og við munum stjórna sem
hinn nýi Verkamanna-
flokkur," sagði Tony Blair eftir að
hann hafði gengið á fund Breta-
drottningar í gær og tekið við emb-
ætti forsætiSráðherra. „Ég stend hér
fyrir fram Downing-stræti 10 og
veit hvaða ábyrgð er lögð á herðar
mér.“
Hann sagði að markmið nýrrar
stjórnar hefðu verið ákveðin. „Það
þarf að bæta skólakerfið þannig að
menntun verði ekki aðeins handa
hinum fáu, heldur fjöldanum, ríkis-
stjórnin þarf að muna að flokkur
hennar bjó til heilbrigðiskerfið, hún
mun starfa með frammámönnum
viðskiptalífsins til að búa efnahags-
lífinu góða framtíð og hún á ávallt
að þjóna almenningi.“
Blair forðaðist í kosningabarátt-
unni að strengja heit, sem ekki var
víst að hann gæti efnt, og þegar í
ljós kom hversu afgerandi sigur
hans var, var hann spurður hvort
hann sæi eftir því að hafa ekki
spennt bogann hærra. Sigurvegar-
inn lét sér nægja að minna á lof-
orðin sem John Major, fyrrverandi
forsætisráðherra, hefði gefið og
ekki staðið við.
Engar flugeldasýningar
í samtali við dagblaðið The Times
í síðustu viku kvaðst hann ekki vera
hrifinn af loforðum um að fyrstu
hundrað dagarnir við völd verði
linnulaus flugeldasýning líkt og tíðk-
ast hefur í Bandaríkjunum, en að
lyktum stæði ekkert eftir.
Það verður einnig erfitt fyrir nýja
stjórn að byija af krafti. Kosninga-
baráttunni er ekki fyrr lokið en
sigurvegarinn er sestur að völdum.
í Bandaríkjunum og Frakklandi líður
nokkur tími milli þess að kosið er
og valdaskiptin eiga sér stað. Bretar
bíða ekki boðanna heldur flytja
gamla forsætisráðherrann sam-
stundis út úr embættisbústaðnum
við Downing-stræti 10 og tæpum
tveimur klukkustundum síðar gekk
sá nýi þar inn. Margir segja að þetta
sé grimmilegt, en aðrir að það sé
best að umskipti af þessu tagi gangi
hratt fyrir sig. Þessi hraði gefur
flokki hins vegar ekki mikið ráðrúm
til að setja sig í stellingar og bretta
upp ermarnar.
Elísabet Bretadrottning mun lesa
stefnuskrá stjórnar Blairs upp 14.
maí og þá má búast við að mennta-
málin verði í brennidepli. Flokkurinn
hefur lofað að gefa út skýrslu um
það hvað beri að gera í menntamál-
um fljótlega og leggja frumvarp fyr-
ir þingið síðar á árinu.
Mun verða róttækur
forsætisráðherra
Blair hefur sagt að það væri eitt-
hvað undarlegt við það að vera rót-
tækur leiðtogi Verkamannaflokksins
og varkár forsætisráðherra: „Og það
mun ég ekki vera. Ég mun verða
róttækur forsætisráðherra.“
Hann er þeirrar hyggju að það
verði mælikvarðinn á hvort honum
takist að verða róttækur hvernig
honum muni ganga að framfylgja
hugsjónum sínum í menntamálum.
Utanríkismálin verða hins vegar
fyrsti prófsteinninn á hinn nýja for-
sætisráðherra. Á einum mánuði
verða haldnir þrír mikilvægir fundir.
Sá fyrsti verður fundur sjö helstu
iðnríkja heims, þá fundur Atlants-
hafsbandalagsríkja og sá síðasti og
jafnframt mikilvægasti fundur leið-
toga Evrópusambandsins (ESB) í
Amsterdam til að marka framtíð
bandalagsins. Sá fundur var oft og
tíðum til umræðu í kosningabarátt-
unni og sagði John Major meðal
annars að yrði Blair fulltrúi Breta á
þeim fundi yrði haldið hollenskt upp-
boð á breskum hagsmunum.
Blair hefur lýst yfir því að hann
vilji marka nýtt upphaf í Evrópumál-
um eftir að bresk stjórnvöld hafi
árum saman gert allt til að vera til
trafala. Því hefur verið haldið fram
að Bretar hafi einangrast í ESB
vegna þessarar stefnu og það hafí
komið þeim í koll þegar mest lá við
og kúafárið gekk yfir án þess að
þeir nytu nokkurrar samúðar.
Afstaða Majors til Evrópusam-
bandsins kom Bretum ekki aðeins í
koll og með slægð í samningum tókst
honum að knýja fram undanþágur
fyrir landið í ýmsum mikilvægum
málum. Nú er röðin komin að Blair
að sýna að hann sé fylginn samn-
ingamaður og hann sagði við breska
sjónvarpið, BBC, að hann væri þegar
farinn að búa sig undir fundinn í
Amsterdam af krafti.
Gordon Brown, næsti ijármálaráð-
herra Bretlands, þarf einnig að hefj-
ast handa af krafti. Fyrsti fundur
hans með Eddie George seðlabanka-
stjóra verður 7. maí, fyrir fyrsta ríkis-
stjórnarfundinn, og á dagskrá verður
hvort hækka eigi vexti.
Einkavæðingarskattur
Brown var fámáll um helstu efna-
hagsmálin í kosningabaráttunni. Nú
þarf hann að ákveða hvort ástæða
sé til að grípa til aðgerða til að koma
í veg fyrir aukna þenslu í efnahags-
lífinu. Brown verður aftur í sviðljós-
inu í júlí þegar búist er við að Verka-
mannaflokkurinn leggi fram sérstök
neyðarfjárlög til að heimta sérstakan
skatt, sem aðeins yrði lagður á einu
sinni, af stórfelldum tekjum fyrir-
tækja, sem hafa verið einkavædd.
Ætlunin er að veija tekjunum af
þessum skatti til áætlunar um að
tryggja 250 þúsund
manns, sem eru undir 25
ára aldri og hafa verið
atvinnulaus í meira en
hálft ár, vinnu.
MENNTAMÁL: Blair er
þeirrar hyggju að það sé alvarlegt
hvað Bretar hafi dregist langt aftur
úr grannríkjunum í menntamálum
og segir að menntamálafrumvarp
verði metnaðarmál stjórnar sinnar.
Hann hyggst beina fjármagni frá
öðrum málaflokkum til menntamála
og gera menntamálaráðuneytinu
undir stjórn Davids Blunketts jafn
hátt undir höfði og þremur helstu
ráðuneytunum, fjármála-, innanrík-
is- og utanríkisráðuneytum.
í frumvarpinu verður meðal ann-
ars leitast við að tryggja að ekki
verði fleiri en 30 í bekk í árgöngum
barna á aldrinum fimm til sjö ára.
Blair hefur einnig sagt að breyta
þurfi skólakerfinu þannig að fólk
þurfi ekki lengur að velta fyrir sér
hvort óhætt sé að senda börn sín í
ákveðna skóla.
EVRÓPA/UTANRÍKISMÁL: Blair
hefur hamrað á því að miklar
hindranir standi í vegi fyrir því að
Bretar verði aðiljar að Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu (EMU) árið
1999 og það sé miklum vafa undir-
orpið að stjóm Verkamannaflokksins
muni á næstu fimm árum, eða út
nýhafið kjörtímabil, skuldbinda sig
til aðildar. Hann hefur heitið því að
telji stjórnin það vænlegan kost verði
málið borið undir Breta í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Þótt flokkurinn hafi ekki látið
sannfærast um ágæti EMU hefur
Robin Cook, næsti utanríkisráð-
herra, lýst yfir því að leitað verði
sátta í samskiptum við Evrópusam-
bandið eftir langt skeið fjandskapar
undir stjórn íhaldsflokksins, sem
hann segir að hafi ýtt undir fordóma
og svikið breska hagsmuni.
„Evrópusambandið mun verða
Bretum að meira gagni ef við leggj-
um áherslu á samvinnu fremur en
ágreining,“ sagði Cook í febrúar.
Flokkurinn er þess fullviss að sam-
komulag náist á ríkjaráðstefnunni í
Amsterdam í júní og hefur lýst yfir
því að til að sýna samstarfsviljann
verði félagsmálasáttmáli sambands-
ins um sameiginlega staðla á vinnu-
stöðum undirritaður.
Cook hefur sagt að í embætti
utanríkisráðherra muni hann leggja
áherslu á að efla viðskiptahagsmuni
Breta erlendis og meðal annars skipa
frammámenn úr viðskiptalífinu í
sendiherrastöður til að ná því mark-
miði.
Flokkurinn hefur heitið endur-
skoðun á þörfum Breta í varnarmál-
um, en hafnað fullyrðingum íhalds-
manna að sú endurskoðun sé aðeins
blekkingarhula, sem ætlað sé að
dylja fyrirætlanir um að draga úr
framlögum til varnarmála og veikja
varnir landsins. Blair hefur lýst yfir
því að hann hyggist tryggja Bretum
öruggar og traustar vamir fyrir
næstu öld.
HEILBRIGÐISMÁL: Verkamanna-
flokkurinn hyggst breyta skipulagi
heilbrigðismála. Hann segir að undir
stjórn íhaldsflokksins hafi læknum
verið breytt í bókhaldara og heil-
brigðiskerfinu skipt í tvennt.
Markmiðið er að flytja fjármagnið
frá yfirbyggingu og stjórnun til
„víglínunnar" í umönnun sjúklinga
og stytta biðlista sjúkrahúsanna.
Einnig er stefnt að því að banna
tóbaksauglýsingar og setja ákveðin
mörk í heilsugæslu, sem eiga að
endurspegla áhrif fátæktar og mis-
réttis á heilsufar.
STJÓRNARSKRÁRBREYTINGAR:
Flokkurinn hyggst leggja fram
frumvarp fyrir haustið,
sem mundi greiða götuna
fyrir því að haldin yrði al-
menn atkvæðagreiðsla um
það hvort Skotar fái sitt
eigið þing, sem hefði vald
til skattheimtu, og Wales-búar fái
einnig samkundu, sem hefði minni
völd. Blair hefur sagt að enginn
flokkur hafi haft stórfelldari áætlan-
ir um stjórnarskrárbreytingar á dag-
skrá. Einnig hefur verið talað um
að binda enda á rétt þeirra til að
greiða atkvæði, sem erfa sæti í lá-
varðadeild breska þingsins, og taka
upp hlutfallskosningu í stað ein-
menningskjördæma, en aukið sjálf-
stæði til Skotlands og Wales mun
hafa forgang.
Utanríkismál
fyrsti próf-
steinninn
Metfjöldi
kvenna á
þing
Lundúnum. Reutcr.
METFJÖLDI kvenna heldur nú inn-
reið sína í neðri deild brezka þings-
ins, sem Bretar sjálfir kalla gjarnan
„móður allra þjóðþinga". Með stór-
sigri Verkamannaflokksins fjölgar
kvenþingmönnum úr 62 í 120. Þar
sem heildarfjöldi þingsæta er 659
verður brezka þingið þó eftir sem
áður mikið karlasamfélag.
Tvíburasysturnar Angela og
Marie Eagle eru hvort tveggja
fyrstu tvíburarnir til að ná kjöri til
þingsetu og fyrstu systurnar sem
það gera. Það þykir einkar mark-
vert vegna þess hve kjördæma-
skipulagið, sem byggist á einmenn-
ingskjördæmum, minnkar líkurnar
á að slíkt gerist.
Nærri þvi 400 konur voru í fram-
boði í 659 kjördæmum Bretlands.
Að meira en fjórðungur þeirra
skyldi ná kjöri er meiri árangur en
þær hafa nokkru sinni náð fyrr og
síðar í sögu brezka þingsins. 101
hinna 120 nýju kvenþingmanna
voru frambjóðendur Verkamanna-
flokksins. íhaldsflokkurinn skilar
12 konum á þing, en brezkar konuri
hafa iðulega stutt íhaldsflokkinn
dyggilegar en aðra flokka.
Fyrir þessar kosningar var hlut-
fall kvenþingmanna í neðri deild-
inni 9,2%, en hækkar nú í 18 af
hundraði.
Verkamannaflokkurinn heitir
auknu hlutfalli kvenna
Verkamannaflokkurinn, sem um
langt skeið hefur a.m.k. í orði verið
málsvari aukinna kvenréttinda,
hefur heitið því að innan áratugar
verði annar hver þingmaður flokks-
ins kona.
Clare Short, vinsælasti kvenþing-
maður Verkamannaflokksins, hef-
ur lengi agnúast út í „drengjaskóla-
andrúmsloftið" í þinghúsinu í
Westminster og harmað að heild-
arfjöldi kvenna, sem setið hefðu á
brezka þinginu frá upphafi skyldi
ekki vera meiri en 187.
Evrópu-
áróðurinn
breytti engu
London. Reuter.
BRESKIR ihaldsmenn lögðu mikla
áherslu á Evrópumálin í kosninga-
baráttu sinni og sökuðu meðal
annars Tony Blair, leiðtoga
Verkamannaflokksins, um að ætla
að bregðast breskum hagsmunum
gagnvart Evrópusambandinu,
ESB. Þessi áróður virðist hins
vegar ekki hafa haft nein áhrif á
kjósendur.
Þegar John Major sigraði í
kosningunum 1992 lýsti hann yfir,
að hann hygðist gera Bretland að
forysturíki í Evrópu en afstaða
íhaidsmanna til ESB varð æ
ósveigjanlegri, meðal annars til
að fela klofninginn í þeirra eigin
röðum. í kosningabaráttunni birtu
þeir mynd þar sem Blair á að vera
búktalarabrúða í kjöltu Helmuts
Kohls, kanslara Þýskalands, en
hún hafði augljóslega engin áhrif,
a.m.k. ekki þau, sem hún átti að
hafa.
Ihaldsflokkurinn hefur logað af
illdeilum vegna Evrópumálanna
og flokksmenn óttuðust mjög, að
Evrópuandstæðingaflokkur millj-
arðamæringsins Sir James
Goldsmiths, ÞjóðaratkvæðisfloKSr-
urinn, myndi reynast þeim skeinu-
hættur í kosningunum. Það var
óþarfa ótti, fáir kusu Goldsmith
og félaga hans, en miHjónir fyrr-
verandi kjósenda íhaldsflokksins
kusu Verkamannaflokkinn og
Frjálslynda demókrata en báðir
þeir flokkar eru vinsamlegri ESB
en íhaldsflokkurinn. u