Morgunblaðið - 03.05.1997, Síða 42

Morgunblaðið - 03.05.1997, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR JAÐEKLÆÐNAÐUR, jaðetappar og hnakkstuðningur úr jaðe og gylltu bronsi frá 5.-6. öld f. Krist. Dánarbúningur Liu Shings prins sem átti að varðveita líkamsleifar hans um alla framtíð. Á DYMBILVIKU II Ymsir stórviðburðir á vettvangi sjónlista í Kaupmannahöfn og nágrenni urðu * Braga Ásgeirssyni eftirminnilegir og seg- ir hann hér frá nokkrum þeirra og ýmsu öðru í tengslum við þá. RÝNIRINN var fljótur að taka stefnu á Lousiana safn- ið í Humlebæk, fullur eftir- væntingar sem svo oft áður. Hafði ríka ástæðu til, því stórsýning safnsins að þessu sinni er list frá • Kína og nefnist „Mennesker, guder og kunst fra Kina“, stendur til 25. maí. Á ferð til landsins 1994 auðn- aðist honum engan veginn að sjá nægilega mikið af fornri list þjóð- arinnar, þótt hann væri langt bet- ur en þakklátur fyrir það sem hann náði að sjá og skoða. En í opinber- um heimsóknum vill tíminn ekki nýtast sem skyldi, og satt að segja fór fullmikill tími í móttökur, mat- argerðarlist og að skiptast á nafn- spjöldum. Að ógleymdum regluleg- um og tímafrekum heimsóknum í vináttuverzlunarkeðjur, þar sem margt var 5-10 sinnum dýrara en á frjálsum markaði. Þá var mér öll- um lokið, er ég fékk þær upplýsing- ~ ar á Torgi hins himneska friðar í lok dvalarinnar í Peking, að í næsta nágrenni væri gríðarlegt sögusafn. Það gekk eftir, að sýningin á Lousi- ana var afar mikilsverð viðbót við það sem menningarhópurinn sá austurfrá, að maður nefni ekki upp- setninguna og aðgengi að munun- um sem var ólíkt faglegri. Þótt mig bæri snemma að á virkum degi var múgur og margmenni á staðnum, jafnt skólakrakkar sem gamal- menni og allt þar á milli. Fylgdi því að venju góð tilfinning að blanda sér í þann áhugasama hóp og lítil vandkvæði að nálgast munina. Meginhluti sýningarinnar, yfir 200 hlutir, skarar 5000 ára þróun- ” artímabil, og eru úr gi-öfum og haugum forfeðranna. Upplýsir af- stöðu Kínverja til trúarbragða, goð- vera, hindurvitna og lífsins eftir dauðann. Ailt frá yngri steinöld til tímabils Hahn ættarveldisins, sem ríkti í landinu frá því 206 f. Krist til ársins 220, e.K. Einnig er tölu- vert af klæðnaði til að mynda úr jaðe, sem er hvít eða grænleit steind af pýróxen gerð. I þá veru tekur sýningin einnig fyrir líf fólks og þjóðfélagshætti. Hún hefur ver- ið á ferð um Evrópu og er Lousi- ^ ana einn af fýrstu viðkomustöðun- um. Til að tengja hana nútímanum eru til viðbótar þrjár innsetningar eftir hinn unga Cai Guo Quiang (f.1958), sem búsettur er í Japan. Innsetningarnar mynda heild sem gengur út frá grunnþáttunum, náttúran og sambandið við alheim- inn, - þjóðfélagið, þjóðfélagshætt- ir og einstaklingurinn. Föng eru sótt til Kína og til að gera hana nú- tímalegri eru margfrægar myndir af Mao foi-manni eftir Andy War- hol á veggjunum. Geta menn svo sem nú tíðkast fylgt tilorðningu innsetningarinnar stig af stigi á myndskjá. Ágæt viðbót þótt hún höfðaði ekki sterkt til sýningar- gesta og fæstir stæðu þar lengi við, helst börn og unglingar. Hins vegar höfðaði sjálf sýningin firnasterkt til fólks, mikið til vegna þess hve margt í þessari hámenn- ingu má heimfæra á nútímann í grunnþáttum sínum. Við blasa ýms- ar tegundir formgerðar og brúks- listar í frumgerð sinni, sem allir kannast við og enn eru í fullu gildi, jafnframt sú heimspeki að baki mótun hluta, sem kenna má í núlist- um aldarinnar, bæði módernisman- um og hugmyndafræðinni. Þróun- arferill mannsins sem tegundar er að vísu mun lengri en haldið var, en menningin ekki í sama mæli göm- ul, fortíðin jafnúrelt né nýjungar dagsins ferskar. Þessari undirstöðu allra framfara síðustu árþúsunda ásamt tilfinningunni fyrir mikil- vægi hennar, má maðurinn ekki glata frekar en málinu eða göngu- laginu. Þessir ævafornu og heillandi hlutir eru áþreifanleg stað- festing þess, að fortíðin þrengir sér stöðugt nær okkur, því hér er einungis um að ræða saman- tekt frá uppgreftri síðustu tuttugu ára... Kunstforeningen á Gammel Strand, stendur fyrir sýningu á frumkvöðlum surrealismans á Norðurlöndum, þeim sem voru í beinum tengslum við þróunina, og stendur hún til 11. maí. Stflbrögðin aðhylltust helst afmarkaðir hópar sænskra og danskra listamanna í Halmstad og Kaupmannahöfn, sem áttu með sér náið og giftudrjúgt samband. Fyrsta alþjóðlega súrrea- listíska sýningin á Norðurlöndum var haldin í sölum Den Frie 1935, og var hér gengið beint til verks. Málarinn Vilhelm Bjerke-Petersen var sýningarstjóri, en val mynd- verka í París önnuðust þeir André Breton og sænski málarinn Erik Olsson sem bönkuðu uppá hjá 511- um þekktustu frumkvöðlunum, Arp, Brauner, Dali, Dominguez, Max Emst, Giacometti, Kiee, Mag- ritte, Man Ray, Miró, Oppenheim og Tanguy. Var eðlilega meira en vel tekið á móti þeim í ljósi þess, að skáldið Breton var merkisberi og fræðikenningameistari stílbragð- NIELS Ströbek: Tvöfalt andlit. anna. Er Kunstforeningen að minna á og endurtaka þetta merki- lega og sögulega framtak, en með veglegri hæti og í stærra samhengi. Surrealisminn hafði drjúga þýð- ingu fyrir þróun núlista á Norður- löndum, svo sem sér greinilega stað í málverkum Cobra málaranna, sem bera í sér ekki svo lítil bein og óbein áhrif frá gi’unnhugmyndum hans. Má koma fram, að fyrstu óhlutlægu málverk Svavars Guðna- sonar vora að vissu marki undir áhrifum surrealismans eins og ann- arra málara Helhesten, helfáksins, og stílbrögðin hafa haft áhrif á fjölda íslenzkra málara, þó frekar í hliðarútgáfum. Sýningin er á öllum hæðum hins nýuppgerða húss, og meiri viðburð- ur en nokkru sinni að koma í þessa gömlu stofnun við Síkishólmann, er jafnframt í næsta nágrenni þröngra öngstræta og sögufrægra Islend- ingaslóða. I hinu gamla virðulega húsi slær stórt hjarta, og hvítt marmaraskilti í fordyrinu upplýsir að þar hafi verið aðsetur stúlkna- skóla Nathaliu Zahle um áratuga- skeið á seinni hluta fyrri aldar. Þar lærðu píkur jafnt góða siði sem hoffmannlega framkomu og for- vitnum ferðalangi skal til viðbótar bent á húsasundin við götuna, þ.e. Gammel Strand, en bakgarðarnir era augnayndi sem geyma drjúga byggingarlistasögu, og eru sum bindingsverkin á framhlið húsanna sjónræn opinberun. Þar sem rýnir- inn er með fullar hendur heimilda er tilefnið ærið að gera þessum þætti norrænnar sjónlistasögu, og jafnframt sun’ealismanum, skil í sérstakri vel myndskreyttri grein er tími vinnst til. ið sama er uppi á teningn- um um sýningu Friðriks- borgarsafnsins í Hilleröd á sérstökum kafla í lífi bruggarans J.C. Jacobsens, sem stendur til 19. maí. Tilefnið er að í ár eru liðin 150 ár frá því tappað var á fyrstu Carlsberg-flöskuna og mikið um að vera í því sambandi. Sýningin og framkvæmdirnar í kringum afmæl- ið kalla einnig á úttekt á æviverki þessa mikla velgjörðarmanns danskrar menningarsögu á seinni tímum. Margur landinn sem dvalið hefur í borginni, eða tyllt þar tá, mun vita að lengstum hefur hluti ágóða hverrar seldrar flösku af Carlsbergs bjórnum gengið til vís- inda og lista og hefur staðið undir framkvæmdum á víðfeðmu sviði sem hvarvetna sér stað í Dana- veldi. Lítil þúfa velti hér stóru hlassi, þó liggur nær, að stórhug- ur, metnaður, gáfur og mannvit hafi sem fyrram varðað veginn til mikilla afreka. Færri munu vita, að þegar hin mikla perla danski-ar byggingarlistar og þjóðarstolt Dana, Friðriksborgarhöll, varð eldsvoða að bráð 1859, sem eyði- lagði mestan hluta innra byrðis hennar, átti Jacobsen frumkvæðið að endurbyggingu hennar í fyrri mynd, eða svo sem framast var kostur. Stofnaði til samskota í því skyni, og svo heppilega vildi til að sjónrænir sagnfræðingar tímanna höfðu sumir hverjir skjalfest ein- staka sali í málverkum sínum, sem voru höfð til hliðsjónar og auðveld- aði til muna verkið. Sjálfur var J.C. Jacobsen örlátasti gjafarinn og í heilt ár fór allur hagnaður ölsöl- unnar óskiptur til verkefnisins, að auki styður Carlsbergsjóðurinn rekstur safnsins enn í dag. Mark- mið Jacobsens með endurbygging- unni var að blása nýju lífi í sjálfs- vitund þjóðarinnar eftir ósigurinn í styrjöldinni 1864, og til þess vildi hann virkja bestu listamenn þjóð- arinnar. Er höllin öll hin mesta gersemi, yfirfull af minjum úr for- tíð, og á efstu hæð er sérstakt and- litsmyndasafn mikilmenna í nýrri danskri sögu, jafnt málverka, höggmynda, teikninga sem ljós- mynda og kennir þar margra grasa, en þó frábærra mynda í bland. Jafnframt sérstakt mjög vel skipulagt hringlaga hornherbergi tileinkað dóttur Kristjáns IV, Le- onóru Kristínu, sem kennd var við Bláturn, aðalturn gömlu hallarinn- ar í Kaupmannahöfn, rifinn 1732. Utfrá því í litlu skoti og undir gleri, er varðveitt handritið að harmatöl- um hennar, sem er einstakt bók- menntaverk. Það má slá því fóstu, að fram- kvæði Jacobsens, hafi smitað út frá sér, því seinni tíma danskir auð- menn hafa veruð mjög uppteknir við að styrkja vísindi og listir og kemur einnig að því síðar. „Vinna og nægjusemi" voru kjörorð þessa manns, og þau lét hann greipa í vegginn á framhlið, eða réttara vita, gömlu Carlsbergsbyggingar- innar frá 1883. Fram kemur, að hinn nafnkenndi eðlisfræðingur, H.C. Örsted, og franski efnafræð- ingurinn Louis Pasteur höfðu markandi þýðingu fyrir velgengni Jacobsens sem bruggara. Hefur safninu tekist að fá lánaða mynd af Pasteur málaða af salonmálaranum Leon Bonnat sirka 1885, sem ann- ars hangir uppi á Pasteurstofnun- inni í París. J.P. Jacobsen var strangur húsbóndi, sem fylgdist grannt með starfsfólki sínu, bann- aði því jafnvel að vera úti eftir kl 12 á miðnætti! Fór ég að hugleiða á sýningunni, að sennilega höfum við íslendingar lagt öllu meira til danskra vísinda- og menningarmála við drykkju þessa mjaðar í 150 ár en okkar eig- in, og að uppi á Islandi væri hvorki skortur á vísindastofnunum né listasöfnum hefði aurinn runnið réttu boðleiðina. Undarlegt atvik kom fyrir mig á Hallargötu á leið á braut- arstöðina, en það er aðal- verzlunargatan í Hilleröd. Gatan var alauð, eins langt og augað eygði í báðar áttir og verzlanir mannlaus- ar líkast sem þær hefðu verið yfir- gefnar í skyndi og ekkert kvikt sjá- anlegt. Þetta var sem yfirþyrmandi óraunverulegur draumur og fannst mér ég staddur mitt inni í surrea- listísku málverki, en mundi svo að það var skírdagur ... Það er stutt frá Hilleröd til Holte, og er þangað kom var leigu- bíll tekin á Sölleröd Kunstforening í herrasetrinu Gammel Holtegárd, en þar var að ljúka sýningu á nor- rænni glerlist. Áfar falleg sýning og framlag íslendinganna þeim til sóma, einkum Sörens Staunsager Larsen, aðrir voru Pia Rakel Sverrisdóttir og Sigrún O. Einars- dóttir. Þetta er afar notalegt herra- setur er býður upp á ágætar sýn- ingar og auk þess merkilegar forn- menjar frá nágrenninu í einu úti- húsinu, ennfremur þjóðlega veit- ingabúð. Aðsókn á sýninguna mikil þennan dag. Var ég á hraðleið á sýningu verka raunsæismálarans Niels Ströbek (f. 1944) í Sophienholm í nágrenni Lyngby. Sýningunni, sem vakti mikla athygli og mikil blaða-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.