Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 44
44 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
+ Unnur Guð-
mundsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum hinn
10. júlí 1938. Hún
andaðist á Sjúkra-
húsi Suðurnesja 25.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Guðmundur
Guðmundsson mál-
arameistari, Lyng-
bergi í Vestmanna-
eyjum, f. 10. maí
1905, d. 14. septem-
ber 1981, og Sigrún
Guðmundsdóttir, f.
23. janúar 1915, sem býr nú í
Reykjavík. Alsystkini Unnar
eru Fanney, f. 22. maí 1934,
Hrefna, f. 11. september 1936,
og Már, f. 19. ágúst 1939. Hálf-
systkini hennar sammæðra
eru: Gylfi Þórðarson, f. 4. októ-
ber 1943, Dagný Þórðardóttir,
f. 10. mars 1945, d. 12. mars
1982, og Rúnar Þór Þórðarson,
f. 17. desember 1951. Gylfi og
Rúnar búa í Bolungarvík. Hálf-
systkini Unnar samfeðra eru:
Olöf Guðmundsdóttir, f. 6. júní
1946, býr á Hólmavík, Jón Ein-
ar Guðmundsson, f. 18. apríl
Vorið 1960 talaðist svo til milli
þeirra systra Fanneyjar konu minnar
og Unnar að hún kæmi til okkar til
Flateyjar á Skjálfanda og yrði hjá
okkur um sumarið. Unnur var þá
nýgift Ólafi Ágústssyni og voru þau
að stofna heimili sitt í Grindavík.
Ólafur var sjómaður og var á síld-
veiðum þetta sumar sem og mörg
fleiri. Svo stóð á hjá okkur að við
áttum von á fjórða barni okkar og
því kom sér vel að Unnur sæi um
heimiiishald á meðan það gerðist.
Unnur hafði með sér soninn Sigur-
þór þá átta til níu mánaða gamlan
og einnig kom með henni hálfsystir
þeirra, Dagný Þórðardóttir, þá 15
ára. Heimilið var því mannmargt það
sumar, en ekki minnumst við Fanney
þess að húspláss þryti þó húsið væri
ekki stórt.
1950, býr í Kefla-
vík, Viðar Guð-
mundsson, f. 24.
júní 1957, og Sæ-
unn Helena Guð-
mundsdóttir, f. 19.
nóvember 1960 og
búa þau í Vest-
mannaeyjum.
Unnur giftist Ól-
afi Ágústssyni, f.
22. júlí 1935, sjó-
manni og útgerðar-
manni, hinn 26. des-
ember 1958. Hafa
þau búið allan sinn
búskap í Grindavík.
Þau eignuðust fimm börn en
misstu tvö í fæðingu. Hin eru:
Sigurþór, f. 14. september
1959, kvæntur Hallfríði
Traustadóttur, og eiga þau tvö
börn. Ágústa Hildur, f. 4. mars
1961, sambýlismaður Hjálmar
Hallgrímsson og eiga þau þrjú
börn; íris, f. 25.9.1964, sambýl-
ismaður Garðar Vignisson og
eiga þau þrjú börn saman en
eitt barn átti íris fyrir. Búa þau
öli ; Grindavík.
Útför Unnar fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Þegar síldveiðum lauk kom Ólaf-
ur til Flateyjar að sækja konu sína
og son og dvaldist hjá okkur í eina
viku og reri á sjó með mér. Þetta
voru okkar fyrstu kynni. Þegar þau
fóru suður höfðu þau á orði að ef
við flyttum úr Flatey væri Grinda-
vík hinn ágætasti staður til búsetu.
Nokkrum mánuðum síðar missti ég
heilsuna tímabundið og ljóst var að
skynsamlegt væri að flytja búferl-
um af svo afskekktum stað. Komu
okkur þá í huga orð þeirra Ólafs
og Unnar og höfðum samband við
þau með þeim árangri að þau útveg-
uðu okkur bráðabirgðahúsnæði í
Grindavík. Þótti mér það góður
kostur að vita af íjölskyldu minni
í nánd við þau á meðan ég dvaldist
á sjúkrahúsi. Þar höfum við átt
heima síðan. Mikið samband var á
milli fjölskyldna okkar, börnin léku
sér saman og bílaeign varð í báðum
fjölskyldum á sama tíma. Þá var
tjaldið tekið og farið saman í útileg-
ur. Þetta og margt fleira vekur hjá
okkur ljúfar minningar þegar kvödd
er kær systir og mágkona. Þökkum
við henni þessa samleið í lífinu af
heilum hug.
Síðustu mánuðirnir voru Unni
erfiðir vegna sjúkdóms sem engu
eirir og einnig hennar nánustu sem
vöktu yfir velferð hennar en gátu
lítið að gert.
Það er komið að kveðjustund og
þá er okkur efst í huga að biðja
góðan Guð um styrk til handa eigin-
manni, börnum og mökum þeirra,
barnabörnum, aldraðri móður og
öðrum ættingjum.
Þín systir og mágur,
Fanney Guðmundsdóttir og
Jón Hólmgeirsson.
Unnur er dáin. Þessi yndislega,
heilsteypta og hógværa kona er fall-
in fyrir þeim óhuggulegasta sjúk-
dómi sem ég hef kynnst, krabba-
meini. Mér fínnst óskiljanlegt að á
okkar tækniöld þar sem bókstaflega
allt virðist hægt að gera að fólk
hrynji niður úr krabbameini án þess
að nokkur fái rönd við reist. Það
er sorglegt til þess að vita að um
ailan heim er milljörðum varið í
hernað og gerð nýrra vítisvéla sem
hafa það eitt hlutverk að eyða
mannkyninu í stað þess að vetja
fjármunum til rannsókna á krabba-
meini og öðrum sjúkdómum sem
herja á allt mannkynið.
Það var fyrir um 14 árum að ég
kynntist þeim Óla og Unni er sonur
minn varð tengdasonur þeirra hjóna.
Ég hreifst strax af þessari konu,
en það sem meira var að sonur
minn fór strax að elska tengda-
mömmu og það sagði mér mest.
Unnur var afskaplega fínleg og
yndisleg kona og hennar innri feg-
urð var mest. Hún gerði alltaf gott
úr öllu og tók ávallt upp hanskann
fyrir lítilmagnann. Hún var hógvær,
en hafði samt sínar skoðanir og stóð
á þeim. Hún var yndisleg móðir,
eiginkona og amma. Stórkostleg-
asta minningin mín um Unni er
þegar hún stóð helsjúk og hélt á
barnabarni okkar beggja undir
skím. Henni var boðið að sitja með-
an athöfnin færi fram en hún af-
þakkaði það og stóð eins og klettur
allan tímann með nafna sinn í fang-
inu. Þetta var yndisleg stund og við
megum þakka guði fyrir að hafa
gefið henni þennan styrk og þessa
ánægju með ijölskyldunni. Rétt
rúmum mánuði síðar var Unnur flutt
á Sjúkrahúsið í Keflavík og átti
þaðan ekki afturkvæmt.
Ykkur sem mest hafið misst, eig-
inmanni, móður, börnum og barna-
börnum, votta ég innilega samúð
mína og bið góðan guð að styrkja
ykkur. Munið að þið eigið dýrmæt-
ar minningar um yndislega konu.
Minningar getur enginn tekið, þær
lifa með okkur um ókomin ár.
Gréta Jónsdóttir.
Elsku Unnur mín.
Mig langar til að kveðja þig með
örfáum orðum nú þegar leiðir skilj-
ast. Á stund sem þessari er fátt um
orð, en efst í huga mér eru allar
góðu minningarnar um samveru-
stundirnar og áratuga vináttu okkar.
Á undanförnum árum höfum við
átt yndislegar samverustundir með
þér og Óla í sumarbústaðnum ykkar
og í Grindavík, þar sem við áttum
margar dýrmætar og ógleymanlegar
stundir.
Ég og fjölskyida^ mín öll viljum
votta þér elsku Óli, íris, Hidda, Sig-
urþór og fjölskyldum ykkar og öðr-
um ástvinum dýpstu samúð okkar.
Við biðjum góðan guð að styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærieikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Nú kveðjum við þig að sinni, elsku
Unnur, þín er sárt saknað og við
munum ætíð minnast þín.
Þín vinkona,
Hildur og Hafsteinn.
Elskuleg mág- og svilkona okkar,
Unnur Guðmundsdóttir, er látin,
langt fyrir aldur fram, eftir hetju-
lega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Á
kveðjustundu leitar hugurinn til
allra góðu stundanna sem við áttum
saman, bæði heima í Grindavík og
á ferðalögum erlendis.
Unnur var heimavinnandi hús-
móðir lengstan hluta ævi sinnar,
enda bar heimili þeirra Óla merki
þess, það var fagurt og smekk-
legt. Gestkvæmt var á heimili
þeirra og þangað var gott að koma.
Erfitt verður því að hugsa til þess
að hitta hana ekki framar með Óla
sínum, því varla var minnst á ann-
að þeirra öðruvísi en að hitt væri
nefnt í sömu andrá. Unnur og Óli
eignuðust fimm börn. Tvö létust
rétt eftir fæðingu, hin þrjú búa
hér í Grindavík, ásamt fjölskyidum
sínum. Barnabörnin voru gleði og
yndi ömmu og afa og samgangur
mikill á milli heimila.
Við minnumst þess þegar við
vorutn að ráðgera utaniandsferð og
Unnur heyrði á okkur að við værum
í óvissu um pössun fyrir fjörugan
drenginn okkar og köttinn, sem
enginn vildi hafa. Þá bauðst hún til
að taka þá báða í fóstur, þó að á
heimilinu væri köttur fyrir, sem flúði
að heiman tímabundið vegna gest-
anna. Minningar um ferðir í sumar-
hús og á sólarstrendur, ýmis spaugi-
leg atvik, fjör og gleði, er það sem
leitar á hugann þegar við hugsum
til baka. í núinu verðum við að taka
á þeirri staðreynd að þig, elsku
Unnur, sjáum við ekki framar í
þessu lífí og það er víst að við eigum
eftir að sakna þín.
Nú þegar lífsgöngu þinni er lokið
á þessari jörð kom okkur í hug þessi
fallega bæn: Jesús, bróðir vor og
frelsari. Þú þekkir dánarheiminn.
Fylgdu vini vorum, þegar vér getum
ekki fylgst með honum lengur. Mis-
kunnsami faðir, tak á móti henni.
Heilagi andi, huggarinn, vertu með
oss.
Elsku Óli, Sigurþór, Ágústa, íris
og fjöiskyldur. Við biðjum góðan
Guð að varðveita og styrkja ykkur
öll á þessum erfiðu tímum.
Sigurður og Albína.
Vertu Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Elsku amma. Þakka þér fyrir allt
saman, takk fyrir liðnar stundir. Við
söknum þín öll mjög mikið. Passaðu
hann afa fyrir okkur, elsku amma.
Passaðu okkur öll, við gleymum þér
aldrei.
Barnabörn.
UNNUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
Hildigunnur
Hallsdóttir var
fædd á Gríshóli í
Helgafellssveit á
Snæfellsnesi 19.
október 1916. Hún
andaðist á sjúkra-
húsinu í Stykkis-
hólmi 26. apríl síð-
astliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Sigríður Illuga-
dóttir, f. 26.4. 1871,
d. 27.9. 1954, og
Hallur Kristjáns-
son, f. 18.10. 1875,
d. 1.1. 1944, bóndi
á Gríshóli. Systkini hennar
eru: Jófríður, f. 15.2. 1899, d.
21.10. 1969; andvana fæddur
drengur 17.11. 1900; Illugi, f.
10.9. 1901, d. 24.7. 1984; Guð-
rún, f. 2.3. 1903, d. 4.9. 1993;
Kristján, f. 26.11. 1904, d. 9.8.
1929; Jóhannes, f. 28.10. 1906,
d. 9.5. 1994; Magnús, f. 22.11.
1907, d. 24.9. 1988; Höskuldur,
Móðursystir mín elskuleg, Hildi-
gunnur Hallsdóttir, eða Hidda eins
og hún var alltaf kölluð, er látin,
sjúkdómsstríðinu er lokið, með sigri
þess sem ævinlega vinnur.
Hildigunnur var fædd á Gríshóli
í Helgafellssveit og ólst þar upp í
hópi níu systkina. Á þessum tíma
var Gríshólsheimilið annálað fyrir
snyrtimennsku og myndarskap og
fáar jarðir sennilega betur setnar.
f. 25.6. 1910, d.
15.1. 1941; Guð-
finna, f. 21.4. 1911,
d. sama dag; Anna
G., f. 28.1. 1915.
Hildigunnur
giftist Bjarna Lár-
ussyni verslunar-
manni í Stykkis-
hólmi, f. 2.8. 1920.
Foreldrar hans
voru Ásta Pálsdótt-
ir, f. 30.9. 1900, d.
15.11. 1987, og Lár-
us Elíasson, f. 7.11.
1893, d. 9.12. 1971.
Dóttir þeirra er
Eygló, f. 22.12.1957. Sambýlis-
maður hennar er Guðbergur
Auðunsson. Börn þeirra eru
Dagur og Bergur. Börn Eygló-
ar eru Hildigunnur, Bjarni Þór
og Matthildur.
Útför Hildigunnar fer
fram frá Stykkishólmskirkju
í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Margar af mínum fyrstu minning-
um eru frá sunnudagsheimsóknum
okkar tii afa og ömmu. Móttökurn-
ar voru alltaf jafnhlýlegar og elsku-
legar og var það ekki sist að þakka
þeim systrum, Önnu og Hiddu, sem
þá skiptust á um að sjá um heimii-
ið með aðstoð móður sinnar.
Á þessum árum var ekki mikið
um menntunarmöguleika, en leiðin
lá þó í Reykholtsskóla og síðar lærði
hún að sauma og vann við þá iðn,
m.a. á saumastofu Kaupfélags
Stykkishólms.
Hildigunnur giftist Bjarna Lárus-
syni verslunarmanni og settu þau
fyrst bú í Sæmundarhúsi í Stykkis-
hólmi, en keyptu síðan húsið á
Skólastíg 17 og áttu þar heima síð-
an. Sæmundarhús var gamalt timb-
urhús, eitt af þessum gömlu húsum
með sál; þar var höfðingsbragur á
hverjum hlut og í húshaldi var reynt
að halda í gamlar hefðir. Þegar
farið var í kaupstað heiman frá
foreldrum mínum, sem oftast var
gert vikulega, var óhugsandi annað
en koma við hjá Hiddu og Bjarna,
og þiggja þar góðgerðir.
Bæði voru þau hjónin miklir
náttúruunnendur og nutu þess að
vera úti og ferðast. Það var lengi
fastur liður að fara „norður" á
hveiju sumri, og ferð fyrir jökul
hefur sennilega aldrei fallið niður
- eftir að þau eignuðust eigin bíl.
En síst má gleyma þeirri ánægju
sem þau höfðu af því að fara í
stuttar ferðir upp í Helgafellssveit,
og lá þá leiðin gjarnan upp í
Vatnsdal eða í Sauraskóg, sem ég
held að hafi verið nokkurs konar
paradís í augum þeirra beggja.
Hvort sem það var sumar vetur,
vor eða haust - nutu þau síbreyti-
leika náttúrunnar.
Eftir að þau hófu rekstur eigin
fyrirtækis, ásamt öðrum, fengu þau
fleiri tækifæri til þess að ferðast
og skoða sig um, m.a. erlendis. Ég
minnist einstaklega ánægjulegra
stunda frá ferðum sem við fórum
saman, bæði til Flórída og Portúg-
als._
Á kveðjustund er okkur öllum í
huga þakklæti fyrir liðnar samveru-
stundir. Ég mun ætíð minnast með
hlýju ailra þeirra stunda sem ég
hafði tækifæri til þess að eiga með
Hiddu frænku.
Ég sendi vini mínum Bjarna,
Eygló, barnabörnum og öðrum ætt-
ingjum innilegustu samúðarkveðjur
og bið þeim allrar blessunar um
ókomna framtíð.
Kristján Jóhannesson.
Hildigunnar eða Hidda, eins og
hún var í daglegu tali nefnd af
ættingjum og vinum, var gerðarleg
kona og vel að sér um flesta hluti
og naut álits allra, sem henni kynnt-
ust. Var því ekki að undra, að
Bjarni, bróðir okkar systkina, Ástu
og Lárusar barna, veldi sér hana
fyrir eiginkonu. Þótt þeim yrði ekki
barna auðið varð hjónaband þeirra
einkar farsælt. Þau tóku í fóstur
og sem kjörbarn dótturina Eygló,
sem varð sólargeislinn þeirra sem
og barnabörnin.
Hidda var mikil og góð mágkona
okkar systkina og ekki síður góð
og fórnfús tengdadóttir foreldra
okkar. Á sinni tíð kom hún eins og
himnasending inn í líf fjölskyldu
okkar og var mikilsmetin og virt
af öllum. Hjálpsemi hennar og vel-
vild í okkar garð var einstök. í fram-
komu var hún hógvær og prúð, en
samt var stutt í hlátur hennar og
glettin tilsvör.
Á unga aldri lærði hún fatasaum
í Reykjavík og vann um árabil á
saumastofu kaupfélagsins í Hólm-
inum og þótti mjög vandvirk og
flink á því sviði. Allt lék í höndum
hennar og var snilldarlega gert.
Hún var útsjónarsöm og var fljót
að sjá, hvað vel fór eða ekki. I dag
væri litið á hana sem góðan fata-
hönnuð. Hún lét aldrei á sér standa
að hjálpa okkur fjórum systrum
og móður okkar við hvers konar
fatasaum og nýtni þar að lútandi
með því að snúa fiíkum við og
sauma þær uppá nýtt. Fermingar-
kjólinn minn og kápuna saumaði
hún á mig og systur mínar einnig.
Ekki taldi hún þetta eftir sér og
fannst sjálfsagt, að hún gerði
þetta. Mikið leituðum við til hennar
á yngri árum og alltaf var hún
boðin og búin að hjálpa okkur og
liðsinna við svo ótal margt og stóð-
um við ávallt í mikilli þakkarskuld
við hana og ekki síst fyrir það,
hversu vel hún reyndist móður
okkar og föður alla tíð. Þau Hidda
og Bjarni voru einstaklega barn-
góð. Fyrir yngri kynslóðina, frænd-
fólk þeirra, var það mikið ævintýri
að heimsækja þau og fara með
Bjarna í kindakofann og fylgjast
með nýfæddu lömbunum á vorin.
Þau höfðu yndi af allri útiveru
og útivist. Hidda, sem alin var upp
í sveit, var vön hestakona og höfðu
þau mikla ánægju af að fara í reið-
túra á yngri árum. Seinna, þegar
bíllinn kom til sögunnar, ferðuðust
þau mikið um landið og höfðu tjald-
ið sitt með sér í þeim ferðum. Þau
voru miklir náttúruunenndur og
-dýrkendur og mikið fyrir gróður
og skógrækt. Bjarni hafði fyrr á
árum farið til Noregs á vegum skóg-
ræktarfélagsins til þess að kynna
sér skógrækt þar. Þau kunnu vei
til örnefna og staða á Snæfellsnesi
og við Breiðafjörð og víðar í land-
inu. í nágrenni Stykkishólms
þekktu þau hvetja þúfu og stein.
Oft var farið til beija. Lá þá leiðin
oft upp í Vatnsdal. Minningarnar
tengdar þeim Hiddu og Bjarna eru
óteljandi og allar ljúfar. Innilegar
samúðarkveðjur sendum við systk-
inin Bjarna bróður okkar og fjöl-
skyldu hans.
Ebba Lárusdóttir.
HILDIG UNNUR
HALLSDÓTTIR