Morgunblaðið - 03.05.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 03.05.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 45 ODDUR ÁRNASON + Oddur Árnason fæddist í Hrólf- staðahelli á Landi 7. apríl 1913. Hann andaðist á Dvalar- heimilinu Lundi á Hellu 22. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Árni Hannesson bóndi, Hrólfstaðahelli, f. í Haukadal á Rangár- völlum 9.10. 1873, d. 11.6. 1944, og eiginkona hans, Sig- ríður Oddsdóttir, frá Heiði á Rangár- völlum, f. 23.6.1875, d. 19.8. 1966. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 5.4. 1906, d. 19.8. 1984, var gift Guðjóni Jónatanssyni úr Vest- mannaeyjum, d. 8.3. 1993. 2) Hannes, f. 27.4. 1907, d. 12.3. 1990, kona hans er Halldóra Ólafsdóttir, f. 8.9. 1912. 3) Sig- urbjörg, f. 2.5 1909, lést aðeins sex mánaða. 4) Sigurbjörg, f. Við kveðjum í dag einn af mæt- ustu starfsmönnum Landgræðslunn- ar, girðingar- og sáðmanninn Odd Árnason frá Hrólfstaðahelli á Landi. Hans verður minnst af hlýhug og virðingu ailra þeirra er til hans þekktu. Þegar horft er til baka og hugsað til Odds þá kemur okkur fyrst í hug glaðværð hans og óþreyt- andi eljusemi. Það hefur löngum verið gæfa Landgræðslunnar að hafa í þjónustu sinni ósérplægna og trúa starfs- menn. Þar hefur verið að verki sú framvarðarsveit sem ótrauð axlaði erfíði og baráttu við óblíð náttúruöfl og lagði grundvöll að betra og feg- urra Islandi. í þessum hópi var Odd- ur meðal hinna fremstu. I æsku sá hann hvernig eyðingaröfl sandfoks- ins ógnuðu byggðinni hans í Land- sveit. Jarðir eyddust og þúsundir hektara gróðursælla landsvæða urðu sandinum að bráð. Margir töldu það óvinnandi verk að stöðva sandinn. En að ævikvöldi gat hann glaðst yfir að ævistarf hans átti ríkan þátt í að beisla sandinn og endurheimta blómlega byggð í sveitinni hans. Oddur hóf störf hjá Gunnlaugi Kristmundssyni, fyrsta sand- græðslustjóranum, árið 1945 og vann síðan meira og minna hjá Land- græðslunni allt til ársins 1995 eða í hálfa öld. Þrátt fyrir framfarir og tæknivæðingu á þessum tíma hafa störfín ávallt stefnt að sama mark- inu þ.e. að girða, friða, byggja sand- varnargarða sá og afla melgresis. En aðstæður breyttust hins vegar gífurlega á þessum tíma. Fyrsta áratuginn vann Oddur við sand- græðslugirðingar í Landsveit en síð- an í Gunnarsholti. Til að sækja vinnu þangað þurfti hann að fara einn á báti yfir Ytri-Rangá og ganga síðan um 15 km leið. Síðar hafði hann dráttarvél til umráða til að fara á milli, þar til hann fluttist alfarið að Gunnarsholti árið 1987. Nærri má geta að aðstæður á fyrri hluta starf- sævi Odds voru oft erfíðar I grenj- andi sandfoki svo ekki sá út úr aug- um. Unnið var myrkranna á milli við að byggja fokvarnargarða og aldrei var gefist upp. Oddur var einstaklega glaðvær maður og hvers manns hugljúfi. Ein- stök samviskusemi og elja einkenndu öll hans störf og ungir sem aldnir í Gunnarsholti leituðu eftir að starfa með honum. Hann létti öllum störfin með gleði sinni og manngæsku. Á efri árum voru hans mestu ánægju- stundir að fara inn á Landmannaaf- rétt þar sem hann ungur átti ótal spor að leita kinda. I minningum okkar um Odd sjáum við fyrir okkur birtu og gleði sem voru hans aðals- merki. Hann var alla tíð teinréttur í baki, hafði örugga framkomu og niðrandi orð um náungann féllu hon- um aldrei úr munni. Þegar hann kenndi síðan erfiðs sjúkdóms fyrir nokkrum árum tók hann þeirri byrði með einstöku æðruleysi. Síðustu misseri ævi sinnar dvaldi hann á 21.11 1910, d. 13.9. 1992. 5) Oddur, f. 7.4. 1913, d. 22.4. 1997. 6) Sigurþór, f. 16.6. 1918. Oddur ólst upp í Hrólfstaðahelli hjá foreldrum sínum. Að þeim látnum vann hann hjá bróð- ur sínum Sigurþóri, oddvita Land- mannahrepps. Odd- ur hóf störf hjá Sandgræðslu Is- lands árið 1945 og starfaði þar að hluta úr ári hverju allt þar til hann fluttist að Gunnarsholti 1987. Þar dvaldi hann og vann til ársins 1995 og var þá liðin hálf öld frá því hann hóf störf að sandgræðslu. Árið 1995 flutt- ist hann á Dvalarheimilið Lund á Hellu. Útför Odds fer fram frá Skarðskirkju á Landi í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Dvalarheimilinu Lundi á Hellu, þar sem hann naut einstakrar umhyggju og hlýju. Að leiðarlokum er okkur í Gunn- arshoiti efst í huga söknuður, virðing og þakklæti fyrir áralanga vináttu og frábær störf í þágu landgræðslu. Oddur var fyrst og fremst sannur sandgræðslumaður sem með létt- leika og bjartsýni gekk að sínu starfi á hveiju sem gekk. Við sem eftir stöndum öxlum byrðarnar í minn- ingu hans. Með eftirfarandi orðum Odds sjálfs í viðtali við Jón R. Hjálmars- son í ársbyijun 1988 ljúkum við þessum kveðjuorðum og vottum að- standendum Odds innilega samúð okkar: „Ég hef verið sá hamingju- maður að sjá afar mikil umskipti til hins betra í gróðurvernd og upp- græðslu bæði í Landsveit og ekki síður hér á Rangárvöllum. Nægir í því sambandi að benda á túnin með- fram veginum hér suður frá Gunn- arsholti að brekkubrúninni hér fyrir norðan. Þar var áður svartur og líf- vana sandur, en nú eru þar fagrar og grösugar sléttur." Sveinn og fjölskylda og starfsfólk Landgræðslunnar. t Elsku frændi. Ég man fyrst eftir ' þér heima í Hrólfstaðahelli eða Helli, t eins og við sögðum alltaf. Þar bjóst þú með Böggu og Sigga, systkinum þínu. í Helli var alltaf glatt á hjalla og aldrei man ég eftir öðru en hlátri r og gleði á þeim bæ. Eftir jóiaball í i Brúarlandi söfnuðumst við ættin- gjarnir saman hjá ykkur systkinun- um og átum á okkur gat af öllum i kræsingunum sem þið báruð í okk- í ur. Á eftir var svo spilað en við, þau í yngri, skemmtum okkur vel við i ýmsa leiki og alltaf tókuð þið bræð- í urnir þátt I þeim með okkur. Þú 5 varst alltaf svo hress og kátur og í fullur orku og því kvaldi það þig mjög er veikindi þín voru orðin svo mikil að þú gast ekki unnið eins og áður. Þú varst alla tíð mjög vinnu- li samur og kynntist ég dugnaði þínum í vel er ég byrjaði að vinna með þér í Gunnarshoiti. Þar varst þú alltaf á r fullri ferð, enda þótt síðasta sumarið þitt væri skrokkurinn farinn að J banna þér hluti sem þú vildir endi- í lega gera. Þegar þú gast ekki unnið a úti sem áður tókst þú að þér ýmis n störf, settir t.d. upp stólana þegar í ég skúraði matsalinn og fórst út með ruslið fyrir eldhúskonurnar, svo :- lítið eitt sé nefnt. tl Ég gæti svo sem skrifað endalaust n margar sögur um kunnáttu þína á r örnefnum, í gestaþrautum, því alltaf :- hafðir þú einhvetja þraut fyrir gesti r þína að leysa, eða góðar sögur af g húmor þínum sem alltaf var stutt í. i- En nú ertu farinn frá okkur og ég n mun alitaf minnast þín sem hlátur- ir milds frænda sem alltaf kunni ein- 5i hveija gamansögu að segja. u Blessuð sé minning þín. á Gréta Rún Árnadóttir. JÓHANNA BJÖRG SIG URÐARDÓTTIR + Jóhanna Björg Sigurðar- dóttir fæddist í Rauðseyjum á Breiðafirði 10. nóvember 1931. Hún lést á Landspítalan- um 18. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skál- holtskirkju 26. apríl. Breiðafjörður er fegurstur á vor- in þegar æðarfuglinn úar á vogum og fjörðurinn eins og spegill við sólsetur. Fjallahringurinn frá Skor að Jökli eins og armar manns sem opnar faðminn móti þráðum vini og Klofningsfjallið horfir á með velþóknun. Þannig horfa brottfluttir Breiðfirðingar oft á fjörðinn sinn úr ijarska. Við Björg systir vorum báðar löngu fiuttar að vestan og hvorug haldin af átthagaijötrum. í seinni tíð varð okkur þó títt hugsað vestur vegna þess að til stóð að við syst- urnar fimm og ijölskyldur okkar hittumst á systramóti í Efri-Langey núna í vor, 21. júní. Við hlökkuðum mikið til að ganga saman yfir Þrö- skuldana og út eyjuna, riija upp örnefni og sögur frá æsku okkar, hlæja og stríða hver annarri. Þessi ferð verður ekki farin, sú stríðn- asta, hláturmildasta og umburðar- lyndasta er horfin. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að vera systir þín og átt þig að vini. Árin voru að vísu alltof fá, eigingjarnri manneskju eins og mér, og mér finnst þau að skað- lausu hefðu mátt verða miklu fleiri. „Dagar mannsins eru eins og grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni. Þegar vindurinn blæs á hann er hann horfinn." (Davíðs- sálmur 103. 15-16) Kæra systir. Þakka þér fyrir ailt á liðinni tíð og ekki síst fyrir það veganesti sem samvist við þig í vetur gaf mér fram á veginn. Yndi unaðsstunda árljós á mjúkri báru mildur eimur moldar mjöll á reginfjöllum önd mína ástarhöndum enn lætur gervallt kenna góð svo að drottins gleði *> ■ geri bjart þreyttu hjarta (Sigurður Einarsson frá Holti) Steinunn B. Sigurðardóttir. Framvísiö seölinum iirviivi HUNDRUÐW rKRÓNUR Afsláttur þegar keypt er 16" pizza með 3 áleggstegundum, 12" hvítlauksbrauð og 2I. kók. gildir til 1. september ‘97 Gildir ekki með öðrum tliboðum REYKJAVÍK/KÓPAVOGUR GRAFARVOGUR/MOSFELLSB. SÍMI 55 44444 REYKJAVÍK/VESTURBÆR SÍMI 562 9292 HAFNARFJ./GARÐABÆR SÍMI 565 2525 •s e ^ # I ' \ Til Hamingju/ Síðostliðinn lougardag var sexfaldur 1. vinningur í Lottóinu. Fimm vinningshafar skiptu með sér 1. vinningi og voru miðarnir seldir ó eftirtöldum stöðum: Kaupfélaginu Hvammstanga Shellskólanum, Höfn í Hornafirði Bílanesti, Mosfellsbæ Söluturninum Gerplu, Sólvallagötu Bónus, Holtagörðum Alls voru vinningshafar yfir 15*000 og fengu sautján bónusvinning upp á 150*000 kr* Seldar voru 1,6 milljónir raða í Lottóinu eða um 30 km af lottómiðum! Við þökkum landsmönnum fyrir þátttökuna og stuðninginn við aðstandendur Lottósins en þeir eru: Ungmennafélögin, íþróttafélögin og Öryrkjabandalagið. ATH! Vegna Evróvision-keppninnar verða sölukassar opnir til kl. 21.45 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.