Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristín Halla Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1981. Hún lést 20. apríl síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 29. apríl. Að kvöldi 20. apríl síðastliðinn barst mér mikil sorgarfrétt. Mér var sagt að einn nem- andi minn hefði látist þá um daginn og að það væri Kristín Halla. Ég vissi ekki, sökum veikinda minna, að nokkuð hefði amað að henni undanfarið enda reyndist svo ekki vera, hún var glöð og kát í skólanum á föstudegi og því enn óskiljanlegra að hún skuli vera horfin okkur á sunnudegi. Kristín Halla var nemandi í 10. bekk Réttarholtsskóla og hafði verið í mínum umsjónarbekk í þijá vetur. Kristín Halla var mörgum kostum gædd. Hún var óvenju- skörp námsmanneskja þannig að til undantekninga heyrði ef hún fékk ekki 10 á prófum. Það var ekki einungis hið bóklega nám sem lá svona vel fyrir henni, heldur var alveg sama hvaða verklega grein hún fékkst við, öllu sinnti hún af mikilli kostgæfni og lagði sig alltaf fram um að gera hlutina vel. Fyrir utan skólann átti hún sér ýmis áhugamál sem hún sinnti af engu minni kostgæfni. Kristínu Höllu var alltaf hægt að treysta fullkom- lega. Hún var alltaf jákvæð gagn- vart þeim verkefnum sem þurfti að leysa og var alltaf boðin og búin til að hjálpa öðrum ef hún sá að hún gæti orðið að liði. Það var eins með framkomu hennar og með námið að alltaf kom hún fram á óaðfínnanlegan hátt. Hún átti sér ekki stóran vinahóp í skólanum því hún var í eðli sínu hlédræg en hún átti trygga og góða vini. Hún var sannur vinur vina sinna og aldrei lagði hún illt orð til nokkurs af sínum skólafélögum. Er hún andaðist voru tveir dagar til samræmdra prófa. Ég þori að fullyrða að hún hefði orðið í hópi þeirra sem hæstu meðaleinkunn fá í vor út úr þeim prófum, ef ekki þá hæstu. Svona getur lífið verið einkennilegt og dauð- inn hræðilega ósann- gjarn. Það virðist svo fjarlægt að í þessari tækniveröld skuli sjúkdómur geta lagt ungling með jafnglæsta framtíð að velli á svo skömmum tíma. Þetta er erfitt að sætta sig við og ekki óeðlilegt að sumir fyllist biturleika gagnvart æðri máttarvöldum. Manni verður erfitt tungu að hræra og orð að mynda eftir svona skelfilegt áfall. Það var höggvið stórt skarð í bekk- inn minn, skarð sem aldrei verður fyllt, sár sem erfitt verður að græða. Hennar verður ævinlega minnst hvenær sem þessi hópur kemur saman á þeim stutta tíma sem eftir lifir skólaársins og í kom- andi framtíð. Foreldrum, systrum og öðru venslafólki votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim blessunar. Það er kannski huggun harmi gegn að vita að okkur hér á jörðinni er ætlað annað og meira hlutverk þegar þessari jarðvist lýkur. Það hvarflar óneitanlega að mér að Kristín Halla hafi ekki þurft nema svo skamman aðlögunartíma hér á jörðinni til þess að taka við því hlutverki sem henni var búið fyrir handan því svo miklir voru hæfi- leikar hennar. Birgir Sigurðsson. Elsku Kristín Halla. Nú sitjum við hér gömlu bekkjarsystur þínar og rifjum upp gamlar minningar úr barnaskólanum. Það er erfitt að hugsa sér að ein af okkar fáu bekkjarsystrum hafi kvatt þennan heim. Þú sem áttir aðeins bjarta framtíð fyrir þér. Nú hefur þú kvatt þennan harða heim þótt fyrirvarinn hafi verið lítill. Við trúum því að þér sé ætlað eitthvert meira og stærra hlutverk þarna hinum megin þar sem allt er svo bjart og gott. Við spyijum af hveiju Guð taki svona unga stelpu eins og þig í blóma lífsins, þig sem varst ætíð þessi skynsama stelpa með góðar ein- kunnir og vildir alltaf öllum vel. Það er erfitt þegar einhver svona góð og hlý manneskja, eins og þú, ert hrifin á brott án tækifæris til að kveðja þig í hinsta sinn. Nú hugsum við tii allra þeirra skólamóta sem við tókum þátt í og bárum yfirleitt sigur úr býtum. Þar sem við hittumst tveimur tím- um fyrir mót og æfðum stíft. Það var þannig sem við sýndum hver annarri hversu góð heild við vorum þegar við stóðum allar við bak hver annarrar. Það er þannig sem við munum minnast þín. Þú hefðir staðið þig vel á sam- ræmdu prófunum því þú lagðir þig alla fram við námið og sýndi það sig strax í barnaskóla. Nú hefur þú horfið á vit örlag- anna til betri staðar þar sem þú munt hjálpa öðrum með hæfileik- um þínum. Við viljum að þú vitir að okkur þykir vænt um þig og munum við minnast þín. Megi ljós- ið fylgja þér og vonum við að leið- ir okkar muni liggja saman á ný, en hvar veit enginn. Við stelpurnar viljum fá að kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær samverustundir sem við áttum með þér. Megi vonin og kærleikur styrkja ykkur, elsku Helga, Haraldur, Sig- ríður Sóley og Ragnheiður, í gegn- um þessa miklu sorg. Við hugsum til ykkar og vottum ykkur dýpstu samúð því missir ykkar er mikill. Megi góður Guð vaka yfir ykkur og varðveita ykkar elskulegu Kristínu Höllu. Nú legg ég augun aftur, 6 Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.E.) Hvíl þú í friði. Erla Víðisdóttir, Helga Björk Haraldsdóttir, Eydís Jónsdóttir, Guðrún Rútsdóttir, Árný E. Ásgeirsdóttir, Erla B. Hjaltadóttir, Fanney D. Ólafsdóttir, Guðrún Þórisdóttir, Alfa Rut Höskuldsdóttir. Þegar ég settist niður og ætlaði að skrifa minningargrein, skorti mig orð. Þó að ég hefði bara þekkt þig í tvö ár gafstu mér heilmikið. Þegar þú veiktist var það eiginlega það eina sem ég hafði áhyggjur af að þú myndir ekki komast í samræmdu prófin. Þá óraði mig ekki fyrir því að þú myndir deyja. Svo þegar ég frétti að þú værir dáin, hrönnuðust minningarnar upp. Eins og til dæmis þegar við vorum á leið heim úr sumarbú- staðnum og við sungum nánast alla leiðina og það var alveg rosa- lega gaman. Það var svo skrýtið að það er örstutt síðan að við Ragna sátum og spiluðum og eins og venjulega var Ragna að vinna mig. Þá komst þú og hjálpaðir mér og það var svo æðislega gaman hjá okkur. Það verður skrýtið að hitta þig ekki á göngunum í skólanum og geta ekki spjallað við þig. Það að þú skulir deyja er svo mikið órétt- læti. Þegar svona gerist fer maður að velta því fyrir sér hver til- gangurinn með þessu lífi sé eigin- lega. Þegar svona ung stúlka er hrifin frá fjölskyldu sinni. Ég mun sakna þín, Kristín. Elsku Ragna, Helga, Halli og Sigga Sóley, Guð veri með ykkur og styrki ykkur. Ykkar vinkona Sigríður Linda. Frágangur afmælis- og minningargreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyr- ir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EIRÍKS JÓNASAR GÍSLASONAR brúarsmiðs, Huldubraut 1, Kópavogl. Þorgerður Þorleifsdóttir, Gísli Eiríksson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Björg Eirfksdóttir, Magnús Ólafsson, Þorleifur Eiríksson, Heiðveig Pétursdóttir, ívar Eirfksson, Hrund Þorgeirsdóttir, Elín Eirfksdóttir, Magnús Bollason, Flosi Eirfksson, og barnabörn. KRISTIN HALLA HARALDSDÓTTIR GUNNAR M. GUÐMUNDSSON + Gunnar Magnús Guðmundsson, fyrrverandi hæsta- réttardómari, fædd- ist í Reykjavík 12. febrúar 1928. Hann lést á heimili sínu 23. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 30. apríl. Gunnar M. Guð- mundsson lauk laga- prófi 1954 og hóf skömmu síðar störf sem fulltrúi borgardómarans í Reykjavík, Einars Arnalds. Skipan dómstólanna í Reykjavík var þá önnur en nú er og fékkst borgar- dómaraembættið nær eingöngu við einkamál. Þar var þá aðeins einn borgardómari, en hjá honum störf- uðu margir fulltrúar. Gunnar fékk vandasöm mál til meðferðar. Hann vann að því að semja dóma í skaða- bótamálum, aðallega málum um líkamstjón. Reglurnar um bætur í þessum málum byggðust þá á for- dæmum í eldri dómsmálum. Ör- orka var metin af lækni og tjónið reiknað af tryggingarstærðfræð- ingi á grundvelli tekna tjónþola fyrir slysið svo og aldurs hans og annars, sem talið var að þýðingu hefði og um höfðu skapast nokk- urn veginn ljósar reglur. Það kom í hlut dómarans að meta fram komin gögn, ákveða hvort annar aðili ætti að bera tjón hins slasaða vegna sakar eða reglna um bætur án sakar og loks að tilgreina bót- afjárhæðina endanlega. Meðferð dómsmála á þessu sviði var þá og er enn ábyrgðarstarf, þar sem mikilvægir fjárhagslegir hagsmun- ir geta verið í húfi og þar sem réttlætiskennd manna kemur ósjaldan við sögu. Gunnar leysti þessi störf af hendi með öryggi og af nákvæmni og naut af því trausts þeirra, sem til þekktu og við þessi mál komu. Lýsingar í dómum hans á atvikum og sérstaklega aðstæð- um á slysstað voru nákvæmar og mjög vandaðar. Hann undi ekki hag sínum nema sæmilega við dómsstörf, þegar árin liðu. Fór svo, að hann samdi um félagsskap við lögmann, sem rak stóra og vel metna fasteignasölu, Vagn E. Jónsson, og hóf störf með honum 1960. Vann Gunnar bæði að gerð samninga um sölu fasteigna og að al- mennum • málflutn- ingi. Gætti hann hagsmuna einstakl- inga og stofnana fyrir dómstólunum, þar á meðal í málum, sem á sínum tíma vöktu að verðleikum athygli alls almennings. Vegna reynslu hans og þekkingar var sóst eftir aðstoð hans, þar sem vandi kom upp. Hann tók að sér ráðu- nautarstörf fyrir Samvinnutryggingar. Fór til þess, þegar frá leið, verulegur hluti tíma hans. Ýmis umsýsla á sviði vá- trygginga tengdist þessu ráðu- nautarstarfi. Gunnar sinnti fleiru, m.a. háskólakennslu um skeið. Síð- ustu starfsár sín var hann dómari í Hæstarétti. Tvö atriði í einkalífi Gunnars verða nefnd hér, enda voru þau uppspretta ánægju fyrir vini þeirra hjóna, Gunnars og Guðbjargar Pálmadóttur. Hið fyrra er sú áhersla sem þau lögðu á ræktun heimilis síns. Flestum öðrum hefði þótt endanleg lausn fengin á hús- næðismálunum, þegar þau byggðu hús við Einimel fyrir rúmlega 30 árum. Þó komu þau við á Víðimeln- um, áður en þau keyptu hús við Sjafnargötu. Þá töldu þau loks það fundið, sem eftir hafði verið leitað. Hið síðara er, að á heimili þeirra var óvenjugott málverkasafn. Létu þau reyndar ekki við það sitja að viða að sér verkum í það safn. Gunnar tók að sér eignaumsýslu fyrir að minnsta kosti tvo lands- kunna listmálara, kom ijármálum þeirra í viðunandi horf og sá um, að þeir notuðu fjármuni sína til íbúðakaupa og seldu verk sín fyrir hæfilegt verð. Um skeið voru myndir úr safni Guðbjargar og Gunnars í húsi Hæstaréttar þeim til ánægju, sem þar störfuðu eða þangað áttu erindi. Sá sem þessar línur setur á blað þekkti Gunnar M. Guðmundsson í rúmlega hálfa öld og átti við ýmis tækifæri við hann mikil samskipti. Sumt var það um lög og rétt, ann- að um persónusögu og ættir manna. Ég minnist góðs vinar með söknuði og sendi fjölskyldu hans samúðarkveðjur úr fjarlægu landi. Þór Vilhjálmsson. LEIFUR MALMBERG + Leifur Malmberg fæddist í Stokkhólmi 29. nóvember 1952. Hann lést í Stokkhólmi 11. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Heliga Korsets Kapell, Skogskremat- oriet í Stokkhólmi, 2. maí. Minningarathöfn um Leif var í Dómkirkjunni í Reykjavík sama dag. Við lát Leifs Malmbergs vakna minningar um góðan dreng. Hann var alinn upp í Svíþjóð en við kynntumst er hann kom fyrst til landsins og bjó á heimili ömmu okkar á Ránargötu í Reykjavík. Leifur var leitandi maður og kom það m.a. fram í ræktarsemi hans við ættingja sína hér á landi. Hann var hláturmildur og frá hon- um stafaði mikilli hlýju þótt undir blíðu viðmótinu mætti finna ein- hvers konar tilfinningaleg átök eða athafnaþrá sem mótuðu sennilega skarpar hans innri mann en í fljótu bragði kann að virðast. Leiðir okkar áttu eftir að liggja saman þegar hann kom hingað til lands fyrst í sumarvinnu hjá Isbirn- inum á Seltjarnarnesi seint á sjö- unda áratugnum og síðar á fullorð- insárum er við störfuðum saman að verkefnum á sviði markaðs- mála. Hann hafði mjög næmt auga fyrir því sjónræna og kom það sér vel í starfi hans sem auglýsinga- teiknari. Hæfileikar hans á því sviði fengu þar að njóta sín og báru smekklegir kynningarbækl- ingar hans um íslandsferðir m.a. vitni um það. í þeim mátti augsýni- lega merkja fegurðaraðdáun hans á náttúru landsins og á vissan hátt voru þeir sterkt tákn um þær rætur sem hann lagði sig svo fram um að finna á íslandi. Leifur gaf okkur frændfólkinu mikið með sinni ljúfu framgöngu og hin síðari ár var hann mér meira en bara frændi. Vinátta hans og hlýhugur er mér mikils virði. Við Laura sendum móður Leifs, systrum hans og öðrum ættingjum hugheilar samúðarkveðjur. Við viljum kveðja Leif með orðum sem Jesús sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ (Jóh. 14.19.) Magnús Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.