Morgunblaðið - 12.07.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.07.1997, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C 155.TBL.85.ÁRG. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton ávarpar tugþúsundir Rúmena í Búkarest „Dymar að NATO standa enn opnar“ Búkarest. Reuter. Reuter BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, heilsar Rúmenum á Há- skólatorginu í Búkarest þar sem tugir námsmanna voru drepnir í uppreisninni sem varð kommúnistastjórninni að falli árið 1989. Skotbar- dagií Belfast Belfast. Reuter. FIMM lögreglu- og hermenn særð- ust í skotbardaga í hverfi kaþólikka í Belfast á Norður-írlandi í gær- kvöldi. Fyrstu fréttir af átökunum voru óljósar en borgarbúar sögðu að tveir lögreglumenn og þrír breskir her- menn hefðu verið fluttir á sjúkrahús vegna skotsára. Einn borgarbúanna kvaðst hafa heyrt tuttugu byssuskot þegar ör- yggissveit ók um hverfið. Óstað- festar fregnir hermdu einnig að sprengja hefði sprungið. Öryggissveitir hafa nokkrum sinnum orðið fyrir árásum leyni- skyttna síðustu daga í Belfast. Hætt við umdeilda göngu Áður hafði Óraníuregla mótmæl- enda ákveðið að hætta við göngu um Lower Ormeau-veg í Belfast sem ráðgerð var í dag. Þeirri ákvörðun var almennt vel tekið meðal breskra og írskra stjórnmála- manna, sem töldu hana geta greitt fyrir friðarumleitunum á Norður- írlandi. Kaþólski minnihlutinn á Norður- írlandi hafði hótað harðvítugum mótmælaaðgerðum gegn göngunni og lögreglan óttaðist að til harðra átaka kæmi milli kaþólikka og sam- bandssinna. Mo Mowlam, ráðherra írlands- mála í bresku stjórninni, sagði að hún vonaðist til að ákvörðun Óraníumanna yrði til þess að Irski lýðveldisherinn (IRA) lýsti yfir vopnahléi. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, lét í ljós ánægju með ákvörðunina og sagði hana geta greitt fyrir sáttum í málinu. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort IRA myndi leggja niður vopn. Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, kvaðst ánægður með til- slökun Óraníureglunnar og sagði að ríkisstjórnin teldi að írskir þjóð- ernissinnar ættu að koma til móts við sambandssinna í staðinn. Mitc- hei McLaughlin, formaður Sinn Fein, sagði að friðarhorfur á Norð- ur-írlandi væru nú betri en áður. Harðlínumenn innan Óraníuregl- unnar voru þó ósáttir. Joel Patton, leiðtogi hægrisinnaðrar öfgahreyf- ingar innan reglunnar, sagði að Óraníumenn hefðu verið neyddir til að hætta við gönguna og efaðist um að IRA boðaði vopnahlé. Mesti hótelbruni Tælands AÐ MINNSTA kosti 74 manns létu lífið i gær í mannskæðasta hótelbruna, sem orðið hefur í Tælandi, og óttast var að tala látinna færi yfir 100. Eldurinn kom upp á jarðhæð 16 hæða hót- els í strandbænum Pattaya og fyrr en varði barst hann upp á 12. hæð. Ekkert slökkvi- eða vatnsúð- unarkerfi var í hótelinu og allir neyðarútgangar reyndust vera læstir. Margir lokuðust inni á milli brennandi hæða. Þyrlur voru notaðar til að bjarga fólki af þaki hótelsins og út um glugga á efstu hæðunum og ung stúlka heldur hér um taug frá einni þeirra. ■ Allir neyðarútgangar/17 RLISSAR fordæmdu í gær atlögu breskra NATO-hermanna að eftir- lýstum stríðsglæpamönnum meðal Serba og sögðu, að „kúrekaaðgerð- ir“ af þessu tagi gætu gert Dayton- friðarsamningana að engu. Bill Clin- ton, forseti Bandaríkjanna, lofaði hins vegar aðgerðina og ýmis mann- réttindasamtök hvöttu til, að þeir 66 menn, sem grunaðir eru um stríðsglæpi en ganga enn lausir, yrðu handteknir strax. Bresku hermennirnir handtóku einn mann sem eftirlýstur er fyrir stríðsglæpi og annar féli þegar hann reyndi að komast hjá handtöku á fimmtudag. Hafa þessar aðgerðir komið harðlínumönnum í serbneska lýðveldinu í Bosníu í opna skjöldu og virðast jafnframt boða harðari afstöðu NATO-ríkjanna. Sleppa ekki William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði, að þeir sem væru eftirlýstir fyrir stríðsglæpi BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í gær tugþúsundir Rúmena, sem fögnuðu honum ákaft í miðborg Búkarest, og hvatti stjóm landsins til að halda áfram að koma á umbót- um til að tryggja landinu aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Hann sagði að Rúmenía væri á meðal þeirra ríkja sem væru líkleg- ust til að verða boðin aðild að banda- laginu eftir tvö ár þegar ákvörðun yrði tekin um frekari stækkun þess. Clinton ávarpaði mannfjöldann á Háskólatorginu í Búkarest, þar sem tugir námsmanna biðu bana í upp- reisn sem varð kommúnistastjórn Rúmeníu að falli árið 1989. „Ég veit að Rúmenar hefðu viljað vera á meðal fyrstu nýju lýðræðis- ríkjanna í Evrópu sem ganga í NATO,“ sagði forsetinn. „Eg fagna djúpstæðri löngun Rúmena til að leggja enn meira af mörkum í þágu friðar og hagsældar í Evrópu. Eg vil það líka - í þágu Evrópu, Amer- íku og ykkar - og ég segi við ykkur nú: haldið áfram á sömu braut og Rúmenía kemst yfir þröskuldinn." „Dyrnar að NATÖ standa enn opnar,“ bætti Clinton við. „Þær verða opnar. Og við munum hjálpa ykkur að ganga inn um þær.“ Hlýjar móttökur Forsetinn fór ennfremur lofsam- legum orðum um viðleitni rúmenskra ráðamanna til að bæta samskiptin við nágrannaríkin Ungvetjaland og skyldu átta sig á, að til þeirra næðist að lokum. Ljóst er, að atburðurinn á fimmtudag hefur skotið serbnesk- um harðlínumönnum skelk í bringu og fjölmiðlar þeirra sökuðu NATO um „morð“ í gær. Biljana Plavsic, forseti serbneska lýðveldisins, sagði í sjónvarpi, að atburðurinn gæti grafið undan Day- ton-samningnum en hún kvaðst hafa fengið tryggingu fyrir, að syni Sim- os Drjlaca, sem var skotinn til bana, og tengdasyni yrði sleppt fljótlega. Þeir voru handteknir í aðgerðinni. Hætta Rússar þátttöku? Bresku blöðin segja, að sérþjálfuð sveit í breska herliðinu hafi staðið að aðgerðinni og hafi Dtjlaca verið skotinn strax og hann tók upp byssu og skaut að hermönnunum. Dtjlaca og læknirinn Miian Kovacevic, sem var handtekinn, voru sakaðir um að hafa tekið þátt í að myrða múslima og Króata í Omarska-fangabúðun- um illræmdu. Úkraínu og þá ákvörðun þeirra að skipa fulltrúa ungverska minnihlut- ans í ríkisstjórnina. Clinton kvaðst hafa orðið hissa á hlýjum móttökum mannfjöldans, sem hrópaði nafn hans og „NATO, NATO!“ hvað eftir annað þótt Ciint- on hefði lagst gegn því að Rúmenum yrði boðin aðild að NATO ásamt Pólveijum, Tékkum og Ungveijum á leiðtogafundi bandalagsins í Madríd í vikunni. „Þetta var ótrú- legt,“ sagði hann. „Við skulum hafa í huga að þau liðu meiri þjáningar „Rússnesk stjórnvöld bera enga ábyrgð á afleiðingum þessara „kú- rekaaðgerða", sem geta teflt Day- ton-samningunum í tvísýnu," sagði í yfirlýsingu frá rússneska utanrík- isráðuneytinu. Jafnframt var gefið í skyn, að Rússar myndu endurskoða þátttöku rússneskra hermanna í gæsluliðinu í Bosníu. „Ég tel, að aðgerðin hafi verið rétt og samkvæmt því umboði, sem gæsluliðið hefur,“ sagði Clinton Bandaríkjaforseti. Samkvæmt um- boðinu hefur gæsluliðið heimild til en aðrir undir stjóm kommúnista." Clinton ræddi einnig við Emil Constantinescu, forseta Rúmeníu, og sagði að „undraverðar breyting- ar“ hefðu orðið í landinu frá því rúmenska stjórnin hóf umbætur sín- ar í febrúar. Þetta er fyrsta heimsókn forseta Bandaríkjanna til Rúmeníu í 22 ár. Heimsóknin stóð í átta klukkustundir og Clinton hélt síðan til Kaupmanna- hafnar á leiðinni til Washington. ■ Bandaríkjaforseti/16 að handtaka eftirlýsta stríðsglæpa- menn, rekist það á þá, og Clinton sagði, að þeir Drljaca og Kovacevic hefðu margoft orðið á vegi gæslulið- anna. Gæsluliðið hefur hins vegar ekki heimild til að leita þessa menn upgi sérstaklega. Ýmis mannréttindasamtök, til dæmis Amnesty International og Human Rights Watch, skoruðu í gær á NATO-ríkin að handtaka strax þá 66 menn, sem gengju lausir þrátt fyrir að hafa verið ákærðir um stríðsglæpi. Aðgerðir hermanna NATO gegn eftirlýstum stríðsglæpamönnum Rússar mótmæla „kúrekaaðgerð- um“ í Bosníu Sar^jevo, Moskvu, Búkarest. Reuter. Reuter BOSNIU-SERBAR mótmæla atlögu NATO-hermanna gegn eftir- lýstum stríðsgiæpamönnum meðal Serba við skrifstofu friðar- gæsiuliðsins í bænum Prijedor í norðurhluta landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.