Morgunblaðið - 12.07.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Ofrægingarherferð
Lífsvogar
AÐ undanförnu
hafa samtökin Lífsvog
staðið að sérkennilegri
auglýsingaherferð
sem beinst hefur gegn
Tryggingastofnun
ríkisins. Samtökin
hafa í þessari herferð
spurt hvort spilling
væri innan Trygg-
ingastofnunar og „að
gefnu tilefni auglýst
eftir fólki sem farið
hefur í læknisskoðun
vegna örorku-
mats ... og þurft að
greiða fyrir matið“.
Síðan er hvatt til þess
að spilling innan heil-
brigðiskerfisins verði upprætt.
Auglýsing þessi hefur birst hvað
eftir annað í prentmiðlum. En ann-
að hvort hefur árangurinn ekki
verið að skapi samtakanna eða
undirtektir við tortryggingarher-
ferðina svo dræmar, að ekki varð
við unað. Síðasta hal-
dreipið var því að fá
inni með einhliða frétt
á Stöð 2 síðastliðið
mánudagskvöld, þar
sem málatilbúnaður á
sömu nótum er hafður
uppi. Fréttastofa
Stöðvar 2 var þó ekk-
ert að hafa fyrir því
að leita álits hjá
Tryggingastofnun -
sem þó var ekki nein-
um vandkvæðum
bundið, a.m.k. ekki af
hálfu TR - við þeim
ásökunum og rang-
færslum sem fram
komu í fréttinni, svo
að almenningur fengi nú að heyra
báðar hliðar þessa máls á sama
tíma_ eins og eðlilegt og sjáifsagt
er. Álits tryggingayfirlæknis leit-
aði Stöð 2 ekki fyrr en daginn eft-
ir en ummæli hans þá slitin veru-
lega úr samhengi. Af þessum sök-
um er nauðsynlegt að koma eftir-
farandi á framfæri til að leiðrétta
þann misskilning sem málflutning-
ur Lífsvogar byggist á:
Aldrei þarf að greiða fyrir
örorkumat hjá
Tryggingastofnun
Fólk sem kemur í örorkumat á
Tryggingastofnun ríkisins til að fá
úr því skorið hvort það eigi rétt á
bótum frá stofnuninni samkvæmt
almannatryggingalögunum, þarf að
sjálfsögðu aldrei að greiða fyrir
það. Þegar talsmenn samtakanna
Lífsvogar fullyrða hið gagnstæða,
er annað hvort vísvitandi eða vegna
vanþekkingar verið að rugla saman
örorkumati fyrir Ti-yggingastofnun
og einkaörorkumati. Ororkumat á
Tiyggingastofnun geta verið tvenns
konar. Annars vegar er örorkumat
vegna lífeyristiygginga, þar sem
metinn er örorkuiífeyrir (75% ör-
orka) eða örorkustyrkur (50 eða
65% örorka). Hins vegar er örorku-
Sigurður
Thorlacius
Tryggingastofnun
hefur óskað eftir því
að Ríkisendurskoðun
kanni, segir
Sigxtrður Thorlacius,
hvort eitthvað sé
hæft í ásökunum
talsmanna Lífsvogar.
mat vegna afleiðinga slysa sem
bótaskyld eru hjá Tryggingastofn-
un (einkum vinnuslys og óhöpp í
tengslum við meðferð á sjúkra-
stofnunum). Örorkumat er unnið
af læknum Tiyggingastofnunar og
notað til að meta rétt fólks á bótum
þaðan. Einkaörorkumat hefur hins
vegar ekkert gildi á Tiygginga-
stofnun. Þess konar mat er hins
vegar notað til að meta rétt fólks
til bóta annars staðar, t.d. hjá
tiyggingafélögum. Ýmsir læknar
annast slíkt mat, m.a. læknar sem
starfa á Tiyggingastofnun, en þeg-
ar þeir meta örorku vegna slysa sem
ekki eru bótaskyld hjá stofnuninni,
fer það mat fram á einkastofu
þeirra og er stofnuninni algerlega
óviðkomandi.
Alvarlegar ásakanir
Talsmenn samtakanna fullyrða
að það geti tekið mjög langan tíma,
jafnvel nokkur ár, að fá örorku-
mat, sérstaklega fyrir fólk sem tel-
ur sig hafa orðið fyrir læknamistök-
um og hyggst leita réttar síns. Hið
rétta er að örorkumat við Trygg-
ingastofnun gengur alla jafna fljótt
fyrir sig. Biðtíminn er yfirleitt ekki
nema fáeinar vikur, nema helst ef
afla þarf mikilla gagna (t.d. læknis-
vottorða), sem getur tekið nokkurn
tíma. Látið er að því liggja að lækn-
ar Tryggingastofnunar vinni ekki
sín störf við stofnunina nema með
því að greiða læknunum mútur.
Þetta eru mjög alvarlegar ásakan-
ir og er í athugun hvort höfða
eigi meiðyrðamál vegna þeirra.
Hjá talsmönnum samtakanna
kemur fram að þeir þekki dæmi
um' slíkar mútugreiðslur. Trygg-
ingastofnun óskar eindregið eftir
að þau dæmi komi fram í dagsljós-
ið, þannig að hægt sé að kanna
þau ofan í kjölinn. Trygginga-
stofnun hefur óskað eftir því að
Ríkisendurskoðun kanni hvort
eitthvað sé hæft í ásökunum tals-
manna samtakanna Lífsvogar.
Höfundur er trygginga-
yfirlæknir hjá Trygginga-
stofnun ríkisins.
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
909. þáttur
FYRST er hér bréf frá Helga
Hálfdanarsyni sem mér þótti
betur fengið en ófengið og ég
tek mér bessaleyfi að birta:
yKæri Gísli!
I 907. Mbl.-þætti þínum bar
snúna bragarhætti á góma. Þar
hafði Ingvar Gíslason orð á því
í skemmtilegu bréfi, „að einn
og einn angurgapi hætti sér út
á þann hála ís“ að yrkja tiltekna
gerð af stúfhendu og lét þetta
smellna dæmi fylgja (að gefnu
tilefni):
Ekki þijóta þakkarhót við þig og mig:
„Lætur hún fótinn fæða sig.“
Og þá datt mér það í hug,
að á sínum tíma sárnaði ýmsum
stórlega, að Halldór Laxness
skyldi hafa orð á því, að íslend-
ingar væru lúsugir. Þegar hann
síðar hlaut Nóbelsverðlaun,
komst gamall Þingeyingur svo
að orði: „Sko til! Þetta fær hann
fyrir lúsina.“ - Þá varð einum
angurgapa á Húsavík þessi
stúfhenda á munni:
Einn sem hefur illa gefinn ort um lýs
tekur í nefið nobel-pris.
En Nobelpris (nobel pris)
þýðir, sem kunnugt er, eftir
atvikum „Nóbelsverðlaun“ eða
„göfugt neftóbak".
Þetta er nú ekki birtingar-
hæft, Gísli minn.
Blessaður ævinlega."
★
Þegar ég las Skáldatíma
Halldórs Laxness í fyrsta sinn,
vissi ég ekki fyrir víst hvað orð-
ið skemaður þýddi né hvernig
það væri til komið. Merking
þess hefur smám saman skýrst
fyrir mér.
Nú eru góðir menn að gera
orðalykil að verkum Halldórs
Laxness, og er það mikið þjóð-
þrifaverk. Guðrún Kvaran orða-
bókarritstjóri hjálpaði mér um
eftirfarandi dæmi:
1) „hann [Freud] var nú um
þessar mundir sjálfur orðinn
pontifex maximus, sem vissi alt
í jörðu og á, einn af skemönnum
aldarinnar." (Skáldatími, bls.
53.)
2) „í Rússlandi sjálfu eimir
enn sterklega eftir af þeirri
trú ... að rithöfundurinn sé
nokkurskonar skemaður."
Og hvað er þá skemaður?
Förum fyrst í Árna Böðvarsson:
„særingaprestur, trúður, blekk-
ingamaður, hræsnari.“
Þá í Ásgeir Blöndal: „ské-
maður=hræsnari, sá sem er
með uppgerð, sjá skímaður".
[Það skal fram tekið að Á.B.
gefur báðar gerðirnar sem eru
í Á.B.M.]. Undir skímaður seg-
ir Ásgeir (stytt): „loddari,
hræsnari, líklega skylt skí (sjá
hér á eftir), tæpast ummyndun
úr sjaman sem komið er úr
Asíumálum um rússnesku í önn-
ur Evrópumál, sbr. e. shaman,
þ. schamane .. . =töfralæknir,
seiðkarl."
Um skí hafði Ásgeir áður
sagt: „Blekkingar, sjónhverf-
ingar. Uppruni ekki fullljós,
hugsanlega skylt skjár og
nýno. skía=vera gagn-
sær .. . og [hafi] upphaflega
merkt ljósbrigði,rfálsýnir.“
Mér sýnist þá að Halldór
Laxness noti orðið í merking-
unni blekkingameistari, loddari.
★
Hlymrekur handan kvað:
Mósel er göfugast matvína,
mögnuðust tunpa er latína,
en Gústi á Flekki
hann gat bara alls ekki
gert upp á milli Katrína.
★
Þakkir
Umsjónarmaður vill ekki
lengur láta hjá líða að þakka
hér starfsfólki Morgunblaðsins
fyrir langa, góða samvinnu,
enda ólíklegt að hann eigi eftir
að skrifa aðra níu hundruð þætti
um íslenskt mál. Ég vona að
lesendur hafí tekið eftir því, að
lengi, lengi hafa villur verið mjög
fátíðar í þáttunum. Þeir, sem á
móti handritum taka, setjarar,
umbijótendur og prófarka-
lesarar hafa sameinast um að
vinna verk sitt vel. Er það ærið
vandasamt, því að handrit eru
misjöfn og textinn oft erfiður
setningar. Vandvirkni þess
fólks, sem hér á hlut að máli,
er ákaflega mikils virði.
★
Smælki
1) Enn halda menn áfram að
misþyrma orðinu flóra sem
merkir gróðurríki, áður blóm-
eða gróðrargyðja. Fréttamaður
á Stöð tvö, sá sem ég hafði áður
hrósað oftar en einu sinni fyrir
gott málfar, sagði að kvöldi 13.
maí að nú væri fram kominn
„nýr meðlimur í flóru
útvarpsstöðva". Hann hefur
trúlega meint að fjölbreyti-
legum útvarpsstöðvum hafi enn
fjölgað.
2) Margsinnis var sagt í
fréttum að Hans Markús
Hafsteinsson hefði fengið „flest
atkvæði", enda þótt fram-
bjóðendur væru aðeins tveir.
H.M.H. fékk fleiri atkvæði en
hinn.
3) Greina verður á milli
kvenmannsnafnsins Ástríður
og fleirtölunnar af ástríða. í
kvenheitinu er á-ið stutt, eins
og í ást, en í hinu orðinu er
á-ið langt, enda er það forskeyti,
orðið samsett á-stríður.
Eitthvað stríðir á menn, en það
er engin ?ríðandi ást.
4) Ábendingarfornafnið sá er
í hvorugkyni fleirtölu þau.
Tildrög málsins voru þau. Heyra
mátti góðan fréttamann segja:
tildrög málsins voru sú.
5) Mér finnst að Sjónvarpið
ætti að banna „ókei“, og það
allt eins í leiknum auglýsingum.
Auk þess hringdi til mín
góður maður og hafði heyrt
viðmælanda í útvarpsfréttum
um orkumál nota sögnina að
„verkefnafjármagna". Er þetta
það sem kallað var að lána? Þá
þótti umsjónarmanni skorta
j-hljóð í fréttum Sjónvarpsins
2. júlí. Þar heyrðist: „Tíðni
tvíburafyla er misjöfn eftir
hestakynum", sbr. þátt nr. 903.
Og skilríkir menn eru með
ágætt heiti á Pathfinder, sem sé
Stígfinnur.
Mannskemm-
andi skoð-
anakannanir
ÞANN 23. f.m.
gerði „Stöð 2“ mikla
frétt úr skoðanakönn-
un, sem birst hafði í
síðasta blaði tímarits-
ins „Mannlíf" (5. tbl.).
„Gallup" hafði gert
hana fyrir „Mannlíf".
Spurt var um traust
almennings til ís-
lenska dómkerfisins
og um leið um Geirf-
inns- og Guðmundar-
málið svokallaða. Rit-
stjóri „Mannlífs" hafði
fjallað alleinhliða um
það mál í næst síðasta
„Mannlífi“ (4. tbk).
Skoðanakönnun
þessi er svo ómerkileg, að hún
getur tæpast talist frétt. Ríkissjón-
varpið hafði látið hana fram hjá
sér fara, þar til 9. þ.m., að sagt
var frá henni og fleiri hæpnum
könnunum, sem „Gallup“ hafði
gert.
Lítið upp úr svona
skoðanakönnun leggjandi
Ríkissjónvarpið hefur í tvígang
á þessu ári sýnt kvikmynd um
sama sakamál og að ofan greinir
og umræðuþátt í beinu framhaldi
um það. Kvikmyndin er aðeins séð
frá einni hlið sakamálsins og ýkt.
Kvikmyndin gat ekki talist mark-
tæk. Orð sumra höfðu verið tekin
úr samhengi. Til dæmis höfðu lög-
fræðingarnir Valtýr Sigurðsson
síðar héraðsdómari og Örn
Höskuldsson hrl. verið klipptir inn
í kvikmyndina eitt augnablik á
óviðeigandi hátt. Hvorugur þeirra
verðskuldaði slíka meðferð, báðir
trausts verðir.
Einn dómur er ekki nægur
til alhliða umsagnar
Þá er þess að gæta, að dóms-
störf snerta svo mörg svið mann-
lífs, að það er nánast vonlaust, að
lögmenn geti t.d. með einu orði
metið dómstörf Hæstaréttar; eins
og spurningarnar höfðu verið lagð-
ar fyrir. Engan lögmann þekki ég,
sem efast yfirleitt um réttsýni
Hæstaréttar, enda
þótt niðurstaða í máli
hljóti venjulega að
ganga gegn skoðun
annars málsaðilans og
valda oft vonbrigðum.
Fæstir eru dómbærir í
eigin sök. Hitt má ekki
gleymast, að hæsta-
réttardómarar eru að-
eins venjulegir menn;
velmenntaðir í lögum
og góðum kostum
búnir að ætla má.
Niðurstaða byggð á
ótraustu úrtaki
Aðeins 300 karlar
og 300 konut' voru
spurð álits á íslenska dómskerfmu.
Af þeim neituðu um 150 manns
að-svara. Eftir stóðu ca 225 konur
og jafnmargir karlar á öllum aldri.
I okkar litla þjóðfélagi
virðist harla auðvelt,
segir Gunnlaugur
Þórðarson, að kalla
fram með skoðana-
könnun hvaða niður-
stöðu sem vera skal.
Af þeim voru þó nokkrir, aðallega
karlar, sem töldu dóminn réttan.
Sá fámenni hópur, sem eftir stóð,
gaf „sláandi niðurstöður", að sögn
fréttamanns Stöðvar 2 m.a.: „Kon-
ur og yngra fólk hefur minni trú
á dómskerfinu en karlar og eldra
fólk.“ Þessi staðreynd segir miklu
meira en „Gallup“ áttar sig á. Það
eru nefnilega talsvert fleiri karlar
og eldra fólk, en ungt fólk og kon-
ur, sem hafa reynslu af dómstólum.
Vafasamt er að sumt af því síðar-
talda viti fyllilega livað „dóm-
skerfi" merkir.
Fjarstæð fullyrðing
Álit þess hóps varð að eftirfar-
andi ályktun tímaritsins: „Einungis
Gunnlaugur
Þórðarson