Morgunblaðið - 12.07.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.07.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 39 I I I I : 1 . i 1 1 i 1 i i < I \ < < < < I I BREF TBL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Til yfirvalda Frá Þorbjörgu Pálsdóttur: SUMIR eru „drengskaparmenn" - aðrir skilja ekki einu sinni hvað átt er við með orðinu. Það er alltaf ver- ið að látast og blekkja - einiægni og hreinskilni þykja blátt áfram hlægileg - eins og það er mikið ein- faldara. Stjórnmálamenn leika þetta enda- laust en flestir sjá í gegnum þá - svo lítið dæmi sé tekið: að sami flokkur (eða maður) talar alltaf öðruvísi eftir því hvort hann er í stjórn eða andstöðu - allt gjörbreytt - aðalatriðið er aldrei að byggja upp - heldur að rífa niður - allt svo ótrúlega neikvætt. Að láta sér detta í hug að þeir þingmenn eða ráðherr- ar þroskist með tímanum eins og maður ætlast til af skólabörnum og unglingum, dettur engum í hug. Breyttur hugsunarháttur er það, sem við þurfum númer eitt en hvern- ig má breyta heilli þjóð - þó lítil sé - í þroskaðra fólk? Fólk sem hefur farið til þróunarlandanna og unnið þar um tíma hefur flest (ef ekki allt) haft orð á hvað það hafi breytt hugs- unarhætti þess og verðmætamati. Þetta hefur mér dottið í hug að við ættum að notfæra okkur og senda alla þjóðina í smáskömmtum - mis- lengi - eftir því sem við reynumst þurfa - læra um leið og við hjálpuð- um til - ódýrasti og líklega árang- ursríkasti lífsins skóli, sem hugsan- lega gæti bjargað okkur. Mig langar að koma því hér að - langt síðan mér datt það í hug - að í stað þess að prestarnir kenni börnunum allt, sem þeir eru að reyna að troða í fermingarbörnin - fari sér hægar - töluðu bara einlægt við börnin og útlistuðu fyrir þeim þýðingarmesta boðorðið - „að koma fram við aðra eins.og þú vilt að aðrir komi fram við þig“. Bara þetta allan veturinn, kannski eitthvað sitji þá eftir. Stjórn- málamenn ættu fyrstir manna að æfa sig í þessu. Ég var að lesa ágæta grein Halldórs Þorsteinssonar „I stríði okkar við yfirvöld" sem eru ótrúleg og ódrengileg - eins og við ættum við misindismenn! Fyrir löngu las ég einhvers staðar að það mætti mæla (meta) menningu þjóðar af því „hvernig hún kæmi fram við þá, sem minnst mættu sín“. Þessi græðgi sem hér viðgengst er á lægra plani, en „skepnan" sýnir eftir að hún er södd. Sumir hafa enga samvisku eða vantar þá greind? ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Sjafnargötu 14. Fóstri Jóns Guðmundssonar Frá Hilmari Biering: ÉG LAS greinar Einars Laxness í Lesbók Morgunblaðsins um Jón Guðmundsson, ritstjóra og alþingis- mann, mér til mikillar ánægju. Einar gerir Kristínu, dóttur Jóns, Harald Krabbe, manni hennar og niðj- um góð skil. Um Jón Guðmunds- son skrifaði Ein- ar Laxness bók sem út kom 1960 á vegum Sögufé- lagsins og Ísafoldarprentsmiðju. í grein Einars í Lesbók, 31. maí, segir hann, að þegar slitnaði upp úr hjónabandi foreldra Jóns Guð- mundssonar hafi drengurinn ient meðal vandalausra. Rétt er það en þarna hefði verið gott tækifæri til að leiðrétta villu sem er í áður- nefndri bók Einars um Jón Guð- mundsson. I bók sinni segir Einar Laxness að Jón Guðmundsson hafi 7 ára gamall, árið 1815, verið tekinn í fóstur af James Biering, kaupmanni í Reykjavík. Þetta er rangt því eng- inn með því nafni var þá til í Reykja- vík. Hið rétta er að Hans Peter Vilhelm Biering, verslunarstjóri, og kona hans Anna Catherine, fædd Hölter, tóku Jón Guðmundsson í fóstur og ólu hann upp til 15 ára aldurs. Þetta staðfestir til dæmis Jón Helgason, biskup, í bók sinni „Þegar Reykjavík var fjórtán vetra“. Það er sagt að töluð orð verði ekki aftur tekin og enn síður verða líklega skrifuð orð í sagnfræðibók aftur tekin. Mér þykir samt rétt að vekja athygli á þessari villu og ég vona að hún eigi ekki framhaldslíf ef sagnfræðingar fara að sækja fróðleik í eldri fræði. Við þetta má svo bæta, til gam- ans, að Hans Peter Biering, fóstri Jóns Guðmundssonar, settist að í Reykjavík árið 1797 og því hefur hann og niðjar hans búið í Reykja- vík í 200 ár. HILMAR BIERING, Flyðrugranda 6. Stuðningur við starf- andi prest í Osló Frá Félagi ísl. námsmanna í Ósló og nágrenni: VIÐ undirrituð í stjórn FÍSN viljum lýsa yfir stuðningi okkar við Sigrúnu Oskarsdóttur sem er starfandi prest- ur í Ósló. Hún er einn umsækjenda um stöðu íslendingaprests hins_ ný- stofnaða íslenska safnaðar í Ósló. Við teljum hana vel til þess fallna að sinna þessu starfi þar sem hún hefur sérþekkingu á högum náms- manna vegna setu sinnar í Háskóla- og stúdentaráði við Háskóla Islands, auk þess_ sem hún er í góðum tengsl- um við íslendinga hér í Ósló. F.h. FÍSN í Ósló og nágrenni, HANNA P. FRIÐBERTSDOTTIR, formaður, JÓN ÆVARR SIGURBJÖRNSSON, gjaldkeri, ELÍN BERGLIND VIKTORSDÓTTIR, fulltrúi SÍNE og SÍDS, KATRÍN ÝR KJARTANSDOTTIR, ritari, GUÐBJÖRG GRÍMSDÓTTIR, meðstjórnandi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan bátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Xí®lbM.i‘SOTte*8' Inc. Dýraglens Tommi og Jenni Að eiga eldri systur er eins og að eiga áttavita sem vísar manni leiðina gegnum lífið ... Er þetta satt? Ég er ekki hérna ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.