Morgunblaðið - 16.07.1997, Síða 5

Morgunblaðið - 16.07.1997, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLf 1997 5 FRÉTTIR Urskurður um 41 milljónar kr. aðflutningsgjöld ógiltur Aðflutningsgj öld hvíldu ekki á réttum grunni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur fellt úr gildi úrskurð ríkistolla- nefndar frá 1993, sem gerði fyrir- tæki að greiða rúma 41 milljón í aðflutningsgjöld vegna innflutnings á frönskum kartöflum. Niðurstaðan er í samræmi við dóm Hæstaréttar í desember sl., sem taldi að álagning gjaldsins samrýmdist ekki kvöðum um málefnalegan grundvöll skatt- heimtu og stjórnsýslu. Mál það, sem nú var dæmt, sner- ist um innflutning Gnípu hf. (áður Garra hf.) á frystum, frönskum kart- öflum á árunum 1988-1992. Inn- flutningurinn var háður álagningu sérstaks jöfnunargjalds samkvæmt Iögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. I febrúar 1993 ákvað ríkistolistjóraembættið að end- urákvarða aðflutningsgjöld af vör- unni, en þá hafði embættið og inn- flutningsfyrirtækið um skeið greint á. Ríkistollstjóri taldi verð vörunnar í tollskýrslum of lágt, þar sem er- lendi framleiðandinn hefði lækkað verðið á kartöflunum en hækkað það á pappírsöskjum á móti, í þeim til- gangi að greidd yrðu lægri aðflutn- ingsgjöld. Þessu mótmælti forsvars- maður Gnípu, sem þegar hafði greitt aðflutningsgjöld af þeim sendingum sem um var að ræða. Síðar var for- svarsmaðurinn sakfelldur fyrir að framvisa röngum reikningum. Endurákvörðun ríkistollstjóra var kærð til ríkistollanefndar, sem stað- festi hana að mestu og á þeim grund- velli reiknaði tollgæslustjóri út aflutningsgjöld að nýju. Niðurstaðan varð sú, að Gnípa skyldi greiða rúma 41 milljón í aðflutningsgjöld, þar af hátt í 10 milljónir í virðisaukaskatt. Gert var íjárnám hjá Gnípu fyrir þessum gjöldum. Af hálfu íslenska ríkisins var því haldið fram að jöfnunargjaldið hafi verið lögmætt, en varakröfur ríkisins lutu að því að úrskurður ríkistolla- nefndar yrði aðeins felldur úr gildi að hluta. Því til stuðnings lagði rík- ið fram útreikninga, sem sýndu að heildarupphæð álagningarinnar hefði skipst svo, að jöfnunargjald væri tæpar 28 milljónir, tollur tæpar 3,5 milljónir og virðisaukaskattur tæpar 10 milljónir. Ekki sundurliðað í úrskurði Héraðsdómari, Sigríður Ingvars- dóttir, tók undir dóm Hæstaréttar um ólögmæti jöfnunargjaldsins. Þá sagði í niðurstöðu dómara, að að- flutningsgjöldin sem ákveðin voru með úrskurði ríkistollanefndar, hafi ekki verið sundurliðuð. Því yrðu ekki teknar til greina varakröfur ríkisins, að aðflutningsgjöld yrðu lækkuð og vísaði dómari til dóms Hæstaréttar, sem taldi að þar sem ekki væri greint í úrskurði milli jöfnunargjaldsins og annarra þátta sem réðu fjárhæð aðflutningsgjalda bæri að hafna kröfum sem hnigu að því. l, Brúðhjón Allur borðbiinaöur - Glæsileg gjafavdia Bníöarhjdna listar VERSLUNIN Latigavegi 52, s. 562 4244. HEFST A MORGUN É ÓTRÚLEG ÚTSÖLUTILBOÐ Nýtt kortatímabil. L L E Nýtt kortatímabil. Laugavegi 95-97, sími 552 1444 og 552 1844

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.