Morgunblaðið - 16.07.1997, Side 12

Morgunblaðið - 16.07.1997, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Bæjarstjórn ræðir styrk til KA Fleiri beiðnir munu berast EINNAR milljónar króna styrkur úr bæjarsjóði til Handknattleiks- deildar KA vegna þátttöku félags- ins í Evrópukeppni félagsliða var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær en samþykkt var á fundi bæjarráðs í iiðinni viku að veita styrkinn. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, sagðist hafa samúð með málstaðnum en dapurlegt væri að svo væri ástatt fyrir íþróttahreyf- ingunni að ekki væri unnt að taka þátt í keppni af þessu tagi án þess að til kæmu styrkir úr bæjarsjóði. Þá benti hún á að í þeirri dagskrá sem fyrir bæjarstjómarfundi lá hefði íþrótta- og tómstundaráð þrívegis bókað að það sæi sér ekki fært að styrkja einstaklinga eða félög og velti því upp hvort ekki væri ástæða til að endurskoða þá aðferð sem viðhöfð væri á vegum bæjarins vegna styrkja. Þijár milljónir í styrki og viðurkenningar Þórarinn B. Jónsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að bikarmeist- ara- og íslandsmeistaratitlar KA í handbolta á liðnum misserum væru með mestu viðburðum í íþróttasög- unni á Akureyri og gladdist hann yfir góðum árangri liðsins. Hann nefndi að á þessu tímabili hefði liðið fengið 3 milljónir króna í við- urkenningu og styrki úr bæjar- sjóði. „Ég gleðst yfir því að bærinn hafi þennan fjárhagslega styrk að geta reitt fram úr erminni eina milljón í þessu skyni,“ sagði Þórar- inn. Guðmundur Jóhannsson, Sjálf- stæðisflokki, sem situr í íþrótta- og tómstundaráði sagðist ánægður fyrir hönd KA með styrkinn en hann sæi fyrir sér að beiðnum um styrki af þessu tagi myndi eftir þessa afgreiðslu fjölga á næst- unni. Benti hann á að ráðið hefði nýlega þurft að neita ungum íþróttamönnum um styrki vegna landsliðsferða. KA hefði fengið þó nokkurt fé úr bæjarsjóði vegna góðs árangurs og hann liti svo á að þeir peningar ættu að fara í rekstur félagsins, m.a. í keppnis- ferðir. „Ef tap er á svona ferðum þá hætta menn við þær, það er góður rekstur.“ Guðmundur Stefánsson, Fram- sóknarflokki, nefndi að meistara- flokkar hefðu meiri möguleika til tekjuöflunar en aðrir en kostnaður við rekstur þeirra væri líka mest- ur. Endar næðu víða ekki saman. „íþróttastarfsemi af þessu tagi kostar meira en svo að áhuga- mannafélög geti staðið undir henni.“ L Y STIG ARÐURINN á Akureyri er nú í fullum blóma og þangað leggja fjölmargir Ieið sína, eink- um á góðviðrisdögum. Börnin una við leiki sína daglangt í garðinum og sífellt ber eitthvað nýtt fyrir augu, þeir sem eldri eru hafa sennilega meira gaman af að skoða þær ótalmörgu plöntutegundir sem í garðinum þrífast og útlendingar sem heimsækja garðinn furða sig margir á hversu fjölbreytt flór- an er. Það getur líka verið gott að slappa af í garðinum, grípa bók og sökkva sér ofan í bók- menntirnar líkt og þessi útlendi gestur gerði í blíðskaparveðri gærdagsins. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason GÍFURLEGAR endurbætur hafa farið fram á húsnæðinu við Strandgötu 7 þar sem nýr veitinga- og skemmtistaður, Kaffi Akureyri, opnar nk. föstudag. Kaffi Akureyri opnar Lysti- garðurinn í blóma Morgunblaðið/Bjöm Gíslason KAFFI Akureyri, nýtt kaffihús, bar og skemmtistaður verður opn- aður að Strandgötu 7 á Akureyri næstkomandi föstudag. Það er hlutafélagið Strandkaffi ehf. sem rekur staðinn en eigendur eru Sig- ríður Beinteinsdóttir, Grétar Örv- arsson og Magnús Sigurbjörnsson. Staðurinn verður opinn frá kl. 11 á morgnanna og fram til kl. 01 virka daga og til kl. 03 um helgar. Eigendur staðarins er bjartsýnir þrátt fyrir að samkeppn- in á þessum markaði sé mjög hörð. „Við ætlum að vera best og hugsa um þarfir fólksins og við munum m.a. bjóða upp á besta kaffiúrval í bænum,“ sagði Sigríður. Lifandi tónlist og diskótek Strandgata 7 er 450-500 fer- metra hús á tveimur hæðum og til að byija með verður skemmtistað- urinn á jarðhæðinni en stefnt er að því opna upp á aðra hæð síðar. Boðið verður upp á lifandi tónlist og diskótek en á Kaffi Akureyri er tæplega 70 fermetra dansgólf. Sigga og Grétar munu að sjálf- sögðu verða í hópi þeirra tónlistar- manna sem troða upp á staðnum. Timburhúsið sem hafist var handa við að byggja við Strand- IÐNAÐARMENN og eigendur Kaffis Akureyrar höfðu í nógu að snúast þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit þar við. F.v. Magn- ús Sigurbjörnsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Ingibjörg Gunnars- dóttir og Grétar Örvarsson. götu 7 árið 1904 brann til kaldra kola í brunanum mikla árið 1906. Árið eftir var timburhús það sem þar stendur nú reist og reyndar var byggt vil húsið fyrr á öldinni. Kristín Fggertsdóttir kennari og bæjarfulltrai frá Kroppi í Hrafna- gi'shreppi rak þar hótel frá árinu 1015. Síðar keyptu Kaupfélag verkamanna og verkalýðsfélögin húsið. Þar höfðu þau skrifstofur sínar og fundarsal og var húsið þá lengstum kallað Verkalýðshús- ið, eins og segir í bók Steindórs Steindórssonar um Akureyri. Hlutafélagið KVA ehf. keypti sambyggð hús við Strandgötu 7 og 9 fyrir nokkru en síðast var húsgagnaverslunin Augsýn þar til húsa. Hlutafélagið er í eigu Grét- ars Örvarssonar, Magnúsar Sigur- björnssonar og Þórhalls Arnórs- sonar. Gífurlegur endurbætur hafa verið gerðar á húsinu við Strand- götu 7 og hafa þær staðið yfir í um tvo og hálfan mánuð. Landsbanki íslands 60 ára og eldri í skemmti- ferð í TILEFNI af 95 ára afmæli Landsbanka íslands á Akur- eyri bauð bankinn Akur- eyringum 60 ára og eldri til skemmtiferðar í samvinnu við Félag aldraðra og verður hún farin í dag, miðvikudaginn 16. júlí. Farið verður að Blöndu- virkjun og virkjunin skoðuð undir leiðsögn starfsmanns, þá verður ekið í Þórdísarlund í Vatnsdal, hann skoðaður og ferðalöngum boðið kaffi. Eftir það verður farið á Blönduós og þaðan áfram yfir Þverár- fjall til Sauðárkróks þar sem boðið verður upp á veitingar á Kaffi Krók áður en haldið verður heim á leið. Akureyrarmaraþon Bíll í verð- laun fyrir Islandsmet HIÐ árlega Akureyrarmara- þon Ungmennafélags Akur- eyrar, íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæj- ar verður haldið næstkomandi laugardag, 19. júlí, og hefst það kl. 12. Hlaupið hefst og endar á íþróttavelli Akur- eyrar. Þátttakendur geta valið milli þriggja vegalengda, þriggja kílómetra skemmtis- kokks, 10 kílómetra hlaups og 21 kílómetra hlaups (hálfmaraþons). Sá eða sú sem setur ís- landsmet í hálfmaraþoni hlýt- ur nýja Toyota Corolla bifreið í verðlaun. Allir þátttakendur sem Ijúka hlaupi fá viður- kenningarpening en veitt verða sérstök verðlaun fyrir þijú fyrstu sætin í 10 og 21 kílómetra hlaupum. Að auki verður dreginn út fjöldi ann- arra verðlauna og gildir þátt- tökunúmer sem happdrættis- miði. Frítt verður í Sundlaug Akureyrar eftir hlaup. I ) * I > L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.