Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Vilji fyrir sameiginlegu framboði Alþýðubandalags og Alþýðuflokks Sigríður Stef- ánsdóttir hættir Morgunblaðið/Kristján Hauststemmning SIGRÍÐUR Stefánsdóttir sem set- ið hefur fyrir Alþýðubandalagið í bæjarstjórn Akureyrar lýsti því yfír á aðalfundi flokksins á mánudags- kvöld að hún gæfi ekki kost á sér áfram. { lok þessa kjörtíma- bils næsta vor verða liðin 14 ár frá því Sig- ríður tók fyrst sæti í bæjarstjóm Akur- eyrar. „Ég hef verið að hugsa málið dálítið lengi og var búin að gera það upp við mig að hætta. Það kom bakslag í þá ákvörðun þegar ákveðið var að fara út í viðræður um sameiginlegt framboð, þar sem mér fannst hugmyndin spennandi, en ákvað svo að láta það ekki hafa nein áhrif,“ sagði Sigríður. Hún fór fyrst í framboð árið 1982 og var þá varabæjarfulltrúi, en kom inn í bæjarstjórn á miðju kjörtímabili. Oft órólegur tími en skemmtilegur „Ég hugsaði mér þetta í upphafi sem tímabundið starf, gerði mér þá enga grein fyrir að þetta yrði mitt aðalstarf eins og raunin hefur orðið á síðustu ár,“ sagði hún. Sigríður sagði að þau ár sem hún hefði starfað að bæjarmálum hefðu verið fljót að líða. „Þetta hefur verið krefjandi tími og á tíð- um órólegur, en líka skemmtilegur, maður er sífellt að læra eitt- hvað nýtt og kynnist flestum sviðum þjóðfé- lagsins og mörgu góðu og athyglisverðu fólki. Því er hins vegar ekki að neita að það er erf- itt að samræma þetta öðru sem maður gjarn- an vill sinna, eins og fjölskyldu og áhuga- málum." Sigríður hefur á ferl- inum starfað sem for- seti bæjarstjómar Akureyrar, verið for- maður bæjarráðs og formaður ýmissa nefnda. Hún hefur setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga síðustu tvö kjörtímabil og er nú varaformaður þeirra. Á aðalfundi Alþýðubandalagsins kom fram vilji fundarmanna til að láta á það reyna að bjóða fram sameiginlegan lista Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks auk fleira fé- lagshyggjufólks en viðræður þar um standa nú yfír. H AU STSTEMMNIN GIN var alls ráðandi í Listigarðinum á Akur- eyri er þau Kristjána Þ. Ólafsdótt- ir og Stefán Örn Stefánsson voru Á FUNDI fulltrúaráðs Framsóknar- flokksins á Akureyri var kosin fimm manna nefnd sem hefur það verkefni að ákveða með hvaða hætti valið verður á framboðslista flokksins fyr- ir sveitarstjórnarkosningar í vor. Gísli Kristinn Lórenzson, einn nefndarmanna, sagði að nefndin kæmi að líkindum saman í lok vik- unnar, en hann átti von á að ákvörð- un um val á framboðslista yrði tekin á næstu vikum. Fyrir síðustu kosn- ingar fór fram skoðanakönnun meðal flokksbundinna framsóknarmanna og sagði Gísli Kristinn að sú aðferð hefði tekist vel. „Það gekk ágætlega og var alveg sársaukalaust," sagði þar á ferð með dætur sínar Ólöfu Ingu, Þóru Björg og Ásthildi Láru. Tíkin Birta var einnig með í för og skemmti sér líka vel. hann. Taldi hann vel líklegt að sami háttur yrði hafður á nú og gerði þá ráð fyrir að listinn gæti verið tilbúinn í desember næstkomandi. Jakob Björnsson, bæjarstjóri, Þór- arinn E. Sveinsson, Sigfríður Þor- steinsdóttir, Ásta Sigurðardóttir og Oddur Halldórsson bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins hafa lýst yfir að þau muni áfram taka þátt í sveit- arstjórnarmálum og á aðalfundi Framsóknarfélags Akureyrar lýsti formaður þess, Elsa Friðfinnsdóttir, lektor við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri því yfir að hún gæti kost á sér til starfa fyrir flokkinn við bæjarstjómarkosningar næsta vor. Iþrótta- og tómstundaráð Tillaga um að byggt verði yfir skauta og fótbolta ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur- eyrarbæjar leggur til að gengið verði til samninga við íþróttafélagið Þór um byggingu og rekstur fjöl- nota húss og að samtímis verði gerðir hliðstæðir samningar við Skautafélag Akureyrar. Bæjarráð mun taka afstöðu til tillagna ráðs- ins á fundi sínum á morgun, fimmtudag, en á fundi fyrr í mánuð- inum óskaði bæjarráð eftir tillögum varðandi byggingu yfir skautasvell- ið við Naustaveg. Minnir íþrótta- og tómstundaráð á í bókun sinni vegna málsins að það hafi verið stefna Akureyrarbæjar að úrbætur fyrir knattspyrnuiðkendur hafi for- gang. Yfirbyggingarnar sem um er að ræða eru frá Kanada og eru, að sögn Eiríks Björns Björgvinssonar íþrótta- og tómstundafulltrúa, vin- sælar víða um heim, slíkar bygging- ar eru í yfir 50 löndum, m.a. yfir skautasvell og hafa reynst vel. í tillögum íþrótta- og tómstunda- ráðs er gert ráð fyrir að bygging yfir skautasvellið verði 37x70 metr- ar að stærð og er kostnaður áætlað- ur um 60 milljónir króna. Knatt- spyrnuhúsið yrði nokkru stærra eða 46x70 metrar og er heildarkostnað- ur við gerð þess áætlaður um 100 milljónir króna. SIGRÍÐUR Stef- ánsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðu- bandalags. Val á framboðslista Framsóknarflokks Skoðanakönnun meðal flokksbundinna líkleg Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk „Ég hélt alltaf að peningar og sköpun fœru ekki saman. Þar sló ég vísr feilnótu. Ég ferðasr mikið úr af srarfi mínu og fer þegar mér henrar. Þess vegna verða peningamálin að vera í lagi. Mér finnsr peningar og reikningar ekki skemmrilegir, en ég hef skemmtilegr fólk í bankanum mínum sem sér um þessi mál fyrir mig. Þess vegna er ég í Vörðunni. Landsbankinn treystir fólki eins og John og veitir því sveigjanlega fjármálaþjónustu í Vörðunni. Hann kýs það öryggi og þau þægindi sem felast í því að hafa öll sín f jármál á einum stað. Hann lætur peningana vinna fyrir sig með því að safna punktum.... • • I Vörðunni er margt í boði, meðal annars: • Yfirdráttarheimild, allt að 300.000 kr. án ábyrgðarmanna. • Vörðulán, allt að 700.000 kr. án ábi/rgðarmanna. • Gulidebetkortið, aðildarkort Vörðunnar sem veitir aðgang að ýmsum fríðindum. • Gullkreditkort, Visa og Vildarkort Flugleiða. • Ferðaklúbbur f jölskyldunnar. • Bílalán, hagstæð lán til bílakaupa. • Stighækkandi vextir á Einkareikningi. • Punktasöfnun, í hvert skipti sem þú notar . gullkortin færð þú 2 punkta, hvar sem þú verslar. • Með því að beina viðskiptum smum á einn stað á fjölskyldan auðvelt með að safna yfir 15.000 punktum hjá bankanum á ári í Vildarklúbbi Flugleiða. Vörðufélagar geta einnig safnað punktum með viðskiptum hjá Landsbréfum, með því að kaupa F+ fjölski/ldutri/ggingu VÍS, og nú þegar hjá i/fir 160 verslunar-og þjónustufi/rirtækjum sem tengjast Vildarklúbbi Flugleiða. Síðan má breyta punktum í peninga eða nota þá sem greiðslu vegna ferðalaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.