Morgunblaðið - 15.10.1997, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Frelsið er hveijum
listamanni ómetanlegt
Lokatónleikar tónlistarhátíðar Musiqua
Antiqua eru haldnir í kvöld, en þá koma
fram þau Emma Kirkby og Antony Rooley.
Ami Matthíasson tók þau tali og komst
að því að yfírskrift tónleikanna, Arie Antiche,
segir ekki nema hálfa söguna.
Morgunblaðið/Ásdfs
EMMA Kirkby og Antony Rooley sem Ijúka tónlistarhátíðinni
Norðurljósum með tónleikum i Langholtskirkju i kvöld.
LOKATÓNIjEIKAR tónlistarhátíð-
arinnar Norðurljósa, sem Musica
Antiqua heldur í samvinnu við Ríkis-
útvarpið, verða haldnir I kvöld, en
þá syngur sópransöngkonan Emma
Kirkby við lútuundirleik Antonys
Rooleys verk eftir Monteverdi, Bar-
bara Strozzi, Carissimi, Henry Law-
es, John Blow og John Weldon, svo-
nefndar Arie Antiche. Þau Kirkby
og Rooley eru í fremstu röð tónlist-
armanna sem helgað hafa sig fyrri
tíðar tónlist að mestu, hafa leikið
víða um heim og inn á fjölda hljóm-
platna.
Emma Kirkby og Antony Rooley
eru alþýðleg og glaðlynd, ræða tón-
list af fullri alvöru en brosið er aldr-
ei langt undan, líkt og hjá flestum
þeim sem helgað hafa líf sitt tónlist
og náð að virkja sköpunarandann.
Þau hafa greinilega velt fyrir sér
listinni og hafa grundaðar skoðanir
á henni en þau hafa ekki bara skoð-
anir á tónlist, heldur eru þau vel
heima í rafrænni miðlun upplýsinga,
netið og stafræna útgáfu ber eins
eðlilega á góma og miðaldatónlist.
Samtal okkar hefst á spjalli um
kosti og galla þess að vera lausráð-
in sem tónlistarmenn, að vera ekki
samningsbundin einhveiju stórfyrir-
tækinu sem síðan sér um að aug-
lýsa þau eins og hveija aðra mark-
aðsvöru víða um heim. Emma
Kirkby segir reyndar að það vilji
bregða við að þegar tónleikahaldar-
ar vilji fá útgáfur til liðs við sig til
að auglýsa upp tónleika sé viðkvæð-
ið gjaman að þar sem hún sé ekki
á föstum samningi hjá viðkomandi
útgáfu sjái fyrirtækið sér ekki hag
í að auglýsa hana. „Það er þó auka-
atriði," segir hún glaðlega, „frelsið
sem felst í því að vera laus og liðug
bætir margfalt upp alla peninga; ég
get leyft mér að syngja hvaðeina
sem mig lystir sem er hveijum lista-
manni ómetanlegt.“ Antony Rooley
tekur í sama streng, segist reyndar
muna þá daga þegar hann var samn-
ingsbundinn Decca-útgáfunni fyrir
mörgum árum og fékk leyfi til að
taka það upp sem honum þóknað-
ist, enda var þá mikil vakning í fyrri
tíðar tónlist. „Það eru þó breyttir
tímar í dag, útgáfumarkaðurinn er
sérkennilega samsettur nú um
stundir og við stöndum á þröskuldi
mikilla breytinga,“ segir hann með
áherslu og spáir því að ekki séu
nema fá ár í að fólk hætti að kaupa
geisladiska úti í búð og sæki tónlist-
ina frekar til sín yfír netið og brenni
á diska. „Síðasta aldarfjórðung hef
ég verið í þeirri öfundsverðu stöðu
að vera tónlistarkönnuður og finn æ
betur hve mikið er eftir að kanna
og það gefur augaleið að mínu
mati að markaður fyrir slíka tónlist
er langt í frá mettur og á eftir að
blómstra eftir því sem auðveldara
verður að koma tónlist til þeirra sem
henni unna.“
Talið berst að plötumarkaði seinni
ára sem undirlagður er markaðs-
speki og sölumennsku. Þau taka
undir það að metsala tenóranna
þriggja og álíka söluafrek séu lítt
til þess fallin að auka áhuga manna
á sígildri tónlist en Emma Kirkby
segir að ekki megi gleyma mannlegu
hliðinni og þannig hafí grúi manna
komið á tónleika Davids Helfgotts
eftir að hafa orðið snortinn af kvik-
myndinni Shine. „Meirihluti þeirra,
sem komu á tónleika hans, komu
ekki til að heyra hann leika á hljóð-
færi, heldur til að vera í návist
manns sem komist hafði í gegnum
hrikalega erfíðleika, tónlistin var
aukaatriði, frekar kom fólk af sam-
úð og samkennd; það lét stjórnast
af hjartanu sem er í raun frábært
því þegar fólk hefur glatað því að
geta hrifist er lítið eftir.“
Ekki er hægt að líta
framhjá menningararfinum
Áhugi á tónlist er mjög breyttur;
á árum áður voru áheyrendur helst
sólgnir í nýja tónlist og frumflutta,
en nú á tímum vilja þeir helst heyra
eitthvað sem þeir þekkja eða hafa
heyrt áður. Rooley nefnir þó að í
Bretlandi til að mynda hafí verið
sterk hefð fyrir því að flytja gamla
tónlist og þar hafí verið starfandi
Acadamy of Acient Music þegar á
sautjándu öld og staðið fyrir tónlist-
arfræðilegum rannsóknum og fiutn-
ingi á eldri tónlist. „Ekki má svo
gleyma því að tónlist á þeim tíma
var yfírleitt samin í skjóli aðals-
manna sem lögðu mikið fé til tónlist-
armanna og gerðu kröfu um að
þeir skrifuðu ný verk, ekki alltaf
vegna áhuga á tónlist, heldur var
ástæðan oft sú að það var viðeig-
andi fyrir yfirstéttina að halda tón-
leika og láta sjá sig á þeim,“ segir
Rooley. „Nútímatónlist hefur annað
hlutverk er tónlist fyrri tíma, hún
verður að virðast nýstárleg og frum-
leg, hún verður að virðast segja eitt-
hvað sem ekki hefur áður heyrst,
sem er að mínu mati óhugsandi því
ekki er hægt að flytja tónlist án
þess að vísa til þess sem þegar hef-
ur verið gert, það er ekki hægt að
líta framhjá menningararfinum.“
Emma Kirkby tekur undir það
að alvarleg tónlist seinni tíma hafí
tekið kúrsinn í átt frá hjartanu og
í átt að heilanum; fjarlægst áheyr-
endur. „Það er reyndar hreyfing í
gangi í dag í átt frá þessu og sem
dæmi má nefna vinsældir tónskálda
eins og Párts og Taverners."
Rooley segir að ekki megi líta
fram hjá því að í dag sé framboð
af tónlist meira en nokkru sinni og
allar gerðir tónlistar fáanlegar, allt
frá framúrstefnulegustu nútíma-
tónlist og aftur í aldir. „Oft er eng-
in skýring nærtæk á því hvers
vegna ákveðin plata selst önnur en
sú að hún er svo hugvitssamlega
markaðssett," segja hann. „Það
má ekki gleyma því að fjölmörg
tónskáld fyrri tíma voru mun fram-
úrstefnulegri og hugmyndaríkari
en þorri nútímatónskálda. Ég held
að það sé tími til kominn að seinni
tíma tónskáld átti sig á því að það
þarf fagmennsku og kunnáttu til
að skapa eitthvað nýtt,“ segir Rool-
ey og Emma Kirkby skýtur inn í:
„Mikið af nútimatónlist er svo illa
samið að það er beinlínis heilsuspil-
landi að syngja hana; það kemur
fyrir að ég geng út af tónleikum
og er ekki viss um það hvort ég
geti sungið aftur. Til er mikið af
erfiðri tónlist sem gerir miklar kröf-
ur til tæknilegrar hæfni, en mikið
af henni er samið án tillits til líf-
fræðilegra staðreynda ólíkt því sem
var á öldum áður þegar öll tón-
skáld hófu sitt tónlistarnám sem
söngvarar. í miðaldatónlist rekst
maður oft á ótrúlega erfíð og frum-
leg verk sem eru einnig samin af
tæknilegri fæmi.“
Brot úr stærri verkum
Yfrirskrift tónleika þeirra Emmu
Kirkby og Antonys Roo'eys er Arie
Antiche og aðspurðum um verkin
segist Rooley svo frá:
„Arie Antiche þekkja allir sem
lært hafa söng, en þær komu út í
tveimur bindum síðla á sautjándu
öld og upp frá því hafa þær verið
notaðar til söngkennslu enda em
söngkennarar með íhaldssamasta
fólki í heimi,“ segir Rooley og kím-
ir. „Verkin eru í raun brot úr stærri
verkum," segir Emma Kirkby, „og
heyrast sjaldan öll.“ „Það hefur
meðal annars leitt til þess að fólki
fínnst sem þessar gömlu aríur hafí
allar verið stuttar og léttar, eins
konar upphitun fyrir veigameiri
verk, en það er fjarri sanni. Þannig
er upphafsarían öll Lamento d’Ar-
ianne, úr ópera Monteverdis sem
er glötuð að öðru leyti, en í Arie
Antice er aðeins fyrsti hluti af
fimm,“ segir Rooley, en hann hyggst
leika á lútuna inngang að hveiju
verki til að gefa Emmu Kirkby færi
á að hvíla röddina, en einnig til að
koma fólki í rétta stemmningu.
„Fyrri hluti söngdagskrárinnar
er þijú verk frá Ítalíu og eftir hlé
verða þijú ensk verk. Upphafsverkið
verður Lamento d’Arianne, eins og
ég nefndi, en þar á eftir verður
verk eftir Barbara Strozzi, ítalska
konu sem er fyrsta kvenkyns tón-
skáldið sem eitthvað kveður að -
frábært tónskáld. Arían segir frá
ástföngnum söngvara sem er að
fletta söngvabók í leit að einhveiju
sem hæfir ástarsorginni sem hijáir
hann. Þetta er bráðskemmtilegt
verk því hann er alltaf að byija á
söngvum og hætta síðan við því
þeir eru ekki nógu harmþrungnir
fyrir hann og í lokin kastar hann
öllu frá sér í bræði. Barbara Strozzi
er ekki síður að gera gys að harm-
söngvum karla þegar þeir era að
reyna að tjá djúpar tilfinningar.
Síðasta verk fyrir hlé er eftir
Carissimi og segir frá lokaorðum
Maríu Stúart, sem var hálshöggvin
á sínum tíma, henni eru lögð orð í
munn sem skáldinu fannst rétt að
hún myndi segja.“ „Mjög áhrifamik-
ið verk,“ skýtur Emma Kirkby inn
í, „sem samið var fyrir Kristínu
Svíadrottningu sem hraktist til
Rómar fyrir kaþólska trú sína og
hefur eflaust séð samsvörum í örlög-
um sínum og Maríu Stúart."
„Eftir hlé taka við ensk tón-
skáld,“ heldur Rooley áfram.
„Fyrsta verkið segir einnig frá Ar-
ianne, að þessu sinni í búningi Henr-
ys Lawes, og er gott dæmi um
muninn á breskum tónskáldum og
ítölskum. Afbragðsverk og mjög
breskt. Við höfum reyndar tekið það
upp en að hefur ekki notið þeirra
vinsælda sem vert er. Þá kemur
verk eftir John Blow, kennara Puc-
ells, og hefur ekki notið sannmælis;
horfíð í skuggann af Purcell. Loka-
verk tónleikanna verður svo aría þar
sem Venus syngur til Paris að biðja
hann að veita sér skálina gullnu.
Afbragðsverk sem sigraði í sam-
keppni enskra tónskálda árið 1700,
en breskum hefðarmanni þótti ensk
tónlist heldur klén um það leyti og
vildi auka veg hennar með keppn-
inni.“
Emma Kirkby segir að þessi
skipting milli ítalskra verka og
enskra sé vel til þess fallin að sýna
muninn á enskri sagnahefð og ít-
alskri því ensku verkin hafí meira
skemmtigildi og séu meiri sögur en
þau ítölsku, ítölsku verkin sýni há-
stemmdar tilfínningar, en þau
bresku leggi höfuðáherslu á sögu-
þráðinn, segi sögu með útúrdúram
um hitt og þetta.
Við ljúkum okkar spjalli á frá-
sögnum af verkefnum sem þau
Emma Kirkby og Antony Rooley
eiga framundan og þau takast öll á
loft þegar þau lýsa því sem fram-
undan er og þykir blaðamanni nóg
um annimar. Þrátt fyrir sífelld
ferðalög til tónleikahalds víða um
heim segjast þau ekki þreytast á
því að ferðast og kynnast nýju fólki,
eins og til að mynda í þessari ís-
landsferð sem sé fyrir þeim ævin-
týraferð; „vissulega er leiðinlegt að
hanga á flugvöllum og hírast á hót-
elherbergjum, en þegar vel tekst til
á tónleikum og við náum að snerta
hjörtu áheyrenda gleymist öll þreyta
og leiðindi hverfa eins og dögg fyr-
ir sólu,“ segja þau glaðbeitt að lok-
um.
Vann til
verðlauna
áhugaljóð-
skálda
INTERNATIONAL Library of Po-
etry eru alþjóðasamtök áhugaljóð-
skálda. Sigríði Sigmundsdóttur
hlotnaðist sá heiður að vinna til verð-
launa fyrir ljóð sem hún sendi í ár-
lega samkeppni
samtakanna.
Hún fór utan til
Washington í
sumar til að taka
á móti verðlaun-
um á hátíðarráð-
stefnu samtak-
anna ásamt
nafnbótinni Poet
of Merit.
Verðlaunaljóð
Sigríðar nefnist
Þögul ferð og
hefur það verið gefíð út I ljóðasafni
samtakanna. Sigríður hlaut einnig
sérstaka viðurkenningu ritstjóra út-
gáfunnar. Hún segir að viðurkenn-
ing sem þessi sé henni vissulega
hvatning til að halda áfram að yrkja.
„Ég hafði aðeins átt við skáldskap
á unglingsárum en fyrir 4 árum hóf
ég að setja saman ljóð af einhverri
alvöru og nú fylla þau fjölda bóka.
Ég hafði þó ekki haft kjark í mér
til að senda þau frá mér fyrr en ég
tók þátt í ljóðasamkeppninni nú í
sumar.“ Um ástæðu þess að hún fór
að setja saman ljóð segir hún að þar
hafí hún fundið tilfínningum sínum
farveg á erfíðum tímum. „Verð-
launaljóðið, Þögul ferð, er túlkun á
því hvemig mér var innanbijósts á
þeim tíma sem það varð til. Mér
fannst sem ég væri á göngu yfir
auðnina en svo birti allt í einu til.“
-----------♦ ■ ♦----
Vinatónleikar í
Víðistaðakirkju
EITT hundrað flytjendur standa
fyrir tónleikum í Víðistaðakirkju á
morgun, fimmmtudag, kl. 20.30.
Karlakórinn Þrestir og Kvennakór-
inn Vox Feminae taka þar á móti
þýskri blásarasveit, söngvuram og
dönsuram frá Sud-Sauerland. Tón-
leikarnir bera yfirskriftina „Gruss
an Island" sem einnig er titill á
lagi eftir framkvæmdastjóra ferða-
laganna, Josef Hesse, og er tileink-
að fyrrverandi forseta okkar, Vig-
dísi Finnbogadóttur.
Þjóðveijarnir munu einnig
skemmta á hinni árlegu „október-
fest“ hjá Germaníufélaginu. Karla-
kórinn Þrestir naut hjálpar þeirra
við tónleikahald í Þýskalandi sl.
sumar og Kvennakórinn mun
syngja á þeirra vegum í þýska út-
varpinu þamæstu jól (1998). Þetta
era því vinatónleikar og verður efn-
isskráin fjölbreytt en þó aðallega
af þýskum og Sslenskum toga.
Stjórnendur kóranna eru Jón
Kristinn Cortez, Margrét Pálma-
dóttir og Michael Nathen.
-----» ♦ ♦----
Nýr konsert-
flyg’ill í Hvera-
gerðiskirkju
TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis
og Ölfuss hefur fest kaup á nýjum
konsertflygli af gerðinni Steinway &
Sons og verður hann staðsettur í
Hveragerðiskirkju.
Tónlistarfélag Hveragerðis og
Ölfuss er nú að fara af stað með
söfnunarátak meðal fyrirtækja og
almennings, en þegar hefur safnast
á aðra milljón króna í útborgun á
flyglinum sem kostar tæpar 5 millj-
ónir króna. Einnig hafa tónlistar-
menn boðist til að halda tónleika í
fjáröflunarskyni. Vígslutónleikar
verða sunnudagskvöldið 2. nóvem-
ber og mun Jónas Ingimundarson
leika á hinn nýja flygil.
Sigríður Sig-
mundsdóttir